Alþýðublaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaóiö Á launakostnaður, bílakostnaður, risnu- og ferðakostnaður ríkisbankanna að vera i Leyndarmál? Þriðjudagur 22. maí 1984 97. tbl. 65. árg. I tillögum meirihluta banka- málanefndar, sem samanstóð af stuðningsmönnum ríkisstjórnar- innar, er lagt til að felld verði úr Þingslit sennilega í dag Þessa síðustu daga Alþingis gengur á ýmsu í húsinu við Austur- völl. Alþýðublaðið hafði samband viö Eið Guðnason alþingismann og innti hann frétta. Sagði hann að á föstudaginn hefði verið mikið mál- þóf um afgreiðslu frumvarpsins, um afnám einokunar á sölu kart- aflna og garðávaxta, sem Alþýðu- flokkurinn heföi flutt. I því sam- bandi var mikið raett um þingsköp, því svo virtist, sem meirihlutinn ætlaði að svæfa þetta mál. Það var ekki fyrr en á laugardag að frumvarpið var loksins tekið til afgreiðslu. Var því vísað til ríkis- stjórnarinnar með 11 atkvæðum gegn 9 atkvæðum stjórnarandstöð- unnar og sjálfstæðismannsins Ey- jólfs Konráðs Jónssonar. Eiður sagði í gær að miklar annir væru á þingi og mörg mái biðu af- greiðslu, m.a. frumvarp ríkisstjórn- arinnar um skattlagningu á ríkis- bönkunum. Hann sagðist búast við því að þinginu ljúki í dag, þriðju- daginn 22. maí. Sérálit Kjartans Jóhannessonar í bankamálanefndinni: ítarlegar tillögur til róttækra breytinga Um miðjan apríl skilaði meiri- hluti Bankamálanefndar tillögum um frumvörp til laga fyrir Seðla- banka og viðskiptabanka. Einstök- um nefndarmönnum, sem féllust ekki á meginniðurstöður meirihlut- ans var gert að skila sérálit. ítarlega var gerð grein fyrir hug- myndum meirihluta nefndarinnar í fjölmiðlum og af ráðherra hálfu, en lítt eða ekki hefur verið minnst á til- lögur minnihluta nefndarinnar og ábendingar einstakra nefndar- manna. Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýðuflokksins sat í nefnd- inni og skilaði séráliti þann 6. april sl. Hér á eftir fara helstu efnisatriði i tillögum Kjartans: 1) Afurðalánakerfið í núverandi mynd verði afnumið, en í stað þess úthluti Seðlabankinn út- lánskvóta til viðskiptabank- anna með hliðsjón af þjónustu- hlutverki þeirra við atvinnuveg- ina. Þannig yrði séð fyrir eðli- legri þörf atvinnuveganna fyrir rekstrarfé og viðskiptabönkum veitt svigrúm til þess að mæta þörfinni um leið og þeir tækju sjálfir ábyrgð á þessu hlutverki sínu. 2) Hámark innlánsbindingar í Seðlabankanum verði lækkað í 15%; (úr 28% nú; og í stað 33% (28% + 5%) í tillögum meiri- hlutans). 3) Verkaskipting ríkisstjórnar og Seðlabanka verði skýrð, þannig að ríkisstjórnin ráði stefnunni og birti hana Seðlabankanum reglulega, en Seðlabankinn axli ábyrgð og skyldu af að fram- fylgja stefnunni jafnframt því sem hann fái svigrúm til þess að gera það. 4) Komið verði á tryggingu á inni- stæðum sparifjáreigenda upp að tilteknu marki, en þær séu nú með öllu ótryggar, nema að því er tekur til ábyrgðar ríkisins á ríkisbönkunum. 5) Sett verði sérstök ákvæði um kreditkortaþjónustu í banka- lögin. 6) Komið verði á eftirliti með ávöxtunarfyrirtækjum, sem taka við fé frá almenningi til ávöxtunar. 7) Sett verði sérstök lög um pen- ingamálastjórn sbr. t.d. löggjöf um það efni í Noregi. 8) Útvegsbanki og Búnaðarbanki verði sameinaðir með lögum. 9) Sett verði ákvæði um að ráð- herra geti skotið staðfestingu á heimild til stofnunar nýrra banka til Alþingis. 10) Komið verði á starfsmannaráð- um við alla banka og sett um það lagaákvæði. 11) Bönkum verði óheimilt að standa í almennum hlutabréfa- kaupum, eins og meirihlutinn leggur til, þar eð í því felst hags- munaárekstur. 12) Spornað verði gegn því að stofnað verði til stórra og dýrra alhliða gjaldeyrisdeilda um- fram þörf, en allir bankar fái heimild til að selja almenningi gjaldeyri. 13) Ráðherrar fái heimild til að fresta öllum stofnsetningum nýrra útbúa um tiltekinn tíma t.d. eitt ár. 14) Hamlað verði gegn því með sér- stökum ákvæðum að aukið frjálsræði í vaxtamálum leiði til þess að bankar mismuni við- skiptaaðilum sínum í lánskjör- um. 15) Ráðherra tilnefni einn endur- skoðanda hlutafélagasbanka rétt eins og gert er ráð fyrir varðandi ríkisbankana. 16) Eiginfjárskilyrði viðskipta- bankanna verði strengd til þess að hamla gegn óeðlilegri út- þenslu í bankakerfinu. 