Alþýðublaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. júlí 1984 141. tbl. 65. árg. Lánskjaravísitalan: 25 °7o hækkun á einu ári Lánskjaravísitalan fyrir ágúst- mánuð verður 910 samkvæmt út- reikningi Seðlabankans, en var 903 í júlí og hefur því hækkað um 0.77% milli mánaða. Þýðir þetta samsvarandi og9.7% hækkun mið- að við eitt ár. í ágúst á síðasta ári var lánskjara- vísitalan 727 stig og hefur því hækkað urn 25.2% á einu ári. Síð- ustu 6 mánuði varð hækkunin hins vegar 7.05%, sem samsvarar 14.6% árshækkun. Síðustu 3 mánuði varð hækkunin 3.52%, sem samsvarar 14.8% árshækkun. Albert boðar stríð gegn BSRB! — Leggur ríkisstjórnarsamstarfið undir Er fjármálaráðherra haldinn „paranoiu" — haldinn þcirri áráttu að allt umhverfið sé honum fjand- samlegt? Viðbrögð ráðherrans við kjarakröfum BSRB benda til þess að svo sé. í viðtali við Morgunblað- ið í gær, þegar leitað er álits Alberts Guðmundssonar á kjarakröfum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þá eru svör hans m.a. eftir- farandi: „Ég lít á þessa kjarabar- áttu hjá þeim, eins og öðrum verka- Heildargjöld í Reykjavík sam- kvæmt álagningaskrá pema að þessu sinni 4249 milljónum króna, þar af rúmlega 2930 milljónir hjá einstaklingum. Talsverð breyting hefur orðið á röðun hæstu greiðenda í Reykjavík frá í fyrra og á það bæði við um ein- staklinga og lögaðila. Að þessu sinni er af einstaklingum hæstur Birgir Einarsson lyfsali með 3.3 milljónir kr., en í fyrra var hæstur Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk, sem nú er ekki meðal 14. hæstu. í fyrra var Birgir í 9. sæti. í öðru sæti að þessu sinni varð Gunn- ar Snorrason kaupmaður í Hóla- garði með um 2.7 milljónir kr. og í 3. sæti varð Gunnar B. Jensson húsasmiður. Einna athyglisverðast fyrir röð efstu manna nú er „inn- rás“ lyfsala í hóp hinna hæstu, þeir eru 7 af 14 hæstu. Guðmundur lýðsfélögunt, sem pólitíska baráttu til að koma ríkisstjórninni frá og svo hefur verið allt frá því núver- andi ríkisstjórn tók við.“ Með þessum orðum vill ráðherra segja það, að kröfur launamanna til leiðréttinga á launum sínum og kjörum séu aðeins tilkomnar svo koma megi ríkisstjórninni frá völd- um. Víst getur Alþýðublaðið tekið heilshugar undir það viðhorf fjár- málaráðherra að ríkisstjórn Stein- Kristinsson sem í fyrra varð í þriðja sæti er nú ekki í hópi 14 hæstu. Ingólfur Guðbrandsson greiðir nú hæsta aðstöðugjaldið, um 1.6 rnillj- ón kr., en hann var einnig hæstur í fyrra. Einnig hafa orðið miklar breyt- ingar á röð hæstu gjaldenda lög- aðila (fyrirtækja, stofnana o.s.frv.). Einkum er það vegna tilkomu bankanna í þennan hóp, Lands- bankinn er að þessu sinni í efsta sæti með tæplega 74 milljónir í heildargjöld. Hæsti lögaðilinn í fyrra, SIS, er nú í öðru sæti með um 48.7 milljónir kr. í þriðja sæti er Reykjavíkurborg, Búnaðarbankinn í fjórða, en síðan koma í réttri röð: Flugleiðir, Eimskipafélagið, IBM, Útvegsbankinn, ESSO, Samvinnu- tryggingar, SS, Húsasmiðjan, Hag- kaup, SHELL, Tryggingamiðstöð- in, BP og Sjóvá. í hópi 17 efstu lög- gríms Hermannssonar er ekki efst á vinsældarlista fólks í landinu. Það er b.