Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. maí 1984 3 Jón Baldvin Hannibalsson í utandagskrárumrœðum um ráðherranefndina og kókómjólkurmálið Nefndin tekið sér framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald í hendur? Eins og Alþýðublaðið greindi frá í gær, þá kvaddi Jón Baldvin Hannibalsson sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í fyrradag og gerði að umræðuefni „kókómálið" í ríkisstjórninni. Upphafsræða Jóns Baldvins fer hér á eftir, en miklar umræður urðu meðal þingmanna í kjölfar hennar. Ég kveð mér hljóðs af gefnu til- efni, til þess að beina fyrirspurnum til hæstv. fjármálaráðherra. Tilefn- ið er það að skv. fréttum — m.a. í NT — hefur nú verið samið „vopnahlé“ milli stjórnarflokk- anna, og ráðherra í því deilumáli, sem nú yfirskyggir öll önnur í ríkis- stjórn íslands. Þá er ég ekki að tala um fjármálagat upp á 2 milljarða, þótt það hafi vafist fyrir ráðherrum vikum og mánuðum saman. Ég er að tala um það sem á máli almennings og blaða heitir „kakó, jógi, mangóstríðið". Það er til marks um hversu alvar- legt þetta mál er, að skipuð hefur verið nefnd fjögurra ráðherra til þess, eins og það hefur verið orðað, að „semja um vopnahlé í málinu“. Nefndina skipa ráðherrar, aðstoð- arráðherrar og sérfræðingar; 12 postular alls. Um hvað snýst þetta mál? Öfugt við það sem margir halda snýst það hvorki um mataræði né barna- Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hélt 52. aðalfund sinn laugardaginn 28. apríl sl. í húsa- kynnum sparisjóðsins við Skóla- vörðustíg. í skýrslu formanns sparisjóðs- stjórnarinnar, Jóns G. Tómassonar kom fram að starfsemi og rekstur sparisjóðsins hefði gengið vel á liðnu ári og rekstrarafkoman verið góð. Taldi hann merkasta viðburð- inn í starfsemi Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis á liðnu ári tví- mælalaust vera opnun fyrsta útibús sparisjóðsins í rúmlega 50 ára sögu hans. Á aðalfundinum flutti formaður stjórnar sparisjóðsins, Jón G. Tómasson hrl., skýrslu stjórnarinn- ar fyrir liðið starfsár og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri lagði fram og skýrði ársreikning spari- sjóðsins. Starfsemi og rekstur sparisjóðs- ins gekk vel sl. ár og var rekstrar- hagnaður ársins 3,9 millj. kr. þegar frá höfðu verið dregnar 5,4 millj. kr. vegna reiknaðs tekju- og eigna- skatts. Eigið fé sparisjóðsins jókst á árinu um 31,4 millj. kr., eða um 91,897o. Innlánsaukning var mjög góð hjá sparisjóðnum á sl. ári, eða 195,5 millj. kr. sem svarar til 82,3% Þingað um frá- rennslismál Dagana 3. og 4. maí n.k. verður haldin á Hótel Ésju í Reykjavík ráð- stefna um frárennslismál á vegum Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Hollustuverndar ríkisins og Sam- taka tæknimanna sveitarfélaga. Á ráðstefnunni verður fjallað um ástand í holræsa- og frárennslis- málum í kaupstöðum og kauptún- um landsins og hvaða möguleikar séu til úrbóta í þeim efnum í fram- tíðinni, tæknilega og fjárhagslega. Á ráðstefnunni verða flutt sjö framsöguerindi. Ráðstefnan er ætluð tækni- mönnum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga, sem hafa afskipti af þessum málum, svo og kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum. I tengslum við ráðstefnuna verð- ur kynning á búnaði og tækjum, s.s. dælum og hreinsistöðvum. gæsku: Deilan snýst um þá grund- vallarspurningu hvort allir séu jafn- ir fyrir lögum. Hún snýst um það hvort einstakt fyrirtæki, sem er undir pólitískum verndarvæng annars stjórnarflokk- anna, skuli undanþegið lögum um greiðslu skatta. Hún snýst um það, hvort það sé í verkahring einstakra ráðherra að semja um það innbyrðis, hvort ein- stök fyrirtæki, og þá hvaða fyrir- tæki, skuli undanskilin lögum? Hún snýst um það, hvort