Alþýðublaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 1
alþýðu blaöiö 50 I Laugardagur 26. maí 1984 101. tbl. 65. árg. íhaldið í Hafnarfirði: Vildu ekki hækka laun unglinganna Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði lögðu til að hækkuð yrðu verulega laun til starfsmanna vinnuskólans í Hafnarfirði, en þar starfa ungl- ingar á aldrinum 14—15 ára, stundum líka eldri. Meirihluti bæjarstjórnar — sjálfstæðis- menn og óháðir borgarar — voru þessu mótfallnir og felldu tillögu þess efnis, sem bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins, Hörður Zóphan- íasson og Guðmundur Árni Stef- ánsson fluttu á bæjarstjórnar- fundi s.l. þriðjudag. Alþýðuflokksmenn lögðu til að tímalaun 15 ára unglinga yrðu rúmar 50 krónur á tímann og er það í samræmi við það, sem gerist t.a.m. í Kópavogi í vinnuskólan- um þar. íhaldsmeirihlutanum í bæjarstjórninni þótti það hins vegar of gott fyrir unglinga bæj- arins og ákvað að launin á tímann skyldu vera 40 krónur fyrir 15 ára unglinga. Ungmenni í Hafnarfirði verða því að bíta í það súra epli að vera með 10 krónum lægri laun á tím- ann en gerist t.a.m. hjá jafnöldr- um þeirra í Kópavogi. Þannig sýndu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og óháðra borgara hug sinn til hafnfirskrar æsku. Það fer engum ofsögum af „af- rekum“ íhaldsins þessa dagana. Óttinn við hið óþekkta verstur Dagana 22. til 25. maí var lialdin námsstefna í Reykjavík. Var fjallað um hlutverk almannavarna í nátt- úruhamförum og annarri vá á frið- artímum. Námsstefnuna sóttu um 30 þátttakendur frá 10 aðildarríkj- um NATO, auk þess tóku um 20 ís- lendingar þátt í námsstefnunni. Voru það bæði vísindamenn og starfsmenn almannavarna. Fjallað var um náttúruhamfarir, umfang þeirra og afleiðingar, ham- faramat og ráðgjöf vísindastofnana við almannavarnayfirvöld. Einnig var fjallað urn skipulag og viðbún- að vegna náttúruhamfara og fyrir- byggjandi ráðstafanir og langtíma- varnir. Við höfðunt samband við Örn Egilsson, einn af þrem föstum starfsmönnum Almannavarna og forvitnuðumst örlítið nánar um námsstefnuna og almannavarna- mál almennt. Örn sagði að námsstefnan hefði verið mjög lærdómsrík, bæði fyrir okkur og erlendu gestina. Sagði hann að þeir hefðu lokið lofsorði á skipulag námsstefnunnar og verið mjög hrifnir af því starfi sem al- Frágosinu í Vestmannaeyjum 1973, en þá gengdu Almannavarnir ríkisins veigamiklu hlutverki i hjálparstarfinu. Sigurður E. Guðmundsson um:________________________ Aðför borgarstjórnar að Alþýðuflokknum Málefni Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa verið mjög i brennidcplinum að undanförnu. Fyrir nokkrum mánuðum bolaði íhaldið framkvæmdastjórum fyrirtækisins frá, til að koma eig- in manni í embættið og nú hafa borgarstjóri og taglhnýtingar hans í borgarstjórn knúið það í gegn að fulltrúum í útgerðarráði verður fækkað um tvo. Þegar mál þetta kom fyrir borg- arstjórn lét Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, bóka eftirfarandi: Þótt það geti talist rökrétt að fækka í Útgerðarráði BÚR um 2 fulltrúa af 7 í samræmi við þriðj- ungs samdrátt i starfsemi fyrir- tækisins á þessu ári hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn ekki beitt þeirri röksemd fyrir tillögu sinni. Um önnur rök getur þó ekki verið að ræða, enda ekkert tilefni til þess að taka þetta atriði eitt út úr þeim tillögum, sem Stjórnkerfis- nefnd mun væntanlega leggja fram fyrir lok kjörtímabilsins. í reynd virðist það eitt vaka fyrir til- Framhald á bls. 3' Viðtal við Örn Egilsson, starfsmann Almannavarna mannavarnir hefðu unnið hér. Á- stæðan fyrir því að námsstefnan var haldin hér á landi er sú að við höfðum orðið að byggja upp mun öflugara almannavarnakerfi en flestar aðrar þjóðir vegna erfiðrar náttúru landsins og gætu því er- lendar þjóðir lært ýmislegt af okk- ur. Við spurðum Örn að því hvernig búið væri að Almannavörnum að hálfu fjárveitingarvaldsins. Hann sagði að því miður væri það ekki nóg vel, mun verr en i nágranna- löndum okkar. Þó sagði hann Al- mannavarnir væru nýbúnar að fá leiðréttingu á símamálum sínum, en hingað til hefðu þeir orðið að notast við hálfgert sveitasímatengi- borð og hefði það verið algjörlega óviðunandi ástand, því starfsemi Almannavarna byggðist mikið á símanum. Fastir starfsmenn Almannavarna