æði þreytt og uppgefið á til- tækjum ráðamanna þjóðarinnar, sem hafa ekki fært launafólki ann- að en svita og tár frá því Albert og félagar hans í ríkisstjórninni settust á ráðherrastóla. Það er hins vegar mikill misskiln- ingur hjá fjármálaráðherra, ef hann stendur í þeirri trú að hann geti slegið á eðlilegar kröfur verka- gull aðila eru því 3 bankar, 3 olíufélög og 3 tryggingafélög. Eignarhalds- skiptingin er 10 einkafyrirtæki, 4 samvinnufyrirtæki og 3 opinber fyrirtæki/ stofnanir. Landsbank- inn á að greiða lang hæsta tekju- skattinn, um 56 milljónir, en Búnaðarbankinn um 20 milljónir og IBM um 15.4 milljónir. í að- stöðugjöld er SÍS hins vegar hæst með um 25.5 milljónir, Flugleiðir rúmlega 12 milljónir og Eimskip með um 10.7 milljónir kr. Aftur á móti á Landsbankinn að greiða hæst hvað eignarskatt varðar, rúm- lega 9 milljónir kr. í fyrra námu heildargjöldin um 3024 milljónir en nú um 4249 millj- ónir sem áður segir, þannig að hækkunin milli ára nemur um 40.5%. Gjöld einstaklinga hækka milli ára um tæplega 36%, en gjöld lögaðila um rúm 52%. lýðshreyfingarinnar til kjarabóta, með því að uppástanda það, að verkalýðshreyfingin vilji ekki endi- lega kauphækkanir hjá sínu fólki, heldur aðeins það að ríkisstjórnin fari frá. Að áliti Alþýðublaðsins væri best að hvort tveggja gerðist. Verkalýðshreyfingin hins vegar leggur út í kjarabaráttu til að ná franr sanngjörnum bótum sínu fólki til handa, eftir sífelldar kjara- skerðingar undanfarin misseri. Að áliti Alþýðublaðsins tengist barátta launamanna fyrir bættum kjörum hinni pólitísku stöðu landsmála. Viðspyrna Vinnuveitendasam- bandsins gegn kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar styrkist verulega vegna þeirrar staðreyndar, að þeir eiga hauka í horni þar sem ráðherr- ar ríkisstjórnarinnar eru. Þess er því tæpast að vænta að launamenn njóti sanngjarnra launa fyrir vinnu Reykvíkingar þeir sem til gjald- enda teljast greiða að þessu sinni að meöaltali 44.191 kr. í gjöld. Áiögð gjöld einstaklinga eru rúmlega 2930 milljónir kr„ en fjöldi gjaldenda er 66.310. Milli ára hækkar þetta með- altal álagðra gjalda i Rcykjavík um 33.9%, en þar af hækkar útsvar ein- staklinga um ca. 43%. Sé hækkun meðaltals álagðra gjalda í Reykjavik borin saman við hækkun þeirra i bæjarfélögum Reykjanessumdæmis, kemur í ljós að hækkunin varð minni en í Reykjavík í Kópavogi, Garðabæ og sína á meðan ríkisstjórn atvinnu- rekendavaldsins ræður ríkjum. Viðbrögð fjármálaráðherra við kröfum BSRB geta hins vegar ekki talist efnileg byrjun á samningavið- ræðum ríkisins við starfsfólk sitt. Ef fjárniálaráðherra byrjar slíkar samningaviðræður á því að sópa kröfum BSRB niður af borðum með þeim orðum, að þær séu að- eins tilkomnar vegna þess að laun- þegahreyfingin vilji sig og ríkis- stjórnina feiga, þá verður ekki ann- að séð en stefni í harðvítug átök á vinnumarkaðnum í haust. í umræddu Morgunblaðsviðtali spyr fjármálaráðherra um það „hvar eigi að taka peninga" til að bæta kjör ríkisstarfsmanna. Um þetta hefur Albert Guðmundsson spurt síðan hann settist í ráðherra- stól. Hann hefur sýknt og heilagt Framhald á bls. 3 Hafnarfirði, en meiri í öðrum bæj- arfélögum. Langminnsta hækkun- in var í Kópavogi cg Hafnarfirði, 30-31%, en mest á Seltjarnarnesi, 42.5%. Hæst er meðaltal gjalda á ein- stakling í Garðabæ og Seltjarnar- nesi, rúmlega 58 þúsund kr„ 46-50 þúsund í Mosfellssveit, Keflavik og Njarðvík, um 44 þúsund i Reykja- vík og Kópavogi en 42-43 þúsund í Hafnarfirði og Grindavík. Meðaltal álagðra gjalda er 38% hærra í Garðabæ en í Hafnarfirði og ca. þriðjungi hærra í Garðabæ en í Reykjavík og Kópavogi. Skatturinn í Reykjavík: Lyfsalar