einstak- ir ráðherrar, ætli að beita pólitísku valdi, til að undanskilja fyrirtæki, sem þeir hafa velþóknun á, skatt- skyldu lögum samkvæmt. Hún snýst um það, hvort fjár- málaráðherra ætlar að gegna þeirri skyldu sinni, að framfylgja lögum, eða hvort ráðherra ætlar að láta undan pólitískum þrýstingi, um að bregðast þeirri skyldu sinni, að framfylgja lögum um innheimtu vörugjalds og söluskatts. sem er nokkru meiri aukning en nam meðaltali hjá innlánsstofnun- um. Heildarinnstæður í sparisjóðn- um voru í árslok 433 millj. kr. Útlán sparisjóðsins jukust um 145 millj. kr. á liðnu ári, sem svar- aði til 89% aukningar. Enn sem fyrr er stærsti hluti útlána sparisjóðsins í formi íbúðarlána eða annarri lánafyrirgreiðslu til einstaklinga. Seint á liðnu ári gerðist spari- sjóðurinn aðili að Visa-ísland, ásamt öðrum 12 stærstu sparisjóð- unum á landinu. Er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis nú með flesta korthafa af þessum spari- sjóðum. I lok liðins árs fékk sparisjóður- inn takmarkaða heimild til gjald- eyrisviðskipta og hófust þau við- skipti í lok janúar sl. Merkasti viðburðurinn í starf- semi sparisjóðsins á liðnu ári var þó tvímælalaust opnun fyrsta útibús sparisjóðsins í rúmlega 50 ára sögu hans. Útibúið var opnað þann 30. september að Austurströnd 3, Seltjarnarnesi og hefur starfsemin í raun og veru snýst þetta deilu- mál um helstu grundvallarreglur stjórnskipunar í landinu: Um að- greiningu löggjafarvalds, ríkisvalds og dómsvalds. Alþingi hefur sett lög um vöru- gjald og söluskatt. Allir eiga að vera jafnir fyrir þessum lögum. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja þessum lögum. Ef einstakir aðilar í þjóðfélaginu verða uppvísir að því að greiða ekki lögboðna skatta, þá eiga slík mál að hafa sinn gang fyrir dómstólum landsins. Til þess höldum við uppi skatt- stofum og skattrannsóknadeild, að þessir aðilar eiga þá að skerast í leikinn og rannsaka skattundan- drátt, eða skattsvik viðkomandi fyrirtækja og vísa þeim málum síð- an áfram eftir atvikum til ríkis- skattanefndar eða rannsóknarlög- reglu og loks til saksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru og mála- rekstur fyrir Sakadómi. 6 ára fangelsi Viðurlög við slíkum brotum eru skv. bæði söluskattslögum og hegn- ingarlögum, ströng. Innheimtur þar gengið vel. Utibússtjóri er Bald- vin Ómar Magnússon. Af framansögðu má sjá að enn hefur sparisjóðurinn aukið þjón- ustu sína við viðskiptamenn sjóðs- ins og umsvif Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis aldrei verið meiri. Á aðalfundi sparisjóðsins kusu ábyrgðarmenn sjóðsins þrjá menn í stjórn. Þá Jón G. Tómasson hrl., Hjalta Geir Kristjánsson forstj. og Sigurstein Árnason húsasmíðam. Á fundi borgarstjórnar þann 5. apríl sl. voru kjörnir í stjórn sparisjóðs- ins til eins árs þeir Ágúst Bjarna- son, skrifst.stj. og Sigurjón Péturs- son, borgarfulltr. Ennfremur voru kjörnir endurskoðendur til eins árs, þau Magdalena Schram og Júlíus Hafstein. Löggiltur endurskoðandi sparisjóðsins er Sveinn Jónsson viðskiptafræðingur. Á árinu var ráðinn í stöðu skrif- stofustjóra Ólafur Haraldsson við- skiptafræðingur. Sparisjóðsstjóri er Baldvin Tryggvason og aðstoðarsparisjóðs- stjóri er Bent Bjarnason. söluskattur er ekki eigin fé fyrir- tækja heldur vörslufé. Brot á lögum um söluskattsskil eru litin svipuð- um augum og um fjárdrátt væri að ræða eða önnur auðgunarbrot. Viðurlög varða sektum, auk álaga og dráttarvaxta frá vangreiðsludegi og geta reyndar varðað allt að 6 ára fangelsi. Hér er þ.a.l. ekki um nein gaman- mál að ræða. Þess vegna vil ég leyfa mér að beina nokkrum fyrirspurn- um til fjármálaráðherra: 1) í hvaða tilgangi hefur ríkis- stjórnin skipað nefnd 4 ráðherra (+aðstoðarráðherra + sérfræð- inga) í deilunni um skattheimtu af framleiðendum kókómjólkur, jóga og mango? 