Alþýðublaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 1
alþýöu- blaöió i Davíð sér um sína: Föstudagur 17. janúar 1986 11. tbl. 67. árg. Eitrið ómerkt Iðngarðar hf. fá 6 milljónir — þrátt fyrir nœstum ársgamla reglugerð sem átti að bœta úr ástandinu Reglur þær sem heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið setti í fyrra um Dýrara að lifa — þótt launin standi í stað Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 3% í desember, en það svarar til 42% árshækkun- ar. Verðbólgan virðist því hreint ekki vera að hægja á sér, þótt launahækkanir komi ekki til. Einn þriðji af þessari hækkun vísitölunnar á rætur að rekja til hækkunar Þorsteins Pálssonar á ýmissi opinberri þjónustu, 0,4% stafa af hækkun húsnæð- iskostnaðar og 0,3% af hækkun á verði kjöts og kartaflna. Af- gangurinn stafar svo af ýmsum öðrum hækkunum. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var verðbólga rétt tæp 34% á árinu 1985. I leiðara blaðsins í dag er m.a. fjallað um orsakir verðbólgunn- ar. merkingar á nauðsynjavörum sem innihalda eitur eða önnur skaðleg efni, eru þverbrotnar. Þetta kemur fram í bréfi sem Neytendafélag Reykjavíkur hefur sent ýmsum að- ilum er mál þetta varðar. Reglur þessar sem settar voru í fyrra, voru að stórum hluta til- komnar vegna baráttu Neytenda- samtakanna og N.R.O.N. fyrir um- bótum í þessum efnum og Neyt- endafélagið fór því á stúfana, nú Framh. á bls. 2 — Borgin tekur að sér að leggja veg sem á skipu- lagsuppdráttum hefur verið talinn til fram- kvœmda Iðngarða hf Reykjavíkurborg hyggst styrkja fyrirtækið Iðngarða hf., með sex milljónum króna til vegarlagningar að lóð fyrirtækisins við Suður- landsbraut á þessu ári. Þetta kom fram á fundum borgarráðs 7. og 10. janúar. Þegar Sigurjón Pétursson, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, sem lagði fram fyrirspurn um þetta mál á fundi borgarráðs hinn 7. janúar sl. Fyrirspurnin hljóðaði svo: í tillögu að gatnagerðaráætlun fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir kr. 6.000 þús. í veg að „iðnaðarhverfi við Suðurlandsbraut“. Á fyrri skipulagsuppdráttum hefur þessi vegur ekki verið sýndur sem vænt- anleg framkvæmd á vegum borgar- innar, heldur hefur hann verið tal- inn til framkvæmda Iðngarða hf. við sína eigin lóð, sem þeir fengu út- hlutað árið 1977. Hvenær yfirtók borgin þessa vegagerð fyrir Iðn- garða hf.? Sigurjón sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær, að svar Borgar- verkfræðings, sem lagt var fram á fundi borgarráðs hinn 10. jan. hefði verið efnislega á þá leið að nauð- synlegt væri að borgin tæki að sér þessá vegagerð vegna 4 iðnaðarlóða sem liggja austan við lóð Iðngarða hf. Þessar lóðir væru þannig til komnar, sagði Sigurjón að árið 1978 hefði einni stórri iðnaðarlóð verið skipt í fjórar smærri. Þá hefði Framh. á bls. 2 Albvðuflokkurinn í Borsarstiórn: Hægt að spara í olíukaupum? Svo virðist sem Reykjavíkurborg njóti einskis afsláttar í viðskiptum sinum við Olíufélagið Skeljung, en borgin kaupir óhemju mikið af olíuvörum árlega. Á síðasta ári er talið að þessi viöskipti hafi numið tæplega 40 milljónum króna. I