Alþýðublaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 1
alþýöu hðið 3.4% atvinnuleysi í janúar: Þriðjudagur 14. febrúar 1984 fíiii 31. tbl. 65. árg. Nær 4000 á skrá Atvinnuleysið hélt áfram að vaxa með miklum hraða í janúarmánuði í ár. Voru skráðir á landinu öllu rúmir 84 þúsund atvinnuleysisdag- ar, hlutdeild kvenna þar af var um 54%. Þessi fjöldi skráðra atvinnu- leysisdaga jafngildir því að 3900 Kjartan Jóhannsson um fiskverð og ráðstafanir fyrir útgerðina:_ Grundvöllur ekki tryggður „Það er ákveðinn feluleikur sem þarna á sér stað. Þó það eigi að heita að fiskverð hafi verið hækkað um 4% felst í ráðstöfunum sjávar- útvegsráðherra um 9% hækkun til útgerðar og um 8% til sjómanna. En þrátt fyrir allt hefur rekstrar- grundvöllurinn ekki verið tryggð- ur,“ sagði Kjartan Jóhannsson í samtali við Alþýðublaðið í gær vegna ákvörðunar um fiskverð og ráðstafanir vegna vanda útgerðar- innar. Kjartan benti á að fyrir utan 4% Konstantín Chernenko valinn leiðtogi Sovétmanna Konstantín Chernenko, var í gær valinn eftirmaður Yuri Andropov leiðtoga Sovétríkj- anna, sem lést s.l. föstudag eins og kunnugt er. Chernenko, sem er 72 ára gamall, var náinn samstarfs- maður Breshnév, sem hélt um stjórnvölinn þar eystra á undan Andropov. Það var einmitt Kon- stantín Chernenko, sem barðist við Andropov fyrir 15 mánuðum um embætti aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, þegar Bréshnev féll frá, en varð þá að lúta í lægra haldi. Talið var fyrirfram, að Chernenko stæði ekki best að vígi þeirra kandidata sem fyrir hendi voru í leiðtogaslagnum. Var það mat manna að Romanov og Gorbachov stæðu nær krúnunni, enda þeir báðir miklir og nánir samstarfsmenn Andropov. Ekki verður neinu um það spáð, hvort tilkoma Chernenko í leiðtogasætið í Sovétríkjunum komi til með að breyta miklu í ut- anríkisstefnu landsins, en einhver ágreiningur mun hafa verið með þeim Andropov og Chernenko hvað varðar stefnuna í innan- landsmálum. fiskverðshækkun kæmi til útgerð- arinnar 4% bætur úr Aflatrygg- ingarsjóði og þar ofan á 2% uppbót á allan botnfisk úr verðjöfnunar- deildinni. Það gera 10%, en 1% fer til sjómanna sem fá tii skiptanna ákveðinn part af kostnaðarhlut- deild sem áður var ekki. Sjómenn fá síðan fyrir utan fiskverðshækk- unina aukalega til skiptanna önnur 4%, eða alls 8%. „Þrátt fyrir allt er rekstrargrund- völlur útgerðarinnar ekki tryggður og allt óljóst með sparnaðinn í sókn sem gert er ráð fyrir að geti orðið töluverður. Þess fyrir utan er alls ekki gerð grein fyrir því hvernig afla eigi fjár í þá sjóði sem annast eiga skuldbreytingarnar, né heldur hversu þörfin er í raun mikil. Þann- ig að það er margt óljóst í þessu og hæpið, eins og hreinn styrkur úr Aflatryggingasjóði, sem hingað til hefur venjulega verið notaður til að tryggja Kjartan. afkomu manna „sagði Kjartan Jóhannsson manns hafi verið á skrá allan mánuðinn, 2100 konur og 1800 karlar. Svarar þetta til þess að 3.4% af áætluðum mannafla á vinnu- markaðinum hafi verið á skrá að jafnaði allan mánuðinn. „Síðasta virkan dag janúar- mánaðar voru á skrá 3.700 manns, l. 900 konur og 1.800 karlar, sem bendir til þess, að atvinnuleysi hafi lítið dvínað þegar leið á mánuðinn. í desembermánuði 1983 voru skráðir tæplega 48 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu, sem jafngild- ir 2.200 manns atvinnulausum, en í janúar í fyrra voru skráðir 51 þús- unú atvinnuleysisdagar, sem svarar til 2-350 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali í mánuðinum. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga var meiri í janúarmánuði sl. en dæmi eru um frá því skráning at- vinnuleysisdaga hófst árið 1975. í þessu sambandi er rétt að taka fram að skráð atvinnuleysi í janúar- mánuði er jafnan yfir tvöfalt meira en meðaltal ársins. Þessu veldur m. a. að vertíð hefst alla jafna ekki fyrr en líða tekur á mánuðinn, auk þess sem veðrátta er jafnan erfið til útivinnu. Við þetta bætist nú óvissa um framvindu í sjávarútvegi, kvóta- skipting o.fl., sem veldur því að vertíð hefur farið venjufremur seint af stað. Áhrif þessa koma glöggt fram i því að mikill meirihluti af skráðu atvinnuleysi í janúar sl. féll Framhald á bls. 3 Farmanna- og Fiskimannasambandið:_ Vandanum velt yf- ir á sjómennina Samdráttur í tekjum sjómanna langt umfram aðra Björn Þórhallsson: „Ekki eftir neinu að bíða Samið í næstu viku? (( „Það er ekki eftir miklu að bíða. Ég tel að samningar ættu að geta náðst fljótlega, eftir innan við viku til 10 daga,“ sagði Björn Þórhalls- son, varaforseti Alþýðusambands- ins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Björn sagði aðspurður að erfitt væri að spá fyrir um áhrif