Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 24. október 1985 Drýgið lág laun — kaupið góða vöru ódýrt: Hagkaup Hjá Hagkaup í Skeifunni hittum við forstjórann Jón Ásbergsson og báðum hann að segja okkur það helsta, sem á daga Hagkaups hefur drifið á tuttugu og fimm ára ferli fyrirtækisins. Varð hann góðfús- lega við þeirri bón. Frumbýlingsár Á haustmánuðum 1959 hófst undirbúningur að stofnun nýrrar verslunar í Reykjavík, sem átti að verða með nokkuð öðrum brag en tíðkaðist. Var Pálmi Jónsson frum- kvöðull og stofnandi fyrirtækisins, en fyrirmynd að verslunarrekstrin- um sótti Pálmi vestur um haf til Bandaríkjanna. Þar þrifust póst- verslanir (mail orders) og afsláttar- búðir (discount stores) innan um virðuleg verslunarhús, kjörmark- aði, hverfisbúðir og sérverslanir, en markmið hinna fyrrnefndu var að selja vörur í miklu magni með sem minnstum tilkostnaði á lágu verði. Samkeppni og val neytandans skáru svo úr um hver hefði betur í viðskiptum. Slíkur hugsanagangur þótti sjálfsagður vestanhafs en hafði ekki rutt sér til rúms hér á ís- landi. Eftir langa umhugsun og leit að nafni sem hæfði, var ákveðið að hið nýja fyrirtæki skyldi heita HAGKAUP. Fékk það inni fyrir starfsemi sína í gripahúsum og hlöðu Geirs bónda í Eskihlíð. Póstlistar Fyrsta verk starfsmanna HAGKAUPS var að safna saman vörum í fyrsta póstlistann og senda hann út. Þeir sem fengu iistann voru valdir af handahófi úr síma- skránni. Undirtektir voru góðar, þeir sem pöntuðu urðu sjálfkrafa áskrifendur að næstu listum. Þessi starfsemi óx hægt og örugglega. Viðskiptamenn voru um land allt. Fyrirtækið keypti vörur víða að, bæði frá heildsölum og innlendum framleiðendum. Póstlistar komu út á nokkurra mánaða fresti og lögðu starfsmenn sig í líma við að gera þá sem best úr garði með Ijósmyndum og vörulýsingum svo kaupandi gæti gert sér glögga grein fyrir vörunni. Þegar áskrifendur voru sem flestir fóru tólf þúsund póstlistar til við- skiptavina HAGKAUPS. Góðar undirtektir sýndu að HAGKAUP var á réttri leið, ekki aðeins bárust pantanir frá dreifðum byggðum landsins, heldur líka frá Reykjavík og nágrenni. Næsta skref var að opna afgreiðslu í Miklatorgi, vísi að verslun. Var hún opnuð 1960. Búðin í Eskihlíð varð fljótt vinsæl, ekki aðeins fyrir fólk úr Reykjavík, þangað komu viðskipta- vinir víða að. í Lækjargötu 4 átti Reykjavíkur- borg gamalt og virðulegt hús, sem hafði verið lengi í leigu undir versi- unarrekstur. Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað þar 27. janúar 1891, og þar opnaði HAGKAUP verslun 1964. Einkenni á búðum HAGKAUPS á þessum árum var einfaldur umbúnaður — Iítill tilkostnaður og hröð velta gerði fyrirtækinu kleift að halda vöruverðinu lágu. Það þótti ekki beint fínt að versla í HAGKAUP, jafnvel talað í niðrandi tón um HAGKAUPS-vörur; það var hald manna þá, að ódýrar vörur gætu ekki verið vandaðar. Þessi öfug- snúni hugsunarháttur loddi lengi við, en nú hefur HAGKAUP sann- að hið gagnstæða: ódýrar vörur geta verið vandaðar, vandaðar vör- ur eiga að vera ódýrar. Hagkaupssloppar Lengi vel var fatnaður og vefnað- arvara stærstur hluti af vöruvali i HAGKAUP. Seld voru.bæði inn- lend og erlend föt, en fljótt þótti hagkvæmt að opna saumastofu til að sinna þörfum viðskiptavinanna. Árið 1964 var saumastofa sett á laggirnar í Bolholti, þangað voru flutt lager fyrirtækisins og póst- verslunin. Til að auka afköst saumastofunnar var talsvert af létt- um saum sent til heimavinnandi húsmæðra. Þekktasta flíkin sem saumastofa HAGKAUPS vann var sloppur nefndur eftir fyrirtækinu og landsþekktur á sinni tíð. Efnið kom frá Þýskalandi og fyrsta send- ingin var feikistór. Þeir strangar geymdu efnið sem náði frá Reykja- vík austur á Hellu. HAGKAUPS- slopparnir urðu geysivinsælir enda þægilegar flíkur og