Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. maí 1985 11 ef eitthvað mikilvægt er á seyði. — Það er áberandi, að kirkjan er' oft gagnrýnd. Auðvitað væri margt auðveldara fyrir mig ef allir væru á sama máli og við. En slíkt er ekki hægt að fara fram á. Slíkt væri ekki réttlátt. Ef við skiljum ekki það þá skiljum við ekki nokkurn skapaðan hlut. — Hversvegna stendur þú einn í baráttu þinni? Þegar leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar var veitt frelsi, þá héldu allir að myndaður yrði hópur, sem myndi starfa með þér. Það hefur ekki gerst. Við eigum að framkvæma en ekki bara tala. Það stenst ekki að veifa bara kröfuspjöldum, að restin komi svo sjálfkrafa. stöðu ætti að vera baráttan fyrir réttlæti. — En þörfin fyrir kröfuspjöld er mjög mikil í Póllandi .. . Við göngum út frá því að Sam- staða sé enn við lýði, er það ekki? Og þá verðum við að gera ráð fyrir því að allar einingar hennar séu starfandi og sérhver þeirra mun framkvæma sitt hlutverk. — En rödd einstaklingsins — þó hún sé jafn hávær og þín — er samt veikari en rödd Landsþingsins t. d. Ég geng út frá því að til staðar séu tvær þungamiðjur — TKK (Bráða- birgða samhæfingarnefnd Sam- stöðu) og Walesa og aðrir meðlimir Landsþingsins. Þessa tvo þyngdar- punkta er hægt að styrkja enn frek- ar og gera atkvæðameiri. — Hvert er hlutverk þeirra að þínu mati? Sumt get ég ekki tjáð mig um en annað ætti ég að tjá mig um. Þess- vegna ræði ég við ykkur. Ég vil að TKK festist í sessi því ef þeir væru ekki til staðar væri ástandið svipað og ég tæki af mér hjálminn og hefði kylfuna reidda yfir óvörðu höfði mínu. — Svo þú ert meðmæltur því að TKK haldi áfram neðanjarðar- starfsemi sinni? Sérhver einstaklingur verður að spila eftir eigin höfði og velja sina eigin afstöðu. Slíkt er öllum nauð- synlegt, jafnt mér sem ykkur. Því miður nær ákefðin og framgangs- vonin yfirhöndinni og raddir kom- ast á loft um að staða TKK hafi veikst. En það er ekki rétt, það er barátta okkar sem hefur veikst. Eða þá að við viljum ólm skapa eitthvað annað í staðinn fyrir TKK. En það er ekki rétt. Við eigum að lagfæra það sem ekki starfar nógu vel. Gaddavírinn ryðgar — Enn eru 40 pólitískir fangar í landinu. Friðsöm barátta okkar eyðilegg- ur ekki skriðdreka eða rífur niður gaddavírsgirðingar. En hún getur haft þau áhrif að gaddavírinn ryðgi og eyðist sjálfkrafa. — Ertu ekki of mikill raunsæis- maður? Fangelsisdyrnar hafa þegar verið opnaðar. rj'y, Þetta fólk er ef satt skal segja orðið þreytt á baráttunni. Baráttan var nauðsynleg en nú verðum við að finna aðrar leiðir að markinu, leiðir sem eru áhrifamiklar og taka mið af núverandi ástandi. Við getum ekki ráðist beint að óvininum, slíkt væri svipað og að berja hausnum við vegginn. En föngunum megum við ekki gleyma, hvorki þeim frá Slask, Lubin eða öðrum stöðum. í öllum viðtölum við mig hef ég sagt, að gleymi ég þeim má Guð gleyma mér. — Hvert er álit þitt á nýstbfnuð- um Borgarráðum gegn ofbeldi? 