eru 3 en auk þess starfa 70 nefndir út um landið. Ýmsir aðilar tengjast starfi Almannavarna, t.d. Fljálpar- sveit skáta, Rauði kross íslands, Slysavarnafélögin og Flugbjörgun- arsveitirnar. Alls eru um 3000 manns á landinu í viðbragðsstöðu ef Almannavarnir þurfa. Öll sú vinnaersjálfboðavinna. Starfssem- in byggist því mikið á samstarfi ó- líkra aðila og þarf því að setja niður hlutina og hafa á hreinu hvernig bregðast skuli við í hinum ýmsu málum. Fyrst er reynt að bregðast við líkamlegum þörfum íbúa, því næst andlegum og að lokum félags- legum þörfum. Skýrasta dæmið um þetta er náttúrlega gosið í Vest- mannaeyjum á sínum tíma. Ákveð- in verkaskipting á milli þessara að- ila gerir það að verkum að hægt er að bregðast skjótt við á neyðartím- Framhald á bls. 2 T=RITSTJÓRNARGRE|N Hver fjölskylda skuldar 700 þúsund í útlöndum Erlendar lántökur á að auka um 2000 milljónir króna. Það var neyðarlending ríkisstjórnarinn- ar, þegar hún hafði setið við fjárlagagatið mán- uðum saman, án þess að finna lausn. Þessar auknu lántökur erlendis samsvara ársiaunum 10.500 launþega í landinu. Nú er svo komið að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu skuld- ar erlendum lánadrottnum 700 þúsund krónur. Það tekur því almennan verkamann fjögur heil áraðvinnafyrirskuldum fjölskyldu sinnarí út- löndum — vinna fyrir skuldum sem misvitrir stjórnmálamenn hafatekið. Og þessi lán hafa stjórnvöld tekið án þess að ráðgast nokkuð við þá, sem borga munu brúsann; almenning i landinu. Nei, þaö eru einfaldlega tekin lán .og síðan er reikningurinn sendur launamönnum. Og í hvað skyldu þeir svo fara hinir erlendu fjármunir, sem nú áaðtakaað láni — heiiirtveir milljarðar króna? Skyldu þessir peningar eiga að fara til arðbærra fjárfestinga, sem siðan gætu staðið undirfjármagnskostnaði lánsins? Nei, ekki aldeilis. Þau erlendu lán, sem rlkis- stjómin tekurfara í allt annað. Þessirfjármunir verða notaðir til að rétta af hallarekstur ríkis- stofnana. Þeirfaraí greiðslur vegna barnsmeð- iaga. Þessir peningar fara í útflutningsupp- bætur til að borga kjöt ofan í útlendinga. Svo fara stórar fjárhæðir til að rétta af skuldasöfn- un þá sem oröið hefur í sjávarútvegnum vegna mistaka I fjárfestingum á þeim vettvangi síð- astliðin ár. Loks fer hluti þessara fjármuna í húsnæðismálin. Það hefur aldrei gerst fyrr aö halda þyrfti úti hinu opinbera lánakerfi hús- næðismálanna hér á landi með erlendum lán- um. Hins vegarhafastjórnvöld alveg gleymt því hvernig á að standa undir kostnaöi vegna hús- næðislánanna. Það hafa margir íbúðakaup- endur og húsbyggjendur fengið að reyna síð- ustu mánuði, þegar afgreiðsla lána frá Hús- næðisstofnun hefur dregist vegna fjárskorts. Það ástand mun fyrirsjáanlegaversnatil muna þegar líöur á þetta ár. Aukning erlendra lánaersiðlaus. Meö slíkum aðgerðum er aðeins verið að velta vandanum á undan; fresta honum. Það eru síðan þeir sem á eftir koma, sem borga þurfa. Ríkisstjórnin hefur ekki aðeins aukið álögur á fólk með því að gera það ábyrgt fyrir gífurleg- um upphæðum í formi erlendra lána. Stjórnin hefur og skorið niður launin um 30%. Þess ut- an hefur ríkisstjórn Steingrlms ráðist að fé- lagslega geiranum með margvisiegum hætti. Nokkur dæmi um það: Stjórnin hefur skorið niður lán til námsmanna. Farið eins að með sjúkradagpeninga til húsmæðra og launa- fólks. Stjórnin hefur margfaldað greiðslu sjúk- linga fyrir ýmsa þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur hún stórlega dregið úr þátttöku trygg- inganna í tannlæknakostnaði unglinga. Þá hef- ur hún hækkað verðið á landbúnaðarvörum til heimilanna. Fleiri dæmi mætti nefna, þar sem ríkisstjórn- in hefur lagt til atlögu gegn félagshyggjunni, og beitt niðurskurðarhnífnum á félagslega þjónustu í landinu. Við fjárlagaafgreiðslu var t.a.m. framlag til Framkvæmdasjóös fatlaðra lækkað um 54% eða um 71 milljón króna. Á samatímaerbönkunum í landinu gefinn kost- ur á auknum gróða. Skattar á þá vóru lækkaðir um nokkur hundruð milljónir. Og öldruðum og öryrkjum er ekki hlift frem- ur en öðrum, þv.í grunnlífeyrir þeirra hefur rýrn- að um 25% á 12 mánaða tlmabili. Auknar erlendar lántökur. Launahrap. Skerð- ing félagslegrar þjónustu. Þetta eru nokkrir merkimiðar núverandi ríkisstjórnar. - GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.