Alþýðublaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. apríl 1984 71. tbl. 65. árg. Afl þeirra hluta sem gjöra skal Aðalfundur Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins í Reykjavík verður haldinn að Hotel Esju þriðjudag- inn 17. apríl. Fara fram venjuleg aðalfundarstörf en auk þess verða lagðar fram tillögur um breyting- ar á reglugerð fulltrúaráðsins. í tengslum við aðalfundinn efn- ir fulltrúaráðið til hádegisverðar- fundar næsta laugardag, 14. apríl í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg kl. 12. Ræðumaður dagsins verður Jon Baldvin Hannibalsson, þing- maður, en hann mun fjalla um „afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Upplýsingar er að fá í síma 29244 kl. 12-17, en að öðru leyti verða fundirnir nánar auglýstir í blað- inu. Fiskirækt — fram- tíðaratvinnugrein ef skilningur eykst og fjármagn fœst I mörg ár og áratugi hafa nokkrir bjartsýnir einstaklingar gert tilraunir með fiskrækt af ýmsu tagi. Seiðarækt hefur verið algengust, en hin síðari ár hefur áhuginn beinst meira að eldi á matarfiski. Það hefur verið reynt með hafbcit og kvíaeldi. Flestir frumherjanna hafa átt við mikla erfiðleika að stríða, m.a. vegna skilningslausra, og jafnvel fjandsamlegra yfirvalda, og vegna þess, að litlu sem engu fjármagni hefur verið varið af hálfu ríkisvaldsins til að styðja við bak þessara manna. Af þessum sökum hefur fisk- rækt átt mjög undir högg að sækja hér á landi, þrátt fyrir það, að víða eru aðstæður með þeim bestu, er þekkjast. Á sama tíma hafa aðrar þjóðir gert viðamiklar áætlanir um uppbyggingu fisk- ræktar og eflingu hennar á öllum sviðum. íslendingar hafa fyrir augum frábæran árangur Norðmanna, ekki bara við eldi vatnafiska, heldur og sjávarfiska. Þeir hafa gífurlegar tekjur árlega af sölu á laxi, og munu auka þær tekjur til mikilla muna á næstu árum. í Kanada og Bandaríkjunum er einnig í undirbúningi stórfelld fiskrækt. Þar er helsti hvatinn stöðugt rneiri mengun sjávar og vatna, svo og stöðugt vaxandi markaður fyrir fiskmeti vegna hollustu þeirrar fæðu. Hér á landi er orðið mjög brýnt að móta einhverja stefnu í fisk- Framhald á bls. 3 Borgarstjórn: Gagnrýni Alþýðubanda- lags til málamynda! segir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans Megn óánægja mun ríkja meðal Alþýðubandalagsmanna vegna samstarfs Sigurjóns Péturs- sonar og Sjálfstæðismanna í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Á síðasta borgar- stjórnarfundi gerðist það að Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðublandalagsins fór í smiðju til „erkifjendanna“ og fékk að láni tvö atkvæði til að tryggt yrði að hann kæmist í stjórn spari- sjóðsins en ekki sameiginlegur fulltrúi Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Kvennafram- boðsins. Davíð Oddsson og Markús Örn Antonsson munu hafa lánað Sigurjóni atkvæði sín. Ekki fylgir sögunni hvað þeir eiga að fá í staðinn eða hvaða loforð Sigurjón þurfti að veita í fyrra þegar sömu viðskiptin áttu sér stað við sama tækifæri. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Timans er hins vegar ekki í vafa um hvað viðskipti þessi snúast um. í harðorðum leiðara nú um helgina segir hann meðal annars: „Það hefur eðlilega vakið athygli, að þótt Alþýðubandalag- ið sé stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í borgarstjórn Reykja- víkur, fer þar sáralítið fyrir hon- um. Það kemur tæpast fyrir, að hann gagnrýni borgarstjórann eða meiri hlutann öðru vísi en áhugalaust og kraftlaust. Þessi gangrýni er bersýnilega framsett til málamynda. Þegar borgarstjórinn og borgarstjórnarmeirihlutinn lögðu Framhald á bls. 2 Rekið á eftir húsnæðisfrumvarpi „Þetta er allt á mikilli uppleið hjá okkur, nú má tala um 3 húsnæðis- samvinnufélög í Iandinu og stefnir í að þau verði 4 eða 5 fljótlega. Og í undirbúningi er stofnun Landssam- bands húsnæðissamvinnufélaga. Við erum búnir að koma upp góð- um tengslum við norræn húsnæðis- samvinnufélög, okkur er boðið í haust á ráðstefnu unt þessi mál í Þrándheimi og það er verið að at- huga möguleikann á því að næsti stjórnarfundur NBO, sem eru Norðurlandasamtök húsnæðis- samvinnufélaga og aðila í félagsleg- um byggingunt, verði haldinn á ís- landi næsta vor“, sagði Jón Runar Sveinsson í samtali við Alþýðublað- ið í gær. Um helgina hélt húsnæðissam- vinnufélagið Búseti stórfund i Háskólabíói, en um 750 manns munu hafa setið fundinn. Á fund- inum vareftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Stórfundur húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, haldinn í Háskólabíói 8. apríl 1984, beinir eftirfarandi áskorun til Alþingis: 1. Alþingi tryggi að húsnæðis- frumvarp félagsmálaráðherra er nú bíður afgreiðslu þingsins, verði að lögum á þessu þingi og að við af- greiðslu frumvarpsins verði tryggð réttindi húsnæðissamvinnufélaga til lána úr hinum félagslega bygg- ingarsjóði. 2. Á yfirstandandi Alþingi verði búseturéttur viðurkenndur í lögum og ótvíræð ákvæði um búseturétt felld inn í húsnæðislöggjöfina. 3. Bæði húsnæðissamvinnufé- lögin og verkamannabústaðakerfið eigi ótvíræðan rétt á að minnsta kosti 90% lánum, til að minnsta kosti 43 ára. 4. Tryggt verði aukið fjármagn til hins félagslega lánakerfis, þannig að lán til húsnæðissamvinnufélaga verði ekki á kostnað þeirra félags- legu íbúðarbygginga sem fyrir eru í landinu“. Sérlegur gestur á fundinum var IvarO. Hansen, framkvæmdastjóri Sambands húsnæðissamvinnufé- laga í Noregi. Ávörp á fundinum fluttu Jón Arnþórsson, formaður Búseta á Akureyri, Arnór Péturs- son, Guðríður Haraldsdóttir, félagi einstæðra foreldra, Rúnar Þor- steinsson, Ásdís Ingólfsdóttir og Reynir Ingibjartsson, starfsmaður Búseta. Fluttur var leikþátturinn „Eignalaust fólk“ eftir Jón frá Pálmholti, Baldvin Halldórsson las upp úr Sjálfstæðu'fólki þar sem segir frá byggingarsögu Bjarts í Sumarhúsum, Djassbandið Fress og þjóðlagatríóið Hrim komu fram og Nýja strengjasveitin bauð fundargesti velkomna í anddyrinu með notalegum tónum. Bryndís Schram var fundarstjóri. Öll vinna í tengslum við fundinn var endur- gjaldslaus. Á fundinum gengu 60 manns í Búseta og eru félagsmenn hús- næðissamvinnufélaga orðnir um 2500, þar af rúmlega helmingur undir þrítugu. Þess má að lokum geta að öllum alþingismönnum og ráðherrum var boðið á fundinn. 