Alþýðublaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- n hT'JT'M Þriöjudagur 8. janúar 1985 Úlgefandi: Blað h.f. Stjórnmálarilsljóri og ábm.: Guðmundur Árni Stcfánsson. Rilsljórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Kriðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóllir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Rilstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. haeð. Sími:81866. Selning og umbrot: Alprent h.f., Armúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Jón Baldvin Hannibalsson við afgreiðslu fjárlaganna: Sömu mistökin, gamla stefnan Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins flutti eft- irfarandi ræðu við þriðju og síðustu umræðu fjárlagafrumvarps- ins, rétt fyrir afgreiðslu þess á síðasta degi þingsins fyrir jólaleyfi þingmanna, 20. desember síðastliöinn. Ég vil leyfa mér fyrst að rifja upp að við 2. umræðu fluttu þingmenn Alþýðuflokksins tillögu um 5 millj. kr. framlag til kjararannsókna, þ. e. nánar tiltekið úttektar á tekjuskipt- ingu og launakjörum í þjóðfélag- inu. Nú hefur fjárveitinganefnd við 3. umræðu tekið til greina tillögu Alþýðuflokksins að nokkru leyti og leggur til 800 þús. kr. framlag í þessu skyni. Ég fagna þessu og minni um leið á að þarna er kominn stuðningur i verki við tillögu, sem upphaflega vaf flutt á vegum Al- þýðuflokksins og samþykkt á Al- þingi árið 1980. I annan stað minni ég á að við 2. umræðu Iögðum við fram tillögu um sérstakt framlag að upphæð 3 milljónir króna til aðgerða gegn ávana- og fíkniefnum. Einnig það var í samræmi við þingsályktunar- tillögu sem flutt var og samþykkt á seinasta Alþingi. Fjárveitinganefnd hefur einnig tekið tillit til þessarar tillögu að nokkru leyti með því að leggja til nú fyrir 3. umræðu að samþykkt verði einnar milljónar króna framlag til þessara mála. Þeirri málsniðurstöðu fagna ég einnig og þarf ekki að eyða mörgum orðum í að rifja upp fyrir þing- mönnum hver nauðsyn er á því að fylgja eftir almennum orðum og fyrirheitum í verki í þeim málum. í þriðja iagi minni ég á að við 2. umræðu fluttu þingmenn Alþýðu- flokksins tillögu um 10 millj. kr. framlag til aðgerða gegn skattsvik- um. Þessi tiilaga var felld við 2. um- ræðu. I nafnakalli við þá tillögu sagði fjármálaráðherra að gert væri ráð fyrir peningum í þessu skyni, þ. e. til aðgerða gegn skattsvikum, undir rekstrarliðum hinna ýmsu ráðuneyta. Að vísu kom það fram, að þetta fær nú ekki að öllu leyti staðist. í máli dómsmálaráðherra kom það fram að svo væri ekki. Ég minni á ummæli dómsmálaráð- herra sem fram komu í svari við fyr- irspurn frá Jóhönnu Sigurðardótt- ur um þetta efni þar sem hann sagði: „Alag á dómstólum er nú svo mikið orðið að nauðsynlegt er að- bæta þar við fulltrúa og var óskað eftir því við undirbúning fjárlaga- frumvarps nú í vor. Ekki var fallist á þá starfsliðsaukningu við undir- búning fjárlagafrumvarpsins, en það erindi verður væntanlega skoð- að nánar af fjárveitinganefnd með hliðsjón af fyrrnefndri þingsálykt- unartillögu og vænti ég þess að þá fái þessi beiðni jákvæða fyrir- greiðsluí1 Síðar í máli dómsmálaráðherra kom eftirfarandi fram með leyfi forseta: „Til að mæta auknu álagi vegna aukinnar starfsemi skattyfirvalda að rannsókn skattsvika og auknum fjölda almennra mála var óskað eft- ir fimm nýjum stöðum rannsóknar- lögreglumanna hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Á þetta var ekki heldur fallist við undirbúning fjár- lagafrumvarpsins, en ef unnt á að vera að sinna auknum málafjölda á sviði skatta og viðskiptabrota verð- ur að skoða þessa beiðni nánar nú við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og eins í sambandi við Sakadóm." Af þessu tilefni tel ég fram komin rök fyrir því að fjármálaráðherra hafi ekki haft rétt fyrir sér í þeim efnum, að fyrir þessu hafi verið séð í rekstrarliðum einstakra ráðuneyta og því er það, að fluttar eru breyt- ingatillögur. Þær eru þessar, breyt- ingatillögurnar frá okkur Jóhönnu Sigurðardóttur: „1. Sakadómur Reykjavíkur, al- mennur rekstur. Fyrir 13 millj. 44 þús. kemur 14 millj. 44 þús. 2. Liðurinn Rannsóknarlögregla ríkisins, almennur rekstur. Fyrir 37 millj. 