Alþýðublaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaöíð Miðvikudagur 25. júlf 1984 140. tbl. 65. árg. BSRB segir upp samningum: Lágmarkslaun A mánudaginn var einróma sam- þykkt af stjórn og samninganefnd BSRB að segja upp launaliðum kjarasamnings síns og fjármála- ráðuneytisins frá og með 1. sept. 1984. Auk þess var samþykkt að vísa kjaradeilunni þegar í stað til sáttasemjara, en samningaviðræð- um hefur aldrei áður verið vísað svo snemma til sáttasemjara. Einnig var samþykkt að mynda verkfallsráð fyrir 10. ágúst og sýnir það að BSRB er tilbúið í hörð átök fyrir kröfum sínum á hausti kom- andi. Alþýðublaðið hefur fregnað að þær kröfur sem BSRB fer fram á eru að lágmarkslaun verði 14.500 kr. á mánuði og 3% hækkun á milli launaflokka. Spunnust miklar um- ræður um þetta og sýndist sitt hverjum, einkum munu kennarar hafa sett sig upp á móti þessari 3% hækkun á milli launaflokka og vilja að í staðinn komi föst krónu- upphæð. Náist ekki samkomulag fyrir 1. september má fastlega búast við því að BSRB boði til verkfalls með 15 daga fyrirvara. Þá þarf sáttasemjari að leggja fram sáttatillögu og verði hún felld, fara opinberir starfs- menn í verkfall. Slíkt myndi eðli- lega lama allt í þjóðfélaginu. Ástæðan fyrir þessari sterku samstöðu innan BSRB er fyrst og fremst sú að þeir telja að þeir hafi dregist mikið aftur úr launalega séð. Benda þeir á að síðan síðustu samningar voru gerðir hafi verið mikið um launaskrið og yfirborg- anir á hinum almenna vinnumark- aði, en slíkt tíðkast mun minna hjá hinu opinbera. Þeir samningar, sem voru gerðir í febrúar, gera ráð fyrir um 3°7o hækkun í september, en þar sem kröfur BSRB núna ganga út á um Veldi hœgri pressunnar: DV vill lóð undir stórhýsi Svo sem kunnugt er, þá er mikið veldi á hægri pressunni í landinu um þessar mundir. Morgunblaðið fjárfestir grimmt í lóðum, bygging- um og stóreflis vélum og Árvakur flýgur upp listann yfir stærstu fyrir- tæki landsins. DV-menn í Frjálsri fjölmiðlun vilja ekki láta sitt eftir liggja. Á dögunum var lagt fram bréf frá DV- mönnum fyrir borgarstjórn, þar sem þeir óska eftir lóð undir 7000 fermetra stórhýsi, undir ritstjórn, prentsmiðju, pökkun og dreifingu. Sótt er um lóð við nýja miðbæinn, nánar tiltekið í námunda við hús Veðurstofunnar. Þetta stórhýsi er greinilega næsta skrefið hjá DV- mönnum, en bygging þeirra við Þverholt er á lokastigi. DV-menn vilja greinilega ekki vera minni menn en félagar þeirra hjá Morgunblaðinu. Það á ekki að Framhald á bls. 3 Fjárhættuspilið heldur áfram Þeim rignir yfir landsmenn þessa dagana dómum yfir þá óstjórn í 14.500 20% hækkun, er Ijóst að mikið ber á milli. Að sögn Kristjáns Thorlaciusar, formanns BSRB, vonast allir til að viðunandi samningar náist án þess að til verkfalla komi, hinsvegar sé mjög mikill hugur í opinberum starfsmönnum núna og allt bendi til þess að þeir séu tilbúnir til að grípa til verkfallsaðgerða, ef þörf er á. fjármálum, sem hefur ríkt frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar. Fyrr í þessum mánuði kom endur- bætt Þjóðhagsspá, sem að margra dómi var grafsteinninn yfir fjár- málastefnu ríkisstjórnarinnar. Nu hefur Hagstofan sent frá sér frétta- tilkynningu um vöruskiptajöfnuð- inn fyrir fyrsta helming þessa árs. Þar kemur í Ijós að hann er óhag- stæður um rúma tvo milljarða króna. Fyrir júnímánuð einan er vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpar 900 milljón krónur, en í sama mánuði í fyrra var hann hagstæður um tæpar 54 milljónir, eða um 69 milljónir miðað við núverandi gengi. Hallinn á vöruskiptajöfnuðinum eykst því enn. í maímánuði var inn- flutningurinn 32,6% hærri en út- flutningurinn, en í júní er sama hlutfall 43,6%. Með þessu