Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Kvótar ganga
kaupum og sölum
Laugardagur 14. apríl 1984
75- ">'¦65- á'g-   Verðið nálgast 3000 kr. tonnið
Málefni aldraðra eru
ekki „stofnanapólitík
a
Málefni aldraðra hafa verið til
umræðu með nokkru millibili.
Mjög er til vansa hvernig stjórn-
völd leggja þennan málaflokk til
hliðar, þegar líður f rá kosningum.
Og aldraðir hafa hvorki uppi há-
væra kröfugerð, né hafa þeir
myndað þrýstihóp. Þjóðfélagið
þykist vel hafa gert með því að
greiða ef tirlaun og ellilaun, og þar
með er samviskan friðuð.
Það er þó ljóst, að vandamál
aldraðra fara stöðugt vaxandi.
Langlífi eykst og hópur aldraðra
stækkar, menn komast fyrr á
eftirlaunaaldur en áður, og þegar
þrengir að á vinnumarkaði er oft
gripið til þess ráðs að lækka
starfsaldur manna. Mörgum er
ýtt til hliðar þótt fulte starfskrafta
hafi og vilja til að vinna.
Annar meginvandi er sá, að
stórfjölskyldan er úr sögunni.
Þrældómur karla og kvenna veld-
ur því, að heimilin verða lítið
annað en svefnstaður, og öllum er
afmarkaður bás í þjóðfélaginu.
Stofnanapólitík ræður ferðinni;
börnin skulu vera hér, aldraðir
þar og allir hinir slíti sér út við
vinnu. Afleiðingin verður sú, að
þeir öldruðu eiga ekki samstað
hjá börnum sínum, og þörnin
glata dýrmætri reynslu, sem oft
getur falist í því, að hafa afa og
ömmu við hendina til að útskýra,
fræða og gæta.
Stofnanapólitíkin krefst þess,
að til séu elliheimili, hjúkrunar-
heimili og íbúðir fyrir aldraða.
Allt eru þetta góð og gild sjónar-
mið, en þau bera hins vegar keim
af afgreiðsluháttum, þar sem
stefnt er að því að lagskipta þjóð-
félaginu. Ábyrgðin er tekin frá
einstaklingunum og færð yfir á
hendur stofnanavaldsins. Þar
með eru  einstaklingarnir lausir
allra mála, og hinn mannlegi þátt-
ur gleymist.
A öllum þéttbýlisstöðum á
landinu er fjöldi aldraðs fólks,
sem lifir einangruðu lífi og hefur
litla möguleika til að nálgast sam-
borgara. Þetta er eitt mesta
vandamál, sem nú er við að stríða;
einmanaleikinn og skortur á um-
hyggju.
Margt aldrað fólk, sem ekki
hefur átt þess kost að eignast hús-
næði, býr við aðstæður, sem ekki
eru mönnum bjóðandi í svo-
nefndu velferðarþjóðfélagi. í
Reykjavík hefur Félagsmálastofn-
un afskipti af hundruðum slikra
mála, og oft er hörmulega ástatt
hjá því gamla fólki, sem í hlut á.
Margir aldraðir, sem lagt hafa
grunninn að því þjóðfélagi, sem
þeir yngrinjóta, hafa hvorki geð í
sér til að gera kröfu til réttmæts
Framhald á bls. 3
Alþýðublaðið hefur af því
áreiðanlegar heimildir að kvótar
hafi gengið kaupum og sölum að
undanförnu og að markaðsverðið á
þorsktonni úrkvóta hækki stöðugt.
Þannig hefur blaðið fregnír af
því að fyrir skömmu hafi 20 tonn úr
kvótá útgerðaraðila Mb Jóns
Finnssonar Rvk verið seld til út-
gerðaraðila Mb Helga Magnússon-
ar á 2 krónur kílóið eða fyrir alls 40
þúsund krónur. Aðeins tveimur eða
þremur dögum síðar mun Hafn-
firskur bátur hafa keypt af kvóta
annars báts ótiltekið magn á 2.75
krónur kílóið eða 2750 krónur
tonnið. Þannig mun verðið fara
hækkandi og í ljósi þess munu
margir útgerðaraðilar loðnuskipa
hafa ákveðið að nýta sér ekki allan
kvóta sinn, en selja afganginn, síð-
ar þegar eftirspurnin verður enn
meiri og verðið hærra.