handhægar. Þegar framleiðslu á þeim var hætt var búið að sauma hátt á annað- hundrað þúsund sloppa á sauma- stofu HAGKAUPS. Matvörur Matvörur voru ekki á boðstólum í Hagkaup fyrir 1967, nema þegar boðið var uppá jólaepli í kössum, sem þá voru afgreidd beint af bíln- um fyrir utan Miklatorg. Svo seldi HAGKAUP sælgæti í eigin pakkn- ingum. Matvöruverslun á viðreisnarár- unum var svo til eingöngu í hönd- um kaupmannsins á horninu, nokkrar keðjur áttu verslanir í borginni: Silli og Valdi, Kron og Sláturfélagið, breytingar á sviði smásöluverslunar voru litlar. Snemma sumars 1967 komst HAGKAUP á snoðir um appelsín- ur í Florída á hagstæðu verði. Með því að kaupa sjálft inn nýtíndar appelsínur til landsins, gat HAG- KAUP boðið þennan holla ávöxt á Rœtt viö Jón Asbergsson for- stjóra um sögu fyrirtœkisins og helstu viðburði í tilefni af tuttugu og fimm ára af- mœlinu. í aldarfjórðung helmingi lægra verði en aðrar versl- anir í Reykjavík — 17,50 kostuðu appelsínur í HAGKAUP, meðan þær kostuðu 30 til 35 krónur hvert kíló í öðrum verslunum í bænum. Sendingin seldist upp á svipstundu og þá var ákveðið að opna almenna matvörudeild í Miklatorgi og bjóða þar vörur frá heildsölum og fram- leiðendum, og jafnvel flytja meira inn beint. Matvörudeildin opnaði í október 1967 og vakti mikla athygli manna og urðu blaðaskrif um lágt vöruverð ekki síst til þess. Fyrstu sendingarnar hurfu úr búðinni á fá- um dögum. En þá kom babb í bát- inn. Smásalar báru sig illa við heild- salana og kvörtuðu undan sam- keppninni. Hættu sumir kaupmenn viðskiptum við heildsala sem seldu HAGKAUP vörur. Sáu þeir sig til- neydda að hætta þegar í stað við- skiptum við HAGKAUP, þeir heildsalar sem Iétu aðvaranir smá- sala sem vind um eyrum þjóta misstu af viðskiptum fyrir bragðið. Átökin milli HAGKAUPS og smásala vöktu mikla athygli og um- ræðu og þótti mönnum lítið fara fyrir frjálsum samkeppnisanda í máli þessu. Félag matvörukaup- manna neitaði opinberlega að fé- lagsmenn sínir stæðu fyrir þessum aðgerðum gegn lágu vöruverði. Al- menningur krafðist þess að fá skýr- ingar á, hversvegna ein matvöru- verslun gæti skorið sig úr á svo áberandi hátt með lægra verð en aðrar. HAGKAUP kvaðst geta það með litium tilkostnaði og hag- kvæmum innkaupum og leitaði ásjár viðskiptamálaráðuneytisins. Málið var komið útí þref um verð á einstökum vörutegundum, sultu, ediki og fiskibollum. Var álagning HAGKAUPS of lág? Kaupmenn voru á því og kærðu HAGKAUP fyrir of lága álagningu. Þessu stríði gat ekki lyktað nema á einn veg: verslun varð í raun að búa við frjálsa samkeppni og það urðu kaupmenn að sætta sig við. HAGKAUP gat þakkað kaup- mönnum fyrir að auglýsa fyrirtæki sitt og tilgang þess og matvöruversl- un hefur æ síðan verið einn stærsti þátturinn í rekstri HAGKAUPS. Fluttu í Skeifuna Löngu fyrir 1970 voru aðstæður í búðunum við Miklatorg og Lækj- argötu orðnar alls ófullnægjandi. Umsvif fyrirtækisins höfðu sprengt húsnæðið utan af sér. Það var ákveðið að taka á leigu vöru- skemmu í Skeifunni 15, í upphafi 600 fermetra. Þar með var búðinni við Miklatorg lokað. HAGKAUP hefur síðan haft aðalstöðvar sínar í Skeifunni 15 og hefur nú yfir að ráða 5400 fermetrum þar. Viðskipt- in í Skeifunni tóku fljótt á sig þann svip sem er á versluninni í dag: 1970 komu þangað fimm til sex þúsund viðskiptavinir á hverjum föstudags- eftirmiðdegi. Nú koma þangað á milli átta til tíu þúsund. Árið 1972 var farið að versla í Skeifunni með kjöt og mjólk. Fyrir það hafði mjólk einungis fengist í mjólkur- búðum. Þrem árum seinna var ráð- ist í að reisa húsnæði í Kópavogi undir kjötvinnsluna. Árið 1974 tók HAGKAUP helm- inginn af jarðhæðinni á Laugavegi 59 á leigu undir verslun. Búðin í Lækjargötu breytti nokkuð um svip í tímans rás. Unt nokkurt skeið var rekin þar