16. desember 1983 sagði ég að starf Samstöðu ætti að vera fjór- skipt. Fjórða athafnasvið Sam- Það er margt sem við verðum að vinna að — valddreifingu, réttlæti, sjálfsstjórn, listaráðum o. fl. En allt eru þetta samt þættir í sömu heild- inni. Réttlætið er einn af þáttunum. Það er gott að til eru aðilar sem vilja og geta fengist við þann hluta. Samt sem áður er það ekki eina leiðin að takmarkinu. Þetta er ekki í andstöðu við Samstöðu, þetta er hluti af Samstöðu. — Hvert er takmark okkar nú? Við verðum að vinna aftur það sem við höfum misst. Ástandið verður að batna. — Hvaða aðferðir notum við til að ná því takmarki? Skynsemina, reynsluna og stefnumörkunina, sem enn er í fullu gildi, og síðast en ekki síst, meðlimi Samstöðu, sem er úrvals lið og stór- kostlegt fólk. — En þetta er mjög almennt svar. Samtímis sjáum við að ástand- ið verður bara verra í Póllandi og fátæktin eykst. Þriðji hluti fjöl- skyldna í landinu lifir undir lág- marks afkomumöguleikum. Það er satt. Og ástandið versnar bara. Það kemur bráðlega að því að við eigum leik. — Þýðir þetta með öðrum orð- um að ástandið sé vonlaust, að við getum ekki gert neitt? Ástandið er þannig. Ég skal gefa dæmi. Viturlegri bylting Pólland er einsog skákborð, þar sem við spilum skák en andstæð- ingurinn refskák. Báðir tefla til sig- urs, en á þessu skákborði getur eng- inn sigrað. Fyrst verður að komast að samkomulagi um hvaða leik skuli spila. Við verðum að vinna að sama takmarki þó okkur greini á. Og takmarkið er landið okkar, að gera föðurlandið byggilegt. — Þúheldurþvístöðugtframað við munum sigra. Trúirðu þessu sjálfur, eða verður að segja þetta þar sem þú ert formaður Sam- stöðu? Við brennum engar borgir, og rösum ekki um ráð fram, en þrátt fyrir það gerum við byltingu, öðru- vísi byltingu, skynsamari byltingu. Hún ætti og hlýtur að leiða okkur til sigurs. Enginn veit hvort það ger- ist fljótlega eða hvort við komum til með að njóta ávaxta hennar. Við höfum samið mjög gott prógram og komið með mun betri lausnir en aðrir. Lausnir sem eru betri hvernig sem á þær er litið. Þá á ég bæði við í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Svo sigurinn hlýtur bara að vera spurning um tíma og hvað hann kemur til með að kosta okkur. Við gerum okkur ekki einusinni grein' fyrir hvaða áhrif aðgerðir okkar hafa á veröldina. Við lifum þannig tíma — en við höfum líka tekist á við hann. — Þetta er fyrsta viðtalið sem neðanjarðarpressan hefur við þig. Er það eitthvað, sem þú vilt segja að lokum við lesendur okkar? Þeir verða að halda baráttunni áfram án þess að búast við þökkum fyrir. Ég veit að þetta er óþakklátt hlutskipti. Þeir eru ofsóttir, taka stóra áhættu og það er Walesa sem fær orðurnar og þakkirnar. En Walesa er jafn óþekktur og þetta fólk og það sem hann er í dag er hann vegna vinnu sinnar. Það er engin lausn að hætta þátttöku. Við verðum að leita. Við verðum að starfa. Viðtalið birtist í sænskri þýðingu í Aic-bulletinen. Þýðing Sáf. ■jry. 1. maí-ávarp Alþjóðasambands frjálsra verk< stefnu S-Af 1. maí er helgaður samstöðu verkafólks og réttlæti. Það er við hæfi á hátíðisdegi verkalýðsins í ár að beina augum okkar til þel- dökkra verkamanna í Suður- Afríku. Þeir heyja um þessar mundir harða baráttu fyrir mann- réttindum og réttlæti. Hvergi er önnur eins þörf á alþjóðlegu átaki til að losa heiminn við yfirvofandi stríðsógnun og afmá af jörðunni kerfi, þar sem mannréttindi og réttvísi er fótum troðin. Baráttan í Suður-Afríku sýnir einnig svo ekki verður um villst, hve áhrifa- mikil sterk og óháð verkalýðs- hreyfing er í vörn fyrir mannrétt- indum og réttindamálum verka- fólks. Ástandið í Suður-Afríku nálg- ast nú suðupunkt. Tuttugu og fimm árum eftir að fjöldamorðin í Sharpeville áttu sér stað eru enn við lýði takmarkanir á ferðafrelsi og löggjöf Apartheid sem við- heldur misrétti og stjórn hvíta minnihlutans í landinu stendur óhögguð. 