Alþýðublaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1985, Blaðsíða 1
alþýðu i n RT-iT' Jóhanna Sigurðardóttir; Ekkert tímamótaþing Laugardagur 22. júní 1985 116. tbl. 66. árg. „Það sem mér finnst hafa ein- kennt þetta þing, er fyrsl og fremst ágreiningurinn meðal stjórnar- sinna, einkum nú á síðustu mánuð- um þingsins, sem hefur tafið mikið störf þingsins,” sagði Jóhanna Sig- Afdrif bjórmálsins: Textabókardæmi um getuleysi óhandjárnaðra þingmanna til að taka ákvarðanir „Ég hugsa að klúðrið í bjórmál- inu verði lengi í minnum haft og verði textabókadæmi í framtíðinni um getuleysi óhandjárnaðra þing- manna til að taka ákvarðanir, þó meirihluti liggi fyrir” sagði Jón Baldvin Hannibalsson er Alþýðu- blaðið ræddi við hann um örlög bjórfrumvarpsins, sem hann var fyrsti flutningsmaður að. Það hefur ekki farið framhjá neinum að bjórfrumvarpið hlaut óvirðulegan dauðdaga á þingi og tókst ekki einu sinni að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrir nokkrum vikum þótti ljóst að naumur meirihluti var fyrir lögleið- ingu bjórsins. í neðri deild var mál- ið samþykkt með allnokkrunt meirihluta, en í efri deild, þar sem þriðjungur þingmanna sitja kom annað á daginn. Þar var mjótt á munum í afstöðunni með eða á móti bjórnum. En meirihluti þing- manna deildarinnar hliðraði sér frá þvi að taka afstöðu og Ragnar Arn- alds beitti sér fyrir því að breyta frumvarpinu í frumvarp um þjóð- aratkvæðagreiðslu, en því hafði neðri deild áður hafnað. Allsherjar- nefnd efri deildar dró málið á lang- inn og komst það ekki til umræðu Engin kiara- skerðing hjá tannlæknum Laun tannlækna hafa hækkað um 295°/o frá 1. desember 1981 til 1. maí 1985. Á sama tíma hafa laun í landinu hækkað um 198°7o og verð- lag í landinu hefur hækkað um 299%. Þetta kom fram í svari viðskipta- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um gjaldskrár- hækkanir tannlækna. Gjaldskrár- hækkanir tannlækna á tímabilinu voru 295%. Einsog sjá má á þessum tölum, þá hafa tannlæknar ekki tekið á sig neina kjaraskerðingu, einsog laun- þegar hafa þó þurft að gera. Þær tölur sem hér eru nefndar miðast við lágmarkstaxta. Ástæðan fyrir þessu er sú að tannlæknar ákvarða einhliða sína gjaldskrá, en eru ekki undir eftirliti Verðlagsráðs. Sem dæmi um hækkanir má nefna það að frá 1. desember 1984 til 1. maí 1985 hækkuðu laun tann- lækna um tæp 60% en almenn laun i landinu um 22%. Gjaldskrárbreyt- ingar tannlækna á þessu tímabili voru rúm 30%. fyrr en á næst síðasta virka starfs- degi þingsins. Þá var þjóðarat- kvæðagreiðslan samþykkt og málið sent til neðri deildar. Þar komu tveir þingmenn, Halldór Blöndal og Eilert B. Schram, með tillögu um að deildin áréttaði fyrri afstöðu sína og samþykkti bjórfrumvarpið aftur. Ef þessi tillaga hefði verið samþykkt þá hefði málið fallið af þingtæknilegum ástæðum; efri deild hefði gert aftur sínar breytingar og málið því komið til Sameinaðs þings þar sem hefði þurft tvo þriðju atkvæða til samþykktar, en slíkur meirihluti var ekki til. í ljósi þessa lagði Jón Baldvin fram málamiðl- unartillögu sem báðar deildir áttu að geta fellt sig við: að bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram eigi síðar en 15. september. „Ef neðri deild hefði fallist á þetta hefði efri deild gert það einn- ig” sagði Jón Baldvin. „En svo virðist sem stór hópur þingmanna hafi hreinlega ekki skilið að þetta var eina leiðin til að koma málinu í gegn á þessu þingi. Niðurstaðan er því þessi: Minnihlutahópar réðu af- greiðslu og niðurstöðu málsins. Annars vegar minnihluti sem er á móti bjór og studdu tillögu Hall- dórs og Ellerts — sem eru með bjór — til að koma málinu fyrir kattar- nef. Hins vegar minnihluti sent var algerlega andvígur þjóðaratkvæða- greiðslu. 