Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Þriðjudagur 7. október 1986
191. tbl. 67. árg.
43. flokksþing Alþýðuflokksins:
Stórmál
afgreidd
„Þau mál sem gnœfa upp úr og munu sitja svip
sinn á kosningabaráttuna voru róttœkar tillögur
okkar um umbœtur í skattamálum og lífeyri-
smálum," segir Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins.
„Þessa 43. þings Alþýöuflokks-
ins verður lengi minnst í sögu
flokksins fyrst og fremst fyrir það
að á þessu þingi var staðfest sam-
runi og sættir við Bandalag jaf nað-
armanna," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins í sámtali við Alþýðublað-
ið að afloknu flokksþingi, aðspurð-
ur um helstu mál og niðurstöður
þingsins.
„Á þessu þingi gerðist margt eft-
irminnilegt;' sagði Jón Baldvin.
„Það sem einkenndi þingið var
m. a. að sennilega hafa konur ekki
verið fjölmennari í annan tíma á
flokksþingi Alþýðuflokksins og
auk þess að fjölmenna létu þær
mjög að sér kveða. í annan stað
setti mikinn svip á þingið, sveitar-
stjórnarbyltingin sem varð s. 1. vor.
Þarna kom til þings flest af því
unga fólki sem er komnið i fremstu
Framh. á bls. 2
Loðnusýni tekin úr skipunum sem fyrr:
Loðnusjómenn
haf a sigur
Litill hluti þeirra rúmlega 400 Alþýðuflokksmanna, sem sátu afmœlishófið á laugardagskvöld.
Eitt glœsilegasta og fjölmennasta flokksþing Albvðuflokksins:
Einkenndist af sam-
stöðu og sóknarhug
„Það hefur verið ákveðið að
hverfa aftur til fyrri sýnatöku, í
sambandi við loðnuvinnslu, þó
menn telji það hér stórt skref aftur
á bak við vinnsluna", sagði Þórður
Jónsson hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins í samtali við Alþýðublaðið í
gær." „En ég veit ekki hvort þctta
mál leysist fyrr en farið verður að
taka sýni af loðnunni þannig að
gefi einhverja rétta mynd af því sem
verið er að landa."
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
ákvað á fundi í gær að hverfa aftur
til fyrra fyrirkomulags við sýna-
töku í þeirri von að öldurnar lægi
og ágreiningur verði þar með úr
sögunni. Loðnuverð það sem áður
gilti, 1700 krónur fyrir tonnið verð-
Framh. á bls. 2
Einu fjölmennasta og glæsileg-
asta flokksþingi Alþýðuflokksins
lauk í Hótel Ork i Hveragerði á
sunnudagskvöld. Þingið sátu tæp-
lega 250 kjörnir fulltrúar og auk
þess tæplega 200 gestir. í 70 ára af-
mælishófi flokksins á laugardags-
kvöld voru rösklega 400 gestir. Þá
sátu þingið 6 erlendir fulltrúar.
Við þingsetninguna fluttu ræður
heiðursgestir þingsins, þeir Hanni-
bal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gísla-
son. Ávörp fluttu: Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASI, Guðmundur
Einarsson,  alþingismaður,  Jóna
Ósk Guðjónsdóttir, formaður Sam-
bands Alþýðuflokkskvenna, María
Kjartansdóttir, formaður SUJ, og
Björn Wall, fulltrúi Alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna. Þá færðu
erlendir fulltrúar flokknum gjafir.
Embættismenn flokksþingsins
voru kjörnir:
Aðalforseti: Hörður Zóphaníasson,
Hafnarfirði.
1. varaforseti: Elín Alma Arthúrs-
dóttir, Vestmannaeyjum.
2.  varaforseti: Anna Margrét Guð-
mundsdóttir, Keflavík.
Aðalritari: Bjarni Pálsson, Kópa-
vogi.
1. aðstoðarritari: Eva Eðvarðsdótt-
ir, Borgarnesi.
2. aðstoðarritari: Hjörleifur Guð-
mundsson, Patreksfirði.
Þingið fjallaði um fjölmarga
veigamikla málaflokka. Má þar
nefna nýtt skattakerfi, nýtt hús-
næðislánakerfi, einn lífeyrissjóð
fyrir alla landsmenn, nýja atvinnu-
stefnu, átak gegn neyslu og út-
breiðslu vímuefna og samþykktar
voru ályktanir um kjaramál svo og
itarleg stjórnmálaályktun.
Næstu daga verður greint firá
helstu ályktunum þingsins og birtar
ýmsar ræður, sem fluttar voru.
Stiórnmálaályktun 43. flokkspings Alþýðuflokksins:
Meginverkefnið
réttmætan hlut
Fertugasta og þriðja flokksþing
Alþýðuflokksins fagnar því að
stefna Alþýðuflokksins, jafnað-
arstefnan á nú mikinn og vaxandi
hljómgrunn meðal íslensku þjóð-
arinnar. Alþýðuflokkurinn var
ótvíræður sigurvegari í sveitar-
stjórnarkosningunum síðastliðið
vor, þegar þúsundir nýrra liðs-
manna sraðfestu stuðning sinn
við jafnaðarstefnuna og Alþýðu-
flokkinn. Úrslit vorkosninganna
sýndu, að Alþýðuflokkurinn er
næststærsti stjórnmálaflokkur-
inn á landsbyggðinni og í öflugri
og öruggri sókn um land allt.
Flokksþingið lýsir ánægju með
stórlega aukin áhrif Alþýðu-
flokksins í sveitarstjórnum víðs-
vegar um landið og þakkar þeim
fjölmörgu er stuðluðu að þessum
glæsilega sigri.
