Alþýðublaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaöiö I *'*' i I Atvinnumálaráðstefna Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál:_ Alvarlegar horfur með atvinnuöryggi sjómanna Miðvikudagur 30. maí 1984 103. tbl. 65. árg. Á ráðstefnu Alþýðuflokksins sem haldin var á Illugastöðum í Fnjóskadal um síðustu helgi var Ráðstefna Alþýðuflokksins um atvinnustefnu til aldamóta:_ Framfarir og tækniþró- un nýtast öllum jafnt Ráðstefna Alþýðuflokksins um atvinnustefnu til aldamóta, sem haldin var um síðustu helgi að Illugastöðum í Fnjóskadal, tókst með miklum ágætum, eins og blaðið hefur þegar greint frá. Um 60 manns tóku þátt í umræðum og starfi á ráðstefnunni. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt um atvinnumál á ráðstefn- unni, en auk þess sérstakar álykt- anir um frumvinnslugreinar ís- lendinga, landbúnað og sjávar- útveg. „Ráðstefna Alþýðuflokksins um atvinnustefnu til aldamóta, bendir á nauðsyn þess að nútíma tækni á sviði upplýsinga-, iðnað- ar- og tölvumála, verði nýtt til þess að skapa nýjar atvinnugrein- ar og skjóta styrkum stoðum und- ir búsetu á landsbyggðinni. Framfarir og tækniþróun eiga að nýtast öllum jafnt — laun eiga að hækka jafnframt því sem styttri vinnutími gefur fleirum kost á atvinnui Til þess að svo megi verða, telur ráðstefnan nauðsynlegt: Að ákvarðanavaldið verði flutt frá fámennri valdaklíku yfir til sam- taka sveitarfélaga, þannig að fjár- festingar-, iðnrekstrar- og iðn- þróunarsjóðir verði undir beinni stjórn þeirra. Að þess verði sérstaklega gætt að menntun og þekkingaraukning efli samstöðu launþega í stað þess að skapa frekari stéttaskiptingu. Að lokum varar ráðstefnan við þeirri þróun peningamála, sem stuðlar að verulegri búseturöskun í landinu. gerö svofelld ályktun í sjávarútvegs- málum: 1. Við stjórn þorjkveiðajerði lögð áhersla á eftirgreind megin markmið. Heildarafli verði sem næst því sem stjórnvöld ákveða að fengnum tillögum fiskifræð- inga. 2. Stórauka þarf gæði aflans. í því skyni verði lögð áhersla á eftir- farandi: Að afli sá sem á land berst, sé sem ferskastur, vel með farinn og hafi gott geymsluþol. Að samræma veiðar og vinnslu, þannig að ekki berist á land á hverjum tíma meiri afli en svo, að vinnslan geti nýtt hann á eðli- legan hátt í hvaða framleiðslu sem er. 3. Hagkvæmni veiða og vinnslu verði sem mest. 4. Ríka áherslu verður að leggja á rannsóknir og fullvinnslu sjávar- afla, menntun fiskvinnslufólks og sölufólks sjávarafurða. 5. Mjög alvarlegar horfur eru nú með atvinnuöryggi og fjárhags- lega afkomu sjómanna og fisk- Framhald á bls. 3 Undirskriftir um að Sakharovhjónin fái frelsi Aðalfundur Einingar á Akureyri um kjaramál: Komið að alvarleg- um hættumörkum Ritstjórar allra íslensku dagblað- anna undirrituðu bréf til Tsjerneko, forseta Forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Bréfið hljóðaði svo: „Við undirritaðir ritstjórar allra dagblaða á íslandi förum þess á leit við yður, hr. forseti, að Elena Bonner fái að leita sér lækninga er- lendis. Einnig að maður hennar, hinn heimskunni og virti vísinda- maöur, A. Sakharov, fái að fara frjáls ferða sinna, fái að snúa aftur Síðastliðið mánudagskvöld sam- þykkti yfirgnæfandi meirihluti flugmanna kjarasamning þann sem tókst með flugmönnum og Flug- leiðum. 