Alþýðublaðið - 21.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1987, Blaðsíða 4
alþýdu- blaóiil Miövikudagur 21. janúar 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Kramkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf„ Armúla 38 Prentun: Blaöaprent hf„ Síðumúla 12 * Askriftarsíminn er 681866 A rangur stjórnarsamstarfsins: SKATTAKERFIÐ ER í MOLUM — segir forsætisráðherra ER í BROTUM — segir fjármálaráðherra Á fundi neðri deildar Alþingis 17. desember s.l. urðu siðbúnar umræður um skatta- mál, þar sem einkum var fjallað um störf nefndar, sem kannaði umfang skattsvika og skýrslu um niðurstöður, sem hún hefur sent fjármálaráðherra. Þessi nefnd var skipuð í framhaldi af því, að Alþingi samþykkti tillögu frá Jóhönnu Sigurðardóttur um könnun á umfangi skattsvika. Jón Baldvin Hannibalsson tók þátt í þessum um- ræðum og sagði þá m.a.: Neðri deild, 17. des. 1986 Hér hafa farið fram síðbúnar umræður um skýrslu til fjármála- ráðherra um störf nefndar sem kannaði umfang skattsvika, sbr. ályktun Alþingis frá 3. maí 1984. Á 1. síðu þessarar skýrslu er vitnað til ályktunarinnar sem Alþingi sam- þykkti 3. maí og það er ástæða til að rifja það upp í upphafi að þessi skýrsla er unnin, nefndin skipuð og skýrslunni skilað í tilefni af því að Aiþingi samþykkti þingsályktunar- tillögu frá hæstvirtum þingmanni Jóhönnu Sigurðardóttur frá 3. maí 1984. Það leið langur tími frá því að skýrslan var samþykkt og þangað til nefndin var skipuð og nefndin þurfti nokkurn tíma til starfa. Og hún skilar 18. apríl 1986. Harður dómur Síðan er þó liðinn svo langur tími að maður skyldi ætla að hæstv. fjmrh. og ríkisstjórn hefðu fengið ráðrúm til að bregðast við þeim al- varlegu niðurstöðum sem þessi skýrsla birtir. Þetta er harður dóm- ur um núverandi skattakerfi, bæði í greiningu á skattsvikum þótt ég leyfi mér að halda því fram að þessi ágæta opinbera nefnd sé mjög var- færin í mati sínu á því, í ábending- um hennar um veilur í skattakerf- inu sjálfu og í tillögum til úrbóta. Engu að síður er það svo að við er- um enn að fást við hér á hinu háa Alþingi að afla ríkissjóði tekna samkvæmt sama skattakerfi, lög- um um tekju- og eignarskatt og söluskattslögum, eins og ekkert hafi gerst. Mér verður það minnisstætt, að þegar þessi skýrsla var birt og um- ræða fór fram um hana í sjónvarpi þótti mér með ólíkindum hver voru viðbrögð hæstv. fjmrh. Þau voru fyrst og fremst að segja: Ég hélt þau væru meiri. Ég hélt að skattsvikin og skattundandrátturinn væri meiri en fram kemur í þessari skýrslu. Það má vel vera að hann sé verulega mikið meiri, en samt sem áður er hann svo mikill og maður hefði haldið að ábyrgur fjmrh. brygðist við á annan veg, þ.e. hann léti ekki fyrst og fremst í ljós furðu sína yfir því að þau væru ekki meiri en þetta, því að hér er þó um ræða á verðlagi þess tíma sem þarna um greinir, upphæðir sem mundu duga til þess að ríkissjóður yrði rekinn hallalaust, sem er ekki lítill þáttur í okkar efnahagspólitík, fyrir utan að þessi skattundandráttur og þessi skattsvik eru trúlega félagslega séð einhver mesta meinsemdin í okkar þjóðfélagi og stærsta skýringin á vaxandi efnahagslegu