Alþýðublaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 1
Bókhaldskunnátta fyrirtækja: Miðvikudagur 16. október 1985 197. tbl. 66. árg. Aðeins rúmlega þriðja hvert fyr- irtæki á íslandi, 35“/o, hefur bók- haldið í lagi, ef marka má niður- stöður úr úttekt þeirri sem embætti skattrannsóknarstjóra fram- kvæmdi nýlega og náði til ríflega Svarti listinn: Hefur fyrirtækið ekki starfsleyfi? Einkafyrirtœki tekur saman svartan lista yf- ir skuldara og selur hverjum sem hafa vill, en virðist ekki hafa lögbundið leyfi. Svarti listinn sem bankastjórarn- ir blaða i áður en þeir taka ákvörð- un um hvort þorandi sé að veita við- skiptamönnum lán, er að stærstum hluta unninn af einkafyrirtæki i Hafnarfirði. Reiknistofa bankanna kaupir upplýsingar um dóma, gjaldþrotaskipti og nauðungarupp- boðsauglýsingar af fyrirtækinu og bætir við upplýsingum sem fengnar eru úr bankakerfinu, einkum um lokun ávísanareikninga. Svo virðist sem einkafyrirtæki það sem hér um ræðir hafi nú ekki formlegt starfs- leyfi- frá Tölvunefnd svo sem skylt er samkvæmt lögum. Starfsleyfi var gefið út árið 1982 til handa Reiknistofu Hafnarfjarð- ar en eigendur þess fyrirtækis hafa nú skipt fyrirtækinu upp og vinnsla „svarta listans" er nú í höndum annars þeirra, Gylfa Sveinssonar, og fyrirtækis hans, sem nú heitir Reiknistofan í Kópavogi en mun innan skamms breyta um nafn og heita þá Reiknistofan hf. Ekkert starfsleyfi hefur verið gef- ið út til handa nýja fyrirtækinu og ekki heldur sótt um slíkt leyfi. Að sögn Gylfa Sveinssonar er svarti listinn gefinn út tvisvar á ári og kostar 2.800 krónur. Upplýsing- ar eru tengnar hjá dómstólum að því er varðar dóma vegna vanskila, en auk þess eru upplýsingar um gjaldþrotaskipti unnar upp úr Lög- birtingablaðinu og þeir sem fá á sig auglýsingar um nauðungaruppboð í dagblöðum, lenda einnig á þessum lista. í því sambandi skiptir engu máli hvort viðkomandi eign er seld eða eigandanum tekst að koma í veg fyrir uppboð á síðustu stundu með því að greiða skuldina eða semja um hana. Nafn hans fer óhjá- kvæmilega inn á svarta listann í báðum tilvikum. Þannig eru í rauninni tveir svartir listar í gangi. Sá fullkomnari, sem unninn er af Reiknistofnun bank- anna með viðbótarupplýsingum um lokun ávísanareikninga ásamt Framh. á bls. 3 BJ endanlega klofið? Kristín Kvaran: Ef BJ deyr við úrsögn okkar hlýtur það að hafa verið dautt fyrir. „Ef Bandalag jafnaðarmanna deyr við úrsögn okkar úr lands- nefndinni þá hlýtur það að hafa verið dautt fyrir. Við erum að reyna að sýna fram á að landsnefndin er aðeins nefnd sem kjörin er á milli landsfunda. Bandalag jafnaðar- manna kusu um tíu þúsund manns í síðustu kosningum, en i lands- nefndinni eru aðeins örfáar mann- eskjur. Ef það á að fara að reka landsnefndina eins og eitthvert einkafyrirtæki, þá nennum við ekki að standa í þessu,“ sagði Kristín Kvaran, þingmaður BJ, er Alþýðu- blaðið ræddi við hana í gær í tilefni af úrsögn hennar og Koibrúnar Jónsdóttur úr landsnefnd Banda- lagsins. Það hefur vart farið framhjá neinum að Bandalag jafnaðar- manna riðar nú til falls vegna inn- byrðis sundrungar flokksmanna. Má heita að BJ sé gjörsamlega klof- ið í tvennt, í „jafnaðarmannaarm" og „frjálshyggjuarm". Þingmenn- irnir Stefán Benediktsson og Guð- mundur Einarsson eru taldir hlið- hollir frjálshyggjuarminum, hvers talsmenn eru ötulastir formaður og varaformaður landsnefndarinnar, Kristófer Már Kristinnsson og Val- gerður Bjarnadóttir. Kristín og Kol- brún teljast hins vegar til jafnaðar- mannaarmsins og sögðu sig úr landsnefndinni þegar bréf var borið út um lokaðan fund nefndarinnar. Aðspurð um vægast sagt fjand- samlegan tón í málflutningi lands- nefndarformannsins