21. rnars í ár endurtóku atburðirnir í Sharpville sig, þegar lögregla Suður-Afríku hóf skot- hríð á saklaust fólk og drap 19 manns að sögn yfirvalda. Sjónar- vottar halda þvi fram, að fjörutíu manns hafi verið drepnir. Alls hefur lögregla drepið um 240 svertingja á síðustu tíu mánuðum. Þúsundir hafa særst í átökum við lögregluna og um ellefu hundruð manns hafa verið handteknir. Eitt helsta bitbein kúgunar- stjórnar S-Afríku er þarlend verkalýðshreyfing þeldökkra. Á sl. ári hóf AlþjÖðasamband frjálsra verkalýðsfélaga herferð um allan heim til að fá leysta úr haldi nokkra förystumenn verka- fólks í S-Afríku þ. á m. Pirochaw Camy, framkyæmdastjóra Verka- lýðsráðs S-Afríku og Chris Dla- mini, forseta Sambands Verka- lýðsfélaga S-Afríku. Þetta eru tvö öflugustu sambönd frjálsrar verkalýðshreyfingar í landinu. Um þessar mundir er tuttugu og einn félagi verkalýðsfélaga í haldi. Andstaðan gegn kynþáttamis- rét.ti fer dagvaxandi í S-Afríku. Á alþjóðavettvangi fær þessi and- staða aukinn byr. Viðbrögð stjórnvalda eru í fyrsta lagi að leggja til umbætur sem dæmdar eru til að mistakast, þar sem ekki er hreyft við undirrót misréttisins. í öðru lagi beita þau morðum, of- beldi, handtökum og ofsóknum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur farið þess á leit við Öryggisráð S.Þ. að það beiti S-Afríkustjórn refsiaðgerð- um. Sett verði olíusölubann á landið auk banns sölu á vörum til kjarnorkuframleiðslu. Þá er lagt til að bannað verði að selja S- Afríkustjórn hátæknivörur, sem nota má í hernaðarlegum tilgangi. Brýnt er að aðildarfélög Al- þjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga beiti stjórnvöld í lönd- um sínum auknum þrýstingi, sér- staklega hvað varðar viðskipti og fjárfestingu í Suður-Afríku. Auka þarf refsiaðgerðir þar sem þær koma að mestu gagni í baráttunni við Apartheid stefnu stjórnvalda. Einnig ber að styðja enn frekar A alþjóðiegum baráttudegi verkafólks senda aðildarsambönd Alþjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga um allan heim — alls .141 samband í 98 löndunt með 82 milljc þeldök ur-Afrik kveðjur. fyrir þeirn markr einkunnarorð baki — m í Suð- amstöðu- baráttu sem eru asambands frjálsra verkalýðsfélagatBrauð, friður og frelsi. 1885 — 1. maí — 1985 Jónas Jónsson frá Hriflu eftir Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins I stjórnmálum, eins og í listum, eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Jónas Jónsson frá Hriflu var einn hinna fáu útvöldu. Yfirburðir hans urðu honum sjálfum að lokum að fótakefli — eins og gerist í öllum hetjusögum. í hverju voru þessir yfirburðir fólgnir? Jónas var endurreisnarmaður — andlega frjór, fjölhæfur, framsýnn, skapandi. Sá sem ætlar sér mikinn hlut í stjórnmálum þarf að vera hvort tveggja: hugsuður og