Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Ríkisstjórnin stendur enn á gati:
Laugardagur 10. mars 1984
Nauðsyn á kerfisbreyt-
ingu við fjárlagagerð
50. tbl. 65. árg.
Eru 50% eða 71%
fylgjandi samningunum?
600 islendingsnr voru nýlega
spurðir að því hvort þeir væru f ylgj-
andi eða andvígir niðurstöðum ný-
gerðra kjarasamninga Alþýðusam-
bandsins og Bandalags starfs-
manna ríkis og baeja.
Niðurstöðurnar voru svo langt
sem þær ná mjög í samræmi við
'þau viðbrögð sem fram hafa komið
að undanförnu í atkvæðagreiðslum
einstakra félaga verkalýðshreyf-
ingarinnar, í lang flestum tilfellum-
hefur meirihluti samþykkt samn-
ingana, en sá meirihluti hefur þó
verið nokkuð misjafnlega mikill.
Atkvæðagreiðslurnar hafa endur-
speglað þá tilfinningu manna að
þrátt fyrir óánægju með kjara-
skerðingu undanfarinna mánaða
og þrátt fyrir að samningarnir hafi
í raun aðallega snúist um að verjast
áframhaldandi skerðingu, þá verði
menn að vera „raunsæir", líta til
ástandsins í efnahagsmálum og á
vinnumarkaðinum og sætta sig við
að ekki fáist meira og betra undir
þessum kringumstæðum, auk þess
sem hinum lakast settu var afhentur
félagsmálapakki.
í skoðanakönnun Dagblaðsins-
Vísis sögðust 302 vera fylgjandi
samningunum eða 50.3%. 123
sögðust vera andvígir samningun-
um eða 20.5%. 145 eða 24.2% tjáðu
sig vera óákveðna en 30 eða 5%
vildu ekki svara spurningu blaðs-
ins. Ef við göngum út frá því að
könnunin sé nokkurn veginn mark-
tæk þá virðist helmingur lands-
Framhald á bls. 2
Tæplega tveggja milljarða
' króna gat á fjárlögum þessa árs
ætlar að standa í fjármálaráð-
herra og ríkisstjórninni allri.
Albert Guðmundsson hefur að
vísu verið að viðra einhverjar hug-
myndir um mögulegar ráðstafan-
ir, en eins víst er að ekkert af því
verði að veruleika, enda hafa sam-
ráðherrar hans hver um annan
þveran afneitað þessum lauslegu
' hugmyndum sem óraunhæf-
um, eins og reyndar segja má um
fjárlögin sjálf: Óraunhæf og
ómarktæk.
Fjárlög Alberts Guðmundsson-
ar, sem áttu að vera svo ábyrg og
marktæk, hafa gjörsamlega
brugðist. Ríkisstjórninni hefur
ekki tekist að standa við gefin
fyrirheit um sparnað. Stórir út-
gjaldaliðir hafa verið vanáætlað-
ir. Nýir útgjaldaliðir hafa sprottið
fram. Áætlanir um lánsfjáröflun
innanlands hafa reynst út í bláinn.
Útgjöld hafa verið meiri og tekjur
minni en að var stéfnt.
Nú leitar Albert Guðmundsson
í ákafa að útgönguleið, hann
viðrar hugmyndir um aukinn
niðurskurð og er farinn að tala
um nýja skatta, þrátt fyrir að við
afgreiðslu fjárlaga hafi hann lýst
því yfir að heldur vildi hann hafa
halla á fjárlögunum en að „auka
álögur á fólkið í landinu". Enn
hafa þó ekki komið fram ákveðn-
ar tillögur hvorki frá Albert né
öðrum ráðherrum stjórnarmeiri-
hlutans.
Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa hins vegar lagt fram ákveðn-
ar tillögur til að mæta þessum
stórkostlega vanda ríkisstjóðs.
Ýmis útgjöld eru þrælbundin í
fjárlögunum og er í því sambandi
nauðsynlegt að gera ákveðnar
kerfisbreytingar. Nægir að nefna
að hálfur annar milljarður króna
fer í úrelt ákvæði er snerta land-
búnaðinn.