130 þús. kemur 39 millj. 130 þús!‘ Viðeyjarstofa Þá vil ég enn fremur leyfa mér að vekja athygli á tillögum sem liggja hér fyrir til afgreiðslu. Þar er fyrst að nefna tillögu um húsfriðun Við- eyjarstofu, Nesstofa. í staðinn fyrir 750 þúsund komi 5 milljónir 750 þús. Þessa tillögu þarf ég ekki að kynna nánar, hún er til þess að fylgja fram þingsályktunartillögu sem flutt var af flestum þingmönn- um Reykjavíkur og Reykjaness um endurreisn Viðeyjarstofu. Sú tillaga var flutt með það í huga að í ágúst- mánuði 1986 á Reykjavíkurborg stórafmæli frá því að hún hlaut kaupstaðarréttindi. Þetta tengist þeirri hugmynd að ríkissjóður og Alþingi samþykki að minnast þessa merka atburðar í íslandssögunni með því að afhenda Reykjavíkur- borg eignarhluta sinn i Viðey og jafnframt epdurreista Viðeyjar- stofu. Ég legg áherslu á það að sú fjárveiting sem í fjárlögum er að því er þetta mál varðar, sem er bæði til Viðeyjarstofu og Nesstofu er alls- endis ófullnægjandi miðað við þær framkvæmdir sem hér um ræðir. Ég tel að ef það er vilji Alþingis að halda á málum eins og gert er ráð fyrir í þessari þingsályktunartillögu vegna200 áraafmælis Reykjavíkur- borgar, þá er þessi breytingartillaga nauðsynleg, ef þeir hlutir eiga að geta orðið að veruleika í tæka tíð. Öryggismálanefnd Þá vil ég jafnframt, með leyfi for- seta, vekja athygli á breytingartil- lögu, sem er seint fram komin, hún kom fram núna fyrir nokkrum klukkustundum og við stöndum að sem flutningsmenn, við Karl Stein- ar Guðnason. Þar er um að ræða breytingartillögu við Forsætisráðu- neyti, verkefni öryggismálanefnd. Tillagan er um það, í stað 1 milljón- ar 332 þús., komi tvær milljónir krónar. Fjárlagabeiðni öryggis- málanefndar, allítarlega rökstudd eftir verkefnum, mun hafa verið upp á 2,4 milljónir króna, en hér er farið svona málamiðlunarleið. Það má kannski minna á að hér urðu umræður utan dagskrár um örygg- ismál, þar sem það kom fram í máli gagnrýnenda ríkis stjórnarinnar að mikið skorti á að hún hefði undir höndum nægilega haidbærar og sannanlegar upplýsingar um ýmsa mikilvæga þætti öryggismála. Það fer ekki saman annars vegar að gagnrýna stjórnvöld að því er þetta áhrærir og hins vegar að neita að verja litlum fjármunum sem til þarf til þess að íslensk stjórnvöld hafi á sama hverjum tíma getu til þess að leggja sjálfstætt mat á flókin, tæknileg viðfangsefni í utanríkismálum. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Björgun húsnæðislána- kerfis Ég vil, áður en lengra er haldið, vekja athygli á því að við þessa fjár- lagaafgreiðslu þá höfum við þing- menn Alþýðuflokksins flutt tillög- ur sem eru fyrsti vísir að endur- skipulagningu ríkisfjármála og þá ekki síst út frá tekjuöflun og tekju- stofnum ríkisins. Við fluttum til- lögur um hækkun á tekjuhlið ann- ars vegar með aukinni tekjuöflun af söluskatti, þrátt fyrir óbreytta sölu- skattsálagningarprósentu, að upp- hæð 2,1 milljarður króna. Jafn- framt fylgdum við eftir tillögum okkar um nýjan eignarskattsauka á verðbólgugróða undanfarinna ára sem gert er ráð fyrir að geta skilað einum milljarði króna og jafnframt þá minni háttar tillögur um hækk- un skatta á verslunar- og skrifstofu- húsnæði, skatt á innlánsstofnanir og að hagnaður Seðlabanka verði tekinn í ríkissjóð, alls að upphæð 400 þúsund, þannig að við höfum gert tillögur um aukna tekjustofna ríkisins upp á 3,1 milljarð króna. Þessu höfum við að langmestum hluta lagt til að yrði varið til þess að bjarga húsnæðislánakerfi þjóðar- innar, sem öllum sem til þekkja, ber saman um að er nú gjaldþrota og greiðsluþrota. Sú stefna sem hér er mótuð er vægast sagt gerólík þeirri sem fram kemur í ríkisfjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar og skal þó viður- kennt, að mikið skortir á að nokkur stjórnarandstöðuflokkanna hafi gengið nægilega langt í þeim efn- um, þ. e. hreinlega með því að skila og leggja hér fram annars konar fjárlög eða tillögur um heildstæða stefnu í rikisfjármálum til mótvæg- is við það stefnuleysi sem nú ríkir. Ég ætla ekki að hafa þessi orð mikið fleiri við þessa 3. umræðu. Aðeins minna á nokkrar staðreynd- ir um ríkisfjármálin, nú þegar dreg- ur að lokum fjárlagaafgreiðslu. Skipbrot