Alþýðublaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. janúar 1986 7. tbl. 67. árg. Bótamál út af Bandarískur dómstóll hefur úr- skurðað að mál gegn framleiðanda lykkjutegundar einnar, skuli höfða í síðasta lagi hinn 30. apríl nk. Lykkja sú sem hér um ræðir hét „Dalkon Shield" og hefur ekki ver- ið framleidd síðan 1975 er hún var innkölluð. Talið er að hún hafi verið fremur fátíð hér á landi. Lykkjutegund þessi var fram- leidd frá því seint á 6. áratugnum en var tekin af Bandaríkjamarkaði 1974 eftir að vart hafði orðið við „ákveðna fylgikvilla". Utan Banda- ríkjanna var lykkjan þó seld áfram fram í mars 1975. Fylgjendur endurnýiunarreglunnar í Albvðubandalasinu: lykkju — Bandarískur dóm- stóll auglýsir eftir bótakröfum vegna lykkjutegundar sem m.a. mun hafa verið notuð af íslenskum konum. Vilja Sigurjón — en Guðrún Ágústsdóttir þarf ekki að óttast um sæti sitt. „Andstöðu- hópurinn“ allt of þröng skilgreining á stuðningsmönnum mínum, segir Kristín Á. Ólafsdóttir, og tveggja lista kenningin er rugl! „Það er ekki persónuleg and- staða við Sigurjón Pétursson, eða óánægja með störf hans sem borg- arfulltrúa sem gerir það að verkum að ég stefni á fyrsta sætið í forvali Alþýðubandalagsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík“, sagði Kristín A. Ólafsdóttir vara- formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Sigurjón er hins vegar búinn að vera í þessu í 16 ár þegar þessu kjör- tímabili lýkur og ég hef orðið vör við mjög ákveðnar raddir, bæði innan flokksins og meðal stuðn- ingsmanna utan flokksins, sem Hagvirki fær innréttingar í flugstöð í gær var undirritaður samningur við Hagvirki hf. um allar innrétt- ingar í nýja flugstöðvarhúsið á Keflavíkurflugvelli. Þetta er stærsti áfangi verksins. Þegar tilboð voru opnuð í þetta verk átti Hagvirki næstlægsta til- boðið, en Álftárós það lægsta. Nú hefur verið samið við Álftárós um að fyrirtækið dragi tilboð sitt til baka. telja þörf á ákveðinni endurnýjun. Pólitískar áherslur hafa vissulega breyst á þessum 16 árum, ekki síst í röðum sósíalista og áhrif svokall- aðrar ’68 kynslóðar og kvenna- hreyfingarinnar hafa örugglega mótað skoðanir mínar meir en eldri félaga af karlkynií’ Það hefur vakið nokkra athygli að varaformaður Alþýðubanda- lagsins, Kristín Á. Ólafsdóttir og ritstjóri Þjóðviljans, Össur Skarp- héðinsson, skyldu bæði gefa kosj á sér í forvali Alþýðubandalagsins eftir að listi kjörnefndar yfir fram- bjóðendur hafði verið birtur, en áð- ur höfðu þau bæði neitað tilmæl- um kjörnefndar um þátttöku í for- valinu. Kristín lýsti því auk þess yfir að hún stefndi á 1. sæti framboðs- listans, en það sæti hefur Sigurjón Pétursson skipað um árabil. Þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við Kristínu í gær, staðfesti hún að hún hefði í upphafi neitað að gefa kost á sér og sagðist á þeim tíma ekki hafa hugsað sér að fara í framboð. Eftir að listi kjörnefndar var birtur, kvaðst hún hins vegar hafa orðið vör við mjög ákveðin viðbrögð og tilmæli margra félaga og stuðningsmanna flokksins úr ýmsum áttum, sem vildu fá hana í framboð. „Þetta varð til þess að breyta ákvörðun minni og þá lýsti ég því jafnframt yfir að ég væri tilbúin að fara í fyrsta sætið. Það er hins vegar ekkert skilyrði af minni hálfu og ég sest auðvitað í það sæti sem niður- staða úr lýðræðislegu forvali segir til um. Kvennasamkeppni Ýmsir hafa orðið til að velta því fyrir sér að undanförnu, hvort framboð Kristínar gæti orðið til þess að færri konur komist inn í Borgarstjórn af hálfu Alþýðu- bandalagsins. Guðrún Ágústsdóttir núverandi borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins lætur til dæmis liggja að þessu i viðtali við Morgunblaðið í gær þar sem hún segir að kvenna- fylkingar Alþýðubandalagsins hafi ekki rætt framboðsmálin að þessu sinni og baráttan sé því háð án þess að konur séu samtaka um að tryggja allavega einni konu öruggt sæti. í sama viðtali segist Guðrún eiga erfitt með að sætta sig við að aðal- atriðið sé að fá inn nýtt fólk og að reynsla núverandi borgarfulltrúa sé að engu metin. Þegar þessi ummæli voru borin undir Kristínu, sagðist hún ekki hafa neina trú á því að konur dyttu út úr öruggum sætum. Félagar í flokknum litu á það sem sjálfsagð- an hlut að konur skipuðu örugg sæti. „Það eru ekki bara konur inn- an flokksins sem gera það“, sagði Kristín, „heldur karlmenn