Alþýðublaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 1
alþýðu blaðið %t%\ Borgarstjórnartillaga A Iþýðuflokks: Okeypis boðs- og kynnisferðir með SVR Fimmtudagur 5. júlí.1984 Sigurður E. Guðmundsson, 126. tbl. 65. arg. borgarstjórnarfulltrúi Alþýðu- flokksins, lagði frain eftirfarandi tillögu á borgarstjórnarfundi sl. Jórunn Sœmundsdóttir um stóriðju við Eyjafjörð: Álumræðan hvati á aðra atvinnuumræöu Mikil uinræða er nú í gangi á Akureyri uin hvort stefnt skuli að stóriðju við Eyjafjörð og þá eink- uin og sér í lagi, hvort reist skuli ál- ver. í gangi eru tveir undirskriftar- listar meðal bæjarbúa, annar á móti stóriðjuframkvæmdum en liinn með því að kannaðir skuli allir inöguleikar í þessum efnum. Til að forvitnast nánar um þessi mál höfðum við samband við Jórunni G. Sæmundsdóttur, bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins á Akureyri, en hún er einn af að- standendum undirskriftarsöfnun- arinnar fyrir þá, sem kanna vilja alla möguleika í þes'sum efnum og afneita ekki stóriðjukosti að óat- huguðu máli. Auk þess var hún i hópi þeirra einstaklinga, sem rituðu undir áskorun til bæjarbúa að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni. Hún sagði að ástæðan fyrir þessari áskorun væri sú, að eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson gaf þá yfirlýsingu í síðustu viku, að Alcan menn væru frekar andsnúnir því að reisa álver við Eyjafjörðinn vegna andstöðu íbúa þar, hefðu þau grip- ið til þessa ráðs. Jórunn taldi að þessi yfirlýsing Birgis væri ekkert' annað e'n yfirvarp til að hylma yfir það, sem raunverulega vakti fyrir nefndarmönnum, sem sé að stór- iðjunni yrði allri komið fyrir á suðvesturlandi. Sagði hún að slíkt myndi enn frekar ýta undir fólks- flótta af landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur gætt sam- dráttar og fólksflótta af Eyjarfjarð- arsvæðinu þó eitthvað virtist vera að rofa til nú. Til dæmis hefði starfsmönnum við Slippstöðina fækkað um 4 tugi og auk þess var á tímabili mikill samdráttur í bygg- ingariðnaðinum, sem olli þvi að fjöldi smiða leitaði burt, þangað sem atvinnu var að hafa. Ástæðan fyrir þessum samdrætti var fyrst og fremst sú að mikið var byggt á síð- asta áratugnum og markaðurinn því orðinn mettaður. Nú virtist hinsvegar vera farið að rofa til á þessum markaði aftur. En það er ekki bara á byggingamarkaðinum, sem atvinnutækifærin skapast um þessar nrundir, t.d. hefði gúmmí- vinnsluverkstæði verið stofnað ný- lega og vinnslustöð fyrir laxafóður er á undirbúningsstigi. Akureyring- ar eru að fara upp úr lægðinni aft- urf Jórunn hélt því fram að um- ræðan um stóriðju hefði komið af stað þeirri untræðu unt alntenna atvinnuuppbyggingu í héraðinu, sem nú væri i gangi. Sagði hún að mikið væri rætt um fiskeldi og líf- efnaiðnað, sem að margra ntati væri framtíðin á þessum vettvangi. Viðbrögð við undirskriftarsöfn- uninni hafa verið mjög góð, t.d. skrifuðu 60 manns undir á einum og hálfunt tíma í einni verslun i bænunt. Hún sagðist ekkert geta fullyrt um hversu margir hefðu nú þegar skrifað undir því listarnir væru á ntörgum mismunandi stöð- um, en hún taldi þó að nú þegar hefðu á þriðja þúsund manns skrif- að undir. Að öllum lýkindum verð- ur undirskriftasöfnuninni haldið áfram út alla næstu viku. Hvað skýrsluna