at- hafnamaður. Jónas var hvört tveggja. Og einn fremsti rithöfund- ur á íslenska tungu á þessari öld að auki. í krafti þessara fágætu eigin- leika varð hann brautryðjandi — tímamótamaður. Jónas var hugmyndafræðingur og uppalandi ungmennafélaga og samvinnuhreyfingar. Hann plægði dyggilega akur nýrra stjórnmála, að fenginni heimastjórn, áður en hann lét til skarar skriða á millistríðsár- unum. Hann var hvort tveggja í senn stofnandi Alþýðusambands og Alþýðuflokks öreiganna á möl- inni og sálnahirðir sveitanna í SÍS Og Framsóknarflokki. Hann var hönnuður og yfirsmið- ur hins íslenska flokkakerfis. Her- stjórnarlist hans var sú, að með bandalagi bænda og verkalýðs,, Framsóknar- og Alþýðuflokks, gæti hann haldið atvinnurekenda- (og embættismannavaldi utangarðs; byggt upp valdakerfi vinstri- og miðjuafla, líkt og fjöldahreyfingar sósíaldemókrata annars staðar á Norðurlöndum. Þetta tókst í rúman áratug með glæsibrag. Á þeim tíma var Jónas bæði höfundur handrits og leik- stjóri íslenskra stjórnmála — þótt aðrir færu lengst af með aðalhlut- verkin. En sitt er hvað gæfa og gjörvu- leiki. Eins og í öllum hetjusögum brást Jónasi að lokum bogalistin. Hann reyndi að aftra Alþýðu- flokknum frá að vaxa bænda- flokknum yfir höfuð, með þvi að ríghalda í rangláta kjördæmaskip- an. Með því þvingaði hann Alþýðu- flokkinn til samstarfs við hin borg- aralegu öfl. Uppgangur sovéttrú- boðs menntamanna, klofningur Alþýðuflokksins í tvígang og bandalag íhaldsmanna og komm- únista í verkalýðshreyfingunni — allt þetta, ásamt hinni úreltu og ranglátu kjördæmaskipan, lagðist að lokum á eitt um að brjóta valda- kerfi Jónasar á bak aftur. Þar með var Sjálfstæðisflokkn- um, höfuðandstæðingi Jónasar í upphafi, tryggt það forræði í stjórnmálum lýðveldisins, sem hann hefur notið, lengst af. Þrátt fyrir yfirburðahæfni og vígfimi mistókst Jónasi ætlunar- verk sitt: Að tryggja framtíðargengi þess 3ja-flokka kerfis, sem hann hafði skapað. Seinustu áratugina var hann pólitískur einfari — út- lagi. Sjálfur segir Jónas, í skarp- skyggnustu greiningu, sem skrifuð hefur verið um annan afburða- mann, Einar Benediktsson, skáld: „Yfirburðir hans urðu honum Þrárldur í Götu á annan hátt. Minni menn fundu til sársauka í saman- burði við þetta undarlega skáld, sem hafði til að bera svo marga af þeim eiginleikum, sem skapa hrifn- ing og aðdáun. — Minnimáttar- kennd samtíðarmanna olli því að Einar Benediktsson var aldrei lát- inn njóta verðleika sinna meðan hann Iifði.“ Þessi orð Jónasar um Einar Benediktsson eiga allt eins við um höfund þeirra. í Ijósi þessara um- mæla er viðskilnaður Framsóknar- flokksins við andlegan lífgjafa sinn og leiðtoga auðskilinn. Valdatímabil Jónasar var stutt og hin pólitíska útlegð hans löng. En verk hans standa og bera vitni um frjóa hugsun og haga hönd braut- ryðjandans. Hina réttbornu arftaka hug- sjónamannsins frá Hriflu er ekki að finna á forstjórastólum SÍS. Þeir eru annars staðar — úti á hinum pólitíska vígvelli, þar sem þess er enn freistað að fylkja umbóta- og lýðræðisöflunum, vinstra megin við miðju, til að endurheimta for- ystuhlutverk sitt í stjórnmálum lýð- veldisins, eins og Jónas dreymdi ungan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.