Alþýðublaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 1
alþýöu- Föstudagur 21. febrúar 1986 37. tbl. 67. árg. Blönduvirkjun enn frestað Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum i gær að fresta Blönduvirkjun um tvö ár til við- bótar. Eftir þessa nýju ákvörðun er við það miðað að Blönduvirkj- un verði ekki tekin i notkun fyrr en árið 1991 og þá aðeins fyrsta vél virkjunarinnar. Þessi ákvörð- un er tekin i framhaldi af því að í Ijós hefur komið að á næstu árum verður ekki nærri eins mikil aukn- ing í þörf landsmanna fyrir raf- orku og orkuspár höfðu gert ráð fyrir þegar virkjunin var ákveðin á sínum tíma. Ákvörðunin hefur m.a. í för með sér að ekki verður unnið við aðrar framkvæmdir á þessu ári en jarðgöng og stöðvarhús neðan- jarðar. í frétt frá Landsvirkjun segir einnig að vegna þessa muni koma til fækkunar starfsliðs í bygging- ardeild fyrirtækisins. DV tekur lög ekki „alvarlega“ Jafnréttislögin eru þverbrotin, þegar auglýst er eftir fólki til starfa, einkum þó i DV. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem fram- kvæmd var á vegum Jafnréttisráðs í nóvember sl. Samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar, sem að vísu nær aðeins til tveggja þriðju hluta þeirra dagblaða sem út eru gefin hérlendis, eru jafnréttislögin brotin í nærri fimmtu hverri atvinnuaug- lýsingu. 1 jafnréttislögunum er tekið fram að óheimilt sé að auglýsa eða birta auglýsingu, þar sem gefið sé til kynna að fremur sé óskað eftir starfsmanni af öðru kyninu en hinu. Af þeim dagblöðum sem könn- unin náði til, var það Þjóðviljinn einn, sem ekki birti slíkar auglýs- ingar. í NT var einungis að finna tvær kyngreindar auglýsingar, en hægri blöðin, Morgunblaðið og DV, voru nánast morandi í kyn- greindum auglýsingum. Þannig reyndist meira en fjórða hver atvinnuauglýsing sem birtist í DV brjóta í bága við jafnréttislögin. Af alls 449 auglýsingum, sem DV birti í nóvember, var tekið fram í 119 að óskað væri eftir starfskrafti af ákveðnu kyni. Morgunblaðið kom skár út úr þessari könnun. Jafnrétt- islögin voru þar brotin í því sem næst nákvæmlega tíunda hverju til- viki. Það vekur athygli að þegar at- vinnuauglýsingar eru skoðaðar sem hlutfall af heildarefni blaða, lendir Þjóðviljinn í öðru sæti sem auglýs- ingamiðill. Rétt er þó að taka skýrt fram að inn í niðurstöður könnun- arinnar vantar bæði Alþýðublaðið og Dag, þannig að rétt er að taka öllum niðurstöðum könnunarinnar með vissum fyrirvara. Alls birtust rúmlega eitt þúsund atvinnuauglýsingar í þessum fjór- um blöðum í nóvembermánuði á síðasta ári og var í 166 tilvikum ósk- að eftir konum til starfa, en í þrem tilfellum vantaði karlmenn. Karl- mannaauglýsingarnar var allar að finna í DV, sem kemur langverst út úr þessari könnun. Ingólfur Sveinsson, auglýsinga- stjóri DV, sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að fyrst eftir að jafnréttislögin komu til hefði verið reynt að framfylgja þessu ákvæði, en síðan hefðu menn linast í því. „Við teljum þetta líka vera brot á lögum um prentfrelsi“, sagði Ingólfur. „Við viðurkennum ekki að viðskiptavinurinn hafi ekki rétt til að orða auglýsinguna að eigin vild, svo fremi að það brjóti ekki í bága við almennt velsæmi. Þetta ákvæði er heldur ekki í samræmi við siðareglur um auglýsingar, þar sem talað er um heiðarleika, vel- sæmi og sannleikaí* Ingólfur sagði einnig að orðið „starfskraftur“ væri leiðinlegt í auglýsingum, og það væri á allra vitorði að með því væri átt við kon- ur. Auk þess nefndi Ingólfur að ým- is störf væru þess eðlis að ekki væri sama af hvoru kyni viðkomandi starfsmaður yrði. „Karlmaður get- ur t.d. aldrei orðið baðvörður við kvennasundlaug", sagði hann. Ingólfur sagði ennfremur að af þessum ástæðum væri þetta ákvæði ekki tekið allt of alvarlega á auglýs- ingadeild DV. „Við munum halda þessu áfram“, sagði hann að lokum. — Auglýsingastjóri DV hyggst „halda áfram“ að brjóta jafnréttislögin, að því er varðar at- vinnuauglýsingar. Fjórða hver atvinnuauglýs- ing ÍDV brýtur í bága við lög, samkvœmt könn- un Jafnréttisráðs í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtiyggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. Jif Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.