um lífríki fjarð- Framhald á bls. 2 inánudag. Tillagan verður tekin til meðferðar í kvöld. Borgarstjórn samþykkir að beina neðangreindu til stjórnar Strætis- vagna Reykjavíkur: 1) Að efnt verði til boðsferða á góðviðrisdögum um sveitir í ná- grenni borgarinnar fyrir þá borgar- búa, sem ætla má að myndu ella tæpast eiga kost á slíkri tilbreyt- ingu. 2) Að efna til kynnisferða um borgarlandið á góðviðrisdögum. Greinargerð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að góðviðrisdagar hér á landi þykja ætíð of fáir, ekki síst á suntr- in, þegar þeirra er þó helst von. En Framhald á bls. 2 „-Cr-'w: - Viðhorf Islendinga til öryggis- og utanríkismála: Mikill,meirihluti vill aðild Islands að NATO Jórunti G. Sœmundsdóttir Á vegum Öryggismálanefndar er koinin út ritgerð eftir Ólaf Þ. Harðarson, lektor í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. Fjallar ritgerðin um viðhorf íslendinga (il öryggis- og utanríkismála. í ritgerð- inni er 1003 manna úrtak spurt um afstöðu sína til aðildar islands að NATO, Keflavíkurstöðina og gjald- töku fyrir hana. Niðurstöðurnar úr þessari könnun kunna að koma ýmsum á óvart. 53% þeirra sem spurðir voru eru meðmæltir áframhaldandi aðild ís- Iands að Atlantshafsbandalaginu. Aðeins 13% voru andvígir. 34% höfðu enga skoðun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 80% meðmæltir en 20% andvígir. Hvað Keflavíkurstöðina áhrærir voru 64% hlynntir henni en 36% andvígir. Andstaðan við stöðina er því mun meiri en andstaðan við NATO, rúmur þriðjungur kjósenda er andvígur stöðinni. Skoðanir fólks á því hvort íslend- ingar skuli taka gjald fyrir Kefla- víkurstöðina eru skýrar. Um tveir þriðju hlutar þeirra sem spurðir voru, voru hlynntir því. 49% voru alveg sammála því, 14% frekar sammála, 9% blendnir, 7% frekar sammála og 22% algjörlega ósam- mála. Ýmislegt annað merkilegt kemur fram í ritgerðinni. T.d. kemur í ljós að karlar eru mun jákvæðari í garð NATO en konur, 64% karla eru meðmæltir aðildinni en aðeins 41% Framhald á bls. 2 SigurðurE. Guðmundsson í Albýðublaðsviðtali 15. maí 1982 sazði fyrir um vinnubrögð borgarstjórnaríhaldsins: Allt reyndist á rökum reist í Alþýðublaðinu 15. mai 1982, viku fyrir siðustu sveitarstjórnar- kosningar var birt viðtal við Sig- urð E. Guðmundsson, efsta mann á lista Alþýðuflokksins í þeim kosningum og borgarfulltrúa flokksins um borgarmálapólitík- ina og kosningarnar, sem voru þá framundan. í viðtalinu sagði Sig- urður E. fyrir um það, hvað gerð- ist ef Sjálfstæðisflokkurinn kæm- ist aftur til valda I borgarstjórn Reykjavíkur, en eins og flestir muna, þá höfðu vinstri flokkarn- ir, Aljsýðuflokkur, Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur stjórn borgarinna með höndum frá 1978 til 1982. Niðurstöður kosning- anna 1982 urðu þær að Sjálfstæð- isflokkurinn hlaut í sinn hlut meirihluta borgarfulltrúa; fékk þá og hefur enn 12 borgarfulltrúa af 21. En hvað sagði Sigurður E. Guð- mundsson að gerast myndi, ef Sjálfstæðisflokkurinn næði tök- um á valdataumunum í borginni? Fyrir rúmlega tveimur árum sagði Sigurður þetta m.a.: „Bæjarút- gerð Reykjavíkur myndi fljótlega fá aö sitja illa á hakanum, sam- dráttur yrði í byggingu félagslegra íbúða, samband borgarbúa og borgaryfirvalda yrði í lágtnarki, einræði og flokksræði myndi vaða uppi og gamla ihaldskerfið, þar sem flokksgæðingar sitja fyr- ir um alla skapaða hluti, myndi festast í sessi á nýjan leik.