1 þeim hópi voru þing- menn sem eru fylgjandi bjór en neituðu að sætta sig við málamiðl- un og útilokuðu þannig málið þvert gegn vilja sínum. Fullyrðingar í DV um að við Guðmundur Einarsson höfum eyðilagt málið eru hrein öf- ugmæli. Það var sá hópur þing- Framh. á bls. 3 urðardóttir í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær, skömmu áður en þingi var slitið og þingmenn fóru í sumar- frí. • Hún kvaðst vera fríinu fegin, enda hefur álagið á þingmenn verið mjög mikið að undanförnu. Ríkis- stjórnin hefur hrúgað inn stórum lagabálkum á síðustu stundu og lagt áherslu á að afgreiðslu þeirra yrði hraðað fyrir þinglok. „Ríkisstjórnin hefur misboðið þinginu með því að leggja fram fjölda mála, sem hún ætlar þinginu að afgreiða á nokkrum döguml’ Við spurðum Jóhönnu hvort hún teldi að þetta þing markaði einhver ákveðin tímamót og hvort sam- þykkt hefðu verið lög á þinglnu, sem ættu eftir að hafa stefnumárk- andi áhrif á þjóðfélagið, einsog stjórnarsinnar hafa látið í veðri vaka. „Almennt séð er ekki hægt að segja að á þinginu hafi verið sett lög sem munu marka sérstök tímamót. Þessi lagafrumvörp ríkisstjórnar- innar eru meira og minna bitlaus lög. T.d. munu lögin um fram- kvæmdasjóð og byggðastofnun, sem ríkisstjórnin ætlaði sér að nota sem andlitslyftingu.engu skila í við- leitni þeirra til að bæta efnahags- stjórnina” En hvað með þingmál Alþýðu- flokksins? „Við höfum lagt fram mikið af málum. Einsog gerist og gengur þá hefur stjórnarandstaðan átt erfitt með að ná málum fram, en nokkur þingmál okkar urðu þó samþykkt, bæði frumvörp og þingsályktunar- tillögur, sem ég tel verulegan ávinn- ing í. Ég nefni sem dæmi þings- ályktunartillögu, sem við Jón Bald- vin fluttum, um að leita skuli sam- komulags um að ríkissjóður yfir- taki hluta Seðlabankabyggingar- innar undir Stjórnarráð íslands. Þá get ég nefnt breytingu á lögum hús- næðisstofnunar, sem snertir heilsu- spillandi húsnæði. Einnig má nefna lagfæringu á barnalögum og al- mannatryggingalöggjöfinni,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir að lokum. Verkalýðsmálaráð A Iþýðuf/okksins: r Abyrgðarleysi Alþýðubandalags Vegna sainþykktar frá verkalýðs- málaráði Alþýðubandalags sem les- in var í Ríkisútvarpi í hádegi fimmtudags liefur stjórn verkalýðs-. inálaráðs Álþýðuflokksins gert svo- fellda samþykkt:’ Verkalýðsmálaráð Alþýðu- flokksins rninnir á samþykkt sína i apríl sl. undir kjörorðinu „Kjara- bætur án kollsteypu”. Þar var á það Framh. á bls. 2 Tillaga krata samþykkt: Stjórnarráðið 1 Seðlabankann Alþingi hefur að tillögu þing- manna Alþýðuflokksins verið falið að hefja nú þegar viðræður við Seðlabanka íslands með það að markmiði að verulegur hluti af ný- byggingu bankans verði nýttur í þágu Stjórnarráðsins. A lokastarfsdegi þingsins var þessi þingsályktun samþykkt eftir breytingar allsherjarnefndar. Nefndin breytti tillögunni úr áskor- un á ríkisstjórnina um að Ijúka ný- byggingunni svo fljótt sem auðið væri og yfirtaka hana með öllu undir Stjórnarráðið og láta bank- anum í makaskiptum byggingu Framkvæmdastofnunarinnar. Eftir ofangreinda málamiðlun gat meiri- hluti'Alþingis fellt sig við grund- vallarhugmyndina, um að bygging Seðlabankans færi undir Stjórnar- ráðið — þ.e. verulegur hluti hennar, enda ljóst að Framkvæmdastofnun hverfur ekki þó nafna- og form-. breyting hafi átt sér stað. Ljóst er að nýting Stjórnarráðs- ins á verulegum hluta Seðlabank- ans getur haft mikinn sparnað í för með sér, þar sem það býr nú við verulega þröngan húsakost og greiðir á ári hverju tugi milljóna króna í húsaleigu vegna ýmissa ráðuneyta og stofnana. 