stjórnarstefnu í fyrsta lagi er það dapurleg stað- reynd að á sama tíma og ríkisstjórn- in horfir fram á skipbrot stjórnar- stefnunnar í efnahags- og ríkisfjár- málum almennt, þá skuli vera stað- ið með hefðbundnum hætti að af- greiðslu fjárlaga. Verðbólgan stefn- ir óðfluga upp i hinar gömlu og þekktu hæðir. Viðskiptahallinn er vægast sagt geigvænlegur, erlend skuldasöfnun heldur áfram að vaxa, öll yfirlýst markmið um að stuðla að jafnvægi og stöðugleika í íslensku efnahagslífi eru fyrir bí og sýnilegt er af allri afgreiðslu fjár- laga og lánsfjáráætlun þeirri sem nú liggur fyrir, að sömu mistökin, sömu röngu stefnunni er fylgt að því er varðar stýringu fjármagns og verið hefur. Það er eins og menn hafi ekkert lært og engu gleymt. Þar að auki er leitt til þess að vita að þau fyrirheit sem gefin eru með þessum fjárlögum eru mestan part einberar blekkingar. Það er fljót- sagt að ef við Iítum á ríkisfjármálin í heild og þá ber bæði að Iíta á þessi fjárlög sem hér liggja fyrir og þá lánsfjáráætlun sem lögð hefur ver- ið fram, þá er um að ræða endur- tekningu hinnar dapurlegu sögu frá því í fyrra, þ. e. við erum hér að af- greiða ríkisfjárlagadæmi með hrikalegu gati. Það er mesti misskilningur að hinn raunverulegi ríkisfjármála- vandi sé fólginn í einhverjum 700 milljóna króna halla. Þegar litið er á hvort tveggja, fjárlög og lánsfjár- áætlun, þá erum við að ræða um hallarekstur á ríkisrekstrinum sem varlega má áætla 3—3,5 milljarða króna. Það er ömurlegt til þess að vita að ríki og stofnanir þess, hyggj- ast taka enn 8 milljarða að láni og endurgreiða aðeins 5. Að annað ár- ið í röð stefnir í nettóaukningu er- lendra lána upp á 3 milljarða kr. Ef litið er á fjárfestingardæmið miðað við þessar risavöxnu tölur, þá er rétt að rifja hér aðeins upp, að þessi hálfi 9. milljarður sem tekinn verður að láni, hann skiptist þann- ig; að í A-hluta flárlaga koma 1,8 milljarðar kr., B-hluta 1,3 milljarð- ar, hjá fyrirtækjum ríkisins 1,8 milljarðar, hjá húsbyggingarsjóð- um ríkisins 1,5 milljarðar rúmir, hjá fjárfestingarlánasjóðakerfinu 1,4 milljarðar og síðan má bæta við Vi milljarðs króna vanmati í þessu Framhald á bls. 3 MOLAR Jesús fæddist ekki í gripahúsi. Jólin eru nýliðin og enn einu- sinni hlustuðum við á jólaguð- spjallið og fylgdumst með atburð- um sem gerðust fyrir tæpum tvö þúsund árum, þegar lítið svein- barn var borið í þennan heim í fjárhúsi austur í Galileu og lagður í jötu. Og enn einusinni fylltust vit okkar af viðkunnanlegri lykt hús- dýra og mörgum varð eflaust hugsað til sótthreinsaðra fæðing- arstofnana nútímans. En Jesús fæddist alls ekki í neinu fjárhúsi. Ástæðan fyrir því að kristnir menn hafa álitið það er meinleg þýðingarvilla á guðspjöll- unum. Það er að minnsta kosti skoðun enska guðfræðingsins, Kenneth Bailey. Saga þessi er byggð á einum ritningarstað í Lúkasarguðspjalli. Þar segir: Fæddi hún þar son sinn eingetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, því það var ekkert rúm fyrir þau í gistihúsinu. Orðið „katalyma" í gríska frumtextanum hefur hingað til verið þýtt sem gistihús. En „kata- lyma“ þýðir öllu frekar gestaher- bergi að mati Bailey, sem hefur dvalið í meira en 30 ár í Miðaust- urlöndum. Þar hefur hann starf- að sem prófessor við guðfræði- deild háskólans í Beirut. Bailey samþykkir að frelsarinn hafi verið lagður í jötu en að það þýði að hann hafi fæðst í gripa- húsi telur hann af og frá. Á þess- um tímum höfðu flest heimili gripahús á neðri hæð, en uppi var stór dagstofa og gestaherbergi. Auk þess dregur hann mjög í efa að Jósef og María hafi átt i útistöðum við óvingjarnlega gisti- húsaeigendur. Tíðarandinn var slíkur að gestrisni var mjög al- menn. Þar sem Jósef var ættaður frá Betlehem átti hann eflaust ættingja þar og þeir hefðu orðið mjög móðgaðir ef hann hefði reynt að fá inni í gistihúsi. Bailey álítur rétt að gestaher- bergið hafi verið upptekið og að María hafi þvi orðið að fæða barn sitt í dagstofunni og síðan hafi hún lagt það í jötu. Jesús fæddist því á gestrisnu heimili umkringd- ur ættingjum og vinum, alveg einsog flest gyðingleg börn fyrr og síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.