tískuverslun, Kyss Kyss, En nú er þar starfandi fataverslun í ■ nafni HAGKAUPS. Útá landi Á fyrstu árum HAGKAUPS fóru starfsmenn þess oft og einatt í sölu- ferðir útá land, en er á leið opnaði fyrirtækið útibú, fyrst á Akureyri 1967, svo á Akranesi og Sauðár- króki. Vestmannaeyingar fengu sitt HAGKAUP tveim árum fyrir gos, en verslanir á Króknum og Skagan- um voru lagðar niður er frá leið. Árið 1980 byggði HAGKAUP hús í Norðurgötu á Akureyri, 1200 fermetra að grunnfleti. Raunin hef- ur orðið sú að þessi aukning á versl- unarhúsnæði nyrðra hefur hleypt nýju lífi í verslun þar, vöruverð lækkað verulega og samkeppni orð- ið. HAGKAUP hóf í september 1982 framkvæmdir við nýja bygg- ingu undir verslun í Njarðvík. Stöð- ugur straumur af fólki af Suður- nesjum í búðirnar í Reykjavík hafði sannfært HAGKAUPS-menn að þeir ættu þar góðan hóp viðskipta- vina. Búðin var opnuð 1983, 1200 fermetrar að flatarmáli og verið mjög vel tekið. IKEA-deildin í skeifunni opnaði i mars 1981 í litlu húsnæði, og hefur síðan selt ótrúlegt magn af hús- gögnum, þrátt fyrir lítið sýningar- pláss og fáa starfsmenn. Til að bæta þjónustuna var gripið til þess ráðs að flytja IKEA í eigið húsnæði — 2700 fermetra á jarðhæð í Kringlunni 8. Opnaði nýja IKEA- búðin snemma í ágúst síðastliðnum og komu fjórtán þúsund viðskipta- vinir í heimsókn fyrsta daginn. Átök í tímans rás hafa komið upp mál þar sem HAGKAUP hefur brotið uppá nýjungum í verslunarháttum, risið gegn hefðum og ríkjandi skipulagi. HAGKAUP vill að versl- un búi við sem mest frjálsræði. Fyr- irtækið telur sér skylt að hafa í heiðri þau sjónarmið sem Iágu til grundvallar stofnun þess: það á að gefa almenningi kost á öllum vör- um á sanngjörnu verði, það á að gefa öllum rétt til að keppa í við- skiptum á jafnréttisgrundvelli. Þannig er einungis valkostur neyt- andans sannur og eðlilegur valkost- ur. Sykurstríðið Fyrir rúmum tíu árum var inn- kaupum á sykri þannig háttað að innflytjendur slógu sér saman og gerðu innkaup til langs tíma. Árið 1974 var veðurfar í sykurræktar- löndum óvenju slæmt og varð upp- skerubrestur. Um heim allan varð þessa vart með hækkandi verði á sykri og fóru íslendingar ekki var- hluta af því. Innflytjendur héldu uppteknum hætti og keyptu mikið inn í einu af dýrum sykri. En næsta uppskera var ríkuleg og sykur hrað- lækkaði í verði, allstaðar nema á ís- landi. Hér voru til nægar birgðir af dýra sykrinum. HAGKAUPS-menn fylgdust með þessum verðbreytingum og vildu ekki una því að selja svo dýran sykur, svo þeir fluttu sjálfir sykur inn og auglýstu ódýrasta sykur á Iandinu. Bókadeild HAGKAUP hélt áfram að brjóta nýjum viðskiptaháttum braut; skömmu fyrir jól 1980 ákváðu þeir að fitja uppá nýjung, opna bóka- deild í Skeifunni og selja þar bækur á 10% lægra verði en aðrir bóksal- ar. Hver sá sem vill selja bækur hér á landi verður að hafa til þess bók- söluleyfi og það veita bóksalar og bókaútgefendur. HAGKAUP sótti um leyfi til þess að selja bækur, en fékk þvert nei. Með harðfylgni tókst að fá stóran hluta af jólabók- unum til sölu og auglýsa þær á 10% lægra verði en annarsstaðar. Eftir hátíðar vildi HAGKAUP ekki una þvi að frjáls álagning á bókum væri lögbrot, Félag Bókaút- gefenda gæti í skjóli undanþágu frá gildandi lögum um einokun haft eitt verð á bókum í gildi um landið allt og hvergi mætti hvika frá því. HAGKAUP sótti málið til dóm- stóla og þar var einokunin staðfest. HAGKAUPS-menn vilja ekki una slíkum afarkostum og nú er málið komið fyrir Hæstarétt. Jógurt Vorið 1983 fór HAGKAUP að selja jógúrt frá Húsavík. Hún var talsvert ódýrari en jógúrt frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Viðskiptavinir HAGKAUPS tóku þessari nýbreytni vel, salan marg- Framh. á bls. 14

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.