Alþýðublaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. janúar 1986 12. tbl. 67. árg. Albvðuflokkurinn íHafnarfirði: Konurnar storma fram — Af níu frambjóð- endum í prófkjöri Al- þýðuflokksins í Hafn- arfirði eru fimm konur Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arfulltrúi eins 20 atkvæðum í síðustu kosn- ingum að þriðji fulltrúinn kæmist að. Annar núverandi bæjarfulltrúa, Guðmundur Árni Stefánsson, gef- ur kost á sér áfram, en Hörður Zóphaníasson, sem setið hefur í bæjarstjórn um langt árabil, hefur ákveðið að draga sig í hlé og verður því ekki með í prófkjörinu að þessu sinni. Þeir sem gefa kost á sér auk Guð- mundar Árna eru: Erlingur Krist- ensson, Ingvar Viktorsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, María Ásgeirs- dóttir, Sigriður J. Sigurðardóttir, Tryggvi Harðarson, Valgerður Guðmundsdóttir og Þórunn Jóhannsdóttir. Svo virðist nú sem Alþýðuflokk- urinn muni einn flokka treista sér út í prófkjör með lýðræðislegum hætti fyrir bæjarstjórnarkostning- arnar í Hafnarfirði í vor. Allir hinir flokkarnir eiga við ýmiss konar innri vandamál að stríða, sem gera það að verkum að þeir munu vænt- anlega gera út um framboðsmál sín með öðru móti. Prófkjör Alþýðuflokksins fer fram dagana 1. og 2. febrúar n.k. og verður opið sem kallað er, þ.e. at- kvæðisrétt hafa bæði flokksbundn- ir félagar svo og almennir stuðn- ingsmenn flokksins í Hafnarfirði. Kosið er um röðun í 5 efstu sætin á lista flokksins fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar og alls hafa 9 manns gefið kost á sér, en fram- boðsfrestur rann út fyrir rúmri viku. Athyglisvert er að af þessum 9 eru 5 konur, þannig að allar horfur á því að fyllsta jafnrétti muni ríkja innan bæjarstjórnar á næsta kjör- timabili að því er varðar fulltrúa Al- þýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur á þessu kjörtímabili átt 2 fulltrúa í bæjar- stjórninni og munaði reyndar að- Framsókn b vggir: Hæð ofan á Hof — Framsóknarflokk- urinn hefur sótt um leyfi til að byggja hœð ofan á Hótel Hof við Rauðarárstíg. Húsið verðmætara í sölu með byggingarleyfinu? Húsbyggingarsjóður Framsókn- arflokksins hefur sótt um leyfi til Byggingamefndar Reykjavíkur- borgar til að byggja eina hæð ofan á Hótel Hof við Rauðarárstíg. Mörgum koma þessi tíðindi kynd- uglega fyrir sjónir, þar eð reiknað hefur verið með því að undanförnu að flokkurinn neyddist til að selja þetta hús upp í skuldir þær sem hlóðust upp á NT, einkum eftir að Magnús Olafsson var hrakinn frá blaðinu. Vitað er að skuldir Nútímans hf. eru samtals á bilinu 80—100 millj- ónir króna, en að sögn Hauks Ingi- bergssonar, framkvæmdastjóra flokksins, og stjórnarmanns í Nú- tímanum hf. á félagið útistandandi skuldir upp í þetta að nokkru Ieyti. Haukur sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að brunabótamat húseignar flokksins “ við Rauðarárstíg væri nú upp undir sextíu milljónir og kvaðst hann þess fullviss að sú eign gerði betur en að standa undir þeim skuldum Nútím- ans sem eftir yrðu að árs uppgjöri loknu. Haukur sagði ennfremur að ekki væru uppi neinar hugmyndir um að selja húsið við Rauðarárstíg. Hins vegar hefði lengi staðið til að bæta einni hæð ofan á húsið og kvaðst hann bjartsýnn á að byggingarleyfi fengist, enda væru önnur hús í ná- grenninu hærri og því ekki ástæða til að ætla annað en leyfi fáist. Fróðir menn sem Alþýðublaðið hefur rætt við í þessu sambandi segja hins vegar að hin raunveru- lega ástæða fyrir því að sótt er um byggingarleyfi núna, sé sú að húsið verði verðmætara í sölu, ef tryggt sé að leyfi 'fáist til að byggja ofan á það. Ætlúnin muni því vera að selja húseignina með byggingarleyfinu. Bormrfulltrúi A Ibvðuflokksins: Tvær tillögur fóru í gegn! — á maraþonfundi Borgarstjórnar í fyrrinótt Siguröur E. Guömundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík, fékk tvær ályktunar til- lögur „sama sem samþykktar" á maraþonfundi borgarstjórnar aö- faranótt gærdagsins. „Aö fást við íhaldið i borgarstjórn Reykjavíkur, er eins og aö tala við vegg“, sagði Siguröur í viðtali við Alþýöublaðið í gær. Með þessum orðum átti Sigurður við það að meirihlutinn felldi yfir- leitt undantekningarlaust allar til- lögur sem kæmu frá fulltrúum minnihlutaflokkanna, sama hvers eðlis þær væru. Þegar fram kæmu tillögur sem í raun og veru væri ekki hægt að hafna, reyndi meirihlutinn yfirleitt að vísa þeim