Fjölmargar   spurningar   vakna
um kvótalöggjöfina við þessar að-
stæður og ekki síður um stöðu sjó-
mannanna í þessu máli, hvort ekki
sé verið að taka frá þeim ómældar
upphæðir. Er urgur í mörgum sjó-
mönnum sem telja sig vita að þeir
séu stórlega hlunnfarnir, en útgerð-
-armennirnir hirði allan gróðann til
eigin afnota. Einnig eru sjómenn
óánægðir með framgöngu Sjó-
mannasambandsins, telja það ekki
hafa sinnt þessum málum af nógu
mikilli eftirfylgju.
í lögdnum um kvótaskiptinguna
eru ákvæði um að ekki megi selja
hluta úr kvóta, en heimilt er að
skipta innbyrðis á milli skipa sama
útgerðaraðilans eða skipta á milli
verstöðva til jafns eftir að hafa til-
kynnt um slikt til ráðuneytis fyrir-
fram og fengið frá því samþykki.
Annar flutningur afla á milli er
óheimill nema með sérstöku sam-
þykki ráðuneytis að fenginni um-
sögn sveitarstjórnar og stjórnar
sjómannafélags.
Framhald á bls. 3
Mogginn reynir
að fela óþœgilegar staðreyndir
Menntamálaráðherra, vegna   _____
krafna lœknastúdenta: __________
Réttur stúdenta
ótvíræður
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra hefur kveðið upp úr
með bréfi til háskólarektors um
það, að nemendur hákólans hafi
fullan rétt á að kennarar skólans út-
skýri mat sitt á prófúrlausnum
þeirra, hvort heidur þeir hafi fallið
á prófi eða ekki.
Þessi yfirlýsing menntamálaráð-
herra til há'skólarektors kemur í
kjölfar bréfs Jóns Oddssonar lög-
manns fyrir hönd nemenda til ráð-
herra, þar sem því var lýst yfir að ef
nemendur næðu ekki rétti sínum í
þessu máli stæði fyrir dyrum að
höfða 60 mál frá hendi umræddra
60 læknanema, þar sem Háskólan-
um,   læknadeild   og   viðkomandi
prófessor væri stefnt og dómskröf-
ur yrðu þær, að þessum aðilum
væri skylt að verða við kröfum
nemenda, að viðlögðum dagsekt-
um (sem gætu numið um 1000
krónur á dag í hverju máli eða 60
þúsund á dag). Einnig yrðu uppi
. > Framhald á bls. 3
Morgunblaðið heldur að stærðar
sinnar vegna og útbreiðslu sé það í
þess valdi að ákveða hvað fólk á að
frétta og hvað ekki. Þannig verður
Morgunblaðið einatt uppvíst að því
að fela óþægilegar fréttir með þvi
að setja þær á lítt áberandi stað i
blaðinu eða þá að blaðið „gleymir"
alveg að fjalla um mál, sem koma
Sjálfstæðisflokknum illa á einn eða
annan hátt.
Nýlegt dæmi um fyrrnefndu að-
ferðina má sjá í Morgunblaðinu í
!gær, föstudag. Þar á fimmtu síðu
innan um auglýsingar og fréttatil-
kynningar, er sagt frá því í eindálka
frétt, að meðallaun á íslandi væru
þau þriðju lægstu í Evrópu sam-
kvæmt athugun sem kjararann-
sóknarnefnd hefur gert og um hef-
ur verið fjallað rækilega í öðrum
fjölmiðlum en Morgunblaðinu.
Og í þessari Iitlu frétt Morgun-
blaðsins er reynt eftir mætti að
draga úr vægi þessarar niðurstöðu
kjararannsóknarnefndar og ein-
hverjir ótilteknir viðmælendur
Mbl. hafðir fyrir því að þessi
samanburður kjarnarannsóknar-
nefndar sé ekki raunhæfur.
Þá gleðst blaðið jafnframt yfir
því að þrátt fyrir launahrapið sé
ekki rétt að kalla íslands láglauna-
svæði. Það séu hins vegar ýmis lönd
í Asíu.
Litlu verður Vöggur feginn.
Eftir stendur þó og því fær
Morgunblaðið ekki breytt, að
launakjör hér á landi hafa hrið-
lækkað siðustu misseri og ísland
stendur mjög höllum fæti í eðlileg-
um samanburði við önnur lönd —
samanburði sem fram að þessu hef-
ur ekki verið vefengdur. Aðalatriði
málsins er þó hitt, að launafólk
sjálft finnur fyrir launahrapi síð-
ustu mánaða — buddan hefur lést
svo um munar. Og þeirri staðreynd
getur Mogginn ekki hnikað, þótt
hann reyni að fela hinn óþægilega
sannleika málsins.
