Alþýðublaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Úlgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Jón Daníelsson. Framkvacmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf, Síöumúla 12. Miðvikudagur 25. september 1985 alþýðu- Áskriftarsíminn er 81866 Á FRAMTÍÐARVEGI Um hið sögulega hlutverk jafnaðarmanna SKOÐANAKÖNNUN á vegum NT sl. vetur um afstöðu nýrra kjós- enda (18—22ja ára) til stjórnmála- flokka leiddi í Ijós, að tveir skoð- anahópar eru langsamlega fjöl- mennastir: Ihaldsmenn (47°/o) og jafnaðarmenn (33%). í samanburði við þessar megin- fylkingar eru fylgjendur Alþýðu- bandalagsins, Framsóknar og Kvennalista meðal ungs fólks litlir minnihlutahópar. Ef niðurstöður þessarar skoð- anakönnunar gefa rétta mynd af pólitískum viðhorfum yngstu kyn- slóðarinnar í landinu, þarf enginn að verða hissa, þótt flokkakerfi og stjórnarfar á íslandi taki róttækum breytingum á næstu árum. Óskaandstæðingar Áratugum saman hentaði það vel íhaldsmönnum annars vegar og kommum hins vegar að tilnefna sjálfa sig sem hina andstæðu póla stjórnmálanna. Aðrir ættu að til- heyra miðjumoðinu. íhaldsmenn sögðu: Við erum brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði sovétkommúnismans. Öðrum er ekki að treysta til að halda komm- unum í skefjum. Kommúnistar sögðu: Við erum höfuðandstæðingar auðvaldsins, og þeir einu sem viljum afnema auðvaldsskipulagið og koma á „sósíalisma“. Öðrum er ekki að treysta. — Þeir voru ýmist stimpl- aðir svikarar við „málstaðinn" eða taglhnýtingar auðvaldsins vegna hagsmunatengsla. Þessi svart/hvíta heimsmynd var áratugum saman talin góð og gild, þrátt fyrir að hún var út úr fókus og afskræming veruleikans allan tím- ann. En hún hentaði íhaldi og komm- um vel: Sjálfstæðismenn vissu að kommúnistar gætu aldrei náð nema eftir Jón Baldvin Hannibalsson, formann A Iþýðuflokksins 15 til 20% fylgi að hámarki og því aldrei ógnað meirihluta og velfarn- aði Sjálfstæðisflokksins. Og kommarnir vissu, að meðan þeir héldu sínum styrk gætu jafnaðar- menn ekki náð fjölda- og verka- lýðsfylgi, sem nægði til að mynda trúveröugan valkost í staðinn fyrir íhaldið. í þessum vítahring hefur íslenzk pólitík verið allt frá því 1938. Marg- ir hafa reynt að rjúfa þennan víta- hring, en engum tekizt hingað til. Afleiðingarnar hafa lýst sér í ábyrgðarlausu stjórnarfari sundur- leitra og stefnureikulla samsteypu- stjórna. Á nýjum grunni I fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru nú raunhæfar horfur á að tak- ast megi að endurskipuleggja flokkakerfið á öðrum og traustari grundvelli: Að leifum sovéttrúboðsins verði þokað til hliðar og lýðræðis- jafnaðarmönnum takist að end- urskipuleggja sig sem fjölda- hreyfingu með 30—40% at- kvæða að baki; og vinna þar með fylgi af Sjálfstæðisflokkn- um og taka við af honum sem forystuafl um stjórn landsins. Takist þetta verður það í ætt við það sem gerðist í þýzka Sambands- íýðveldinu á 7unda áratugnum, en umfram allt í líkingu við þróun mála í 4ða lýðveldinu í Frakklandi á 8unda áratugnum, sem Iauk með valdatöku Mitterrands og félaga. Hvers vegna nú? Flvers.vegna þessi umskipti nú? Vegna þess m. a. að sovéttrúboð- ið íslenzka er endanlega pólitískt gjaldþrota. Áratugum saman boð- aði það formúlu sósíalisma (afnám einkaeignarréttar og allsherjar- þjóðnýtingu). I nafni þessarar for- múlu, sem alls staðar hefur endað í lögregluríki, klufu menntakomm- arnir verkalýðshreyfinguna og flokk hennar, Alþýðuflokkinn, hvað eftir annað. Nú afneita þeir að vísu fortíð sinni eins og Pétur postuli forðum. En þeir hafa aldrei haft manndóm til að brjóta til mergjar hvers vegna þeir höfðu rangt fyrir sér í öllum grundvallaratriðum í hugmynda- fræðistyrjöld þeirra gegn lýðræðis- jafnaðarmönnum í hálfa öld. Enn halda þeir dauðahaldi í ríkisforsjár- trúna — enda árangursleysi þeirra í þremur ríkisstjórnum með endem- um. Þess vegna eru þeir rúnir trausti. Þess vegna eiga þeir ekkert erindi við ungt fólk. Þess vegna er þeirra tími liðinn. AHsnægtir og örbirgð Til skamms tíma var mikill völlur á markaðshyggjupostulum yngri kynslóðar í Sjálfstæðisflokknum. Hver er ágreiningur jafnaðar- manna við þá? Vissulega ekki um nauðsyn samkeppni á markaði til að halda niðri kostnaði og vöru- verði, neytendum í hag. Ekki heldur um frelsi einstaklingsins til fram- taks og frumkvæðis í atvinnulífinu sem forsendu hagvaxtar — bættra lífskjara. Um þetta er enginn ágreiningur við jafnaðarmenn. Það er þegar markaðshyggju- postular afneita ábyrgð og hlut- verki lýðræðislega kjörins ríkis- valds til að stuðla