Alþýðublaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1
Borgarstjórnarkosn ingar: Þó Sjómannafélag Reykjavíkur sé í verkfalli um þessar mundir láta krakkarnir það ekki á sig fá og njóta góða verðursins með því að skreppa niður á smábátahöfn. Mynd Sáj. Fylgi við sameiginlegt framboð Gœti orðið mjótt á munum 1986! Skoðanakannanir DV um t'ylgi kjósenda í Reykjavík til framboða í borgarstjórnarkosningum benda eindregið til þess að hugmyndin um sameiginlegt framboð félags- hyggjuflokkanna njóti verulegs hljómgrunns og að þrir af hverjum fjórum sem ekki hafa gert upp hug sinn séu af vinstri væng stjórnmál- anna. í niðurstöðum sem DV birti á mánudag hlutu minnihlutaflokk- arnir og aðrir félagshyggjuflokkar samtals 17.4% fylgi en 30.1% hjá þeim sem afstöðu töku. Sjálfstæð- Framh. á bls. 2 þær að þeir væru tilbúnir til að skoða tillögur stjórnarandstöðunn- ar og ætla svo að halda með okkur annan fund seinni partinn í dag (í gær).” Jón Baldvin sagði að stjórnar- andstaðan hefði lagt konkret mál og úrlausnir á þeim fyrir þá Þor- stein og Steingrím og kynnt þeim hugmyndir stjórnarandstöðunnar um lausnir á vandanum. Jafnframt hefðu þeir lagt fyrir bráðabirgða- niðurstöður um tölulegt mat á því hvað misgengi lánskjara og kaup- gjalds hefði kostað fólk. Jón Baldvin sagði að í tillögun- um væri Seðlabanki íslands skyld- aður til að kaupa skuldabréf af bindifé sínu. Þannig yrði komist hjá því að leggja aukna byrði á lífeyris- sjóðina. Nú hafði ríkisstjórnin ætlað að mæta vanda húsbyggjenda með auknum skattaafslætti en heykst á því, en í tillögum stjórnarandstöð- unnar er gert ráð fyrir því að skatta- afslátturinn virki sem afturvirki þátturinn í þessu máli. Þannig að misgengið á milli launa og láns- kjara frá 1983 verði reiknað sem skattaafsláttur og verði hann fær- anlegur á nrilli ára. Skatfaafsláttur- inn mun minnka hjá þeim sem eiga húsnæði sem samkvæmt framtali kostar yfir 4 milljónir og hverfa al- veg eigi viðkomandi eignir yfir 8 milljónir. Tekjutap rikissjóðs af þessum völdum mun vera á bilinu 160—220 milljónir á ári. „Rök Steingríms við þessum til- lögum stjórnarandstöðunnar voru þau helst að þetta væri svo erfitt í framkvæmd og Þorsteinn viður- kennir ekki okkar skilgreiningu á vandanum. Það verður forvitnilegt að sjá hvað þeir hafa fram að færa á fundinum i dag, en þá verða þeir með útreikninga frá Seðlabankan- um í höndunuml’ Framh. á bls. 2 Miðvikudagur 22. maí 1985 95. tbl. 66. árg. Jón Baldvin um fundinn með form. stjórnarflokkanna Nauðsyn að spretta upp fjárlögum Sjómannaverkfallið Fyrsti togarinn stöðvast í dag Engin hreyfing er á sjómanna- verkfallinu um þessar mundir, enda er áhrifa þess ekkert farið að gæta enn að sögn Jónasar Garðarssonar, starfsmanns Sjómannafélags Reyk- javíkur. Það er ekki fyrr en í dag sem fyrsti togarinn stöðvast út af verkfallinu, en það mun vera togari frá ísbirninum. Á fimmtudaginn Framh. á bls. 2 Eins og kunnugt er sameinuðust stjórnarandstöðuflokkarnir um til- lögur til lausnar á því neyðarástandi sem rikir i húsnæðismálum þjóðar- innar. Forsvarsmenn stjórnarand- stöðunnar skunduðu í