misrétti og aðstöðumun stétta og starfshópa. Ástæður skattsvika í tilefni af vangaveltum hv. 2. þm. Norðurl. e. um skattamál er rétt að leggja sérstaka áherslu á saman- dregnar niðurstöður nefndarinnar að því er varðar helstu ástæður skattsvika að mati nefndarinnar. Helstu ástæður skattsvika eru þess- ar: Flókið skattakerfi með óljósum mörkum milli hins löglega og ólög- lega. Frádráttar- og undanþágu- leiðir íþyngja mjög framkvæmd skattalaga og opna margvíslegar sniðgönguleiðir. — Þetta er megin- atriðið. Kastljósinu af hálfu nefnd- arinnar er fyrst og fremst beint að löggjöfinni sjálfri og færð fyrir því margvísleg rök að þessi lög séu af því tagi að það verði ekki, miðað við óbreyttan lagaramma, komið við þeim aðgerðum sem að gagni koma við að uppræta skattsvik. Það sé beinlínis í skjóli götóttrar og lélegrar löggjafar sem skattsvikin eru hvað mest. Þetta er rökstutt víð- ar í skýrslunni. Síðan segir: „Skattvitund al- mennings er tvíbent og verður óljósari eftir því sem einstök skatta- leg ívilnunarákvæði einstakra hópa aukast og skattaeftirlit versnar. Þetta grefur undan réttlætiskennd skattgreiðenda. Há skatthlutföll hafa áhrif á um- fang skattsvika. Þau hvetja til þess að nýta sér sniðgöngumöguleika og það þeim mun meira sem hlutföllin eru hærri.“ Leiðir til úrbóta í framhaldi af þessu spyrja nefndarmenn: Hverjar eru helstu leiðir til úrbóta og aftur koma þeir að því sem er kjarni málsins, þ.e. skattalögunum sjálfum. Þar segir svo, með leyfi forseta: „Einfalda þarf skattalögin, fækka undanþágum og afnema margs konar frádráttarliði þannig að skattstofnar verði skýrir og af- markaðir og greiðsluskylda auð- reiknanleg. Einföldun skattalaga og fækkun undanþága og frádrátt- arliða auðveldar öll skattskil virk- ara skatteftirlits. Um leið þarf að fækka skatttegundum og gæta þess að einstakir skattstofnar séu ekki ofnýttir“ Loks segir undir fyrirsögninni Skattaeftirlit, liður e: „Endurskoð- uð verði ákvæði um skattlega með- ferð hlunnindagreiðslna“ — ákvæði. Hvað er þessi nefnd að segja sem varðar kjarna þessarar umræðu? Ósköp einfaldlega það, sem við vor- um að ræða í dag, að það sé eitt meginatriðið, ef menn vilja upp- ræta skattsvik, skattundandrátt, ef menn vilja bæta skattasiðferði, að beina athyglinni að löggjöfinni sjálfri. Hér voru fluttar í dag tillögur um að fækka frádráttarliðum mjög í anda þeirra meginatriða og ein- falda ákvæði skattalaga um skatt- lagningu fyrirtækja og þessar til- lögur, þvert ofan í anda og ábend- ingar og tillögur nefndarinnar sem hér um ræðir, voru allar snarfelld- ar. í staðinn koma einhverjir pólit- ískir útúrsnúningar af því tagi hver var fjmrh. 1979 og fáránlegast af öllu að ætla að koma sök á Alþfl. af því tilefni að hafa ekki beitt sér fyrir breytingu á skattalögum á þeim tíma sem hv. fyrrv. þm. Sighvatur Björgvinsson sat í fjmrn. í nokkra mánuði sem starfandi fjmrh. í starfsstjórn, reyndar með hlutleysi og samkvæmt samningum við Sjálfstfl. en eingöngu á þeim tíma til að fylgja fram daglegri stjórn- sýslu eins og starfsstjórn gerir með- an beðið var kosninga. Sú gagnrýni er út í hött og kemur þessu máli ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hitt veit hv. 2. þm. Norðurl. e„ hver sat í fjmrn. á tímabili ríkis- stjórnar 1978—1979. Það var reyndar einn af forustumönnum Framsfl., Tómas Árnason frá Há- nefsstöðum, sem nú hefur verið val- inn til þess trúnaðar að sitja sem einn af þremur bankastjórum Seðlabanka. Síðan tók við ríkis- stjórn, hv. 2. þm. Norðurl. e„ sem að vísu var komin til valda vegna þess að flokksmenn hv. þm. greiddu götu hennar, gerðust guðfeður hennar og tryggðu henni meiri hluta á Alþingi, enda sat sú rikis- stjórn undir forsæti eins af virtustu forustumönnum Sjálfstfl. frá upp- hafi vega. Ég þarf svo ekki að rekja söguna fyrir hv. þm. því að síðan hefur set- ið núv. ríkisstjórn og verður að telja hv. þm. einn af áhrifameiri þm. þessarar ríkisstjórnar. Hún hefur setið í fjögur ár. Og ef umræðan á að snúast um hver hafi gert hvað til að breyta skattalögum, til að gera þau að virkara tæki og réttlátara tæki fær hann ekki undan því vikist að þarna hafi þeir setið í fjögur ár með ónýt skattalög og aðhafst ekki nokkurn skapaðan hlut. Og þeir munu skilja við eftir nokkra mán- uði með það brennimark á andlit- inu að þeir hafi borið ábyrgð á því allan þennan stjórnartíma þrátt fyrir að gagnrýnin á skattalögin og þær breytingar sem gerðar voru 1978—1979 hefur farið sívaxandi, ekki hvað síst fyrir frumkvæði Alþfl. frá og með 1983/1984, sbr. ótal tillögur sem við höfum flutt og beinast að úttekt á skattalögum, út- tekt á umfangi skattsvika, tillögur um hert skattaeftirlit og breytingar á skattalöggjöf. Það er ástæða til að staldra við sérstaklega þá spurningu hverjar eru helstu ástæður skattsvika. Og ég ætla að leyfa mér, herra forseti, með leyfi forseta, að gera dálítið betri grein fyrir því með vísan til greiningar þessarar ágætu nefndar. En í skýrslunni segir á bls. 36: Flókið kerfi „Sé reynt að gera sér grein fyrir ástæðum skattsvika virðist nær- Eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýduflokksins tækast að líta fyrst á skattakerfið sjálft og framkvæmd og eftirlit með skattlagningu. Þannig má gera ráð fyrir að einföldu skattakerfi með tiltölulega Iágum skatthlutföll- um, sem auðvelt er að hafa eftirlit með, fylgi minni skattsvik en flóknu skattakerfi með háum skatt- hlutföllum sem erfitt er að hafa eft- irlit með“ Síðan segir: „íslenska skattakerf- ið er almennt talið vera flókið og mörkin milli þess sem er löglegt og hins sem er ólöglegt oft óljós. Lög um tekjuskatt eru flókin m.a. af tveimur ástæðum. Annars yegar er ein meginregla skattalaganna sú að kostnaður við öflun tekna er frá- dráttarbær. Hér undir fellur allur venjulegur rekstrarkostnaður fyrir- tækja. Slík regla hlýtur alltaf að vera flókin í framkvæmd og fela í sér margvísleg matsatriði. Hún er hins vegar óhjákvæmileg þegar skattur er lagður á hreinar tekjur, þ.e. tekjur að frádregnum kostnaði. Hér skiptir meginmáli að eftirlit með álagningunni sé þannig að skattþegnar beri virðingu fyrir því. Hins vegar eru í skattalögum marg- vísleg ákvæði sem ætlað er til að ívilna einstökum hópum“, — ég endurtek: „ívilna einstökum hóp- um eða hvetja til tiltekinna athafna. Slík ákvæði íþyngja mjög