Alþýðublaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 1
alþýðu Keflavík: „Hér verður viss breyting — og meiri ferksleiki í störfum bœjarstjórnar- innar, segir Guðfinnur Sigurvinsson í Keflavík, þar sem Alþýðuflokkurinn vann hreinan meiri- hluta í kosningunum. ------------ „Það eru vissar breytingar fram- Alþyðuflokkurinn■* Þessi mynd var tekin á laugardagskvöldið á kosningavöku Alþýðuflokksmanna í Naustinu í Reykjavík. Það er Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, sem stendur fremst á myndinni, en meðal annarra má sjá á myndinni nokkra fulltrúa frá sœnskum jafnaðarmönnum, sem hafa dvalist hér að undanförnu. undan hér, í kjöifar kosninganna, svo mikiö er óhætt að segja", sagði Guðfinnur Sigurvinsson, efsti mað- ur á lista Alþýðuflokksins í Kefla- vík, þegar Alþýðublaðið sló á þráð- inn til hans í gær og óskaði honum til hamingju með sigurinn, en Al- þýðuflokksmenn í Keflavík náðu hreinum meirihluta í bæjarstjórn í kosningunum. Guðfinnur kvaðst að vísu hafa átt von á velgengni í kosningunum en ekki svona stórkostlegum sigri. „Við vorum að gera okkur vonir um að ná fjórða manninum inn“, sagði hann. „Við verðum með fund hér í kvöld“, sagði Guðfinnur, „þar sem við munum ráða ráðum okkar og verðum væntanlega að vinna í þessu fram eftir vikunni. Það eru ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka. Við þurfum að koma okkur saman um bæjarstjóra og skipa í nefndir o.s.frv. Guðfinnur kvað hinn nýja bæj- arstjórnarmeirihluta munu gangast ríkt eftir því að kvóti Keflvíkinga Framh. á bls.2 Hreinn meirihluti í Keflavík — Miklir kosningasigrar Alþýðuflokksins víða um land. Bœtti við sig fulltrúum í flestum kaupstöðum. Alþýðuflokkurinn fékk 7.000 at- kvæðum meira í bæja- og sveita- stjórnarkosningunurn á laugardag- inn en í kosningunum fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn rúmlega 13 þúsund atkvæði, þannig að aukning atkvæðamagnsins er yfir 50°/o. Reiknað sem hlutfall af heild- aratkvæðamagni í kosningunum nú bætti Alþýðuflokkurinn við sig tæpum 5 prósentum. Alþýðuflokkurinn vann alls stað- ar á og bætti víða við sig mönnum. Stærsti sigurinn vannst í Keflavík, þar sem flokkurinn vann hreinan meirihluta og bætti við sig þrem fulltrúum frá því í síðustu kosning- um. Aðrir flokkar töpuðu í Kefla- vík, Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mestu, eða nærri 15°/o atkvæða- magnsins og tveimur fulltrúum af fjórum. Alþýðubandalagið tapaði 2,6°7o atkvæða og þar með þeim eina fulltrúa sem sá flokkur hafði áður, en Framsóknarflokurinn sem tapaði ríflega 6%, hélt hins vegar sínum tveim fulltrúum. Alþýðu- flokknum dugðu 44,2% atkvæða til að fá fimm menn kjörna og hreinan meirihluta í Keflavík. Meirihluta Alþýðuflokksins í Keflavík skipa Guðfinnur Sigur- vinsson, Vilhjálmur Ketilsson, Hannes Einarsson, Anna M. Guð- mundsdóttir og Jón Ólafur Jóns- son. Annar stór sigur vannst í Hafnar- firði þar sem Alþýðuflokkurinn bætti við sig þremur fulltrúum og fékk alls fimm. í Hafnarfirði er Al- þýðuflokkurinn orðinn stærstur flokka, eftir þessar kosningar og meirihluti Sjálfstæðismanna og óháðra sem verið hefur við völd um langt árabil, er fallinn. Félag óháðra borgara í Hafnarfirði, þurrkaðist út í þessum kosningum og fékk engan fulltrúa, en hafði tvo á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði töpuðu einum manni, en aftur á móti náði Einar Þ. Mathiesen kjöri á klofningslista sínum. Framsóknarflokkurinn tap- aði sínum manni í Hafnarfirði, en Alþýðubandalagið hélt sínum, þótt það tapaði nokkru fylgi. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði eftir þessar kosningar eru Guðmundur Arni Stefánsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Ingvar Viktorsson, Tryggvi Harðarson og Valgerður Guðmundsdóttir. I Kópavogi, þar sem fyrir þessar kosningar var eini vinstri meirihlut- inn á borgarsvæðinu, styrktist staða vinstri manna. Alþýðuflokk- urinn bætti við sig 8% atkvæða og einum manni og Alþýðubandalagið vann sömuleiðis einn fulltrúa. Þriðji flokkurinn í samstarfinu, Framsóknarflokkurinn, tapaði hins vegar einum manni, en það gerði Sjálfstæðisflokkurinn líka, þannig að vinstri meirihlutinn styrktist um einn fulltrúa. Alþýðuflokkurinn bætti við sig fjölda fulltrúa um allt land. Auk þess unnust menn í Garðabæ, Grindavík, Njarðvík, Akranesi, Ólafsvík, Bolungavík, ísafirði, Sauðárkróki og síðast en ekki síst í Vestmannaeyjum, þar sem meiri- hluti Sjálfstæðismanna féll fyrir vikið. Þriöjudagur 3. júnf 1986 103. tbl. 67. árg. Jón Baldvin Hannibalsson: þar, enda væri hið sígilda vandamál í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, sú röksemd Sjálfstæðis- flokksins að betra væri að hafa meirihluta eins flokks við völd. „Hér voru núna á ferð fulltrúar frá sænskum jafnaðarmönnum og þegar við skýrðum þeim frá kosn- ingaúrslitunum í Reykjavík og út- skýrðum fyrir þeim þessa röksemd Sjálfstæðismanna, þá setti að þeim hlátur, því þesa röksemd könnuð- ust þeir mætavel við og hafa beitt henni sjálfir í Sviþjóð um áratuga bil“ Annars sagði Jón Baldvin að kosningaúrslitin hefðu verið mjög ánægjuleg fyrir jafnaðarmenn ,,og að ná hreinum meirihluta í Kefla- vík, var auðvitað alveg frábært afrek", sagði hann. Hann nefndi einnig Njarðvík, þar sem atkvæða- hlutfall Alþýðuflokksins náði 40 prósentum og Hafnarfjörð þar sem hann sagði hlutfallið vera að nálg- ast 40%-markið. „Og víða annars staðar, þar sem pólitísk náttúrlög- mál segja að krataöflin eigi að vera sterk, er Alþýðuflokkurinn nú Framh. á bls, 2 Allmargir litu ittn á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins íSigtúni á laugardaginn og þáðu kaffi og meðlœti og þar var oft glatt á hjalla. — og talsverðum mun stærri en Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag. Frábœrt afrek að ná hreinum meirihluta í Keflavík „Það fer ekki milli mála að Al- þýðuflokkurinn er sigurvegari þess- ara kosninga", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýðu- flokksins í samtali við Alþýðublaö- ið í gær. „Mér sýnist að þetta sé besti árangur flokksins í sveitar- stjórnarkosningum í stjórnmála- Konurnar vinna á Eftir sveitarstjórnarkosning- arnar á laugardaginn er hlutfall kvenna í bœjar- og sveitastjórn- um á Islandi komið upp í 26,2%, sem þýðir að meira en fjórði hver fulltrúi í þessum stjórnum er kona. Af einstökum stjórn- málaflokkum er hlutfallið að sjálfsögðu hœst hjá Kvennalist- anum, eða 100%, en af öðrum flokkum er þetta hlutfall hœst hjá Alþýðubandalaginu, 37%. Afþeim fulltrúum sem Alþýðu- flokkurinn fékk kjörna eru 23,8% konur, 24,3% af fulltrú- um Framsónkarflokks og 24,2% affulltrúum Sjálfstœðis- flokksins. Hjá óháðu framboðunum er hlutfall kvenna aftur á móti mun lœgra, eða rúmlega 11%. sögu lýðveldisins og nokkru stærri sigur en náðist 1978, þegar tekið er tillit til þess að Alþýðuflokksmenn studdu, eða áttu aðild að öðrum listum á fjórtán stöðum á landinu. Jón Baldvin sagði sér þætti einn- ig mjög athyglisvert hversu sterkur Alþýðuflokkurinn væri á lands- byggðinni með u.þ.b. 22% fylgi, þegar reiknað væri með hinum sameiginlegu framboðum. Þetta gerði það að verkum að Alþýðu- flokkurinn væri nú annar stærsti flokkurinn úti á landi og talsverð- um mun stærri en bæði Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag. „Að því er varðar úrslitin í Reykjavík", sagði hann, „þá virðist mér að fyrstu viðbrögð fjölmiðla hafi verið viss rangtúlkun á úrslit- unum. Við verðum að gæta að því að í kosningunum 1982 fengum við innan við 4 þúsund atkvæði í borg- arstjórnarkosningum. Nú fengum við 5276 og hækkuðum hlutfallið um 20%. 1982 vorum við minnsta aflið í borgarstjórn. Nú erum við í þriðja sæti. Ég vil líka minna á það að þegar kosningabaráttan hófst var flokkurinn í botni og honum spáð tveimur prósentum i könnun- um. Það að koma fylginu upp í 10% er auðvitað afrek.“ Jón Baldvin sagði ennfremur að kosningabaráttan í Reykjavík hefði haft umtalsverð áhrif úti á landi og skilað sér í mörgum tilvikum betur Alþýðuflokkurinn næststærsti flokkurinn á landsbyggðinni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.