Þegar flokksþing Alþýðu-
flokksins síðast var háð, fyrir
tveimur árum, setti það svip sinn
á íslensk stjórnmál, að þá voru
starfandi tveir stjórnmálaflokkar
er kenndu sig við jafnaðarstefnu.
Nú hafa þau sögulegu tíðindi
gerst að tekist hafa sættir og sam-
eining við Bandalag jafnaðar-
manna, og á Alþingi í vetur munu
þingmenn bandalagsins starfa í
þingflokki     Alþýðuflokksins.
Þessu fagnar flokksþingið og
býður nýja liðsmenn velkomna til
starfa í baráttunni fyrir því að
skapa réttlátara þjóðfélag á ís-
landi. Jafnframt minnir flokks-
þingið á að hér hefur verið stigið
mikilvægt skref til víðtækrarsam-
stöðu íslenskra jafnaðarmanna í
einum öflugum jafnaðarmanna-
flokki, — Alþýðuflokknum. Nú
ber að leggja megináherslu á að
sameina alla íslenska jafnaðar-
menn undir merkjum Alþýðu-
flokksins.
Markmið Alþýðuflokksins er
að skapa á íslandi réttlátara þjóð-
félag byggt á hugsjónum lýðræð-
is, valddreifingar, félagshyggju og
jafnréttis. Vaxandi fylgi Alþýðu-
flokksins að undanförnu sýnir og
sannar að þessi stefnumið eiga
hljómgrunn hjá þjóðinni. Launa-
fólk á íslandi hefur bitra reynslu
af stjórnarsamstarfi núverandi
stjórnarflokka. Þegar íhaldsöflin
í landinu taka höndum saman á
að tryggja launafólki
í afrakstri þjóðarbúsins
launafólk í vök að verjast svo sem
glögglega hefur komið i ljós að
undanförnu. Grímulaus íhalds-
stefna og nýfrjálshyggja sem eiga
sér öfluga talsmenn í núverandi
stjórn landsins stefna að því að
brjóta niður það velferðarþjóðfé-
lag, sem Alþýðuflokkurinn hefur
átt ríkan þátt i að skapa. Þessari
þróun þarf að snúa við. Það gerist
ekki nema Alþýðuflokknum verði
tryggð úrslitaáhrif á stjórn lands-
ins.
A flokksþingi Alþýðuflokksins
fyrir tveimur árum var mörkuð sú
stefna að rétta hlut launafólks og
lítilmagna með því að breyta
eigna- og tekjuskiptingunni í ís-
lenska þjóðfélaginu og leiðrétta
það hrikalega misrétti og þann
ójöfnuð, sem sífellt hefur verið að
magnast i valdatíð núverandi rík-
isstjórnar. Alþýðuflokkurinn hef-
ur hér haft málefnalegt frum-
kvæði og mótað stefnu, sem vakið
hefur athygli alþjóðar og kynnt
var á hundrað fundum um
gjörvallt land. Þetta starf hefur
skilað árangri í aukinni tiltrú og
auknu fylgi við málstað jafnaðar-
stefnunnar. Það, er sá grundvöll-
ur, sem sókn Alþýðuflokksins á
næstu misserum hlýtur að byggj-
ast á.
Alþýðuflokkurinn leggur höf-
uðáherslu á eftirfarandi mála-
flokka í komandi kosninga-
baráttu:
Nýtt skattakerfi, sem felur í sér
afnám tekjuskatts af launatekj-
um, einföldun kerfisins og stað-
greiðslu. Tekinn verði upp virðis-
aukaskattur og skattprósenta
lækkuð. Tryggt verði að virðis-
aukaskattur verði ekki til þess að
hækka framfærslukostnað heim-
ilanna. Leggja ber á tímabundinn,
stighækkandi stóreignaskatt.
Herða ber viðurlög við skattsvik-
um og hrinda í framkvæmd þeim
tillögum er þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa lagt fram og miða
að því að uppræta skattsvik.
Nýtt húsnæðislánakerfi byggt á
traustum fjárhagsgrunni er full-
nægt geti eðlilegri lánaþörf á hús-
næðismarkaðnum og aukin fram-
lög til félagslegra íbúðabygginga
þannig að sinnt sé þörfum þeirra
sem hinn frjálsi markaður útilok-
ar. Það er stefna Alþýðuflokksins
að í hinu nýja húsnæðiskerfi verði
valkostir þannig að fólk geti valið
eignar- eða leigufyrirkomulag eft-
ir þörfum og aðstæðum hvers og
eins, en hvað varðar félagslegar
íbúðir verði megináhersla lögð á
kaupleigufyrirkomulag. Tryggja
ber að lánskjör verði með þeim
hætti að greiðslubyrði aukist ekki
umfram launahækkanir.
Samciginlegur lífeyrissjóður
fyrir alla landsmenn. í stað tæp-
lega eitt hundrað sérsjóða, sem nú
starfa, komi einn sameiginlegur
lifeyrissjóður fyrir alla Iands-
menn. Flokksþingið telur að fétt
sé að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um hugmyndiha um sam-
eiginlegan lífeyrissjóð.
Ný atvinnustefna. Alþýðuflokk-
urinn lítur svo á að vaxtarbrodd
islensks atvinnulífs sé að finna í
nýtækniiðnaði og nýgreinum
landbúnaðar og sjávarútvegs.
Forsenda nýrrar atvinnustefnu er
traust menntakerfi og því ber að
leggja ríka áherslu á að skapa þá
starfsaðstöðu í skólum landsins
Framh. á bls. 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4