að jafnari eigna- og tekjuskiptingu en markaðurinn skilar, sem jafnaðarmenn segja: Hingað en ekki lengra. Dreift efna- hagsvald (blandað hagkerfi) sem forsenda lýðræðis — já. En óheftur markaðsbúskapur leiðir til um- skautunar þjóðfélagsins, þar sem allsnægtir forréttindahópa og ör- birgð og réttleysi fjöldans þrífst hlið við hlið. Slíkt þjóðfélag fær ekki staðizt til lengdar. Slíkt þjóðfélag er siðferðilega fordæmanlegt. Sögulegt hlutverk Það er sögulegt hlutverk lýð- ræðisjafnaðarmanna að koma í tæka tíð í veg fyrir að þjóðfélagið leysist upp í stríðandi hópa, sem sagt hafa sig úr lögum hver við ann- an og berast á banaspjótum. Það gera jafnaðarmenn með fyrirbyggj- andi þjóðfélagslegum umbótum gegnum tekjujöfnunarkerfi (eins og t. d. skatta, trygginga- og hús- næðislánakerfi) á vegum ríkisvalds- ins. íafnréttI Félagar í FUJ i Hafnarfirði hafa gefið út blaðið „Jafnrétti“. Er þar að finna greinar eftir Elínu S. Harðardóttur, Emil L. Sigurðsson, dr. Gylfa Þ. Gíslason, Guðmund Árna Stefánsson og Jón Baldvin Hannibalsson, með meiru, en það er einmitt grein Jóns Baldvins sem er að finna hér á baksíðu Alþýðu- blaðsins. • Ef við viljum brúa bilið milli hinna tveggja þjóða, verðum við að beita úrræðum jafnaðar- manna. • Ef við viljum tryggja hinum ungu og eignalausu þegnrétt í þessu þjóðfélagi, verðum við að beita úrræðum jafnaðarmanna. • Þess vegna á jafnaðarstefnan nú greiðari aðgang að hug og hjarta unga fólksins en nokkru sinni síðan á kreppuárum. • Þess vegna á jafnaðarstefnan framtíðina fyrir sér hér á landi sem annars staðar. — Jón Baldvin. Molar stjórinn. Mig vantar eiginlega tvo, einn til að taka við starfinu — og svo þann sem ég hafði áður! Hlutfallið á reiki Það er gamall siður á ýmsum blöðum að reyna að gera fyrir- sagnir þannig úr garði að þær verki spennandi og hvetji lesand- ann til að kynna sér nánar efni greinarinnar. Ýmis brögð eru not- uð í þessu efni og stundum kemur fyrir að í fyrirsögninni er kveðið mun fastar að orði en frásögnin gefur tilefni til. Þannig gerðist það í einu dag- blaðanna nú fyrir skemmstu, þeg- ar greint var frá jarðskjálftanum í Mexíkó, að samkvæmt fyrirsögn á forsíðu var Mexíkóborg í rúst. Inni í blaðinu var svo ekki nema hálf borgin í rúst og daginn eftir voru rústirnar komnar niður í einn þriðja hluta borgarinnar, sem kannski er nú yfrið nóg þegar allt kemur til alls. Auglýst eftir heilsugæslu Vormenn frjálshyggjunnar halda því fram, sem kunnugt er, að hið opinbera eigi að hafa sem allra minnst afskipti af þegnum þjóð- félagsins en láta einkaaðilum eftir að sinna hvers kyns þjónustu. Þannig er það mál manna sem aðhyllast þessar kenningar, að m.a. sé hið frjálsa framtak ein- staklinganna fullfært um að ann- ast heilsugæslu. Þessar kenningar mælast að vísu misjafnlega fyrir, en a.m.k. einn þegn hins íslenska þjóðfélags leitar um þessar mund- ir að heilbrigðisþjónustu hins frjálsa framtaks. Þetta er rithöf- undurinn Pjetur Hafstein Lárus- son, sem nýlega birti eftirfarandi auglýsingu hér í blaðinu: Auglýsing — eftir tilboðum í lœkningu þrátláts kvefs Þar eð ég undirritaður hef lengi þjáðst af þrálátu kvefi sem er þeirr- ar náttúru að eigi má á því vinna innan félagslegs heilbrigðiskerfis, auglýsi ég hér með eftir tilboðum I lækningu af þessu mínu meini. Þeim læknum sem hug kynnu að hafa á tilboði í nefið á mér og því sem þar leynist innan nasa, skal bent á að skilafrestur rennur út 1. október nk. Tilboðin sendist undirrituðum að Baldursgötu 3 í Reykjavík. Pjetur Hafstcin Lárusson. Þessi mynd birtist fyrir skemmstu í NATÓ-blaðinu (NATO Review) og sýnir utanríkisráðherra 35 ríkja stilla sér upp til myndatöku á 10 ára afmæli Helsinki-sáttmálans. Nýkjörinn heiðursforseti Nato er að sjálf- sögðu með á myndinni. Hann er að finna yst til hœgri og trúlega í sérstakri heiðursforsetastellingu. Að láta sig hverfa Það gerist alltaf annað slagið að menn sem trúað er fyrir veruleg- um fjármunum, falli í þá freistni að láta eitthvað af þeim — og stundum helst allt saman — renna í eigin vasa. Nýleg dæmi um þetta eru framkvæmdastjóri Blindrafé- lagsins, sem gerðist sekur um fjár- drátt svo sem kunnugt er af blaða- skrifum, og sömuleiðis herma nú nýjustu fregnir að annað viðlíka mál sé komið upp kringum Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna. Svo er sagt að maður nokkur í atvinnuleit hafi nýlega komið að máli við forstjóra ónefnds fyrir- tækis hér í borginni og spurt hvort rétt væri að hann vantaði gjald- kera. — Jú, það er rétt, sagði for-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.