Alþýðublaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. apríl 1985 3 Minning Sigvaldi Hjálmarsson, rithöfundur 6. október 1921 — 15. apríl 1985 Þegar ég minnist Sigvalda Hjálmarssonar, rithöfundar, kem- ur mér strax þrennt í hug, nátengt lifi hans og starfi: Guðspekiiðkun hans og forysta fyrir félagsskap guðspekinga, ferðir hans til Ind- lands og frásagnir af lífsviðhorfum og menningu Hindúa, og loks blaðamennskuferill hans á Alþýðu- blaðinu í heilan aldarfjórðung. Þetta þrennt er þó engan veginn tæmandi lýsing á lífshlaupi Sig- valda, áhugamálum hans og við- fangsefnum. I mínum huga var Sig- valdi fyrst og fremst mikilsvirtur rithöfundur, síleitandi og andlega vakandi til hinstu stundar. Aðrir munu vafalaust fjalla um guðspekiiðkun Sigvalda og rit hans um þau fræði. Mér er mest í mun að minnast hins eldheita jafnaðar- manns, enda hugði ég gott til glóð- arinnar um samstarf við hann um að kynna ungum íslendingum sögu, kenningu og hugsjón jafnað- arstefnunnar, nú þegar vegur henn- ar fer ört vaxandi á ný. Sigvaldi mun ungur hafa hrifist af mannúðarhugsjón jafnaðar- stefnunnar, enda starfaði hann ótrauður í anda hennar alla sína ævi. Hann var með þeim fyrstu, sem hafði samband við undirritað- an að loknu formannskjöri á sein- asta flokksþingi Alþýðuflokksins og bauð fram starfskrafta sína í því mikla starfi sem framundan væri. Fyrir fáeinum vikum hringdi hann aftur, enn fullur af áhuga og hug- myndum um skipulegt fræðslustarf meðal ungs fólks um hugsjónar- grundvöll jafnaðarstefnunnar. Sigvaldi reifaði þá hugmynd, að við þyrftum að koma upp bóka- klúbbi jafnaðarmanna, í líkingu við hið mikla starf Menningar- og fræðslusambands alþýðu á stríðs- árunum. Þá vann að þessu verkefni mikið einvalaiið, undir forystu manna eins og Finnboga Rúts, Vil- mundar landlæknis, Magnúsar Ás- geirssonar, Karls ísfelds — að ógleymdum Steini Steinarri skáldi. Bókavarðarembætti Bókaklúbbs MFA mun reyndar vera eina laun- aða embættið, sem skáldið gegndi um dagana. Ég hafði einmitt bókað hjá mér, að þegar um hægðist í vor ætlaði ég á fund Sigvalda til að leggja drög að slíkum bókaklúbbi, útgáfustarf- semi og námskeiðahaldi á vegum hans. Nú er það orðið um seinan. Vonandi koma í leitirnar menn sem hafa til þess burði og vilja að fram- kvæma þessa þörfu hugmynd hins húnvetnska hugsjónamanns, Sig- valda Hjálmarssonar. Sigvaldi var fæddur 6. október árið 1921 að Skeggstöðum í Svart- árdal í Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson bóndi á Fjósum í sömu sveit og Ólöf Sig- valdadóttir. Afabróðir Ólafar var Arnljótur prestur Ólafsson á Bæg- isá, fyrsti hagfræðimenntaði ís- lendingurinn eða auðfræðingur, svo stuðzt sé við þá nafngift, sem hann valdi fræðigreininni. Arnljótur var um hríð embættis- maður í danska stjórnarráðinu. Einhverju sinni fór hann í embætt- iserindum til Grænlands og lenti þá í sjávarháska. Samferðamenn hans danskir leituðu þá til prestsins og báðu hann að styðja þá og styrkja í bæn til almættisins svo að þeir mættu halda lífi. Prestur sá litla ástæðu til þess og svaraði stutt og laggott: „Ég hélt við værum á leið til Grænlands — en ekki til himna- ríkis!’ Föðurætt Sigvalda má rekja til góðbænda sem kenndir eru við Flatatungu i Skagafirði. Faðir Sig- valda og Þorkell Þorkelsson fyrsti veðurstofustjóri okkar íslendinga voru systrasynir. Sigvaldi á einn bróður, Jón Hjálmarsson, sem um skeið var er- indreki Alþýðusambands íslands og hefur jafnan látið mikið að sér kveða í félagsskap okkar jafnaðar- manna. Þeir bræður misstu móður sína þegar Sigvaldi var á þriðja ári. Eftir það ólst hann upp hjá móður- afa sínum, Sigvalda Björnssyni, á Skeggstöðum. Sigvaldi lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti eftir tveggja vetra nám og kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1943. Að kennaraprófi loknu kenndi hann í Hveragerði í tvö ár og var skólastjóri seinna árið. Árið 1947 réðst hann sem blaðamaður að AI- þýðublaðinu, í ritstjóratíð Stefáns Péturssonar. Við Alþýðublaðið starfaði hann síðan með nokkrum hléum allt til ársins 1972. Hann var fréttastjóri Alþýðublaðsins 1952 —1958 og aftur 1962—1963. Það vakti mikla athygli þegar Sigvaldi hleypti heimdraganum og hélt, ásamt fjölskyldu sinni, til Ind- lands, sem hann gerði í tvígang: Fyrst árið 1964 um 8 mánaða skeið og aftur árið 1968 um eins árs skeið. Indlandsferðirnar voru auðvitað rökrétt niðurstaða af margra ára guðspekiiðkun hans og útgáfu margra rita um guðspeki. Áhugi hans á þeim fræðum vaknaði strax á unga aldri. Hann var forseti Guð- spekifélagsins á árunum 1956—57 og aftur 1972—75. Jafnframt var hann ritstjóri tímarits Guðspekifé- lagsins, Ganglera. Auk þess hvíldi Sigvaldi sig á hinni erilsömu blaðamennsku, þeg- ar hann gerðist ritstjóri Úrvals 1961—62. Á Alþýðublaðsárunum var hann um skeið formaður Blaða- mannafélags íslands 1955—56. Eft- ir að hann lét af störfum hjá AI- þýðublaðinu gerðist hann yfirmað- ur þýðingardeildar sjónvarps 1973 —’ 74. Þegar hér var komið sögu helgaði Sigvaldi sig æ meir ritstörfum. Seinustu 12 árin sem hann lifði komu frá hans hendi ekki færri en 8 bækur, þar á meðal tvær ljóða- bækur. Fyrir þá sem fýsir að kynn- ast betur guðspekingnum og rithöf- undinum Sigvalda Hjálmarssyni fylgir hér skrá yfir helztu rit hans í réttri aldursröð: Fyrsta bókin hans var ritgerðar- safn undir heitinu „Eins og opinn gluggi” (’68). Næsta bók kom út ár- ið 1973 undir heitinu „Eins konar þögn — ábendingar um hugrækt.” Sama árið kom út safn blaðagreina: „Að horfa og hugsa”. 1974 gaf hann út ferðaþætti undir heitinu „Tungls- skin í trjánum”. „Haf í dropa”, þættir um yoga og austræna hugs- un kom út árið 1976. Sama árið sendi hann frá sér fyrstu ljóðabók- ina: „Vatnaskil”. Árin 1979 og 1982 komu út tvö rit um trúarleg og and- leg viðfangsefni: „Að sjá öðruvísi” (’79) og „Stefnumót við alheiminn” (’82). Seinasta bók Sigvalda kom út á s.i. ári, en það var ljóðabók undir heitinu „Viðáttur”. Það vita fáir aðrir en þeir sem reynt hafa, hversu erfitt og slítandi starf blaðanrennska er — ekki sízt íslenzk blaðamennska á fátækum flokksblöðum, þar sem kröfur um afköst og fjölhæfni eru i öfugu hlutfalli við þau laun, sem í boði eru. Sigvaldi er einn þeirra ódrep- andi iðjumanna, sem aldrei létu brauðstritið buga sig. Þrátt fyrir mikið vinnuálag í daglegu starfi sinnti hann áhugamálum sínum og hugðarefnum ótrauður. Það segir sig því sjálft, að hann hefur jafnan átt langan vinnudag. Og hann var svo giftusamur að halda andlegu þreki sínu til hinztu stundar. Fyrir hönd okkar íslenzkra jafn- aðarmanna flyt ég Sigvalda þakkir okkar fyrir fórnfúst starf í þágu mannúðarstefnu. Eftirlifandi konu hans, Bjarneyju Halldóru Alexand- ersdóttur, afkomendum þeirra og öðrum vandamönnum, flyt ég dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Sigvalda Hjálmarssonar, rithöfundar, en hann lést á sjúkra- húsi í London 