áfram- haldi virðist því stefna hraðbyr í það að vöruskiptajöfnuðurinn verði óhagstæður um rúm 50% á árinu. Þó allir virðist sammála í orði um að fjárfestingarstefnan í sjávarút- veginum hafi verið röng og þurfi að draga úr henni, þá er ekki svo á borði. Því í júní voru keypt fimm skip til landsins, þar af tveir skut- togarar frá Póllandi, en kaupverð þessara skipa voru tæpar 320 mill-. jónir króna. Á tímabilinu janúar- júní 1983 höfðu verið keypt skip fyrir tæpar 135 milljónir miðað við núverandi gengi. En landsmenn fjárfesta ekki bara Framhald á bls. 2 Skatturinn í Reykjanesumdœmi: 36% hækkun hjá einstaklingum Ólafur Björgúlfsson tannlœknir og Aðalverktakar með hœstu gjöldin Samtals nema álögð gjöld skatt- stjórans í Reykjanesumdæmi að þessu sinni rúmlega 2200 milljón kr., sem er 40.8% hækkun frá því síðast. Einstaklingar eiga að greiða rúmlega 1800 milljónir (38.5% hækkun), en lögaðilar um 385 milljónir (52.6% hækkun). Þegar tekið er tillit til mótgreiðslna ríkis- sjóðs nemur hækkunin hjá einstak- lingum í raun tæpiega 36%. Hin ýmsu gjöld hafa hækkað mismikið. Hjá einstaklingum hækkar eignaskatturinn minnst eða um 26%, tekjuskatturinn um 33%, sjúkratryggingagjaldið um 62.5%, en útsvarið um 44% og aðstöðu- gjaldið um 80.6%. Hjá félögum hækkar tekjuskatturinn um 38%, eignaskatturinn um 50% en að- stöðugjöldin um 76.4%. Hækkun gjalda er mismunandi eftir bæjar- og sveitafélögum. Hækkunin er undir 35% hjá Kópavogi, Garða- bæ, Hafnarfirði, Grindavík, Vatns- leysustrandarhreppi og minnst hjá Kjalarneshreppi, aðeins 13.8%. mest verður hækkunin hins vegar í Hafnar.hreppi, 65.4%. Gjaldahæsti einstaklingur um- dæmisins er að þessu sinni Ólafur Björgúlfsson tannlæknir, Seltjarn- arnesi, samtals með tæplega 3 millj- ónir, þar af um 2.2. milljónir í tekjuskatt. Næstur kemur Guð- bergur Ingólfsson fiskverkandi í Gerðahreppi með rúmlega 2.3 millj- ónir, þá kemur Benedikt Sigurðs- son í Keflavík með 2.3 milljónir og þar næst koma tveir lyfsalar, Sverr- ir Magnússon, Garðabæ (2.24 milljónir) og Matthías lngibergs- son, Kópavogi (2 milljónir). Af lögaðilum voru eftirfarandi aðilar gjaldhæstir i einstökum sveitarfélögum: BYKO í Kópavogi, Lyf sf. í Garðabæ, ÍSAL í Hafnar- firði, Álafoss í Mosfellshreppi, Byggingav. Keflavíkur, Fiskanes í Grindavík, Aðalverktakarnir í Njarðvík, Félag vatnsvirkja hf. í Hafnarhreppi, Miðnes hf. í Mið- neshreppi, Dverghamar í Gerða- hreppi, Aðalverktakar á Keflavík- urflugvelli. Islenskir Aðalverktakar greiða sín gjöld í hinum ýmsu sveitarfélög- um, en heildargjöldin hvað um- dæmið allt varðar nema um 57.5 milljónum kr. (um 15% heildar- gjalda lögaðila). Byggingarverk- takar Keflavíkur eru næstir með um 15.3 milljónir kr., BYKO með um 11.1 milljónir kr., Varnarliðið á að greiða unt 9.6 milljónir kr., en ís- lenskur Markaður og ÍSAL eiga að greiða um 7 milljónir kr. TIL UMHUGSUNAR Rýnt í laugardagsblað Moggans Það getur ekki hjá því farið að almenningi í landinu verði með hverjum deginum sem líður betur ljóst, hve illa núverandi ríkis- stjórn hefur tekist til með stjórn flestra þeirra mála, sem varða mest afkomu þjóðarinnar. Það getur heldur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist með þjóð- málum, hve hljótt hefur verið á stjórnarheimilinu síðustu vikurn- ar. Þessir tíu ráðherrar, sem fyrir rúmu ári tóku við stjórnartaum- unum, voru lengi framan af allra ráðherra yfirlýsingaglaðastir og sóru þá og sárt við lögðu að þeir myndu tafarlaust yfirgefa ráð- herrastólana, ef þeirra orð og stjórnarstefna næði ekki fram að ganga, láta nú lítið frá sér heyra. Helst er það ef þeir tilkynna að ekkert sé hægt að gera vegna þess að þessi eða þessi ráðherra sé er- lendis. Og ef einhverjum verður það