'RITSTJORNARGREIN' Þingslit Alþingi, 107 löggjafarþingi hefur verið slitið. Þing- menn fríinu fegnir og ríkisstjórnin þó trúlega enn fegnari. Um margt er þetta eftirminnilegt þing. í fyrsta lagi sat það lengur en nokkurt annað þing áð- ur og í öðru lagi urðu þingmálin á sjötta hundrað og fjöldi þingskjala á fimmtánda hundrað. Hins vegar er eftirtekjan ekki í samræmi við tímalengd eða fjölda mála. Stórum þingmálum var slengt fram í þinginu á síðustu dögunum. Stjórnarflokkarnir hafa átt í æ meiri örðugleikum meöaðsamræmaskoöan- ir sínar og ágreiningur þeirra á meöal sffellt að skjóta upp kollinum. Loksins á miðju ári voru láns- fjárlög samþykkt og erlendar skuldir þar með komn- ar upp í tæplega 64% af þjóðarframleiöslu. Talaði ekki einliver um það að segja af sér, ef erlendu skuldirnar færu yfir 60%? Nýju útvarpslögin voru lamin i gegn með fylgi minnihluta þingmanna og stjórnarandstaðan knúði á um að eitthvaö yrði gert f húsnæðismálum.Félagsmálaráöherrann guggnaði þó á búseturéttarmálinu þrátt fyrir gefin fyrirheit. Samþykkt nýrra laga um framleiösluráð virðist hafa valdið fjaðrafoki meðal bænda og í þeirra röðum eru komnar upp raddir um það að stofna nýjan Fram- sóknarflokk. Virðist þá fokið í flest skjól fyrir gömlu Framsókn. Þaðmál semeinnamestaumfjöllun fékk í fjölmiðlum var bjórmálið. Þar voru tveir kostir f boði. Annaðhvort að samþykkja eða fella f rumvarpið eins og það lá fyrireöa þá hinn að leggja málið f dóm kjósenda. Þingið gat á hvorugan kostinn fallist og því má búast við að það mál gangi aftur á næsta þingi og kannski afturog aftui um næstu ókomin ár. r I lok þessa þinghalds er þó eitt Ijóst. Ftíkisstjórnin er ónýt. Þegar helstu umræður manna á meðal eru um það, hvort kosningarverði í vor, f haust eðaí vetur gefur þaö augaleið að þjóðin hefur misst trú á stjórninni. Þaöerlíkagreinilegt aðýmsirstjórnarlið- ar innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins una verr og verr vistinni f faðmi Framsóknar og því fyrr sem þeir rffa sig lausa þaðan þvf betra. Hagur launafólks í fyrirrúmi Þaðferekki milli málaaðforysta Alþýðubandalags- ins er hundfúl út f nýgerða kjarasamninga. Sú tfð er vonandi liöin að Alþýóubandalagsforystan geti beitt fyrir sig verkalýðshreyfingunni eins og jarðýtu til þess að ryðja óánægjuöflum braut sjálfri sér til framdráttar. Skftt veri með hag launafólks sjálfs. Það er meira að segja svo langt gengið, að forseti A.S.Í. sem er miðstjórnarmaður f Alþýðubandalaginu og öllum hnútum kunnur á þeim bæ, segir verkalýðs- málaráð flokksins ekki kallað saman svo mánuðum skipti og viti því ekki hvað um erað ræða. Hins vegar boðaði verkalýðsmálaráð,ið opinn fund sem for- dæmdinýgerðansamningog vill þess vegna hafna þeim kjarabótum sem þó fengust til bráðabirgöa. Þetta fólk telur að hörð átök, verkföll og djöfulgang- ur á vinnumarkaönum verði Alþýðubandalaginu helst til bjargar. Það fer ekki milli mála aö Alþýöuflokkurinn mundi stórauka fylgi sitt mióað við núverandi aðstæður. Það voru samt kratarnir innan verkalýðshreyfingar- innar sem létu skynsemina ráða og tóku hag launa- manna fram yfir flokkshag. Um þetta sagði leiðarahöfundur DV sl. fimmtudag: „Fleira var athyglisvert við friðarsamninginn. Full- trúar Alþýðuflokksins i Verkamannasambandinu knúðu hann þar fram, þótt skoðanakannanir bentu til, aó flokknum mundi vegna afar vel f haustkosn- ingum, sem menn voru farnir að spá. Skýringin er auövitað sú, að menn tóku hagsmuni launþega fram yfir flokkshagsmuni og stjórnarandstöðuhags- muni. Slíkt er of sjaldgæft hér á landi. En vonandi geta menn Ifka grætt pólitlskt á ábyrgum geröum”.. — B.P.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.