Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 1
alþýöu- blaöið Fimmtudagur 28. mars 1985 62. tbl. 66. árg. Ótrúles hækkun bifreiðatrygginza: Þétt samstaða tryggingafélaga „Komið aftan að bifreiðaeigendumf segir Jónas Bjarnason, framkvcemdastjóri FÍB. „Þessi hækkun vátryggingafélag- anna á iðgjöldum lögboðinna ábyrgðatrygginga ökutækja er á engan hátt í samræmi við annað í þjóðfélaginu. Við hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda óskum hreinlega eftir ríkisafskiptum og verðlagseftirliti ef vátryggingafé- lögin geta ekki stillt hækkunum Framh. á bls. 3 Skjótt skipast veður í lofti og allt í einu var jörð orðin alhvít í gœr eftir glannalega sólskinsdaga að undanförnu. Grunnt á því góða í ríkisstj órninni Sambandsleysið milli ríkisstjórn- arflokkanna kemur stöðugt betur í Ijós og þrátt fyrir yfirklór einstakra ráðherra og þingflokks Framsókn- arflokksins, tekst ekki að breiða yfir þá bresti sem eru í stjórnar- samstarfinu. Eru brestirnir bæði inn á við í flokkunum svo og á milli þeirra. í drögum að ályktunum lands- fundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í apríl, er lögð áhersla á ýmis stefnumál, sem búast má við að Framsókn eigi erfitt með að sætta sig við. Má þar nefna út- var'pslögin, þar sem lögð er áhersla á að stöðvunum verði heimilað að afla sér tekna með auglýsingum hvort sem um þráðlausar útsend- ingar eða útsendingar um kapla er að ræða. Þá er í drögunum lagt til að einkaleyfi Grænmetisverslunar ríkisins verði afnumið og land- búnaðarlöggjöfin verði endurskoð- uð í heild. Einu sinni enn vill Sjálf- stæðisflokkurinn leggja niður Framkvæmdastofnun og taka upp byggðastofnun með þrengra starfs- svið. Þá er lagt til að tekjuskattur verði afnuminn á almennar launa- tekjur og virðisaukaskattur tekinn upp í stað söluskatts. Einnig er lagt til að aðflutningsgjöld verði jöfnuð og niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörur lækkaðar. í ályktuninni er talað um lækkun ríkisútgjalda og áframhaldandi sölu ríkisfyrir- tækja. Að lokum á að lækka skatta á fyrirtæki, aflétta höftum og hömlum og draga úr afskiptum og forsjá ríkisins. Það verður spennandi að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn bregst við þessum ályktunum. Annars þarf ekki að bíða fram að landsfundi íhaldsins til að sjá mis- brestina. Samningur Jóns Flelgasonar, landbúnaðar-, dóms- og kirkju- málaráðherra, við íslandslax, fyrir- tæki sem SÍS er stærsti eigandinn að var fordæmdur af þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi sl. þriðjudag. Það var Karl Steinar Guðnason, sem vakti athygli á þessu máli með fyrirspurn til Jóns Helgasonar. Spurði hann ráðherra hvort honum hefði verið ljóst þegar hann heimil- aði vatnstöku í landi Staðar að samningsviðræður íslandslax og Hitaveitu Suðurnesja hefðu verið á lokarstigi. Hvort samráð hefði ver- ið haft við bæjarstjórn Grindavík- ur eða aðra aðila og hvort samráð hefði verið haft við iðnaðarráð- herra? Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Hitaveita Suðurnesja hefði ekkert fengið að vita um þessa samninga fyrr en gengið hefði verið frá þeim. Sagði hann landbúnaðar- ráðherra hafa fært SÍS samninginn ekki á silfurfati heldur á gullfati. í samningunum er gert ráð fyrir því að SÍS fái 550 hektara lands, sem Jón Helgason, kallaði reyndar spildu úr landi Staðar. Einnig fékk SÍS vatnsréttindi upp á 20 sekúndu- lítra af heitu vatni, 350 sekúndulítra af fersku vatni og 25 þúsund sekúndulítra að 15° heitum sjó. Leigutíminn er 50 ár og allt á spott- prís. Ráðherrarnir Sverrir Hermanns- son og Matthías Mathiesen sögðust ekkert hafa vitað um samning Jóns Helgasonar og sögðust því enga Framh. á bls. 2 Stórfundur FUJ í kvöld: „Ætlum okkur stóra hluti“ — segir Sigurður Guðmundsson, form. FUJ í Reykjavík „Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík ætlar sér stóra hluti í framtíðinni samhliða ört vaxandi gengi Alþýðuflokksins. Við höfum orðið vör við vaxandi áhuga fyrir félaginu og