Alþýðublaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. mal 1985 89. tbl. 66. árg. „Það veit enginn sem ekki hefur reynt, hversu erfitt það er fyrir ein- staklinga í hjólastól að komast leiðar sinnar. Ein gangstéttarbrún getur orsakað verulega erfiðleika. TYöppurnar eru óvinnandi vígi fyrir fatlaða án aðstoðar.” Sjá leiðara um ferlimál fatlaðra á bls. 2. Þorskanetaveiði ekki háð leyfum — eftir 15. maí Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að eftir 15. maí nk. verði þorskanetaveiðar ekki háðar sér- stökum leyfum ráðuneytisins og öllum fiskiskipum heimilar. Um veiðar þessar gilda þó eftir sem áður reglur um möskvastærð- ir, merkingar veiðarfæra og leyfi- legan netafjölda, sem fiskimenn geta kynnt sér í íslensku sjó- mannaalmanaki 1985 eða fengið upplýsingar um hjá ráðuneytinu. Jafnframt vekur ráðuneytið sérstaka athygli á, að allar þorska- netaveiðar verða bannaðar 1. júlí til 15. ágúst nk. eins og gert hefur verið undanfarin ár. Grétar Þorleifsson, form. Stjórnar verkamannabústaða í Hafnarfirði: Húsnæðisstofnun mis- munar sveitarfélögum Verkamannabústaðir í Hafnarfirði ífjársvelti „Húsnæðisstofnun hefur ger- samlega brugðist þeirri skyldu sinni að hugsa jafnt um öll byggðarlög landsins þegar þeir úthluta fjár- magni til byggingaframkvæmda á vegum verkamannabústaða. Það er greinilegt að einhver annarleg sjón- armið ráða í þessu sambandi, ” sagði Grétar Þorleifsson, formaður stjórnar verkamannabústaða í Hafnarfirði við blaðamann Al- þýðublaðsins í gær. Ástæðan fyrir þessum harðorðu ummælum Grétars er sú að fjárveit- ing til framkvæmda við verka- mannabústaði í Hafnarfirði hefur á undanförnum árum verið mjög af skornum skammti, einkum og sér í lagi sé Hafnarfjörður borin saman við önnur sveitarfélög. Árið 1983 var Hafnfirðingum hleypt af stað með framkvæmdir við 12 íbúðir í verkamannabústöðum, sem verið er að klára nú en í Kópavogi voru kláraðar 24 íbúðir. Akureyri fékk á tveimur og hálfu ári úthlutað 80 íbúðum, eða fjórum sinnum meira en úthlutað var í Hafnarfirði og Reykjavík liggur langt fyrir ofan. Grétar sagði að stjórn verka- mannabústaða í Hafnarfirði hefði sótt um að fá að hefja framkvæmd- ir við 25 íbúðir. Þeir fengu síðan svar frá Húsnæðisstofnun um að þeir mættu hefja byggingu á 22 íbúðum og hönnunarleyfi fyrir 15 í viðbót. Þeim var hinsvegar ekki lof- að fé fyrr en í maí, en gert heimilt að fara af stað með undirbúning fyrir byggingu þessara íbúða. Þegar var til hönnun af 8 íbúðum í einni Grétar Þorleifsson, blokk og að miklu leyti var búið að hanna 15 íbúðir í viðbót í tveim hús- um. „Þegar svarið frá Húsnæðis- stofnun barst settum við allt í gang og miðuðum við að þetta yrði til- búið 1. maí. Að þá yrði hægt að hefja framkvæmdir. Síðan gerist það seinni partinn í mars að þegar við erum búnir að gera verksamn- ing að blokkinni með 8 íbúðum, sem miðaði að því að húsinu yrði lokið 15. mars 1986, eða á 10 og hálfum mánuði, þá kemur svar frá Húsnæðisstofnun, þar sem okkur í aprílmánuði sl. voru skráðir rösklega 18 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. Þetta jafn- gildir því að um 850 manns hafi ver- ið á atvinnuleysisskrá allan mánuð- inn, eða sem svarar 0,7% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessum tölum hefur dregið úr atvinnuleysi frá því sem var í marsmánuði, en þá gætti áhrifa sjómannaverkfallsins veru- lega. Þessar upplýsingar og fleiri er að finna í yfirliti frá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Seg- ir í tilkynningu frá skrifstofunni að á heildina litið megi telja atvinnu- ástand viðunandi í aprílmánuði. Þá er þess ennfremur getið að nú gæti eftirspurnar eftir vinnuafli víða um land, en þeirri þörf verði fullnægt með vinnuframlagi skóla- nemenda, sem um þessar mundir streyma inn á vinnumarkaðinn eftir skólaslit. Talið er að aukning á vinnumarkaði á þessum árstíma sé um 10 þúsund manns. Vega skóla- nemendur þar lang þyngst. Batnandi atvinnuástand í heild í aprílmánuði frá því í mars er hægt að rekja að miklu leyti til jákvæðrar er annarsvegar tilkynnt að þessi framkvæmd verði að standa í 18 mánuði í stað 1014 og hinsvegar að á árinu 1985 fengjum við ekki nema 40% af áætluðum byggingarkostn- aði, sem er ígildi þriggja íbúða. Auk þess fengum við að vita að við skyldum ekki vænta þess að fá neitt fé í framkvæmdina á blokkunum tveim með 15 íbúðirnar, fyrr en í september í fyrsta lagi. Þá yrði verktramkvæmdin að taka 18 mán- uði. Þannig að féð, sem var áætlað til okkar í þá framkvæmd á þessu Framhald á bls. 2, þróunar mála á nokkrum stöðum, s. s. í