á að opna munninn og láta skoðun sína í ljós er sussað á hann, svo sem gerðist með Albert og Geir á dögunum, þegar Albert vildi endurskoða tollfríðindi hers- ins. En þótt ráðherrar gerist nú hljóðir og hógværir er þó ekki al- ger deyfð yfir hinum pólitíska heimi. Og sé dagblöðunum flett, þessum tvö- til þrjúhundruð sið- um sem berast manni í hendur daglega, er þar sitthvað sem er umhugsunarvert. Lítum til dæmis á laugardags- blað Moggans. Þar stendur ekki á yfirlýsingum og tillögum um hvernig megi stjórna landinu svo betur fari. Þar má m.a. líta viðtal við formann Sjálfstæðisflokks- ins, Þorstein Pálsson, og lætur hann ekki lítið yfir sér. Formaðurinn á vit Fram- sóknar Formaðurinn virðist bíða með nýjan stjórnarsáttmála í pússi sínu. Um efni hans vill hann þó ekki segja nema undan og ofanaf. Þó gefur hann í skyn eins og hann sagði í ræðu sinni í Varðarferð- inni, að aðalatriðið sé að halda niðri launum verkalýðsins. Halda þurfi áfram lögbindingu kaup- gjalds hvað verðbætur snertir. Verkalýðnum verði ekki gefið fullt frelsi til samninga á næsta ári. En fyrir ári síðan kvaðst for- maðurinn vera á móti slíkri lög- bindingu kaupgjalds, þar ætti Framsóknarflokkurinn einn sök á. Og hefur Þorsteinn Pálsson gerst hallur undir stefnu Fram- sóknar i þessu sem fleiru. Þá segir formaðurinn í viðtalinu við Moggann að ríkisstjórnin hafi með sérstökum aðgerðum í skatta- og tryggingamálum orðið við óskum ASI. Það hefur ekki þótt hæfa að ræða mikið um snöru í hengds manns húsi. Ætli þeim sem nú eru á fá skattseðlana í sínar hendur finnist svo mjög um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum, eða þeim sem nú greiða meðalareikninga sína finn- ist mikið til um umbætur í trygg- ingamálum. Hafi eitthvað verið aðgert í þeim málurn áður, hefur það verið rækilega tekið til baka. En það eru fleiri en formaður Sjálfstæðisflokksins, sem teljasig þess umkomna að ráða lögum í landinu og stjórna. í umræddu Morgunblaði gefur Verslunarráð- ið sinar tiiskipanir til Sjálfstæðis- flokksins um hvernig skuli stjórna. Tillögur sínar nefnir Verslunarráð „Næstu skref í efna- hagsmálum“. Hvort þau skref eigi að stefna aftur á bak eins og þau skref, sem ríkisstjórnin hefur tek- ið á undanförnum mánuðum, skal hér ósagt látið. En margt mætti um þessi skref ræða þótt lítt verði gert hér. En eitt af því sem á að verða margra meina bót er að gefa verslun og bankastarf- semi frjálsari hendur. Mjög hefur verið rætt að undanförnu um of- fjárfestingu í sjávarútvegi og landbúnaði og það ekki að á- stæðulausu, og þar um kennt hve illa er komið fjárhag þjóðarinnar. En hvað um fjárfestingu i banka- höllum og stórhýsum verslana? Hefur slík fjárfesting gefið mikið í þjóðarbúið? Hinn rómaði einkarekst- ur Þá skín það í gegnum allar til- lögurnar hve einkarekstur á að vera hagkvæmari og þjóðinni far- sælli en opinþer rekstur. Það má vera að oft sé svo, en lítum t.d. á olíudreifinguna. Sýnireinkafram- takið þar einhverja hagkvæmni og samkeppni í rekstri? Er það gott dæmi um hinn vítt lofaða einkarekstur? Lítum einnig á fasteignasöluna í Reykjavík. Ef rétt er sem fram hefur verið haldið að hún kosti al- menning um eitthundrað milljón- ir króna á ári, verður vart sagt að þar gæti fyllstu hagsýni. (Býr kannski eitthvað á bak við það, að fasteignasalan telur sér hag- kvæmt að styðja við bakið á báð- um málgögnum ríkisstjórnarinn- ar?) En víst er það, að ef ríkis- stofnun annaðist þessa þjónustu með eitthundrað milljóna króna umsetningu, þætti sjálfstæðis- mönnum full þörf á að fara þar ofan í saumana. Þá vill leiðarahöfundur Morg- unblaðsins þennan sama dag ekki láta sitt eftir liggja að segja ríkis- Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.