fisk- verðsákvörðunar og könnunar' Kjararannsóknarnefndar á samn- ingaviðræðurnar. „En nú er sem sagt fiskverðið komið og ef rétt er sem maður heyr- ir að samkomulag sé að nást í ál- versviðræðunum, liggur ljóst fyrir að það þarf að komast skriður á viðræður okkar og vinnuveitenda. Menn verða að fara að gera upp við sig í þeim viðræðumþ sagði Björn. Björn Þórhallsson, varaforseti A„ Formannaráðstefna Farmanna- ' og fiskimannasambandsins var haldin um helgina og var einkum fjallað um kjaramál íslenskra sjó- manna í farmennsku og fiskveið- um. í ályktun fundarinser bent á að stöðugt hefur fækkað í áhöfnum skipa á liðnum árum og vinnuálag aukist um borð. Yfirmenn skipa leiti nú frekar að störfum í landi og þeim fer fækkandi sem mennta sig til sjómannastarfa. Öryggi skips og áhafnar hefur veikst og verði að snúa þessari þróun við, bæta kjör, lífeyrisrétt og tryggingar sjómanna. Ennfremur segir i samþykktinni: „Hin nýupptekna kvótaskipting við fiskveiðar veikir atvinnöryggi sjómanna stórlega. Þar sem útgerð stendur höllum fæti vegna lítils afla, versnar af- koman enn frekar og það sem verra er, vonin um betra gengi er einnig frá mönnum tekin. Þetta getur leitt til uppgjafar og færslu kvóta milli Þingmenn allra flokka: Refsiákvæði í bílbeltalögin 7 þingmenn úr öllum stjórn- málaflokkum á Alþingi hafa flutt í efri deild frumvarp til laga, sem fel- ur í sér þá breytingu að inn í lög þau um notkun bílbelta, sem samþykkt voru fyrir um 3 árum, komi refsi- ákvæði. „Enda munu vandfundin lög þar sem dómsvaldinu er ekki ætlað að beita viðurlögum ef út af er brugðiðþ segir í greinargerð með frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Karl Steinar Guðnason, en auk hans eru flutningsmenn Eið- ur Guðnason, Salome Þorkelsdótt- ir, Tómas Árnason, Skúli Alexandersson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Stefán Bene- diktsson. Sem kunnugt er voru lögin um notkun bílbelta samþykkt í maí 1981, ökumönnum og farþegum í farsæti var gert að skyldu að nota öryggisbelti. í þeim lögum eru eng- in refsiákvæði. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að 1972—1983 hafi 165 manns beðið bana í umferðinni, en samkvæmt sérstakri skýrslu Um- ferðarráðs er gert ráð fyrir því að notkun öryggisbelta hefði getað forðað 104 þessara manna frá dauða. Er talið fullreynt að ekki verði unnt með áróðri og fræðslu- starfsemi einni að auka beltanotk- un meira en orðið er, en samkvæmt síðustu talningu var notkun uin 27% hjá ökumönnum og 28% meðal farþega í framsætum. „Allt kemur þetta heim og saman við þá skoðun fjölmargra aðila hér á landi, þ.á m. Umferðarráðs, að lögum um skyldunotkun verði að fylgja refsiákvæði, eins og umferð- arlaganefnd lagði til árið 1981. enda munu vandfundin lög þar sem dómsvaldinu er ekki ætlað að beita viðurlögum ef út af er brugðið. Á sama hátt má ætla að undansláttur í framkvæmd einnar lagagreinar leiði til minni virðingar manna fyrir öðrum lögumþ segir í greinargerð- inni. landshluta fyrir tilstilli útgerðar- manna einna, án íhlutunarréttar skipshafna sern þó hafa öðlast kvótann ekki síður en útgerðin. Hlutaskiptum milli útgerðar- manna og sjómanna hefur verið raskað og nú stefnir í að yfir 40% af fiskverði verði ráðstafað utan hluta- skipa til útgerðar til að greiða ranga fjárfestingu stjórnvalda og útgerð- armanna á undanförnum árum. Þeim vanda er nú velt yfir á íslenska sjómenn, sem fá aðeins 4% fisk- verðshækkun, þegar hækkun til út- gerðar er talsvert meiri. Stórfelldar upphæðir er fyrir- hugað að flytja úr Aflatrygginga- sjóði til útgerðar þó svo að lögin um sjóðinn heimili ekki slíkt. Þetta gerist þegar þorskafli minnkar með ákvörðun stjórnvaida um 30% milli ára. Samdráttur í tekjum sjómanna verður langt umfram það sem er hjá öðrum stéttum. Þó bjóða fiskkaup- endur útgerðarmönnum yfirborg- anir sem ekki koma til skipta og sjá þeim fyrir veiðarfærum. Þrátt fyrir þetta sjá fulltrúar fiskvinnslunnar við fiskverðsákvörðun ástæðu til að auka á auma afkomu sjómanna þetta ár eins og oft áður. Réttindamál sjómanna í lífeyris- greiðslum eftir langa starfsævi eru aðeins fjórðungur af því sem al- mennt er hjá öðrum stéttum, þar sem aðeins eru greidd iðgjöld af hluta launa þeirra til lifeyrissjóð- anna. Dánarbætur er nú nema 275 þús- und krónum og örorkubætur sem nú eru 826 þúsund krónur þurfa að hækka stórkostlega frá því sem nú er og fylgja framvegis hækkun á framfærsluvísitölu. Bætur fyrir eignir sjómanna er tapast við sjó- skaða hafa hvergi nærri fylgt þeim raunverðmætum sem þeir hafa með sér um borð. Sjúkratryggingar þarf að endur- skoða og auka rétt sjómanna i Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.