og hvort BJ næði sér nokkurn tímann upp úr þessum deilum sagði Kristín, að Kristófer Már yrði að gera það upp við sjálfan sig hvort hann telur mál- flutning sinn BJ til framdráttar eða ekki. „Það hlýtur að vera hans mat hvort hann heldur þessum skrípa- leik áfram eða ekkiý sagði Kristín. fjögur hundruð fyrirtækja í Reykjavík, Reykjanesi og Norður- landi eystra. Niðurstöður þessarar rannsókn- ar voru kynntar blaðamönnum í gær og sagði skattrannsóknastjóri, Garðar Valdimarsson, við það tækifæri að hann væri sannfærður um að rannsóknir af þessu tagi skil- uðu árangri og fyrirtæki í þeim at- vinnugreinum sem rannsakaðar Garðar Valdimarsson, skattrannsóknastjóri hefðu verið myndu í mörgum tilvik- um bæta ráð sitt. Það vekur sérstaka athygli í nið- urstöðum rannsóknarinnar að tvær þjónustugreinar sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera færar um að halda bókhaldinu í lagi og í því formi sem lög mæla fyrir um, koma mjög illa út úr rannsókninni. Hér er um að ræða fyrirtæki í lögfræði- og bókhaldsþjónustu. Bókhaldsþjónustan er að vísu ör- lítið yfir meðallagi. 38% fyrirtækja í þessari grein reyndust hafa bók- haldið í lagi en fyrirtæki sem annast lögfræðiþjónustu gátu aðeins í 23°/o tilvika sýnt bókhald sem reyndist vera í samræmi við lög. Garðar Valdimarsson, skattrann- sóknarstjóri, og Skúli Eggert Þórð- FUJ-Hafnarfirði: Erlingur Kristenson formaður Á fundinum urðu miklar um- ræður um starf félagsins undanfar- ið og mikill hugur í mönnum að .efna til átaks í tilefni af væntanleg- um sveitarstjórnarkosningum. Þá fór fram á laugardaginn fram- haldsaðalfundur Félags ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Fjölmarg- ar ályktanir lágu fyrir fundinum og urðu um þær talsverðar umræður. Aðalfundur Félags ungra jafnað- armanna í Hafnarfirði var haldinn sl. laugardag og var formaður kjör- inn Erlingur Kristenson, skrifstofu- maður. í stjórn félagsins voru auk hans kjörin þau Emil Þ. Sigurðsson, María Kjartansdóttir, Marínó Hafnfjörð Þórisson og Ingólfur Jónsson, en til vara Rannveig Haf- berg og Elín Harðardóttir. verstir — Aðeins tœplega fjórða hvert fyrirtœki í lögfræðiþjónustu hef- ur bókhaldið í lagi. arson, deildarstjóri, sem skýrðu niðurstöðurnar fyrir blaðamönn- um í gær vildu taka sérstaklega fram að niðurstöðurnar væru mælikvarði á ástand reikninga og þótt reikningar væru í ólagi, væri ekki þar með sagt að um skattsvik væri að ræða. Aðspurður sagði Garðar þó að reynslan sýndi að ákveðin fylgni væri milli ágalla í bókhaldi og skattsvika. Markmið rannsóknarinnar var að sögn þeirra tvímenninganna, fyrst og fremst að kanna ástandið í bókhaldi fyrirtækja í þeim atvinnu- greinum sem kannaðar voru, en ekki að sannreyna skattskil fyrir- tækjanna eða hugsanleg skattsvik. Engu að síður voru skattsvik svo augljós hjá nokkrum fyrirtækjum að ekki verður hjá því komist að láta þessi fyrirtæki sæta nánari rannsókn. Ekki vildu þeir Garðar og Skúli upplýsa nákvæmlega hversu mörg þessi fyrirtæki væru né í hvaða atvinnugreinum en létu á sér skilja að þau væru upp undir tíu talsins. Samkvæmt lögbundinni þagnar- skyldu embættisins er ekki unnt að skýra frá því hvaða fyrirtæki um er að ræða fyrr en ef til þess kemur að opinber ákæra verði gefin út. á hendur þeim. Rafmagnið hlutfalls- lega ódýrara Sé miðað við byggingarvísi- tölu, hefur orðið veruleg lækk- un á raungildi kostnaðar við heimilishitun með rafmagni á sl. tveimur árum, að því er segir í frétt frá Iðnaðarráðuneytinu í gær. Verð raforku til húshitunar er nú aðeins rúmlega 68% af þvi sem það var í ágúst 1983, en á þessu timabili hefur verð á raf- orku til húshitunar aðeins hækkað einu sinni. Það var um sl. áramót. Þessi