Alþýðublaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. október 1985 187. tbl. 66. árg Brunabótafélagið: Nauðungaruppboðin:______ Auglýst fyrir tíu milljónir Lækkar iðgjöld um allt að 75% Brunatjónum á íbúðarhúsum hefur fækkað verulega það sem af er árinu. Þeir sem eiga í greiðsluerfiðleikum borga brúsann Á grundvelli samþykktar stjórn- ar Brunabótafélagsins hinn 29. sept. sl. hefur nú verið gerður samningur milli félagsins og Garða- bæjar um verulega lækkun fast- eignaiðgjaldanna. Lækkunin nem- ur við endurnýjun allt að 39,13% fyrir íbúðarhús úr steini, allt að 74,07% fyrir íbúðarhús úr timbri, og verða þar með sömu iðgjöld af íbúðarhúsum úr steini og timbri, eða 0,14 o/oo af brunabótaverð- mæti. Með hliðsjón af þessum samn- ingi við Garðabæ tekur samþykkt stjórnar Brunabótafélagsins jafn- framt til allra annarra sveitarfélaga, sem hafa samninga við Brunabóta- félagið. í atvinnurekstri lækka iðgjöld að meðaltali um 20%, en mögulegt er að ná fram hagstæðari lækkun á ið- gjöldum atvinnuhúsnæðis með sér- stökum brunavarnaráðstöfunum á vinnustað, einkaslökkvivörnum og viðvörunarbúnaði. Sérstakir varmaveituafslættir verða nú 33%, áður 10%, og sér- stakir brunavarnaafslættir verða allt að 30%, áður 25%, og verða þar með almenn iðgjöld íbúðarhús- næðis á varmaveitusvæði og við bestu brunavarnaaðstæður 0,14 o/oo. Að sögn Brunabótafélagsins er þessi ákvörðun tekin vegna þess að brunatjónum á íbúðarhúsum, bæði steinsteyptum og úr timbri, hefur fækkað verulega með tilkomu varmaveitna, sem ná til um 80% ibúðarhúsnæðis í landinu. Lauslega áætlað munu fógeta- embættin á íslandi hafa það sem af er þessu ári variö samtals kringum 10 milljónum króna, eða jaf nvel ríf- lega það, til að auglýsa nauðungar- uppboð á eignum fólks, sem ekki hefur getað staðið í skilum með greiðslur. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í grein Svavars Gests- sonar, formanns Alþýðubandalags- ins, í DV í fyrri viku, eru nauðung- aruppboðsauglýsingar í Lögbirt- ingablaðinu einu orðnar nær sex þúsund talsins á fyrstu níu mánuð- um ársins, eða um það bil jafn- margar og allt árið í fyrra. Nauðungaruppboðin eru þó sem kunnugt er auglýst víðar en í Lög- birtingi. Þannig eru nauðungar- uppboðsauglýsingar algeng sjón á síðum DV, auk ýmissa landsmála- blaða. Hjá fógetaembættunum er ekki haldin nákvæm skrá yfir fjölda auglýsinga af þessu tagi, en eftir því sem næst verður komist munu aug- lýsingar í almennum blöðum vera nálægt 70% af fjölda auglýsinga í Lögbirtingablaðinu. Verð auglýs- inganna er nokkuð misjafnt, en Konan í íslensku þjóðfélagi er meðal þess sem rœtt verður á sjöunda landsfundi SA „Á landsfundinum munu að sjálfsögðu fara fram venjuleg landsfundarstörf og starfsemin síð- ustu tvö árin rædd. Fyrir liggja til- lögur til lagabreytinga sem ætlunin er að ræða ítarlega og þá reikna ég með miklum umræðum um sér- stakt verkefni sem lagt verður fyrir fundinn og fjallar um konuna í ís- lensku þjóðfélagi. Á fundinum verða flutt erindi um konur og tæknimál annars vegar og konur og framboðsmál hins vegar og eru þar áhugaverð efni á ferðinni,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sambands alþýðuflokkskvenna, í samtali við Alþýðublaðið. Samband alþýðuflokkskvenna heldur sinn sjöunda landsfund að Hótel Loftleiðum (Kristalssal) um