Framhald á bls. 2
íhaldsmeirihlutinn í Mosfellssveit:
Hross tekin f ram
yfir mannfólkið!
Metur bæjarstjórnameirihluti
Sjálfsætðismanna í Mosfellssveit
hross og hestamennsku ofar mann-
fólkinu? Ef marka má endurskoð-
aða framkvæmdaáætlun meirihlut-
ans, sem lögð var fram nýverið, þá
virðist svo vera.
Þær breytingar voru nefnilega
gerðar frá upprunalegri fram-
kvæmdaáætlun að á sama tíma og
framlög til ýmissa framkvæmda i
íbúðahverfum bæjarins voru lækk-
uð, þá vill sjálfstæðismeirihlutinn
hækka framlag til holræsa- og
gatnagerða og vatnslagningu í
gamla hesthúsahverfinu á Varmár-
bökkum úr 240 þúsund í 410 þús-
und krónur.
Á meðan svo myndarlega á að
snyrta í kringum hrossin og gera að-
stöðuna betri fyrir hestamennsk-
una bíða fjölmargir íbúar byggðar-
lagsins óþolinmóðir eftir því að
götur verði lagðar bundnu slitlagi,
gengið verði frá gangstéttum, og
þannig mætti lengi telja. Byggðar-
lagið hefur vaxið ört og mikið
skortir á að gengið hafi frá ýmsum
umhverfisþáttum, enda hefur fjár-
magn til þessara hluta verið af
skornum skammti, hlutfallslega lít-
ið kemur í bæjarsjóð í gegnum að-
stöðugjald og fasteingaskatt af at-
vinnurekstri.
En meðan íbúarnir í nýju hverf-
unum þurfa margir hverjir að vaða
mold og aðra drullu sér meirihluti
sjálfstæðismanna sér fært um að
sjá af 410 þúsund krónum í að
snyrta í kringum hestana og eig-
endur þeirra, sem margir hverjir
eru úr öðrum sveitarfélögum.
Við umræður um framkvæmda-
áætlunina mótmælti Gréta Aðal-
steinsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, harðlega þessari ein-
kennilegu forgangsröð í verkefna-
vali sjálfstæðismanna og taldi eðli-
legra að fólk ætti að hafa forgang
fram yfir hrossin.
Nú sitja menn sveittir í fjármálaráðuneytinu í leit að leiðum út úr
ógöngunum.
Kosningar framundan í Háskólanum:
Umbótasinnum vex ásmegin
Kosningar til stúdentaráðs og há-
skólaráðs innan H.í. fara fram í
næstu viku, fimmtudaginn 15.
mars. Þrír listar eru i kjöri: A-listi
Vöku, B-listi félags vinstri manna
og C-listi félags umbótasinnaðra
stúdenta.
Núverandi meirihluti stúdenta-
ráðs er myndaður af umbótasinn-
um og vinstri mönnum. Að sögn
Aðalsteins Steinþórssonar, for-
manns stúdentaráðs er verulegur
meðbyr nú með umbótasinnum og
bjartsýni ríkjandi um að þeir fái nú
í fysta skipti mann kjörinn i Há-
skólaráð, þar sem stúdentar eiga tvo
fulltrúa.
„Við finnum að stúdentar eru að
snúast æ meir til okkar, við höfum
gott fólk í efstu sætum, hópurinn er
stór og virkur. Grunnur okkar
stefnu er sá að stúdentar sameinist
um hagsmunamál sín, myndi eins
konar hagsmunabandalag úm sín
málefni, en láti vera að leysa vanda-
mál annarra þjóða á meðan þeir
geta ekki náð saman um eigin mál.
Framhald á bls. 2
¦RITSTJORNARGREIN'
Lýöræöisskipulag — lýöræöi í reynd
Við íslendingar hrósum okkur gjarnan af því,
hve lýðræðishugsjónin ádjúparræturí þjóðlíf-
inu. Við bendum á metkosningaþátttöku því til
sanníndamerkis, auk þess sem á flestum svið-
um þjóðlífs er gert ráð fyrir því að meirihluti fái
að ráða ferðinni í kosningum um hitt og annað.