raungildislækkun, gild- ir, eins og áður segir, sé miðað við hækkun byggingarvísitölu á þessum tíma, en svo sem kunn- ugt er hefur einnig orðið nokkur lækkun á raungildi launa á þess- um tíma. Jón Ottar Ragnarsson: „Frjálshyggjan leiðir til ófarnaðar og andlegrar gróðureyðingar“ „Frjálshyggja er ailt annað en frjálslyndi. Það er öfgastefna til hægri, sem hvergi hefur leitt til annars en ófarnaðar og andlegrar gróðureyðingar“. Það er Jón Ott- ar Ragnarsson, dósent, sem þann- ig kemst að orði í grein í Dagblað- inu/Vísi í síöustu viku. Jón Óttar skefur ekkert utanaf hlutunum, þegar hann ræðst gegn frjálshyggjunni með góðum og' gildum rökum. Hann segir m.a., að í atvinnulífinu geti þessi stefna, í fyrstu, haft svipuð áhrif og frjálslyndar stefnur, en í vel- ferðar- og menningarmálum sé hún skemmsta leiðin til glötunar. Þessi leið banni rikisstuðning við rannsóknir, þróun hugvits og hugbúnaðar, raunar við allt sem kallast æðri menntun, vísindi og menning. Jón Ottar segir frjálshyggjuna stefnu hinna nísku, sem spari eyr- inn og kasti krónunni, og halda að með því móti séu þeir að stuðla að nýrri framfarasókn. Því miður séu það alltof margir, sem átti sig ekki á því, að þessi stefna myndi ekki leysa efnahagsvandann, heldur endanlega koma þjóðinni á kaldan klaka. Það er augljósara en frá þurfi að segja, að velji ríkis- stjórnin þessa stefnu, verði frjáls- lynd öfl á íslandi endanlega að finna sér nýjan farveg. Jón Óttar er þarna að lýsa sjón- armiðum fjölmenns hóps, sem er við það að gefast upp á Sjálfstæð- isflokknum, þeirri afturhalds- semi og Thatcher-isma, sem hefur heltekið ýmsa forystumenn flokksins. Þessi hópur finnur eng- an hljómgrunn fyrir skoðanir sín- ar í Sjálfstæðisflokknum. í grein sinni segir Jón, að iík- urnar á verulegum árangri ríkis- stjórnarinnar í framhaldi af upp- stokkun séu ekki miklar. Skuggi frjálshyggjunnar hvíli sem mara yfir íslensku þjóðfélagi, og geti hvenær sem er lokað síðustu smugunni. Hann segir orðrétt: „íslenskt þjóðfélag er á heljar- þröm. Hvert sem litið er blasa við gjaldþrota atvinnufyrirtæki, jafnvel heilir atvinnuvegir i spennitreyju skuldklafans. Ef uppstokkun ríkisstjórnarinnar getur orðið til þess að hleypa nýju blóði í þá framfarasókn, sem hér var rétt að hefjast, er hún bæði tímabær og nauðsynleg. Til þess að það takist verður stjórnin að hafna öfgum til hægri og vinstri, og gera frelsi einstaklingsins og velferð hans að meginmarkmiði og kjölfestu". Jón Óttar Ragnarsson er einn hinna frjálslyndu, framfara- sæknu menntamanna, sem tais- vert hafa látið i sér heyra að und- anförnu. Um leið og hann gerir kröfu til frelsis einstaklingsins til athafna, krefst hann velferðar fyrir alla þegna, og vill ekki að eyðilagt verði það sem áunnist hefur. Hann vill jafnframt, að ríkis- valdið styðji menntun og menn- ingu, vísindi og listir, og hafnar þar með þeim Thatcher-isma, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gæla við. Grein Jóns er alvar- leg viðvörun til Sjálfstæðisflokks- ins. Því miður verður Jón Óttar, eins og margir aðrir, fyrir miklum vonbrigðum. Frjálshyggjan mun tröllríða aðgerðum hinnar upp- stokkuðu ríkisstjórnar, og ekkert getur komið í veg fyrir það, nema ef vera skyldi nokkrir Framsókn- armenn, sem ekki vilja láta rústa endanlega félagshyggjuáform Framsóknar, og slíta stjórnarsam- starfi frekar en að kokgleypa allan óþverrann. Frjálslynt fólk á borð við Jón Óttar á eftir að verða hálfgerðir landleysingjar í stjórnmálum, ef það telur Sjálfstæðisflokkinn eina flokkinn og einu leiðina til pólitiskrar sáluhjálpar. En Jóni er það nokkur huggun, að ekki veld- ur sá er varir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.