næstu helgi. Landsfundinn setur Kristín kl. 20 á föstudagskvöld og í kjölfarið fylgir ávarp formanns AI- mun að meðaltali ekki vera langt frá þúsundkallinum fyrir hverja auglýsingu. Lögbirtingablaðið fær að sjálf- sögðu langmest í sinn hlut, þar eð allar nauðungaruppboðsauglýsing- ar birtast þar. Af almennum blöð- um hefur DV mestar tekjur af þess- ari tegund auglýsinga og mun láta nærri að blaðið hafi haft um þrjár milljónir króna í tekjur af nauð- Framh. á bls. 3 Evrópuráðið: Gegn losun kjarn- orkuúrgangs í hafið Kjartan Jóhannsson helsti hvatamað- ur samþykktarinnar þýðuflokksins og erindi Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og Jóhönnu Sig- urðardóttur um framboðsmál og tæknimál. Á laugardaginn taka síð- an til hendinni nefndir og starfs- hópar með almennum umræðum og umræðum um lagabreytingar. Venjulegum landsfundarstörfum lýkur með kosningum, en um kvöldið tekur síðan við kvöldfagn- aður (sjá nánar í auglýsingu í blað- inu). Evrópuráðið styður bann við los- un á kjarnorkuúrgangi í hafið. Samþykkti ráðið í fyrradag ályktun þess efnis, að slíku banni yrði hald- ið til streitu. Fundir Evrópuráðsins standa nú yfir og sitja þá fyrir íslands hönd þeir Kjartan Jóhannsson, Ingvar Gíslason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (sem reyndar er kom- inn heim). Fulltrúar 21 þjóðar V-Evrópu deildu um það á hvern hátt skyldi hafa stjórnun á og eftirlit með kjarnorkuúrgangi, og þá einkum úrgangi sem telst á lágum eða milli- stigs styrkleika geislavirkni. Það var Kjartan Jóhannsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, sem ásamt Maurice Miller frá breska Verka- mannaflokknum, stóð á bak við breytingatillögu við upphaflega ályktun. I henni felst að því er beint til ríkisstjórna að forðast losun kjarnorkuúrgangs í hafið í ljósi nið- urstaðna tæknilegra sérfræðinga á yfirstandandi ráðstefnu i London, þar sem fulltrúar 60 þjóða ræða slíka losun kjarnorkuúrgangs. Var Kjartan Jóhannsson breytingatillagan, og síðan heildar- tillagan, samþykkt samhljóða. Evrópuráðið samþykkti að leitað skyldi annarra og öruggra leiða til að Iosna við kjarnorkuúrgang en að losa hann í hafið. Meðal annars skuli kannað hvort fleiri en ein þjóð Framh. á bls. 3 Var einhver að tala um óperettuþjóðfélag? Ríkisstjórnin liggur nú á gjör- gæsludeild þjóðarsjúkrahússins. Lífsandann dregur hún í gegnum öndunarvél ráðleysis og blóðgjöf- in er slitrótt því blóðgjafar finnast fáir. Dauðastríðið er orðið langt og þjáningarfullt, og sjálfir ráð- herrarnir vilja að allar vélar verði teknar úr sambandi, svo binda megi enda á þetta erfiða líf. Fjármálaráðherra var búinn að berja í gegn drög að fjárlagafrum- varpi með því að hóta stjórnarslit- um. Framsókn vildi ekki láta hlut sinn fyrir manninum með ljáinn, og gekk að kröfum hans. Nokkru síðar hélt þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins fund í Stykkishólmi og heimtaði frekari niðurskurð. Hann var heldur ekki tilbúinn að samþykkja fiskveiðistefnu sjávar- útvegsráðherra. Framsóknarmenn urðu kringl- óttir í framan. Þeir töldu sig hafa gleypt nóg. En svo var ekki. Þeim hlýtur að líða eins og gæsunum, sem troðið er í með maskínum svo lifrin megi stækka. Þeir telja Sjálfstæðisflokkinn hafa svikið. Um leið fagnar fjármálaráðherra þeirri niðurstöðu, að hans eigin