Alþýðublaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- tilETgM Föstudagur 16. nóvember 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Askriftarsíminn er 81866 Síðustu 15 árin hafa AI- þýðuflokksmenn lagt fram fjölmörg þingmál er snerta Iand í þjóðareign. Nýlega var lagt fram á AI- þingi frumvarp þessa efn- is, en fyrsti flutningsmað- ur frumvarpsins er Kjart- an Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins. Nú í vik- unni mælti Kjartan fyrir þessu mikilvæga frum- varpi og fer hér á eftir kafli úr ræðu Kjartans. Kjartan Jóhannsson. Meirihlutinn, þ.e. þrír dómarar af fimm, töldu óyggjandi sönnun fyrir eignarrétti ríkisins ekki hafa tekist og tók því ekki til greina kröfu ríkis- ins um viðurkenningu á eignarétti til handa ríkinu á viðkomandi af- réttum. Minnihlutinn taldi hins vegar öll skilyrði uppfyllt til að fall- ast mætti á viðurkenningarkröfur ríkisins. í niðurlagi forsenda meirihlutans segir: „Hins vegar verður að télja að handhafar ríkisvalds sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur unt meðferð og nýt- ingu landsvæðis þess sem hér er um að ræða, en líta ber til þess að fyrir- svarsmenn ríkisins hafa viðurkennt rétt byggðamanna til upprekstrar Þetta frv. er þáttur í stefnumörk- un Alþfl. um sameign þjóðarinnar á landi sínu. Hér á árum fyrr voru fluttar þingsályktanir á þessa lund og þá í fyrstu af Braga Sigurjóns- syni alþm. og reyndar í fyrsta skipti árið 1970. Þær tillögur voru síðan endurfluttar í breyttri mynd árið 1972 og 1976, en náðu ekki fram að ganga. Það varð hins vegar að ráði hjá Alþýðuflokknum fyrir nokkr- um árum, að í stað þess að halda áfram að flytja þessar þingsálykt- unartillögur mundum við flytja lagafrumvörp í ýmsa þætti þessa máls og er þetta eitt þeirra. Ég vil beina því til Alþingis, sér- staklega með tilliti til þess dóms sem þegar hefur gengið í Hæsta- rétti, að taka nú þetta frumvarp til raunverulegrar afgreiðslu en láta það ekki sofna í nefnd eins og gerst hefur áður. Þessi lög skortir og Alþingi ber hreinlega skylda til að taka afstöðu í málinu. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Land í þjóðareign Tilgangur þessa frumvarps er að lýsa byggðir íslands þjóðareign, það er að segja öll þau landsvæði sem aðrir en ríkið hafa ekki eignar- heimildir fyrir, lýsa þau eign þjóð- arinnar í umsjá ríkisins og Alþingis. Þetta næði til fasteignaréttinda svo sem vatnsréttinda og jarðhita og námuréttinda, og annarra þeirra réttinda sem eru bundin eignarrétti landsins.En beitarréttindi og veiði- réttind yrðu óbreytt frá því sem nú er. Það er ekki ýkja langt síðan það gekk dómur í Hæstarétti um mál af þessu tagi. Samkvæmt þeim hæsta- réttardómi á enginn beinan eignar- rétt að afréttum, og Alþingi getur ákvarðað eignarrétt ríkisins með lögum og það yrði ekki talið eignar- nám. Hæstiréttur felldi þegar 1955 þann dóm að eignarréttur heima- manna að Landmannaafrétti, hvort heldur hreppsfélaganna eða eig- enda og ábúenda jarðanna, væri ekki fyrir hendi. Þess ber hins vegar að geta að í þessu dómsmáli viður- kenndi stefnandi þ.e.a.s. ríkið, rétt byggðamanna til upprekstrar og annarra afréttarnota sem lög leyfa eða venjur eru fyrir. Varðandi eignarkröfu ríkisins sem dæmt var í árið 1981 fór svo að hæstiréttur varð ekki sammála í afstöðu sinni til þessa atriðis. og annarra afnota sem eða venjur eru fyrir“ í grein sem Gunnlaugur Claes- sen, ríkislögmaður, hefur ritað dregur hann málið saman með eft- irfarandi hætti: „Niðurstaðan er nánast sú að enginn eigi beinan eignarrétt að afréttinum. Eignarétti heimamanna er alfarið synjað og meirihlutinn telur ríkið ekki hafa sannað sinn rétt nægjanlega. Nið- urlag forsendanna er hins vegar at- hyglisvert. Það er ljóst að Alþingi getur ákvarðað eignarrétt ríkisins með lögum, og slík löggjöf yrði ekki metin sem eignarnám, a.m.k. ekki gagnvart þeim sem voru alilar þessa máls“ Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður „Fórnarlömb að ósekju“ Jón Baldvin Hannibalsson. Stefna núverandi stjórnarflokka var frá upphafi dæmd til að að mistakast, eins og Alþýðuflokks- menn sögðu fyrir í stjórnarmynd- unarviðræðum 1983. Þeir spádóm- ar hafa nú gengið eftir. Astæðurnar eru m.a. þessar: 1. Ríkisstjórnin hefur slegið enda- laust á frest óumflýjanlegum ákvörðunum um fjárhagslega end- urskipulagningu sjávarútvegsins. Við þær kringumstæður gerir geng- islækkun aðeins illt verra með því að hækka enn greiðslubyrði skuldugustu fyrirtækja. Rangt gengi ýtir hins vegar undir vaxandi viðskiptahalla og og þar með aukna erlenda skuldasöfnun. 