Það er bæði satt og rétt, að íslendingar eru
lýðræðissinnar í eðli og vilja skipa málum á
þann hátt, að fjöldinn fái að hafa veruleg áhrif
á þær stórákvarðanir sem teknar eru um þjóð-
arhag. Og þannig er kerfið byggt upp að miklu
leyti.
Hinu er þó ekki að leyna, að í reynd og fram-
kvæmd skipar lýðræðið ekki þann sess, sem
ætla mætti.Til að komaf veg fyrirof mikið vald
fárra, þá verður almenningur að vera virkur
þátttakandi. Lýðræðið sem slíkt kemur ekki í
vegfyrirþað, aðfáirvaldamikliraðilargeti tekið
afdrifaríkar ákvarðanir sem hugsanlega geta
gengið þvert á vilja mikils meirihluta þjóðar-
innar. Lýðræðið verður aldrei nema orðið tómt,
ef þjóðfélagsþegnar eru ekki virkir og láta að
sér kveða.
Fróðlegt er að iíta á nokkur dæmi í þessu
sambandi. Hvert er t.a.m. það lýðræðislega
aðhaldsem-þjóðkjömirþíngmennokkarhafaá
miili kosninga? Og hver er í raun ábyrgð ráð-
herra og ríkisstjórnar gagnvart kjósendum? Á
síðasta misseri hafa landsmenn séð fjölmörg
dæmi þess, að ríkisstjórnin hefurtekið ákvarð-
anir sem annaðhvort ganga þvert á yf irlýsingar
stjórnar sinnar í kosningaslagnum fyrir tæpu
ári, eða tekin eru upp mál sem ekki var minnst
einu orði á fyrir þær sömu kosningar. Með öðr-
um orðum: kjósendur voru ekki að kveða upp
úrskurð sinn yfir mörgum þeim málum, sem
rikisstjórnin er nú með á sinni könnu.
Nú 'mætti ætlaað kjósendurættu þess kost,
að hafa áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir
stjórnmálamanna f gegnum mismunandi opna
starfsemi stjórnmálaflokkanna. Á þeim vett-
vangi gefst fólki kostur á að koma skoðunum
sínum og hugðarefnum áframfæri. Staðreynd-
in er hins vegar óumdeilanlega sú, að aðeins
iltill hluti kjósenda tekur þátt í hinu skipulega
starfi stjórnmálaflokkanna. Langflestir koma
þar hvergi nærri. Ástæðurnar eru vafalaust
margar. Sumar Hggja í eðli og skipulagi flokk-
anna sjálfra, aðrar hjá fólkinu; ti'ðarandanum,
sem einkennist af afskiptaleysi.
rlver er svo staða þessara mála innan laun-
þegahreyfingarinnar? hve stór hluti launafólks
er á einn eða annan hátt þátttakandi um
stefnumörkun hreyfingarinnarogjikvarðanir á
þeim vettvangi? Svarið erfyrirliggjandi: Aðeins
lítið hiutfall launþega kemur nærri verkalýðs-
pólitík. Það kemur t.a.m. skýrt fram nú þegar
þau verkalýðsfélög sem innan ASÍ eru, taka af-
stöðutil nýgerðrasamningaASÍog VSÍ. Fundir
í félögunum eru iiiasóttir, svo ©kki sé fastar að
orði kveðið, enda þótt þar sé verið að taka
ákvarðanirsemsnertaafkomumöguleikafólks
til næstu framtíðar. í sumum félögum mæta
um 1% félagsmannaogtakaákvörðunfyrirhin
99%. Það gerðist t.d. í hinu fjölmenna verka-
lýðsfélagi, Verslunarmannafélagi Reykjavikur
á dögunum.
Sömu sögu er hægt að segja um virkni fél-
aga innan samvinnuhreyfingarinnar. Samband
(slenskra samvinnufélaga sem er stórveldi hér-
lendis á f jölmörgum sviðum er í reynd stjómað
af fáum einstaklingum, enda þótt uppbygging-
in fyrirtækisins geri ráð fyrir þátttöku fjöldans.
Pannig mætti iengi rekja. Ailtof víða er lýð-
ræðið lítið annað en orð á tyllidögum. Þurfum
við ekki að leita skýringa á þessari félagslegu
deyfð og finna leiðir tíl úrbóta?
-GÁS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4