flokkur skuli vera honum sam- mála um að frekari niðurskurður sé nauðsynlegur. Síðan koma helstu máttarstólp- ar Sjálfstæðisflokksins í hópi iðn- rekenda og lýsa því yfir, að allt fari norður og niður ef enn meiri niðurskurði verði ekki beitt. Þeir boða að óbreyttu verðbólgu með þriggja stafa tölu. Vinnuveitenda- sambandið telur hrun framundan og hagfræðingur þess, sem hefur lýst efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar sem einskonar helstefnu, er orðinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Og stöðugt elnar sjúklingnum sóttin. Öndunarvélin er að stíflast af hrakyrðum flokksmanna stjórnarflokkanna, og blóðið sem sjúklingurinn fær er að verða glært. En steininn tekur fyrst úr, þegar stuðningsblöð stjórnarfíokk- anna, a.m.k. Sjálfstæðisflokks- ins, sem kalla mætti skottulækna sjúklingsins, neita að annast hann Iengur. Bæði Morgunblaðið og Dagblaðið prenta í bak og fyrir fréttir um vantraust, skort á stuðningi og almenna andúð á stefnu stjórnarinnar. Á annarri síðu Moggans í gær segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda: „Taki stjórnin ekki á vand- anum er best að hún segi af sér.“ Á þriðju síðu segir í fyrirsögn: „Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins: Andvígur lögfestingu fisk- veiðistefnu til langs tíma“ Á bak- síðu Moggans er að finna þessa fyrirsögn: „Bullandi vantraust á ríkisstjórnina sagði Sverrir Her- mannsson um umræður á þing- flokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á ríkisstjórn til umræðu á þing- flokksfundi næsta mánudag“ í Dagblaðinu í gær eru svo nokkrar fyrirsagnir í svipuðum dúr. Þar segir í aðal-forsíðufrétt: „Ríkisstjórnin rétt mer það“ og er vísað til niðurstöðu skoðana- könnunar blaðsins. Þar kemur fram, að 51,8% þeirra, sem taka afstöðu, fylgja ríkisstjórninni, en 48,4% eru henni andvígir. Þá er önnur forsíðufyrirsögn, sem hljóðar svo: „Iðnaðarráðherra: Komið að leiðarlokum í stjórnar- samstarfinu" Haft er eftir ráð- herranum, að alla stefnumörkun vantaði í fjárlögin, sem væru „heilagur hafragrautur". Þriðja fyrirsögnin á forsíðunni er á þessa leið: „Sverrir Hermannsson og Albert Guðmundsson: Styðja Þorstein í ríkisstjórnina“ Það þykir fréttnæmt á því blaði, að tveir helstu ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins skuli styðja formann flokksins. — Á baksíðu er eftir- farandi haft eftir Þórarni Sigur- jónssyni, þingmanni Framsókn- arflokksins: „Þjóðin er uggandi ef við höldum áfram á þeirri braut sem horfirí* Var einhver að tala um óperettuþjóðfélag? Nú er bara að vita hvort nýir blóðgjafar finnast. Ekki er fýsilegt fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að gerast blóðgjafi, þegar skottulæknarnir hafa nánast úrskurðað sjúkling- inn látinn. En það virðist nú eina ráð stjórnarinnar, a.m.k. Sjálf- stæðismanna, að leita til hans á þessum örlagatímum. En ráð- herratitill hans mun engu breyta um lifdagana. Þeir hljóta að vera orðnir marg- ir Sjálfstæðismennirnir, sem nú vilja taka allar maskínur úr sam- bandi og veðja á hraustari líkama. Til þess hafa þeir ýmsar forsend- ur, svo sem verulegt fylgi í skoð- anakönnunum. — En leikur skottulæknanna á eftir að æsast. Þeir þyrftu þó að hafa í huga þann gamla sannleik, að enginn er ómissandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.