líka“ Ég Framh. á bls. 2 KristínÁ. Ólafsdóttir, varaformað- ur Alþýðubandalagsins, stefnirá 1. scetið í forvali Alþýðubandalags- ins. Opinn fundur um sameiningu og samvinnu dagblaðanna þriggja; Al- þýðublaðsins, Tímans og Þjóðvilj- ans, verður haldinn þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.30 að Hótel Hofi við Rauðarárstíg. Frummælendur á fundinum verða: Svavar Gestsson, alþingis- maður og Bolli Héðinsson, hag- fræðingur. Samkvæmt upplýsingum sem Al- þýðublaðið hefur aflað sér munu einhverjar íslenskar konur hafa notað þessa lykkju, en talið er að þær muni í flestum tilvikum hafa fengið hana erlendis, því ekki er vit- að til að íslenskir læknar hafi notað hana. Samkvæmt ákvörðun hins bandaríska dómstóls geta þeir aðil- ar höfðað mál sem annaðhvort hafa sjálfir skaðast af notkun þessarar lykkju eða hafa skaðast af völdum annars aðila sem hefur notað þessa tegund lykkju. Leita til- boða í kökur erlendis Nýja kökuhúsið hf., sem er stærsti smásöluaðili á brauði og kökum á íslandi, hefur leitað eftir samstarfi við Brauð hf. um tilboðs- öflun vegna fyrirhugaðra kaupa á kökum frá erlendum framleiðend- um. Þetta gerir Nýja kökuhúsið hf. vegna óhagstæðra framleiðslu- og söluskilyrða á íslandi, einkum óhóflegs verðs á innlendu hráefni. Fundarstjóri verður Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, hagfræð- ingur. Á fundinn munu mæta: Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, Helgi Pétursson, ritstjóri Tím- ans og Sighvatur Björgvinsson, sem sæti á í útgáfustjórn Alþýðublaðs- ins. Fundurinn er öllum opinn. Félagshyggjufólk ræðir samvinnu dagblaðanna p-SU NN U DAGSLEIOARI Börnin þurfa að fá foreldra sína aftur Barn með lykil að heimili sinu um hálsinn hef- ur að nokkru leyti orðið tákn þeirra aðstæöna, sem íslenzk börn búa við. Lykillinn er vottur þess, að enginn er heima til að opna, þegar barnið kemur úr skóla eða frá leik. Og af hverju erenginn heima? Þaðeru allirað vinna! Sástaðall, sem mótaður hefur verið á ís- iandi um veraldlega afkomu almennings, hefur ýtt undir stöðugt aukið vinnuálag. Þessi mikla vinna hefur ekki aðeins valdið streitu, heldur hefur hún bitnað óþyrmilega á börnum, sem vart sjá foreldra slna nema síðla kvölds og um helgar, ef lausar stundir fara þá ekki í húsbygg- ingar eða aðra aukavinnu. Stórfjölskyldan með afaog ömmu ieinu horn- inu er nánast úr sögunni. í svefnhverfum Reykjavikur er aðeins um að ræða þúsundir eininga fverustaða, þar sem mannleg sam- skipti eru mjög takmörkuð og „kerfið" rennir einstaklingnum eftir spori þess staöals, sem segir fyrir um hvernig „lifa eigi góðu nútíma- lífi“. Það er brýn nauðsyn, að íslendingar gefi mál- efnum barna meiri gaum en verið hefur. Börn eru réttindalítill hópur. Þau hafa ekki með sér hagsmunasamtök og eru nær algjörlega á valdi hinna eldri, sem eru misjafnlega I stakk búnir til að halda á málum þeirra. Enginn dregur í efa góðan vilja hinna full- orðnu til að búa börnum góðan heim. En í þeirri viðleitni tekuroft ráðin krafan, sem staðallinn gerir um góða afkomu: hús, bil og heimilis- tæki. Sú streita, sem fyigir hinni daglegu bar- áttu, mótar mjög afstöðuna til barnsins og barnið sjálft. Það er ekki viljandi að réttur barnsinstil umhyggjuog uppeldiserfyrirborð borinn. Það er miklu fremur þjóðfélagsástand- ið, sem veldur þvi, að barnið fer á mis við nauð- synlega umönnun. Menn skyldu hafa hugfast, að börnin eru ávallt þær kynslóðir, sem taka við. Brotalöm ( hverri kynslóð getur haft afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir þjóðfélagið ( heild. „Kynslóðin" er sá grundvöllur, sem allt byggist á og margvisieg- um hættum er boðið heim, ef sá grundvöllurer feyskinn. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar um- ræður um stöðu barnsins í þjóðfélaginu. Þær hafa leitt i Ijós, að mikið skortir á að börnum séu búnar nægilegagóðar aðstæður til þroska og framfara. Þar eiga sök heimili og stofnanir, sem að verulegu leyti annast uppeldi barna. En mikilvægasti þátturinn er sá, að börnin fái for- eldra slna aftur. Þetta er samtvinnað þeirri kröfu, að launafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu einni, og að aflétt verði þeirri vinnuþrælkun, sem hefur verið við iýði. Með þvi myndi vinnast tvennt: minni streita og meiri tlmi til að veita yngstu þegnunum meiri um- hyggju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.