“ Framtíðarspá Sigurðar E. Guð- mundssonar hefur gengið eftir í einu og öllu. Ef eitthvað væri, þá er hægt að bæta við löngum lista af öðrurn og fleiri „frægðarverk- um“ Reykjavíkuríhaldsins í borg- arstjórninni. Hrokinn og yfir- gangurinn í borgarstjóra og hans fylgifiskum hefur verið með ein- dæmum. Sigurður hafði rétt fyrir sér varðandi Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Hún hefur ekki aðeins verið látin sitja á hakanum, heldur hef- ur markvisst verið unnið að því að draga úr þrótti þess fyrirtækis borgarbúa. Til að byrja með voru dugandi og hæfir framkvæmda- stjórar BÚR, Björgvin Guð- mundsson og Einar Sveinsson, reknir vegna pólitískra skoðana, en forstjóri Almenna bókafélags- ins — yfirlýstur Sjálfstæðismað- ur — ráðinn í staðinn. Fyrir nokkrum mánuðum þótti Rvíkur- íhaldinu svo of mikið að þurfa að hlusta á viðhorf fulltrúa minni- hluta borgarstjórnar í útgerðar- ráðinu, sem voru ekki samstiga fulltrúum íhaldsins í niðurskurð- aráformunum, og þá einfaldlega var fækkað í útgerðarráðinu. Fulltrúa Alþýðuflokksins var ýtt út úr ráðinu. Stóra stopp hefur nánast verið sett á byggingu félagslegra íbúða, eins og Sigurður E. Guðmunds- son hafði sagt fyrir um að myndi gerast í tíð íhaldsmeirihluta. „Samband borgarbúa og borg- aryfirvalda yrði í lágmarki", sagði borgarfulltrúi Alþýðuflokksins fyrir tveimur árum. Það er ekki ofsagt. Það er raunar hyldýpi milli hrokagikkja íhaldsins í borg- arstjórn og hins almenna manns í borginni. Hann fær ekkert að vita um stöðu og þróun mála. Hann er aldrei spurður álits. Hann fær að- eins skipanir að ofan. Sambandið er ekki neitt. „Einræði og flokksræði" hafa vaðið uppi. Það fer mjög í vöxt hjá borgarstjóra og hans fólki, að fara með stórmál sem trúnaðar- mál í borgarkerfinu. Lýðræðis- lega kjörnir fulltrúar minnihlut- ans fá stundum ekkert að vita af málum fyrr en þau eru komin á lokastig, og þá eru þau kynnt borgarfulltrúum sem trúnaðar- mál. ísfilmmálið er nærtækt dæmi um slík einræðisvinnu- brögð, en þar hafði borgarstjóri setið bakvið luktar dyr fleiri mán- uði með fulltrúum íhaldsaflanna í fjölmiðlun hér á landi og samið um hlutdeild borgarinnar í fjöl- miðlamafíu hægri manna — ís- film. Hann hafði síðan gengið frá flestum endum málsins, þegar hann loksins lagði málið fyrir borgarráð — sem trúnaðarmál. Þeir borgarbúar sem ekki eru yfirlýstir sjálfstæðismenn og þurfa eitthvað að sækja til borg- aryfirvalda, geta ekki vænst þess að fá góðar móttökur eða viðhlít- andi fyrirgreiðslu. Menn verða að hafa flokksskírteini upp á vasann til að fá inni í náðarfaðmi Rvíkur- íhaldsins. Því er stundum haldið fram að stjórnmálamenn máli skrattann á vegginn fyrir kosningar, þegar þeir spá fyrir um framvindu rnála, ef andstæðingaflokkar næðu styrk í komandi kosningum. Hún var ófögur myndin sem Sigurður E. Guðmundsson dró upp af ástandi mála ef íhaldið næði borginni,! Alþýðublaðsviðtali rétt fyrir kosningarnar 1982. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að allt það sem borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins sagði þá, hefur ræst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.