61 var samþykkur, 5 and- vígir og 5 skiluðu auðu. Samningurinn felur í sér að laun flugmanna hækka um 7,1% frá 21. mars, síðan aftur 3% 1. sept. og 3% 1. jan. ’84. Auk þess féllust Flug- til Moskvu eða fara úr landi ef það er ósk hans.“ Undir þetta bréf rituðu þeir Þórarinn Þórarinsson fyrir hönd NT, Matthías Jóhannessen, fyrir hönd Morgunblaðsins, Árni Berg- mann Þjóðviljanum, Ellert B. Schram DV og Árni Gunnarsson á Alþýðublaðinu. Almenn undirskriftarsöfnun er einnig í gangi hér á Iandi til sovéskra yfirvalda, um að þau veiti þeim leiðir á að greiða 1% af launum í sjúkrasjóð flugmanna og að breyt- ingar verði gerðar á sjúkratrygging- um þeirra. Þá var líka samið um að flugmenn fái bílastyrk, sem sam- svarar 12 til 15 km. á taxta ríkis- starfsmanna fyrir hvert flug. Líka var gert samkomulag um að taka upp vaktavinnufyrirkomulag í innanlandsfluginu til reynslu. hjónum frelsi úr einangrun og fararleyfi til Vesturlanda. Hinn 7. maí var Sakharov fluttur frá heimili sínu eftir að hafa verið í hungurverkfalli í 5 daga til að und- irstrika ósk þeirra hjóna um farar- leyfi til Vesturlanda fyrir Elenu Framhald á bls. 3 Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar var haldinn á Akureyri í síöustu viku. Auk aðalfundastarfa voru kjaramálin tekin til umræðu á fundinum og urðu um þau fjörugar umræður og ýmsar tillögur sam- þykktar, bæði varðandi skipulagn- ingu og áhersluatriöi fyrir næstu samningagerð og svo ályktanir til stjórnvalda. í kjaramálaályktun fundarins segir meðal annars að nauðsynlegt sé að ríkisstjórninni sé gert ljóst, að svo langt hefur nú verið gengið í að skerða kjör Iaunafólks í landinu, að nú er komið að alvarlegum hættu- mörkum. „Verkalýðssamtökin hljóta að segja hingað og ekki lengra. Þessarri ríkisstjórn hefur verið sýnt fáheyrt umburðarlyndi og samtök launþega hafa Iátið sér lynda að gera kjarasamninga, sem aðeins bæta örlítið brot af því, sem að- gerðir stjórnvalda hafa skert kaup- máttinn. Ef ríkisstjórnin ekki skilur þetta og virðir með því að láta af kjaraskerðingarstefnu sinni, hlýtur óánægjan að magnast svo, að upp úr sýður með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Það hefur vissulega tek- ist að hemja verðbólgudrauginn, og því fagna allir. Til þess færðu laun- þegar stórar fórnir, en það er ekki endalaust hægt að réttlæta nýjar og meiri kjaraskerðingar með því, að verið sé að lemja á draugnum. Nú er kominn tími til að menn sjái og finni, að fórnirnar hafi átt rétt á sér. Það verður einhver raunhæfur bati að fara að sjást, ella fara menn að efast um, að rétt hafi verið gert.“ Þá er í ályktuninni minnt á að reikningar stjórfyrirtækja hafi sýnt að góður bati hefur verið í rekstri fyrirtækjanna og að það verði einnig að koma til bati á heimilum Framhald á bis. 3 Flugmenn fá 7,1% hækkun Viðtal við Leó Ingólfsson, samningamann símvirkja Við sitjum ekki aðgerðarlausir Við á Alþýðublaðinu höfðum áhuga á að vita hvað væri að ger- ast í málefnum símvirkja þessa stundina. Við höfðum því sam- band við Leó Ingólfsson, for- mann 5. deildar FÍS. Þessi 5. deild er deild símvirkja í Félagi ís- lenskra símamanna. Símvirkjar eru með 2 fulltrúa í 9 manna samninganefnd