fram- kvæmd skattálagningarinnar. Eftir því sem löglegir möguleikar til að komast hjá skatti eru meiri, þeim mun minni verður virðing skatt- þegna fyrir skattlögum. Slíkir snið- göngumöguleikar gera skattheimt- una flóknari og erfiðari í fram- kvæmd og þeir grafa undan réttlæt- iskennd skattgreiðenda. Söluskattur Samkvæmt því sem að framan segir getur skattkerfið sjálft haft veruleg áhrif á það hvernig viðhorf til skattsvika er. Þetta gildir tví- mælalaust um núverandi sölu- skattskerfi. Söluskattur í núverandi mynd var fyrst lagður á hér á landi 1960 og var þá nokkuð almennur 3% skattur. Frá þessum tíma hafa aðstæður allar breyst, viðskiptahættir tekið stakkaskiptum. Mikil fjölgun und- anþága og aukin sérhæfing í at- vinnulífi samhliða margföldun skatthlutfallsins veldur því að skatt- yfirvöld eiga í sívaxandi erfiðleik- um með að koma á eðlilegri og rétt- látri innheimtu skattsins. Gjaldend- ur eru í sífellt meiri óvissu um skatt- skyldu og markatilvikum fer ört fjölgandi. Það nálgast því að inn- heimta söluskatts í núverandi mynd verði óframkvæmanleg, en slíkt getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir tiltrú skattþegna á réttláta framkvæmd skattheimtu." Þetta er kjarni málsins. Hér eru færð rækileg rök fyrir því að það sé löggjöfin sjálf sem meiri hluti á Al- þingi og ríkisstjórnarmeirihluti á löggjafarsamkomunni beri alla ábyrgð á og hefur nú þessi stjórnar- meirihluti haft fjögur ár til að gaumgæfa það mál og koma fram breytingum. Það er allt of seint og allt of einfalt og allt of billegt að hafa uppi tilburði til þess eftir að hafa daufheyrst við gagnrýni nán- ast allt kjörtímabilið, eftir að hafa látið þessa skýrslu rykfalla mánuð- um saman og hafa uppi einhverja tilburði og einhver orð um vilja til breytinga loksins þegar ríkisstjórn- armeirihlutinn er sannarlega kom- inn að útgönguversi. Stærsti tekjuöflunarþáttur í tekjuöflunarkerfi ríkisins er sölu- skatturinn. Nýlega er hæstv. ríkis- stjórn búin að leggja fram frv. til laga um virðisaukaskatt sem hefur fengið óblíðar viðtökur í öllum stjórnmálaflokkum vegna þess að það er meingallað og af þeim sök- um ólíklegt til þess að ná fram að ganga jafnvel meðal þeirra sem hafa þó jákvæða afstöðu til virðis- aukaskattsins sem slíks. í þessari greinargerð er t.d. fjallað með þess- um hætti um aðaltekjuöflunarkerf- ið, söluskattinn, með leyfi forseta: „Frá því að söluskattur var fyrst lagður á 1960 hafa aðstæður breyst verulega og viðskiptahættir tekið stakkaskiptum. Fjölgun undan- þága, aukin sérhæfing í atvinnulífi samhliða hækkun skatthlutfallsins hefur leitt til þess að söluskattur getur ekki lengur gegnt hlutverki sínu í tekjuöflun ríkisinsí* Aðaltekjuöflunartækið sam- kvæmt umsögn í greinargerð frá hæstv. fjmrh. sjálfum getur ekki lengur gegnt hlutverki sínu í tekju- öflun ríkisins.“ Síðan segir: „Skattyfirvöld eiga í vaxandi erfiðleikum með að koma fram eðlilegri og réttlátri innheimtu skattsins. Gjaldendur eru í sífellt meiri óvissu um skattskyldu og þau Framh. á bls. 3 Það er í rúst — eins og allir skattgreiðendur hafa vitað árum saman

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.