Hafnarfirði, Akranesi, Akur- eyri og Keflavík, en atvinnnuástand var á fyrstu mánuðum þessa árs með afleitasta móti. Hverjir eiga ísland? í dag, laugardaginn 10. maí, er Jón Baldvin Hannibalsson með opna stjórnmálafundi í Vik í Mýrdal og á Kirkjubæjar- klaustri. Þessir fundir eru liður i fundarherferð hans um landið undir yfirskriftinni „Hverjir eiga ísland?” Fundurinn í Vík í Mýrdal hefst klukkan 13:30 en á Kirkjubæjarklaustri kl. 17. Á morgun verður Jón Baldvin svo með þrjá fundi. Sá fyrsti er á Djúpavogi kl. 13:30. Annar fundurinn er á Breiðdalsvík kl. 17 og síðasti fundurinn í Borg- arfirði eystra kl. 21 um kvöldið. Atvinnuástand yiðunandi — á flestum stöðum landsins RITSTJÓRNARGREIN .. 60 milljónir úr vasa borgarbúa Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæöisflokksins áætlar að greiöa 60 milljónir króna fyrir landsvæði uppi viö Hengil, sem samkvæmt fasteignamati er metiö á-400 þúsund krónur. Borgaryfirvöld telja brýna nauðsyn á því, að þetta landsvæði verði I eigu Reykjavlkurborgar vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda á Nesjavöllum og ( nágrenni, en háhiti er I jörðu á þessu svæði. Ekki skal dregin I efa þörf borgarinnar fyrir umrætt landsvæði, ef menn eru á annað borð einhuga um nauðsyn framkvæmda á vegum Hitaveitu Reykjavlkur á Nesjavöllum, en það eru menn raunar ekki. Hitt er þó sýnu alvarlegra, að borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hyggst láta offjár I hendur einstaklinga, landeig- enda, langt umfram sanngjarnt og eðlilegt jaröar- verö. Skattplndir launamenn eiga sem sé að greiða nokkrum einstaklingum 60 milljónir fyrir landsvæði sem fasteignamatið verðleggur á 400 þúsund krón- ur. Þetta er hneyksli. Þá er borginni mögulegt að taka umrædda jörð eignarnámi og greiða mun lægra verð en samið hef- ur verið um. En aöalatriöi þessamálseru þau, að þessi fyrirhug- uöu landakaup sýna svo ekki verður um villst, að fyr- ir löngu er kominn timi til að löggjafarvaldiö sam- þykki tillögur Alþýðuflokksins um þjóðareign á landi. Um margra ára skeið hafa þingmenn Alþýðu- flokksins barist fyrir því, aö koma i gegn lögum sem taka fyrir jarðabrask af þessu tagi. Grundvallaratriðin í þessari baráttu jafnaðar- manna eru þau, að islenska þjóðin öll, einn fyrir alla og allirfyrireinn.áíslandallt, gögn þessog gæði og miðin umhverfis það. Þetta merkir I raun, að landeig- endur, eins og þeir sem nú heimta 60 milljónir i vas- ann uppi við Hengil, hefðu engan rétt samkvæmt lögum að standa á sllkri verðlagningu. Alþýðu- flokksmenn segja aö landsvæði sem þörf er á vegna almannanota eigi að verðleggja með tilliti til þeirrar verðmætaaukningar á landsvæðinu sem viðkom- andi landeigandi hefur fjármagnað og staðið að. Hins vegareigi landeigendurekki rétt áneinum um- framgreiöslum vegna breyttra aðstæðna, svo sem eins og að I áranna rás hafi byggð þanist út og þörf séviðkomandi landsvæðis vegnaútþenslu byggðar í sveitarfélögum. Félagshyggjan telur það stríða gegn eðlilegri réttarkennd, að land- lóðareigandi gripi af þvloffjár, að þétt byggð hafi án hans tilverkn- aöar myndast I eða við landareign hans og þurfi auk- ið vaxtarrými. Sömuleiðis er það afdráttarlaus skoðun jafnaöar- manna, að þann jarðvarma sem rlkis- og samfélags- legt fjármagn og framtak þarf til að koma til al- mannanota eigi að gera að þjóðareign og taka til ai- mannaþarfa án stórgjalds til hugsanlegra landeig- enda. Alþýðuflokksmenn líta svo á að fráleitt sé að fjölmennar byggðir, eins og t.a.m. höfuðborgin, nái ekki að virkja nærtæk náttúrugæði sér til Ijóss, hita eða iðnaðar, vegna eignarhalds landeigenda, sem eru þess ekki umkomnir að koma þessum auði I al- mannagagn, eða hafa engan áhuga á sllku. Hér er um afdráttarlausaog skýra stefnu að ræða. Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og slðast en ekki síst Alþýöubandalagsmenn hafa staðið gegn þessum tillögum Alþýðuflokksins. Þeir hafa ekki viljað skerða rétt landeigenda til ofsagróða. í tilvitnuðu landakaupamáli borgarinnar virðast Alþýðubandaiagsmenn ætla að setjasig upp á móti kaupunum vegnahinnaróhóflegu verðlagningar. Al- þýðubandalagsmenn I borgarstjórn ættu hins vegar að llta sér nær; ræða alvarlega við þingmenn flokks- ins og spyrja þá um ástæðu þess að þeir hafastaðiö gegn lagabreytingum, sem kæmu I veg fyrir að svona hneyksii I jarðarkaupum geti átt sér stað. Dæmið um fyrirhuguð landakaup borgarinnar upp á60milljónirkrónastaðfestiráóyggjandi hátt nauð- syn þessað Alþingi samþykki nú þegarfrumvörp Al- þýðuflokksins um landiö þjóðareign. —GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.