Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Sjö keppa um 1. og 2. sæti Fimmtudagur 23. janúar 1986 15. tbl. 67. árg. Runnin er út frestur til að skila framboðum vegna prófkjörs Al- þýðuflokksins um sæti á framboðs- lista við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. I prófkjörinu verður kosið um tvö efstu sæti listans. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti: Bjarni P. Magnússon og Sigurður E. Guðmundsson. Verðhrun á íbúðarhúsnœði á Akurevri: Söluverð 68.4% af verði íbúða í höfuðborginni Tveir gefa kost á sér í annað sæti: Bryndís Schram og Jón Baldur Lorange. í fyrsta og annað sæti: Skjöldur Þorgrímsson, Viðar Scheving og Örn Karlsson. í fulltrúaráði Alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík liggur fyrir tillaga um að prófkjörið fari fram 8. og 9. febrúar næstkomandi. Gífurlegt verðfall hefur orðið á fasteignum á Akureyri á síðustu ár- um. Verðfallið tengist samdrætti í atvinnulífi, einkum í byggingariðn- aði, sem nú er að mestu hruninn. Fasteignamat ríkisins gerði ný- lega könnun á sölu íbúðarhúsa á Akureyri og í Keflavík—Njarðvík. Þar kemur fram, að meðalverð fjöl- býlishúsa og einbýlishúsa á Akur- eyri er 68.4% af söluverði í Reykja- vík, en á Suðurnesjum var söluverð- ið 74.5% af verðinu í höfuðborg- inni. Hér er miðað við verð á fer- metra. Á Akureyri er verð á fermetra í íbúðarhúsnæði 15.300 krónur, á Suðurnesjum rösklega 16.000 krón- ur en í Reykjavík rúmlega 22.300 krónur. Þetta jafngildir því, að fyrir verð á meðalstóru einbýlishúsi á Akureyri er unnt að kaupa góða þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. 1 þessari könnun kemur einnig í ljós, að Akureyringar, sem festa kaup á íbúðarhúsnæði þurfa að greiða mun stærri hlut íbúðarverðs með verðtryggðum lánum en tíðk- ast í Reykjavik og á Suðurnesjum. Þannig er hlutfall verðtryggðra lána við íbúðakaup á Akureyri 21.7%, á Suðurnesjum 19.5% og í Reykjavik 11.5%. Útborgunarhlutfall á Akureyri er einnig hátt, eða 70.6%, á Suður- nesjum 72.6%. 63.8% og í Reykjavík Kennarar: Fjöldauppsagnir framundan? — Meðlimir Kennarasambandsins hyggjast grípa til „aðgerðact ef laun verða ekki tafarlaust leiðrétt til samrœmis við kennara í BHM. Mikil ólga ríkir nú meðal kenn- ara í Kennarasambandi íslands af ýmsum ástæðum. Launakjör kenn- ara eru orðin algerlega óviðunandi, að sögn forráðamanna Kennara- sambandsins, en laun kennara í Kennarasambandinu munu nú vera að jafnaði 5% lægri en þeirra kenn- ara sem eiga aðild að BHM. Eftir að Kennarasambandið gekk úr BSRB um áramótin, hefur það hvorki samnings- né verkfalls- rétt. Sambandið hefur þegar fyrir nokkru óskað eftir viðræðum og samningum við fjármálaráðuneyt- ið, en hefur ekki orðið neitt ágengt enn sem komið er. í frétt frá Kennarasambandinu segir að kennarar vilji ekki lengur una við þetta misrétti og muni grípa til aðgerða ef leiðrétting fáist ekki nú þegar. Kennarafélögin á Stór— Reykjavíkursvæðinu hafa boðað til fundar í Súlnasal Hótel Sögu á mið- vikudag í næstu viku, kl. 15.30, þar sem þessi mál verða rædd og hefur bæði Þorsteini Pálssyni, fjármála- ráðherra og Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra verið boðið að ávarpa samkomuna. Bókmennta- verðlaunin til Færeyja