15. apríl sl. Sigvaldi var fæddur að Skegg- stöðum í A-Húnavatnssýslu árið 1921. Hann innritaðist í Kennara- skólann og lauk þaðan prófi 1943. Ekki gerði Sigvaldi þó kennslu í skólum landsins að ævistarfi sínu heldur stundaði blaðamennsku, önnur ritstörf og fræðimennsku. Kennari var hann þó einnig ávallt. Hann var sífellt að fræða og kenna alla sína ævi enda þótt það væri ekki á vegum hins opinbera skóla- kerfis. Sigvaldi var stórfróður mað- ur og gat því miðlað öðrum miklu af þekkingu sinni. Leiðir okkar Sigvalda lágu sam- an vorið 1953, er ég réðist sem blaðamaður að Alþýðublaðinu. Sigvaldi var þá fréttastjóri við blað- ið. Með okkur tókst mjög gott sam- starf og einlæg vinátta, sem hélst alla tíð. Það var mjög gott að vinna með Sigvalda. Hann var stálgreind- ur, skapgóður, traustur og mikill verkmaður. Hann var mjög laginn stjórnandi en þó ákveðinn og vildi hafa gott skipulag á öllum hlutum. Þegar við unnum saman á Alþýðu- blaðinu voru blaðamenn fáir og mikil vinna lagðist á hvern og einn. Aldrei dró Sigvaldi þó af sér. Hann var ósérhlífinn og duglegur með af- brigðum og ávallt tilbúinn í hvað sem var. Marga hildi háðum við saman og minnist ég ára okkar á Al- þýðublaðinu sem skemmtilegs og ánægjulegs tímabils ekki síst vegna samstarfsins með Sigvalda. Sigvaldi var mikill og einlægur jafnaðarmaður. Hann starfaði um langt skeið í Alþýðuflokknum og ávallt þegar mikið lá við mætti hann á fundum. Hann var róttækur í skoðunum og vildi breyta þjóðfé- Iaginu í réttlátt þjóðfélag í anda jafnaðarstefnunnar. Þegar hann tók til máls á fundum í Alþýðu- flokknum talaði hann tæpitungu- laust. Hann lét forustumennina heyra það, ef honum mislíkaði eða taldi þá hafa hrakist af réttri leið. Og á sama hátt lét hann það koma fram, ef honum fannst vel hafa ver- ið gert. Hann var góður ræðumað- ur, málefnalegur og talaði ávallt blaðalaust. Sigvaldi vann þó sín félagsmála- störf meira annars staðar en i Al- þýðuflokknum. Hann helgaði Guð- spekifélagi íslands krafta sína. Þar var hann um langt skeið mjög starf- samur. Hann var forseti Guðspeki- félagsins og vinsæll fyrirlesari á fundum Guðspekifélagsins árum og áratugum saman. Sigvaldi var mjög fróður um guðspeki og til þess að auka við þekkingu sína á þessu sviði fór hann nokkrar ferðir til Indlands þar sem höfuðstöðvar guðspekihreyfingarinnar eru. Sigvaldi var ágætur rithöfundur. Hann skrifaði fjölda bóka, ferða- bækur, fræðibækur og ljóðabæk- ur. Síðustu árin helgaði hann sig rit- störfum. Það er mikil eftirsjá af Sigvalda. Hann var vandaður og góður rnað- ur. Það var gott að vera í návist hans. Frá honum stafaði eitthvað gott. Sigvaldi kvæntist árið 1943 eftir- lifandi eiginkonu sinni Bjarney H. Alexandersdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu Elfu. Eg votta þeim samúð mína i sárum harmi vegna fráfalls eiginmanns og föður. Drottinn blessi minningu Sig- vatda Hjálmarssonar. Björgvin Guðmundsson. „Ég er eins og vegur um nótt sem hlustar þögull á skóhljóð minning- anna!’ Þessa tilvitnun í indverska skáld- spekinginn Tagore gerði Sigvaldi Hjálmarsson að einkunnarorðum ferðabókar sinnar um Indland. Og nú þegar hann er fallinn frá langt um aldur fram, verður einmitt þetta hlutskipti þeirra, sem eftir lifa og voru svo lánsamir að fá að kynnast honum: Þá setur hljóða og þeir taka að hlusta eftir fótataki liðins tíma. Við andlát Sigvalda er sannar- lega skarð fyrir skildi, sem ekki verður aftur fyllt. Kostir hans voru miklir og fágætir. Mannúð, heiðar- leiki og réttsýni voru ríkir eiginleik- ar í fari hans, sem hann þreyttist aldrei á að boða. En hvort sem var í ræðu eða riti tókst honum jafnan að gera það með reisn og myndug- leika og stundum eilítið kaldrana- legri kímni, því að væmni og tilgerð voru eitur í beinum hans. Hann eyddi alltof skammri ævi sinni í þrotlausa leit að æðri lífs- sannindum og var óspar á að miðla öðrum af dýrkeyptri reynslu sinni og þekkingu í þeim efnum. Hann var vitur maður, eins og sagt var um Njál, heilráður og góð- gjarn. Sigvaldi Hjálmarsson var fædd- ur hinn 6. október árið 1921 og var því aðeins 63 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Hjálm- ar Jónsson bóndi á Fjósum í Ból- staðarhlíðarhreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, og kona hans Ólöf Sig- valdadóttir, Björnssonar bónda á Skeggstöðum. Sigvaldi fæddist á heimili móður sinnar, en næsti bær var Fjós og örskammt á milli þeirra. Ólöf fluttist brátt alfarið yfir að Fjósum til manns síns og þar fædd- ist þeim annar sonur, Jón, árið 1924. En árið eftir, þegar Sigvaldi var þriggja ára gamall, veiktist móðir þeirra bræðra af berklum og lést eftir skamma legu. Sigvaldi ólst upp hjá móðurafa sinum og nafna á Skeggstöðum, en JÓn varð eftir á Fjósum hjá föður þeirra. Sigvaldi minntist að vonum oft á afa sinn og ævinlega hýrnaði yfir honum, þegar hann bar á góma. Hver sagan rak aðra um kempuna á Skeggstöðum, fjörið og hreystina, heilbrigt lífsviðhorf gamla manns- ins og afdráttarlausar skoðanir, enda var hann af gáfumönnum og þjóðmálaskörungum kominn; föð- urbróðir hans og langafabróðir Sig- valda var til að mynda séra Arnljót- ur Ólafsson, sem lengst var prestur á Bægisá en síðast á Sauðanesi og þjóðkunnur fyrir ritstörf og þing- mennsku. Sigvaldi mun hafa líkst fóstra sín- um nokkuð, bæði að útliti og skap- gerð •— og var hreykinn af. Vorið 1940 lauk Sigvaldi prófi frá Reykholtsskóla átján ára gamall, en hugði á frekara nám, hélt suður til Reykjavíkur og settist í Kennara- skóla íslands. Árið 1943 var happa- ár í lífi hans: Hann lýkur prófi úr Kennaraskólanum urn vorið, kvæn- ist eftirlifandi konu sinni um sum- arið, Bjarneyju Alexandersdóttur, fær kennarastöðu við barna- og unglingaskólann í Hveragerði, flyst þangað — og þar hefja þau Bjarney búskap sinn. Og þar eignast þau einkabarn sitt, Ólöfu Elfu, sem gift er Jóni Agli Unndórssyni raf- magnsverkfræðingi. Sigvaldi var góðum kennara- hæfileikum gæddur. Honum var eiginlegt að laða til sín áhugasama lærisveina, fræða þá og upplýsa. Margur hefði því spáð, þegar hér var komið sögu, að hann mundi helga kennslu starfskrafta sína ævi- langt. En löngunin til ritstarfa var sterk, svo að hann stóðst ekki þá freistingu að gerast blaðamaður við Alþýðublaðið 1947 — og fékkst við skriftir upp frá því. Ég kynntist Sigvalda, er ég gerð- ist ungur blaðamaður við Alþýðu- blaðið. Hann var þá orðinn marg- reyndur í faginu og hafði verið fréttastjóri og ritstjórnarfulltrúi um áratugs skeið. Það vakti undrun á dögunum, þegar lýst var í sjón- varpi, hvernig tekið er á móti nýju starfsfólki í frystihúsum landsins. En svipaðar móttökur fengu verð- andi blaðamenn á þessum tíma. „Þarna er ritvél’’ var sagt. „Sestu og skrifaðu! Þú átt að fylla eina opnu á dag!” Sigvaldi einn gaf sér tíma til að hlúa að nýgræðingnum, þrátt fyrir hinn takmarkalausa eril og óðagot, sem ríkir á dagblaði. Hann reyndi eftir mætti að vísa ný- liðum leiðina um völundarhús blaðamennskunnar og þjóðfélags- ins — og raunar tilverunnar allrar. Við vorum lengi hlið við hlið í klefa, aðeins þunnt skilrúm á milli okkar — með opinni lúgu. í henni birtist Sigvaldi gjarnan, mikilúð- Iegur og mildur á svip og sneri upp á skegg sitt eða fitlaði við hárlokk á meðan hann talaði. „Til þess að geta notið lífsins að einhverju marki!’ man ég að hann sagði eitt sinn, „þá verða menn að geta lyft huganum nógu hátt yfir hversdags- amstrið og dægurþrasið og öll látalætin.” í rauninni má segja, að ævi Sig- valda hafi verið samfelld viðleitni til að upphefja þetta vesæla jarðar- stríð okkar, kynnast eins og kostur er á þeim sviðum mannlífsins, sem minnst er vitað um: Huga, sál og til- finningu. Hann fékk snemma brennandi áhuga á trúarbrögðum og dulspeki og varð brátt manna fróðastur um þau efni. Á þessum árum var hann orðinn forseti Guð- spekifélags íslands og varði tóm- stundum sínum öllum í greinaskrif og fyrirlestrahald á þess vegum. Hann leitaði og leitaði — og fann — eins og bækur hans frá síðustu árum eru til vitnis um. Ég hafði ekki þekkt Sigvalda lengi, þegar mér varð ljóst að fyrir- heitna landið í hans augum var Ind- land og þangað þráði hann framar öllu að komast. Svo tíðrætt varð honum um þessa ástriðu sína, að sumir höfðu í flimtingum, að draumur hans yrði aldrei að veru- leika; aðrir fullyrtu, að vonbrigði yrðu eina uppskeran ef ósk hans rættist. Og svo var hann farinn einn góð- an vegðurdag, en sagði ferðasöguna í skemmtilegum pistlum, sem birt- ust í Alþýðublaðinu og voru Iesnir með eftirvæntingu. Upphaf eins þeirra var á þessa leið: „Snemma árs 1964 kynntist ég ungum manni frá Ameríku sem eft- ir mikil ferðalög var loksins kominn til Indlands. En hann fann ekki sitt lndland, sá ekkert nema eymd og misrétti, fannst slétturnar sviðnar og árnar skólp. Hið hljóða, spak- vitra lndland, hvar var það? Var það bara draumur, draumur um sérstaka tegund af paradís? Þannig spurði hann sjálfan sig. Og afþví hann fann ekki það sem hann bjóst við að finna var ómögulegt að leið- beina honum. Hann hvarf á braut vonsvikinn — og slæmur í maga. Það Indland sem áhugamenn um austræn fræði á Vesturlöndum eiga i hugsun sinni, er það ekkert nema draumur? Jú, það er ekki draumur, það er veruleiki . . ” Þessi grein sannaði ótvírætt, að Sigvaldi hafði haft erindi sent erf- iði. Hann fann sitt Indland, enda fór hann þangað þrjár ferðir um ævina og varð að lokum sérfræð- ingur á heimsmælikvarða í málefn- um lands og þjóðar, bæði andleg- um og veraldlegum. Ferðapistlarnir urðu að bókinni „Tunglskin í trjánum”, sem kom út árið 1974 og er viðamesta rit Sig- valda. Siðar las Hjörtur Pálsson hana í útvarp og vakti hún þá enn meiri athygli en fyrr. Leiðir okkar Sigvaida lágu sam- an aftur og aftur, þótt báðir hefðu vistaskipti. Við glímdum tvívegis við sömu verkefni á vettvangi blaðamennskunnar, Fálkann og Úrval — og síðar skrifaði hann fast- an dálk í Samvinnuna undir nafn- inu „Vangaveltur”. Strangt úrval úr þeim greinum birtist í bókinni „Að sjá öðruvísi”, sem kom út 1979 —- og líklega er þar að finna kórónuna á blaðamennskuferli hans. Þar tekst honum eftirminnilega að flytja skoðanir sínar, tjá hug sinn á samþjappaðan og hnitmiðaðan hátt. Ein greinin heitir „Fagurt mannlíf” og þar í eru þessar setn- ingar: „Mikill er áhugi manna að reisa myndarleg hús. Og fagurt hús Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.