2) Hvernig ber að skilja það að sett er upp nefnd 4 ráðherra til að semja innbyróis um svo einfalt og auðskilið mál, sem innheimta lögboðinna gjalda af einu fyrir- tæki er? 3) Er hæstv. fjármálaráðherra ekki einfær um að gegna þeirri skyldu sinni sem ráðherra að annast innheimtu þessara gjalda? 4) Hvað vakir fyrir hinum ráðherr- unum: Eru þeir að bjóða fram aðstoð sína við innheimtu þess- ara gjalda? 5) Eða er tilgangurinn sá, að hafa áhrif á, eða hindra, fjármálaráð- herra i því að gegna þeirri skyldu sinni, að innheimta þessi gjöld? 6) Úr því að sett er upp nefnd 4 ráð- herra til að leita samninga inn- heimtu lögboðinna gjalda af Mjólkursamsölunni, hvers vegna var þá ekki sett upp ráðherra- nefnd til að leita samninga um innheimtu vörugjalds og sölu- skatts af framleiðendum Svala? 7) Hvað með önnur fyrirtæki, sem líkt kann að vera ástatt um, að hafi ekki gert skil á söluskatti? Mega þau framvegis eiga von á því að sett verði upp ráðherra- nefnd til að semja um þeirra mál? 8) Hafa ráðherrar gert sér grein fyrir því, hver kunni að vera áhrif slíks fordæmis á meðferð skatta- mála framvegis í skatta- og dóm- skerfi? Hafa ráðherrarnir gert sér grein fyrir því, að bara á sl. 4 árum hafa 43 slík mál verið til meðferðar hjá skattrannsóknadeild. Þegar þessi fyrirtæki eiga í hlut, er ekki skipuð ráðherranefnd, heldur hafa málin sinn gang i kerfinu frá skattrann- Jón Gunnarsson listmálari opnar sína 16. málverkasýningu laugar- daginn, 5. maí í hinum nýja sýning- arsal Hafnarborg, Menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 kl. 2 e.h. Jón Gunn- arsson er löngu þekktur fyrir sínar landslags- og sjávarlífsmyndir. Á þessari sýningu ber fyrir augu mál- verk sem unnin eru í vatnslitum og Jón Baldvin Hannibalsson sóknadeild til rikisskattanefndar eða rannsóknarlögreglu, til sak- sóknara og Sakadóms. Pólitíska samninga um söluskattssvik Er ráðherrum kunnugt um að söluskattssvikamál hafa velkst ár- um saman fyrir Sakadómi? Spurningin er: Á framvegis að leysa slík mál með því að skipa nefndir ráðherra og semja innbyrð- is milli flokka um það, hvaða fyrir- tæki skulu vera skattskyld og hver ekki, hver skuli fá undanþágur, og hver ekki, hvaða fyrirtækjum skuli skylt að greiða skatta sína svo sem venjan er 6 ár aftur í tímann, og hverjum ekki. Hafa hæstv. ráðherrar yfirleitt hugsað til enda, hvað þeir eru að gera? Er það á verksviði ráðherra, að semja um að brjóta lög, að neita að framfylgja lögum, að úrskurða hverjum er skylt að hlíta lögum, og hverjir eru undanþegnir ákvæðum laga? Er þrískipting valdsins að verða endanlega úr sögunni í íslenskri stjórnsýslu? Geta ráðherrar tekið sér allt í senn: löggjafarvald, dóms- vald og framkvæmdavald? Og þannig mætti lengi telja. Með þessum spurningum vil ég leggja áherslu á, að hér er ekki um helber gamanmál að ræða. Hér er um að ræða spurningar sem varða grundvallaratriði í stjórnarfari í réttarríki. Spurningin um það, hvort allir þegnar ríkisins skuli jafnir fyrir lögum eða ekki. Eða hvort hér eigi við lýsing Orwells á alræðisríki ársins 1984, um að sum- ir séu jafnari en aðrir fyrir lögum? olíu af fyrrgreindum viðfangsefn- um. Myndirnar eru málaðar á und- anförnum 2—3 árum og hafa engar þeirra verið sýndar opinberlega áð- ur. Jón Gunnarsson hefur á um- liðnum árum haldið bæði einka- og samsýningar víða um land og einn- ig erlendis. Sýning þessi er opin daglega frá kl. 2—7 e.h. og stendur til 20. maí n.k. Aðgangseyrir er eng- inn meðan á sýningu stendur. Frá aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Jón Gunnarsson opnar sýningu í Hafnarborg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.