Alþýðublaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. mars 1985 46. tbl. 66. árg. Styrktur inn flutningur, minnkandi kaupgeta:_ Húsgagnaiðn- aðurinn að hruni kominn .Niðurgreiddur innfiutningur, minnkandi kaupgeta og gífurleg vanskil: Allt þetta til samans hefur valdið því að islenskur húsgagna- iðnaður er nú að hruni kominn og mörg smærri fyrirtækjanna að leggja upp laupana og hin stærri að draga saman seglin. Nýlega voru GT-húsgögn tekin til gjaldþrotaskipta. Veltan hjá fyrir- tækinu var um 34 milljónir en þegar upp var staðið námu skuldir um 22 milljónir og mest vegna vaxtabyrða. Stíl-húsgögn, sem fyrir nokkrum Gestur frá Nicaragua Gladys Baez, einn af leiðtogum Sandinista í baráttunni gegn ógnar- stjórn Somoza í Nicaragua, er kom- in til Islands í boði verkalýössam- taka Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Bandalags jafnað- armanna, auk EI Salvador-nefnd- arinnar. Hún mun ferðast um landið og ræða við fulltrúa verkalýðsfélaga og flokka og mun heimsækja vinnustaði til sjávar og sveita. í gær hélt Gladys Baez fund í AI- þýðuhúsinu á ísafirði. í kvöld kl. 20.30 verður fundur í Félagsstofnun stúdenta, verður sýnd kvikmynd frá Nicaragua, söngur og umræður auk erindis gestsins. Á fimmtudag verður svo fundur í Félagsheimilinu á Húsavík og að lokum mun Gladys ávarpa kvenna- fund í Félagsstofnun stúdenta á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Sjá nánar frétt á bls. 2. árum var 12—14 manna fyrirtæki, er um þessar mundir að leggja starfsemi sína niður. Fjölmörg önn- ur fyrirtæki standa höllum fæti, þeirra á meðal rótgróin fyrirtæki eins og Víðir. í samtali við Alþýðublaðið sagði forstjóri eins húsgagnafyrirtækis- ins, sem nú stendur höllum fæti, að stórlega styrktur innflutningur væri helsta vandamálið. „Sem dæmi má nefna að við er- um að gefa út myndabækling í 7 þúsund eintökum. Það kostar okk- ur 300 þúsund krónur, en í Noregi og víðar er það ríkið sem greiðir slíkan kostnað. En það er auðvitað fleira: Þeir búa við lægri vexti en gengur og gerist. Þeir fá jafnvel sér- þjálfaða hagræðingarmenn á veg- um ríkisins til að breyta til hjá sér. Þeir búa við miklu lægra raforku- verð. Og þeir búa jafnvel við það, að ef þeir ráða til sín menn yfir vissum aldri í vinnu, þá greiðir ríkið svo og svo mikið af launum þeirra. Stór hluti aðflutnings og efnis úr og í verksmiðju er á kostnað ríkisins. En þetta er ekki bara í húsgagna- iðnaðinum og ekki bara í Noregi. Þetta er á öllum sviðum svona, en það er mikill feluleikur í kringum þetta. Ég held að óhætt sé að segja að helmingur þeirra fyrirtækja sem í þessu eru séu að rúlla yfirum, þó fyrir sé ákveðinn kjarni sem lætur ekki drepa sig. Hér er lánakerfi slíkt að ekki verður við unað. Ég get nefnt dæmi um iðnaðarlán sem tek- ið var fyrir þremur árum í dollurum og nam þá um 100 þúsund krónum. Uppgert eftir þrjú ár kostaði lánið yfir 500 þúsund krónur, upphæðin hafði sem sagt fimmfaldast. Á Framh. á bls. 2 Mótmœlum aðför Norðmanna að íslenskum sjávarútvegi: Útifundur á Lækjartorgi á morgun Þetta stríð verðum við að vinna Á morgun, fimmtudaginn 7. mars, verður útifundur á vegum Alþýðu- flokksins á Lækjartorgi kl. 17:15. Yfir- skrift fundarins er „Mótmælum aðför Norðmanna að íslenskum sjávarút- vegi“. Fundarstjóri verður Karl Steinar Guðnason, formaður verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. Ræðumaður dagsins er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íslendinga. Lokaorð ræðu, Kjartans Jóhannssonar, þegar ríkis- styrkir Norðmanna komu til umræðu á Alþingi vegna fyrirspurnar Karls Stein- ars Guðnasonar, kristalla vel hversu mikið hér er í húfi fyrir þjóð, sem bygg- ir alla afkomu sína á sjávarútvegi: „Ég tel að við höfum siðferðilegan rétt í þessu máli og ég ítreka að þetta stríð verðum við að vinna. Það er lífs- spursmál. Annars var landhelgisstríðið í raun og sannleika unnið fyrir gýg ef við verðum svo lagðir að velli í við- skiptastríði með óheiðarlegum aðferð- um.