3 fulltrúar mættu frá Alþýðuflokki, Bandalagi Jafnaðarmanna og Framsóknar- flokki, en enginn kom frá Sjálf- stæðisflokki, Alþýðubandalagi eða Kvennalistanum. Ríkisstjórnin strand í húsnæðismálum Stjórnarflokkarnir eiga nú í megnustu vandræðum með hús- næðisfrumvarp Alexanders Stef- ánssonar, félagsmálaráðherra. Fyr- ir liggur að allar veigamestu for- sendurnar að baki frumvarpsins eru brostnar og hefur Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins tekið þann pól í hæðina að fjalla ekkert um frumvarpið í félagsmála- nefnd neðri deildar, en hann er for- maður nefndarinnar. Frumvarpið hefur verið í hönd- um félagsmálanefndar um alllangt skeið nú. Frumvarpið var sent fjöl- mörgum aðilum til umsagnar og hafa umsagnir fyrir löngu borist frá flestum þessara aðila, ásamt breyt- ingartillögum. Nefndin hefur auk þess kallað marga aðila til við- ræðna um frumvarpið. En nefndin sem slík hefur sáralitið farið yfir og rætt veigamestu vafaatriðin í frum- varpinu, það er og hefur verið slíkt feimnismál að Þorsteinn Pálsson hefur ekki treyst sér út í nákvæma yfirferð og helst kosið að það lægi í þagnargildi. En nú hefur meirihluti nefndar- innar skilað frá sér áliti og gert sig klára í aðra umræðu, án þess að nefndin hafi í raun fjallað um þau atriði fruntvarpsins sem viðkvæm- ust þykja, vaxtamál, fjármögnun, stöðu Búseta og fleira. Mun ríkja nokkur ágreiningur meðal stjórnar- flokkanna um afgreiðslu málsins. Sjálfstæðismenn vildu helst ekki fá frumvarpið til umræðu aftur á yfir- standandi þingi, en nú munu þeir hafa gefist upp og telja að það saki ekki að það komi fram hversu fjár- hagslega botnlaust frumvarpið er. Alexander og Framsóknarmenn all- ir geti þá sjálfir sér um kennt. Hvað sent um frumvarp þetta verður liggur fyrir að ríkisstjórnin er algjörlega strand í húsnæðismál- unum. Engin framtíðaráætlun ligg- ur fyrir um hækkun lánshlutfalls. Fjárhagsstaða byggingarsjóðanna er slík að með óbreyttu stefnir allt i greiðsluþrot þeirra. Alls óvíst er um lán til þeirra og ef þau fást er láns- fjárþörfin svo mikil og vaxtamunur sömuleiðis að grípa yrði til ráða sem hefðu í för með sér að greiðslu- byrði lántakenda yrði óbærileg. Þvert gegn lögum er framlag ríkis- ins nú 17% í stað 40%. Ríkisstjórnin stendur á gati hvað fjármögnun húsnæðislánakerfisins varðar, það hefur verið rakið ítar- lega áður. Skyldusparnaður átti að gefa af sér 45 milljónir króna, en staðan er það sem af er árinu slík að hún er neikvæð upp á 30 milljónir. Atvinnuleysistryggingasjóður átti að færa 115 miíljónir í sarpinn, en stjórn sjóðsins hefur þegar sent frá sér greinargerð þar sem fram kemur að sjóðurinn er alls ekki aflögufær um túskilding. Lífeyrissjóðirnir áttu að útvega lánsfé upp á 525 milljónir, en byggingasjóðirnir standa nú þannig gagnvart lífeyris- sjóðunum að til þeirra hafa farið í afborganir og vexti það sem af er árinu 190 milljónir, en til baka hafa farið 140 milljónir, neikvæð staða upp á 50 milljónir króna. Alls má tala um 800 milljón króna gat í hús- næðismálunum einum sér. Nú liggja fyrir hjá Byggingasjóði verkamanna á milli 1700 og 1900 umsóknir fyrir þetta ár, þar af 800 umsóknir frá fólki sem telst vera í algjörri neyð. Þó er útlitið þannig í dag að ekki eru horfur á að nýjar í- búðir verði byggðar og að lánveit- ingum verði frestað. Þessi sorgar- saga öll staðfestir að núverandi rík- isstjórn hefur tekið við af fyrri stjórn við að koma húsnæðismál unum í hnút. Ef frumvarp Magnús- ar H. Magnússonar frá 1979 hefði ekki verið eyðilagt, ef það hefði komist til framkvæmda eins og það var fram lagt, væri nú svo komið að lánshlutfall væri 55% af áætluðum byggingarkostnaði og færi hækk- andi um 5% á ári. Nú er hlutfallið hins vegar einungis 29% og málið allt í rjúkandi rúst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.