orði kveðnu fær borgin vissan af slátt, en á móti kemur að öll afgreiðsluvinna er á vegum borgarinnar og mun láta nærri að vinnulaun fyrir þessa vinnu éti upp þann afslátt sem gef- Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík, hefur lagt fram tillögu í Borgarstjórn sem felur í sér að leit- að verði eftir hagstæðari innkaup- um á bensíni og olíum fyrir Véla- miðstöð og Strætisvagna Reykja- víkur, en nú gilda. í greinargerð með tillögunni segir Sigurður: “Talið er að á síðasta ári hafi Vélamiðstöð og Strætisvagnar Reykjavikur keypt olíuvörur af Olíufélaginu Skeljungi fyrir tæpar 40 milljónir króna. Mun SVR hafa borgað um 27 millj. kr. fyrir varn- ing þennan, en Vélamiðstöðin tæp- ar 12 millj. kr. í báðum tilfellum er um að ræða nettó—verð, þ.e. verð að „afslætti“ frádregnum. Hann er fremur sýndur en gefinn, að mati tillögumanns, og í öllu falli er hér um að ræða afgamalt fyrirkomu- lag, sem örugglega þarf endurskoð- unar við. Því er lagt til, að leitað verði eftir nýju samkomulagi þar sem stefnt verði að því, að borgin fái raunverulegan afslátt vegna sinna miklu kaupa á þessum vör- um. Fyrirkomulag olíukaupanna er í aðalatriðum eins hjá báðum fyrir- tækjum. Skeljungur á allar þær Framh. á bls. 2 Kaupmáttinn verður að tryggja — Kröfugerð Alþýðusambandsins fyrir kom andi kjarasamninga leggur höfuðáherslu á þetta atriði. Nýtt launakerfi með 4% bili milli launaflokka. Enn standa fyrir dyrum nýir samningar um kaup og kjör ís- lenskra launþega. í viðræðum þeim sem nú eru hafnar milli Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambandsins, stefnir ASÍ að því að endurheimta á þessu ári kaupmátt ársins 1983 og leggur höfuðáherslu á að kaupmáttur verði tryggður. Ekki er þó beinlín- is gert ráð fyrir að gamla vísitölu- kerfið verði tekið upp að nýju, heldur ganga tillögur Alþýðusam- bandsins út á það að samningsað- ilar og stjórnvöld leggist á eitt um að halda verðlagi í skefjum. Tak- ist ekki að halda verðhækkunum innan ákveðinna marka, verði kaupmátturinn hækkaður sem nemur hækkunum verðlags um- fram ákveðin viðmiðunarmörk. Hér er um að ræða eins konar sambland af hinum svo nefndu rauðu strikum sem sett hafa verið í kjarasamninga síðustu árin, og gömlu vísitöluaðferðinni. Ekki verður því með nokkru móti hald- ið fram að þær kröfur sem nú eru settar fram i þessa veru, séu ósanngjarnar, eða til þess fallnar að endurvekja hinar svonefndu víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags. Hafi launahækkanir einhvern tíma verið undirrót verðbólgu í þessu landi, þá eru þeir timar nú löngu liðnir. Sú verðbólga sem nú ríkir á íslandi á síst af öllu rætur sínar að rekja til launahækkana, enda hafa raunlaun lækkað stór- lega allt frá því þessi ríkisstjórn komst til valda. Orsök þeirrar verðbólgu sem nú ríkir er fyrst og fremst hinn ægilegi fjármagns- kostnaður sem heita má að sé að drepa niður allt atvinnulíf í land- inu og hefur þegar sett fjölda- margar fjölskyldur á hausinn. í kröfum ASÍ er gert ráð fyrir því að laun hækki fjórum sinnum á þessu ári, í fyrsta sinn 1. febrúar nk. um 10% en síðan í maí, ágúst og nóvember, um 7% í