eitthvert til umsagnar og leggja síðan fram sams konar tillögur í eigin nafni. Framh. á bls. 2 Finnur Torfi ekki í framboði — DV giskaði skakkt Finnur Torfi Stefánsson, mun ekki gefa kost á sér í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Borgar- stjórnarkosningunum í vor, eins og haldið var fram í DV ígœr. Finnur Torfi, sagði í samtali við Alþýðublaðið ígœr, að það sem rétt vœri íþessari frétt DV, vœri það að til sín hefði verið leitað af flokksfélögum sem hefðu haft áhuga fyrir að fá hann í framboð. Hann sagðist hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. rSUNNUDAGSLEIÐARI' Verjum velferðarkerfið gegn árásum markaðshyggjuaflanna A slðustu misserum hafa orðið miklar um- ræður I ýmsum löndum Vestur—Evrópu um velferðarþjóðfélagið. Menn hefur greint á um það hve langt skuli ganga til að tryggja ein- staklinginn og sómasamlega afkomu hans frá vöggu til grafar. Jafnaöarmenn hafa ávallt litið svo á, að mark- aðskerfið geti ekki tryggt réttláta tekju- og eignaskiptingu. Jafnvel að kjarasamningar launþegasamtaka tryggi ekki réttmæta hlut- deild launþega I þjóðartekjum, eins og svo ber- lega hefur komið I Ijós hér á landi. Mikill fjöldi þjóðfélagsþegna verður ávallt af- skiptur í markaðskerfi, m.a. vegna aldurs, sjúk- dóma, slysa og af ýmsum öðrum ástæðum. Þessir einstaklingar geta ekki lifað því mann- sæmandi menningarlífi, sem þeir eiga rétt á, nema hið opinbera gæti hagsmuna þeirra og tryggi þeim nauðsynlegar tekjur. Þetta hefur verið einn af rauðu þráðunum I starfi og stefnu jafnaðarmannaflokka. Til að ná þessu marki hafa þeir barist fyrir almanna- tryggingakerfum. Með sjúkratryggingum, líf- eyristryggingum, fjölskyldubótum, slysatrygg- ingum, örorkubótum, atvinnuleysísbótum og lágmarkstekjutryggingu hefur náðst stórkost- legur árangur í átt til tekjujöfnunar. — Enginn getur lengur hugsað sér þjóðfélag án þessa kerfis, og allir viðurkenna réttmæti þess. Þessu til viðbótar hafa jafnaðarmenn barist fyrir húsnæðislánakerfinu svo að hinir tekju- lægri og raunar allur almenningur eigi þess kost að afla sér húsnæðis, sem ekki væri unnt ef markaðsöflin ein réðu framboði og eftir- spurn. Svo aflamegi fjártil þessatekjuöfiunarkerfis, þarf skattalöggjöfin að vera þannig, að allir þjóðfélagsþegnar og öll fyrirtæki greiði til sameiginlegra þarfa f skynsamlegu og réttu hlutfalli við greiðslugetu. Þannig er í grófum dráttum sú stefna á sviði almannatrygginga, heilsugæslu, húsnæðis- mála og skattamála, sem nefnd hefur verið félagsmálastefna og leggur grundvöll að vel- ferðarþjóðfélaginu. Jafnaðarmenn hafa ávallt verið brautryðjendur I baráttunni fyrir þessari stefnu, sem í grundvallaratriðum hefur nú hlot- ið almenna viðurkenningu eftir áratuga bar- áttu.’ Það fer hins vegar ekki hjá því, að enn sé deilt um þaö hversu langt skuli ganga á þessu sviði, hve rækilega afkoma einstaklingsins skuli tryggð og hvort sú hætta sé fyrir hendi, að þetta kerfi dragi um of úr framtaki einstakling- anna sjálfra til að bjarga sér. Þegar erfiðleikar steðja að á efnahagssvið- inu, grípa aft'urhaldsöflin til þeirra kenninga, að velferðarríkið sé þjóðfélaginu of dýrt. Þess vegna þurfi að skerða þá tryggingu, sem ein- staklingurinn hefur fyrir þvf að fá að lifa mann- sæmandi lifi, hvort sem hann getur aflað til þessteknaeðaekki. — Fjármunum, sem þann- ig sparast sé betur varið á vettvangi atvinnu- rekstrar. Þegar helkalt frumskógarlögmálið tekur við og hefur vald til að herja á velferöarrfkið, er mannleg reisn og frelsi f hættu. Þeir, sem vilja standa vörð um félagsmálastefnuna, verða þá að grfpa til sinna ráða. Það hefur stundum reynst erfitt, þegar þeir hafa ekki getað be'nt á leiðir til að fjármagna með eðlilegum hætti það velferðarkerfi, sem byggt hefur verið upp. Það hefur einnig komið fyrir, að þeir hafa ekki getað komið sér saman um hversu langt skuli gengið f sjálfri velferðinni. Nú, þegar markaðshyggjuöflin reyna hvar- vetna að brjóta niður velferðarkerfið, er meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr, að félagshyggju- fólk slái skjaldborg um þann árangur, sem náðst hefur. Ennfremur þarf að taka til endur- skoðunar viðhald og uppbyggingu velferðar- kerfisins og meta hver skuli vera hin réttu við- brögð gegn áróðri markaðshyggjuaflanna. Þetta er brýnt verkefni allra þeirra, sem hafna frumskógarlögmálinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.