fyrradag á fund formanna ríkisstjórnarflokk- anna með tillögur sínar og gerðu þeim Ijóst að þeir yrðu ekki til við- ræðu um þingslit fyrren tekið hefði verið á kýlinu. Okkur lék forvitni á að vita hvernig viðtökurnar hjá þeim Steingrími og Þorsteini hefðu verið og spjölluðum við Jón Bald- vin, í gær. „Niðurstöður fundarins voru Húsnœðisvandinn Athafnir í staö oröa fólksins Á enn að fórna Búseta? Allt útlit er fyrir að frumvarp Alexanders Stefánssonar, félags- málaráðherra um húsnæðissam- vinnufélög og búseturétt nái ekki fram á þessu þingi. Verður vor- önnum eflaust kennt um afdrif þess þó ástæðurnar séu vitaskuld allar aðrar. Allt frá því að fyrst var bryddað upp á þessu nýmæli í íslenska hús- næðiskerfinu hafa sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins barist gegn því með kjafti og klóm, með Hall- dór Blöndal í fylkingarbrjósti. Hefur Alþýðublaðið það eftir áreiðanlegum heimildum að hann liggi nú þvers og kruss á málinu og þæfi það á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Virðist því sem Alexander verði að lúffa í ár eins- og í fyrra með þetta þarfamál. Á aðalfundi Húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, sent hald- inn var fimmtudaginn 16. maí var skorað á Alþingi og stjórnvöld, að samþykkja fyrir þinglok laga- frumvarpið. Annað væri vart sæmandi miðað við forsögu máls- ins enda skipti það sköpum fyrir starfsemi hinna nýstofnuðu hús- næðissamvinnufélaga. Jafnframt er farið fram á að félögunum verði tryggt lánsfé úr Byggingarsjóði verkamanna á þessu ári, svo þau geti óhikað ráðist í byggingu þeirra íbúða, sem lóðir hafa feng- ist fyrir, en einsog kunnugt er þá var Búseta úthlutað lóðum í Graf- arvogi fyrir nokkru. Á aðalfundinum var líka lögð áhersla á að allt húsnæðiskerfið yrði tekið til gagngerrar endur- skoðunar, bæði fjármögnun, framkvæmdamáti, nýting og eignarhald. í ályktuninni segir orðrétt: „íslenska húsnæðiskerfið er í rúst og það verður að fara að tak- ast á við framtíðarskipan þessara mála, jafnframt því sem lausn er fundin á stundarvanda húsbyggj- enda og kaupenda. Ef húsnæðis- málin eru áfram látin reka á reið- anum munu íslendingar í þús- undatali flytjast af landi brott á næstu árum ekki síst ungt fólk, og þeir sem nú eru búsettir erlendis koma ekki til landsins af sömu ástæðum” í ályktun flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins um aðgerðir í húsnæðismálum, sem samþykkt var sl. laugardag, er m.a. komið inn á málefni Búseta. Þar segir orðrétt: „Veitt verði verkamanna- bústaðalán til kaupa á eldri íbúð- um og fleiri valkostir viðurkennd- ir í félagslegum íbúðabyggingum, með stuðningi við búseturéttar- breytinguna. Þessi ályktun flokksstjórnar- Framh. á bls. 2 • Þeir tóku frá okkur mörg hundruð milljónir • Þeir viðurkenna mistökin • Þeir tala og tala • Þeir hjóða nu lausnir sem aðeins iengja í snörunni, að öðru leyti EKKERT Við viijum fá: ® Umframgreidsiusr endurgreidtíar • lægri vexti » Vidbótarián án bónbjargarvottorða • Skulcföreytingu og iengíngu lánstima ÁHUGAMENN UM úrbætur í húsnæðismálum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.