öflugra starfi þess. Það má segja, að fundurinn sem við stöndum fyrir á Hótel Borg í kvöld með Jóni Baldvin og Jóhönnu sé skref i þessa átt og um leið hluti af okkar framlagi á ári æskunnar og mun fleira fylgja í kjölfarið,“ sagði Sigurður Guðmundsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í samtali við Alþýðu- blaðið. FUJ í Reykjavík efnir í kvöld til opins fundar um málefni ungs fólks og er fundurinn haldinn í Hótel Borg. Hefst fundurinn kl. 20.30 á því að formaður og varaformaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurð- ardóttir halda framsöguræður. Síð- an taka við fyrirspurnir og almenn- ar umræður, en fundarstjóri er Sigurður Guðmundsson og vildi hann nota þetta tækifæri til að hvetja unga sem aldna til að mæta á fundinn í kvöld, jafnaðarmenn sem aðra. „Fundurinn mun fyrst og fremst snúast um málefni unga fólksins, sérstaklega um húsnæðismálin, sem er hvað brýnasta hagsmunamál þess í dag. Unga fólkið ster.dur nú frammi fyrir neyðarástandi á því sviði, þar sem við blasir greiðslu- Framh. á bls. 2 Guðmundur Einarsson, Hjálparstofnun kirkjunnar: Nemendur láta ekki deigan síga Ferill hins íslenska mennta- málaráðherra, Ragnhildar Helga- dóttur, verður skrautlegri með hverjum deginum sem líður. Ekki er forsætisráöherra fyrr búinn að bjarga kennaradeilunni fyrir horn, en menntamálaráðherra er aftur lentur í bálviðri almennings- álitsins, vegna skoðana sinna og stífni. Nú neitar Ragnhildur að veita framhaldsskólanemum frí í einn dag svo þeir geti staðið fyrir söfn- un til stuðnings við réttindabar- áttu svartra í Suður-Afríku. Söfn- un þessi er samnorrænt verkefni framhaldsskólanemenda á öllum Norðurlöndunum og hefur for- sætisráðherra skrifað undir bréf, ásamt forsætisráðherrum allra Norðurlandanna, þar sem skorað er á almenning að styðja þetta framtak framhaldsskólanem- enda. Ragnhildur telst hinsvegar vart til almennings og þarf því ekki að styðja framtakið. Við höfðum samband við Guð- mund Einarsson, framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunar kirkj- unnar, en Hjálparstofnunin er samstarfsaðili framhaldsskóla- nemenda að þessu verkefni. Guðmundur sagði að ákveðið Götumynd frd S-Afrtku hefði verið að þessi söfnun færi fram 21. mars og var hugmyndin sú að framhaldsskólanemendur færu þennan dag út á vinnumark- aðinn og biðu atvinnurekendum vinnu sína í einn dag. Launin áttu svo að renna í söfnunina. Þar sem nemendur vildu ekki gera slíkt í leyfisleysi sóttu þeir um slíkt leyfi til menntamálaráðherra. Ekkert svar fékkst hjá menntamálaráð- herra þó stíft væri eftir því leitað. Var þá ákveðið að fresta söfnun- inni þangað til í dag, 28. mars. 25. mars svaraði svo menntamála- ráðuneytið Ioksins og var svarið neitandi. Nemendur fengju ekki leyfi úr skólum til að taka þátt í söfnuninni. í sjónvarpinu á þriðjudags- kvöldið segir svo menntamálaráð- herra að nemendur hefðu átt að gera þetta meðan kennaradeilan stóð yfir. „Það var einmitt það sem nemendur vildu en þá fengust engin svör þó stíft væri eftir þeim leitað. Þetta að gefa leyfi aftur í tímann einsog menntamálaráð- herra gerir nú verkar svipað á okkur og að menntamálaráðherra ætlaði sér að leysa vanda þeirra nemenda sem misstu úr kennslu vegna uppsagna kennara, með því að lofa þeim kennslu fyrir hálfum mánuðiý En hver verða viðbrögð nem- endanna, ekki munu þeir leggja upp laupana þrátt fyrri andstöðu menntamálaráðherra? „Nei, nemendur munu ekki láta deigan síga. Þeir funda nú um hvernig best sé að leysa verkefnið og ég efast ekki um að þeir muni finna góða leið til að Ieysa það af hendi með sóma“ Munu þeir þá hundsa viðbrögð menntamálaráðherra og fara út á vinnumarkaðinn og bjóða fram vinnu sína? „Ég býst ekki við því, tel það mjög ólíklegt vegna þess að ekki verður hvatt til þess að nemendur skrópi í tímum!1 Framh. á bls. 3 Ragnhildur stöðvar söfnun framhalds- skólanemenda til stuðnings réttinda- baráttu svartra í Suður-Afríku

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.