r-RITSTJÓRNARGREIN»
Að bera ábyrgð á gjörðum sínum
rfvernig stendur á því að svo illa hefur tekist
til um stjórn þjóðarbúsins um langt árabil sem
raun bervitni? Ákveðnum stjórnmálaflokkum,
ákveðnum stjórnmálamönnum —og nægir þar
að benda á Framsóknarflokkinn og Steingrím
Hermannsson sem talandi dæmi þar um —
hef ur verið falíð vald í hendur til að takast á v'ið
og leysa tiltekin aðsteðjandi vandamál. Þetta
vald hafa þeir að sönnu nýtt eins og til er ætl-
ast, en árangurinn lætur á sér standa. Mistök
á mistök ofan, eru þau eftirmæli sem stjórn-
málaflokkar þeir og þeirra forystumenn, sem
að langmestu leyti hafa staðið við stjórnvölínn
Islenskum þjóðmálum frá 1971, hljóta aö fá.
Það hefur engin festa verið. Ekkert öryggi fyrir
hinn almenna launamann. Málin hafa verið lát-
in reka á reiðanum. Vandamálunum verið velt
áfram óleystum. Á þessu tímabili hefur Fram-
sóknarflokkurinn verið I stjórn nær óslitið,
Sjálfstæðisflokkurinn um átta ára skeið og
Alþýðubandalagið jafnlengi.
Hafa íslenskir stjórnmálamenn verið látnir
standa ábyrgir gjörða sinna — ábyrgðir fyrir
mistökum sínum? Hefur Steingrlmur Her-
mannsson t.a.m. goldið fyrir togaraævintýrin,
sem kostað hafa íslenska skattgreiðendur
hundruð milljóna króna?
Nei, svo virðist sem kjósendur veiti ekki
nægilegt aðhaid. Flokkarnir sjálfir taki ekki
föstum tökum á bersýnilegum stjórnunar-
mistökum sinna manna. Hvað er t.d. eðliiegt
við það, að sá sami maður og varábyrgður fyrir
einhverri stærstu fjárfestingarvitleysunni,
sem þekkst hefur hér á landi —Steingrímur
Hermannsson í offjárfestingu í fiskiskipa-
stólnum — sé í raun heiðraður fyrir afglöp sfn
og gerður að forsætisráðherra í nýrri ríkis-
stjórn?
Vandamál í sjávarútvegi eru yfirþyrmandi.
Skattgreiðendur verða að taka á sig byrðar
vegna þeirra vandamála. Þessi fjárhagsvandi
útgerðarværi ekki til staðar, a.m.k. ekki nærri
þvi jafn stór, ef Steingrímur Hermannsson
hefði ekki álpast út í að standaað óðafjárfest-
ingu í fiskskipum. Flokksbróðir Steingrlms,
Halldór Ásgrimsson núverandi sjávarútvegs-
ráðherra, hefur sagt þann kost vænstan að
leggja fjórðungi togaraflotans — þess sama
flota og Steingrímur Hermannsson stækkaði
svo ríflega á árum Gunnarsstjórnarinnar.
Víst er það að allir stjórnmálamenn reyna að
gera sitt besta. En sumum er eitt lagið og
annað ekki. Og reynsla liðinna ára hefur fært
mönnum heim sanninn um það, að núverandi
forsætisráðherra til að mynda, hefur ekki haft
tök á þeirrí stjórnsýslu sem hann hefur haft
með höndum.
Hér hefur núverandi forsætisráðherra aðal-
lega verið gerður að umtalsefni. En að sjálf-
sögðu er hann ekki hinn eini sem lýtur áður-
greindum lögmálum. Fleiri forystumenn
Kröfluflokkanna hafa sýnt getuleysi sitt við
stjórn þjóðmála.
Erlendis hefur sá háttur verið hafður á, að
þeir stjómmálamenn sem standa sig ekki
verða að víkja. Það er regla, sem gengið er út
frá. Þar er algengt að ráðherrar séu leystir frá
störfum vegna mistaka og aðrir skipaðir í
þeirra stað. Hér heyrir slíkt til undantekninga.
Það er einskonar æviráðningarhugsun sem
ræður ríkjum I þessum efnum hér á landi.
Samúðarsjónarmiö með þeim einstaklingum
sem í hlut eiga eru ofarlega á baugi.
Pað er hins vegar áleitin spurning hvort ís-
lenskt þjóðfélag geti leyft sér einhver samúð-
arsjónarmið í þessum ef num með því að endu r-
nýja aftur og aftur valdaumboð til þeirra
manna, sem hvað eftir annað hafa gefist upp
fyrir vandamálum; hafa aftur og aftur tekið
rangar og afdrifarikar ákvarðanir.
-GÁS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4