“ Kennaradeilan:_____________________ Beðið eftir alvörutilboði Á mánudaginn var launamála- ráði BHM afhent svokallað gagntil- boð ríkisins. í tilboði þessu er boðið upp á 5% kauphækkun yfir línuna og auk þess eru í því ákvæði um að þar sem sérstök rök liggja fyrir um meiri hækkanir, skuli það athugað nánar. Kennarar fengu ekkert sértilboð þó að kennsla í framhaldsskólum landsins sé lömuð vegna uppsagna þeirra. Þessu tilboði var hafnað sem samningsgrundvelli. Gunnlaugur Ástgeirsson, vara- formaður HÍK, sagði að þetta væri ekkert tilboð þegar félögin standa frammi fyrir því að laun fyrir sam- bærileg störf eru 50—90% hærri en hjá hinu opinbera. Þetta væru stór- furðuleg vinnubrögð hjá samninga- nefnd ríkisins að henda könnun „Hvernig ávaxtar Seðlabanki og viðskiptabankarnir gjaldeyriseign íslendinga og hversu góð hefur meðalávöxtun verið á árunum 1982,1983 og 1984, hverju um sig?“ „Hvernig er sú ávöxtun í saman- burði við meðalvexti á skuldum ís- lendinga á sömu árum?“ Hagstofunnar, sem þeir hefðu átt þátt í að láta gera, út um gluggann. „Á þessu tilboði er ekkert að byggja og því var hafnað einróma. Við bíðum nú eftir alvörutilboði." Þessar spurningar hefur Kjartan Jóhannsson lagt fyrir viðskiptaráð- herra, Matthías Mathiesen. Kjartan spyr Matthías einnig um val gjald- miðla í erlendum lánum, hvort rétt sé, að útflutningsframleiðendur, sem fá erlend lán, geti ekki tekið Éramh. á bls. 2 Vextir gjaldeyris? Feluleikur bankanna Hvenœr verður öðrum fyrirspurnum Jóhönnu svarað? „Ennþá hef ég engin svör feng- ið. Eins og kunnugt er hafa bank- ar og sparisjóðirnir þégar neitar að svara hluta fyrirspurna minna, en ennþá hafa svör ekki borist frá öðrum. Mér hefur verið sagt að það sé tímafrekt verkefni að ná saman ýmsum þeim upplýsingum sem ég leitaði eftir, en ég megi vænta svara. Á hvern veg þau svör verða og hvort þau verða full- nægjandi get ég því ekkert sagt til um á þessu stigi málsins, en óneit- anlega lofar byrjunin ekki góðu í þessu máli.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður Alþýðu- flokksins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um feluleikinn í bankakerfinu, en eins og kunnugt er þá neituðu lánastofnanir að upplýsa þingheim um lánapólitík sína og stefnumörkun t. a. m. gagnvart stærstu viðskiptamönn- um. Báru bankastofnanir við lög- um um bankaleynd, enda þótt fyrirspurnir Jóhönnu hefðu ekki miðað að því að tilteknir við- skiptaaðilar yrðu nafngreindir. En varaformaður Alþýðu- flokksins spurði um langtum fleira en útlánastefnu og vinnu- brögð banka í þeim efnum. En bankarnir hafa ennþá ekki svarað neinu um önnur atriði, eins og fram kemur í orðum Jóhönnu Sigurðardóttur hér í upphafi. Spurningin er hvort fullnægj- andi svör berast við öðrum atrið- um í fyrirsprun Jóhönnu eða hvort þau yfirleitt berast. En Jó- hanna Sigurðardóttir spurði m. a. um eftirfarandi atriði: Hver var auglýsingakostnaður banka og sparisjóða 1983 og 1984? Hversu mikið var keypt af veðskuldabréf- um og spariskírteinum á verð- bréfamarkaðnum 1983 og 1984? Hver var vaxtamismunur á inn- og útlánum banka og sparisjóða á árunum 1983 og 1984? Hverjar voru skuldbindingar viðskipta- bankanna erlendis? Hverjar eru heimildir viðskiptabankanna til erlendrar lántöku og hver er ábyrgð ríkissjóðs í erlendum fjár- skuldbindingum bankanna? Hver er ábyrgð lánastofnana gagnvart tryggingu á innstæðum sparifjár- eigenda? Hver var eiginfjárstaða bankanna 1982—1984 og hvert var eigið fé þeirra á sama tíma- bili? Þá spurði Jóhanna ennfrem- ur um vanskilin. Hver hefðu verið heildarvanskilin og hversu hátt hlutfall vanskilin hefðu verið af vaxtatekjum banka og spari- sjóða? Þá spurði hún um inn- heimtukostnað, tekjur lögfræð- Framh. á bls. 2 in umdeild ■ lýhi Banl f A — hvað se£ '^onald toltl flQi. UpPjý*ingar Rnnkamálinj fær ckkv Alþingi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.