2. Ríkisstjórnin hefur í engu hrófl- að við hinu pólitíska fyrirgreiðslu- kerfi fjármagnsins, sem reynslan sýnir að er ófært um að beina tak- mörkuðu fjárfestingarfé til arð- bærustu verkefna og stendur vexti og viðgangi vaxtargreina fyrir þrif- um. 3. Stjórnarflokkarnir hafa ekki þorað að ganga í berhögg við rót- gróna hagsmuni milliliðakerfisins í landbúnaði, sem leggur skattgreið- endum og neytendum þungar byrð- ar á herðar. 4. Misráðin tilraun stjórnarflokk- anna með „frjálsa vexti“ hefur ekki ýtt undir aukna sparifjármyndun, en hins vegar hækkað fjármagns- kostnað og greiðslubyrði útflutn- ingsatvinnuvega. Forsætisráðherra hefur viðurkennt, að þessi vaxta- pólitík fái ekki staðist. 5. Ríkisstjórnin hefur misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar með því að ætla hluta þjóðarinnar að axla allar byrðar af herkostnaðinum gegn verðbólgunni. A sama tíma hafa forréttindahópar, eins og fyr- irtæki og aðilar með sjálfstæðan rekstur, notið verulegra forréttinda. Sú staðreynd að einkaneysla hefur haldist í svipuðu horfi þrátt fyrir hrap ráðstöfunartekna launþega sýnir, að fjölmennir hópar hafa bætt hag sinn á kostnað hinna, sem fært hafa fórnir. Ríkisstjórnin skuldar þjóðinni skýringu á þessu. 6. Ríkisstjórnin hefur horft á það aðgerðarlaust að hluti þjóðarinnar sleppur að verulegu leyti við að axla sinn hluta af skattbyrðinni. Skatt- undandráttur og skattsvik, lögleg og ólögleg, nema mörgum milljörð- um króna. Þetta má ekki líða á sama tíma og rekstrargrundvöllur launþegaheimilanna er lagður í rúst. Bæði núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn stjórnarflokkanna viðurkenna opinberlega að núv. ríkisstjórn hefur níðst á þeim trún- aði, sem henni var sýndur; hún fékk gullið tækifæri til að verða við ósk- um þjóðarinnar um róttækar um- bætur. Þetta tækifæri hefur hún látið sér úr greipum ganga. „Ef ríkisstjórnin hefði þekkt sinn vitjunartíma og strax í vetur eða vor undirbúið að eigin frum- kvæði verulegar lækkanir á tekjuskatti á einstaklinga og lækkun okurtolla, er ég san.n- færður um að það ófremdará;- stand sem nú er hefði aldrei skap- ast. Almenningur veit, að skatta- lækkun og lækkun á almennu verðlagi er eina raunhæfa kjara- bótin og stéttarfélögin hefðu fegin farið þá leið ef ríkisstjórnin hefði sýnt lit nógu snemma. Og mér er til efs að til nokkurra verkfalla hefði komið. En nú er of seint í rassinn gripið, stjórnin hefur misst tiltrú mikils hluta al- mennings og getur því miður að- eins sjálfri sér um kennt" Þessi ummæli rótgróins forystu- manns sjálfstæðismanna í Hafnar- firði, tekin úr Morgunblaðsviðtali (25.10!84) staðfesta, að ríkisstjórn- in er á hraðri leið að glata tiltrú fyrri stuðningsmanna. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Með því að horfa aðgerðarlaust á sívaxandi hróplegt misrétti og mis- munun þjóðfélagshópa, safnaði ríkisstjórnin glóðum elds að höfði sér. Vonbrigði og reiði almennings brutust út í harðvítugum og dýr- keyptum verkföllum. Verkföll eru neyðarréttur almennings, þegar í nauðir rekur, gagnvart skilnings- sljóum stjórnvöldum. „Staðreynd- in er sú að fólki er nóg boðið, því er misboðið og því er ofboðið. Mönn- um finnst að þeir hafi verið gerðir að fórnarlömbum að ósekju,“ — segir sjálfstæðisleiðtoginn frá Hafnarfirði. Þarf frekar vitnanna við? Hvers vegtia vantraust á ríkisstjórnina? Af því að tími hennar er löngu út- runninn og hún áyfir höfðisér stórkostlega „stöðumœlasekt“.Smartmynd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.