hvert sinn. Þessar kröfur, ásamt fleiri til- lögum um efnisatriði nýs kjara- samnings, voru lagðar fram á samningafundi ASI og atvinnu- rekenda í fyrradag. Þessi efnis- atriði eru nánari útfærsla á þeirri kröfugerð sem upphaflega var sett fram á formannafundi hinn 9. desember sl. Efnisatriðin eru alls í 4 liðum og þykir rétt að birta þau hér les- endum tii glöggvunar. — Tillögur ASÍ Magnað launaskrið og stór- kostleg kjararýrnun þeirra sem búa við taxtakaup hefur leitt af sér geigvænlegan mismun í tekj- um og afkomu í landinu. Aðstæð- ur almenns launafólks eru slíkar, að þær kalla á tafarlausa úrlausn. Alþýðusamband fslands geng- ur til samningaviðræðna með ský- lausa kröfu um aukinn kaupmátt taxtakaups, þannig að á árinu 1986 verði endurheimtur meðal- kaupmáttur ársins 1983. Krafan er kaupmáttur en ekki krónutala eða prósentuhækkun launa. Öllu skiptir, að verðlagsþróun verði haldið í skefjum, þannig að launahækkunum verði ekki velt jafnharðan út í verðlag. Alþýðusamband íslands ítrekar nauðsyn þess, að stjórnvöld axli skýra ábyrgð á verðlagsþróuninni og tryggi, að umsaminn kaup- máttur haldist. í þeim hugmynd- um, sem hér eru fram settar, er gert ráð fyrir því að verðlags- hækkanir verði um 30% á þessu ári. Alþýðusambandið er reiðu- búið til viðræðna um allar hug- myndir til þess að ná 8% kaup- máttaraukningu. Á þessum forsendum eru settar fram eftirfarandi hugmyndir um kauphækkanir í viðkomandi samningum. 1. Almennar launabreytingar miðist við að kaupmáttur taxta skv. gildandi taxtakerfi haldist á árinu sá sami og 1985. Það gæti t.d. gerst með eftirtöldum kauphækkunum: 15. janúar 10% 1. maí 7% 1. ágúst 7% 1. nóv. 7% Fjórir lægstu launafl. falli nið- ur í áföngum. Nýtt launakerfi verði byggt upp þannig, að 4% verði á milli launaflokka og aldurs- þrepa, þó þannig að tvöfalt bil verði á fyrsta þrepi, sem verði eftir 1 ár. Síðan komi hækkan- ir eftir 2 ár, eftir 3 ár og eftir 5 ár. Byrjunarlaun í 1. flokki verði kr. 20.000 á mánuði m.v 15. janúar. 10% upphafshækkun, að við- bættu brottfalli fjögurra launaflokka, svarar til þess að lægstu laun verði rúmlega 20. 000 krónur. 4. Á vettvangi sambanda og fé- laga verði samið um viðmiðun- arreglur vegna upptöku nýs launakerfis. Jafnframt verði samið um að ef samningar um upptöku kerfisins hafi ekki tekist fyrir 1. ágúst, skuli tveir lægstu launaflokkar viðkom- andi sambands eða félags, falla niður frá þeim degi. Til greina kemur, að við röðun í nýjan launastiga verði miðað við, að lægsta taxtakaup hækki þannig að það nái t.d. greiddum launum í neðra fjórðungi hvers hóps, þ.e. það greitt kaup sem einn fjórði er neðan við og þrír fjórðu ofan við. LAUNASTIGI SKV. NÝJU LAUNAKERFI. :1. Fyrsta árið Eftir 1 ár Eftir 2 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár 1. 20.000 20.800 21.632 22.497 23.397 2 . 20.800 21.632 22.497 23.397 24.333 3 . 21.632 22.497 23.397 24.333 25.306 4 . 22.497 23.397 24.333 25.306 26.318 5. 23.397 24.333 25.306 26.318 27.371 6. 24.333 25.306 26.318 27.371 28.466 7. 25.306 26.318 27.371 28.466 29.605 • • • • • •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.