17) Ekki verði felld úr gildi nýsett lagaákvæði um birtingarskyldu bankanna á ýmsum rekstrar- kostnaði, en meirihlutinn legg- ur það til. Dagskrá: Atvinnustefna til aldamóta Um næstu helgi efnir Alþýðu- flokkurinn til ráðstefnu á llluga- stöðum í Fnjóskadal. Þar verður fjallað um atvinnustefnu Alþýðu- flokksins til aldamóta. Ráðstefnu- stjóri verður Arnljótur Sigurjóns- son frá Húsavík. Hér fer á eftir dagskrá ráðstefnunnar: Föstudagur, 25. maí: Kl. 20.30 Komutími að Illugastöð- um. Sameiginlegur kvöld- verður. Ráðstefnan sett: Kristín Guðmundsdóttir, frkv.stj Alþýðuflokksins. Kynning þátttakenda. Varðeldur ef veður leyfir. Laugardagur, 26. maí: Kl. 10.00 Yfirlitserindi: Atvinnu- mál og lífskjör: Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins. Önnur framsöguerindi: Fiskirækt, framtíöar- grein: Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður. Framtið landbúnaðar: Jón Sæmundur Sigur- jónsson, hagfr. Fullvinnsla sjávarafla: Bjarni P. Magnússon, hagfr. Þankar um nýiðnað: Hallgrímur Jónasson, verkfr. Iðntæknist. ísl. Fólksfjölgun, búseta og atvinnuskipting á íslandi árið 2000: Sigfús Jónsson, land- fræðingur. Hádegisverður — kaffihlé. Hópvinna. Kl. 19.30 Sameiginlegur kvöldverð- ur — Kvöldavaka í umsjá Al- þýðuflokksfólks á Akur- eyri. Sunnudagur, 27. mai: Kl. 10.00 Hópvinna. Sameiginlegur hádegis- verður. Kl. 13.30 Niðurstöður hópvinnu. Umræður. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. Grænmetisverslun landbúnaðarins í rannsókn Eins og segir á öðrum stað í blaðinu var frumvarpi Eiðs Guðnasonar o.fl., um afnám á einkarétti Grænmetisverslun- arinnar á sölu kartaflna og garðávaxta, vísað til ríkis- stjórnarinnar. Eiður Guöna- son og Eyjólfur Konráð Jóns- son hafa nú lagt fram þingsá- lyktunartillögu þess efnis, að rannsókn fari fram á við- skiptavenjum og starfsháttum Grænmetisverslunar landbún- aðarins. I tillögunni segir að fjár- málaráðherra skuli láta rann- sóknina fara fram og eigi hún m.a. að beinast að því hvort fyrirtækið hafi starfað eðli- lega aö innkaupum, verslun og verðlagningu á kartöflum og grænmeti. Einnig því hvort fyrirtækið hafi mismunað við- skiptavinum sínum og því hvernig háttað sé eignarhaldi á fyrirtækinu. Auk þess skuli rannsökuð eignarstaða fyrir- tækisins og hvort það hafi greitt opinber gjöld. Tillagan hefur ekki enn hlotið samþykki. gildi rúmlega ársgömul lög frá 25. mars 1983 — þes.s efnis, að ríkis- bankarnir skuli birta með reikn- ingum sínum yfirlit yfir launa- kostnað, bifreiðakostnað, risnu, ferðakostnað og efnislega fjár- muni. Ástæður þess að meirihluti bankamálanefndar vill afnema áðurgreind lög og þarmeð sveipa atriði af þessu tagi leyndarhjúpi, eru óskiljanlegar. í séráliti Kjartans Jóhannsson- ar formanns Alþýðuflokksins í bankamálanefndinni er hins veg- ar lögð á það áhersla að þessi lög standi áfram, því þau þjóni því hlutverki að veita bönkunum að- Hald og upplýsa eigendurna, fólk- ið í landinu, um hvernig stjórn- bankanna sé háttað að þessu leyti. Segir Kjartan að sú upplýsinga- löggjöf, sem sett var í fyrra, sé bæði sjálfsögð og eðlileg. Sigfús Jónsson ráðinn sveitar- stjóri á Skaga- strönd Sigfús Jónsson, landfræðingur, hcfur verið ráðinn sveitarstjóri á Skagaströnd, eða frá 15. þ.m. Hann tekur við starfi Lárusar Ægis Guð- mundssonar, sem ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri frystihúss Hólaness. Sigfús Jónsson starfaði áður hjá byggðadeild Framkvæmdastofnun- ar, en í eitt ár starfaði hann fyrir stjórnvöld á Nýfundnalandi, þar sem hann gerði athugun á þorsk- veiðum síðustu 20 árin út frá byggðasjónarmiðum. Skýrsla um þessa athugun kemur út á þessu ári. Olafur Jóhannesson látinn Ólafur Jóhannesson þingmað- ur og fyrrverandi forsætisráð- herra lést aðfararnótt sl. sunnu- dags. Hann var 71 árs gamall þeg- ar hann lést; var fæddur á Fljót- um í Skagafirði 1. mars 1913. Ólafur hafði setið á þingi óslit- ið frá árinu 1957 eða rúma þrjá áratugi. Hann varð formaður Framsóknarflokksins árið 1979, en lét af þeim starfa 1968. Prófes- sor í lagadeild Háskóla íslands var Ólafur um langt árabil. Ólafur varð forsætisráðherra árið 1971 og gegndi þeim starfa til 1974, dómsmálaráðherra 1974- 1978, forsætisráðherra 1978-1979, utanríkisráðherra frá 1980 til maí á síðasta ári. Ólafur Jóhannesson var lengst af þingmaður Skagfirð- inga og síðar Norðurlands vestra. í síðustu kosningum var hann hins vegar kjörinn þingmaður Reykvíkinga. Eftirlifandið kona Ólafs er Dóra Guðbjartsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.