Bókmcuntaverðlaun Norður- landaráðs fóru til Færeyja að þessu sinni. Þau hlaut Ijóð- skáldið Rói Patursson fyrir Ijóðabók sína „Líkasum“ sem á íslensku mun útleggjast „Eins og“. Líkasum er þriðja Ijóðabók skáldsins, en hin fyrsta kom út árið 1969 og vakti þá talsverða athygli, einkum meðal yngri kynslóðarinnar og fyrir hana fékk hann færeysku bók- menntaverðlaunin sem kennd eru við Jacobsen. Rói Patursson kvaðst glaður yfir verðlaununum, einkum þó vegna peninganna, sem hann sagði gera það að verkum að gæti einbeitt sér að ritstörfum einhvern tíma. Verðlaunaupp- hæðin cr 75.000 danskar krón- Starfsmannaskortur siúkrah úsa: Launin orsök vandans Menntamálaráðuneytið athugar leiðir til að fjölga brautskráðum hjúkrunarfrœðingum Allir þeir aðilar sem Alþýöublað- ið hefur rætt viö um þann mikla Misjafnlega gott samkomulag virðist ríkja milli Skottanna þriggja í Skottuleik eftir Brynju Benediktsdóttur, sem Revíuleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi. Skottuleikur, sem er barnaleikrit, sérstaklega samið fyrir Revíu- leikhúsið, verður sýnt áfram í Breiðholtsskóla á laugardögum og sunnudögum. Hér hefur slest upp á vinskapinn milli þeirra Guðrúnar Alfreðsdóttur og Guðrúnar Þórðardóttur, en þriðja skottan, Saga Jónsdóttir virðist una sér hið besta. skort á starfsfólki sem nú ríkir á sjúkrahúsum, hafa veriö sammála um að meginorsökin fyrir þessum skorti séu hin lélegu launakjör sem þetta fólk býr við. Aörar orsakir sem nefndar hafa verið eru einkum erfið vinnuskilyröi og mikið áiag, auk þess sem sumir eru þeirrar skoðunar að of fátt fólk útskrifist af viðkomandi námsbrautum til að anna eftirspurninni. í frétt Alþýðublaðsins í gær var greint frá því að nú vantaði um 100 manns til starfa á ríkisspítölunum, þar af um 70 hjúkrunarfræðinga. Það má heita ógerningur að fá ná- kvæmar upplýsingar um ástandið á landinu í heild, en ef reiknað er með að hlutfallslega vanti álíka margt starfsfólk á önnur sjúkrahús, má gera ráð fyrir að alls vanti um 500 manns til starfa við sjúkrahús á landinu. Árni Gunnarsson, skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að það væri mjög umdeilt, að hversu miklu leyti þessi starfs- mannaskortur ætti rætur að rekja til of fárra brautskráninga. Hann nefndi að því hefði verið haldið fram á sínum tíma, þegar menntamálaráðuneytið ákvað að flytja alla hjúkrunarmenntun upp á háskólastig, að það hefði í för með sér að færri hjúkrunarfræðingar myndu útskrifast í framtíðinni. Árni sagði hins vegar að þessi ákvörðun gæti augljóslega ekki ver- ið farin að hafa nein áhrif á stöðuna í dag, þar eð áhrifanna af lokun Hjúkrunarskólans tæki ekki að gæta fyrr en árið 1987. Árni kvað mikil brögð að því að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar veldu sér annan starfsvettvang en sjúkrahúsin og kvaðst sannfærður um að þetta brottfall væri stærra meðal hjúkrunarfræðinga en flestra annarra stétta. Hann sagði þó vissar athuganir vera í gangi í menntamálaráðuneyt- inu og viðræður við heilbrigðis- ráðuneytið, hvað varðaði aðferðir til að fjölga brautskráðum hjúkr- unarfræðingum, en ekki væri séð fyrir endann á þeim athugunum og ekkert hægt að fullyrða um hvað þær kynnu að leiða af sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.