mala Reykjavík: 43% hækkun útsvars Vandi sjávarútvegsins: Ekki leystur með hags- munavörslu Framsóknar Framsóknarflokkurinn stendur vörð um sína, það eru gömul sannindi og ný, enda hefur mætur maður sagt að félagsskírteini í Framsóknarflokknum sé örugg- asta gulltrygging, sem nokkrum manni getur hlotnast í vöggugjöf. Sjávarútvegsráðuneytið hefur verið í höndum Framsóknar- manna síðan 1980 og á þessum ár- um hafa Sambandið og fyrirtæki á vegum framsóknarmanna eflt mjög ítök sín í sjávarútveginum. Ekki vitum við hvort eftirfar- andi dæmi er nýjasta dæmið um þessa hagsmunavörslu Framsókn- ar, efum það reyndar, en það er að minnsta kosti mjög talandi dæmi. Allan síðastliðinn vetur lagði mótorbáturinn Þorsteinn upp hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og kunnu báðir aðilar þeim viðskipt- um vel. Að vetrarvertíð lokinni ákveður Þorsteinn að sækja um leyfi til snurvoðaveiða í Faxaflóa, með það fyrir augum að leggja áfram upp hjá BÚH. Þorsteinn fékk leyfið með því skilyrði sjáv- arútvegsráðuneytisins að hann legði upp hjá framsóknarfyrir- tækinu Sjóla. Sömu sögu var að segja um alla báta sem sóttu um leyfi til snurvoðaveiða, þeir gátu fengið leyfið en fengu engu að ráða um það hvar aflanum yrði landað, því var miðstýrt úr ráðu- neytinu. Við bárum þetta undir Björn Ólafsson, forstjóra Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar. Hann sagði þetta rétt vera, en BÚH hefði ætl- að að láta Norðurstjörnuna í Hafnarfirði fá kolann í skiptum fyrir annan fisk. Hefði þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra verið mótmælt með bókun hjá Útgerðarráði BÚH, þar sem for- stjóra var falið að mótmæla þessu við sjávarútvegsráðuneytið. Björn sagði að ástandið hjá BÚH væri mjög slæmt, þó reynd- ar væri allt yfirfullt af fiski núna hjá þeim og vantaði bara fólk til að vinna aflann, en 50% af heild- arafla ársins hefur borist á land á undanförnum þrem mánuðum. Nýlega fór Hofsjökull með 4000 tonn af fiski frá Bæjarút- gerðinni til Bandaríkjanna og hefur Alþýðublaðið hlerað að þetta sé gert, þó svo að allar birgðaskemmur séu yfirfullar hjá SH fyrir vestan. Við bárum þetta undir Björn. Hann sagðist hafa heyrt þetta líka, en hann hefði ekkert annað fyrir sér um það en þennan orðróm og vildi því ekkert tjá sig um málið. Já, það er margt einkennilegt í sjávarútvegspólitíkinni. í Reykja- vikurbréfi Moggans 15. júlí boðar greinarhöfundur þá lausn á vanda útgerðarinnar að togurunum sé siglt út í hafsauga og þeim sökkt þar. í sama mánuði eru tveir nýir skuttogarar. afhentir nýjum eig- endum í Ólafsvík og Vestmanna- eyjum. Það verður að halda í kvótaskiptinguna þó svo að allir séu á sama máli um að hún virki bara sem refsivöndur á þá, sem dugur er í. Olíukostnaðurinn er að sliga útgerðina og ríkið hirðir eftir sem áður 60% af olíuverð- inu, hærra hlutfall en nokkurn tímann áður. Og svona mætti lengi upp telja. Að lokum skal þess þó getið að á sama tima og útgerðarmenn á Austurlandi hóta að leggja tog- araflotanum, skreppur Steingrím- ur Hermannsson til LA, til að sitja á áhorfendabekk á Ólympíu- leikunum og sjávarútvegsráð- herra mun einnig á förum til Norðurlandanna. Ferðalög og skemmtanir ráðherranna virðast því vega þyngra á metunum en vandi sjávarútvegsins. Ferðalög og skemmtanir ráðherra vega þyngra á metunum en vandi sjá varútvegsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.