FIS og er Leó annar þeirra. Leó sagði, að mál þeirra lægju í láginni þessa stundina. Þau eru á leiðinni fyrir kjaranefnd og heyrst hefur að þau verði tekin fyrir þar 6. eða 7. júní. — Við gerum okkur litlar vonir um að þar gerist nokkuð, en formsins vegna tökum við engar formlegar ákvarðanir fyrr en því er lokið. Leó greindi í stuttu máli frá að- draganda þessarar deilu. — Símvirkjar hafa verið menntaðir hjá Pósti og síma og starfsréttindi stéttarinnar verið ákveðin af stofnuninni. Það hefur verið mikið baráttumál símvirkja að fá iðnréttindi og réttindi á hin- um almenna vinnumarkaði. Það mál komst í höfn fyrir fjórum ár- um og er nú á lokastigi. Menn eru komnir með sveinsbréf og meist- arabréf í rafeindavirkjun. Það opnar okkur leið inn á hinn al- menna vinnumarkað til jafns við þá, sem áður voru útvarpsvirkjar, og skrifvélavirkjar. Nú hefur þessum störfum verið slegið sam- an í eina iðn. Það er örtölvutækn- in, sem hefur fært þessar greinar saman. Þegar við ætluðum svo að nýta okkur þessi réttindi í samningum við ríkið var öllum kröfum okkar hafnað, bæði viðmiðun við laun á vinnumarkaðinum, aðild að eftir- menntunarkerfi og trygging á starfsréttindum innan Pósts og síma. Rafeindavirkjar í öðrum stofnunum ríkisins fá sömu mót- tökur og við, en við erum ekki með þeim i samningum, heldur með öðrum símamönnum. Hins- vegar erum við í náinni samvinnu við rafeindavirkja hjá útvarpi og sjónvarpi um framtíðaráform og mótun okkar mála. Eiginlega má Leó Ingólfsson segja að fjármálaráðuneytið taki af okkur ómakið við að móta þá stefnu. Eina, sem við getum gert er að ganga í sveinafélag rafeinda- virkja og semja þaðan. Öllum kröfum okkar var harð- neitáð af viðsemjendum okkar og eiginlega gáfu þeir okkur ekkert tækifæri til að ræða málin. Við settum fram formlegar kröfur um að fá sambærileg laun og raf- eindavirkjar á hinum almenna vinnumarkaði hafa. Okkur vant- ar 30—90% á launin, til að þau séu sambærileg, en við fórum fram á 30% hækkun. Það þýðir í raun að laun okkar yrðu frá tæp- um 20.000 upp í 32.000, en fjórir rafeindavirkjar eru í þessum hæsta launaflokki Pósts og síma. Hæstu laun okkar yrðu þá sam- bærileg við það sem algengast gerist á hinum almenna vinnu- markaði. Þessari kröfu okkar var harðneitað. Sama var og að segja um hinar tvær kröfur okkar, um aðild að eftirmenntunarsjóði raf- eindavirkja og að starfsréttindi okkar innan Pósts og síma yrðu skilgreind, því var lika harðneitað, Við spurðum Leó að því, hvað tæki við ef útkoman úr kjaradómi yrði neikvæð. Hann sagði að enn hefði ekki verið fjallað formlega um það. Síðan sagði hann: — Við höfum rætt það okkar á milli og ýmsar hugmyndir verið á lofti og eitt er öruggt að við sitjum ekki aðgerð- arlausir eftir það. Við höfum haft fundi með Sveinafélagi rafeindavirkja, lög- fræðingi ASÍ og ýmsum öðrum aðilum, sem tengjast þessu máli og þar erum við að leita að lausn- um á þessu máli og því verður haldið áfram. Lokatakmark okk- ar er að sameina þessa stétt raf- eindavirkja til að vinna að kjara- og menntamálum stéttarinnar. Við vonuðumst til að það gæti gengið friðsamlega og skipulega fyrir sig og vonumst til þess enn og erum að vinna að því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.