Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 23. janúar 1987
15. tbl. 68. árg.
Haraldur Baldursson hjá Öryggisnefnd FÍA:
Nýbúið er að leyfa
lendingar í myrkri
Skólamál á Austurlandi:
Sérkennslunám
heim í hérað
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að 20—30 kennarar
á Austurlandi geti næstu tvö sumur stundað framhalds-
nám á Hallormsstað, sem gefi þeim réttindi á við 1 árs
sérkennslunám við Kennaraháskóla íslands í Reykjavík.
„Þetta er stórmerkilegt mál, og
ég minni á að rifja upp að ég er
þeirrar skoðunar að mesta og besta
landsbyggðarstefnan sé að færa
framhaldsnám út á landsbyggðina.
Þetta er sérkennsla á vegum Kenn-
araháskóla íslands sem stjórnað
verður af sérkennslufulltrúa á
Austurlandi og verður á Hallorms-
stað í tvö sumur. Þar ná þeir því
eina ári sem boðið er upp á hér í
Reykjavík", sagði Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
„Þetta er bara byrjunin, ég fékk
fjárveitingu fyrir þessu og er af-
skaplega glaður yfir því. Þetta kem-
ur í önnur kjördæmi líka. Við erum
með þessu að undirbúa kennara
undir sérkennsluna og færum þeim
menntunina heim í hérað, sem ég tel
vera meginmál" Að sögn Sverris er
gert ráð fyrir að mennta 20—30
kennara á Austurlandi með þessum
hætti og kennsla hefst strax næsta
sumar. Fræðslustjóri á Austurlandi
hefur þegar sent út gögn og um-
sóknareyðublöð til kennara á Aust-
urlandi.
Loftferðaeftirlitið og
Flugráð veittu leyfið eftir
að flugfélagið Ernir
hafð i sótt málið fast.
„Við höfum alltaf talið að tals-
vert mikið vanti á til að fá flugör-
yggismál í eðlilegt horf hér á Is-
landi. Nýlega var Isafjarðarflug-
völlur til umfjöllunar sérstaklega,
þar sem fram komu injög eindregn-
ar óskir frá flugfélaginu Erni um að
fá að fljúga inn yfir ísafjarðarflug-
völl og lenda þar í myrkri, en það
var ekki leyfilegt áður. Sú umræða
endaði með þvi að Flugráð gaf þeim
leyfi til að fljúga frá ísafirði í
myrkri. Þessu vorum við á móti í
öryggisnefnd FIA vegna þess að
þetta er ekki venjan, og ekki það
sem flug snýst um i rauninni", sagði
Haraldur Baldursson sem á sæti í
öryggisnefnd Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna í samtali við Al-
þýðublaðið í gær.
„Það hafa staðið deilur um ísa-
fjarðarflugvöll og hvaða reglur cigi
að gilda um aðflug að vellinum.
Aðflug á þennan völl er afar þröngt
og við því er í sjálfu sér ekkert hægt
að gera. Sannleikurinn er sá að það
eru engin tæki til sem geta gert eitt-
hvað fyrir aðflug að ísafjarðarflug-
velli að neinu marki því að hann er
staðsettur þannig. Hann er skásett-
ur í þröngum firði. Brautin er alveg
nógu löng, en aðstæður eru þess
eðlis að það er ekkert sem bjargar
þessum firði að neinu marki með
tækjum. Þó eru ljós á vellinum sem
hjálpa til þegar skyggni er slæmt
eða þegar farið er að rökkva.
Hins vegar eru nánast engin ör-
yggissvæði þarna, þannig að flugvél
Framh. á bls. 3
Jón Baldvin Hannibalsson:
Ósætti innan
ríkisstjórnar
„Það er Ijóst að ágreiningur er
milli stjórnarflokkanna um það
hvernig staðið skal að því atriði að
taka upp staðgreiðslukerfi skatta.
Ég hef eftir traustum heimildum i
kerfinu að málið er afar skammt á
veg komið og er því mjög óvíst
hvort ríkissijórninni tekst að standa
við fyrirheit sín til aðila vinnu-
markaðarins sem gefin voru í
tengslum við jólaföstusamningana,
en það fyrirheit var á þann veg að
taka upp staðgreiðslukerfið um
næstu áramót", sagði Jón Baldvin
Hannibalsson  formaður Alþýöu-
flokksins.
í sambandi við þau ummæli Þor-
steins Pálssonar fjármálaráðherra,
að Alþýðuflokkurinn hafi í hyggju
að beita málþófi á Alþingi til að
tefja framgang málsins, sagði Jón
Baldvin að slíkt væri heimatilbúinn
skrekkur fjármálaráðherra og með
öllu ástæðulaust að hafa áhyggjur
af því.
Nánar verður fjallað um þetta
vandamál ríkisstjórnarinnar i Al-
þýðublaðinu á morgun.
Tek ekki við tillögui
fræðsluráðs á meðanj
Þráinn er formaður
3ja millj. kr. bíll
undir borgarstjóra?
segir menntamálaráðherra
„Ég fœ ekki séð að ég geti  skeyti
f gær þar sem hann er spurður á J
á málflutningi Sverris á AlþingT
Ekki er ein báran stök hjá Sverri Hermannssyni. Sú spurning gerist
nú áleitin hvort menntamálaráðherra hafi hugsað sér að slíta sam-
bandi við alla þá sem opna munninn út af fræðslustjóramálinu?
í frumvarpi að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar undir lið Véla-
miðstöðyar, er gert ráð fyrir að
keyptur verði 3ja milljón króna bill
undir Davíð Oddsson borgarstjóra.
Minnihlutinn í borgarstjórn lagði
fram breytingartillögu í gær og
taldi borgarstjóra ekki þurfa dýrari
bíl en forsætisráðherra.
Bifreiðar og tæki borgarinnar
eru færðar á Vélamiðstöð. Þegar
eignabreytingaliður er skoðaður er
gert ráð fyrir því að bill borgar-
stjóra verði seldur og fáist fyrir
hann 1,2 milljónir króna og í stað-
inn verði keyptur kádilják fyrir 3
milljónir króna.
Minnihlutinn flutti í gær breyt-
ingatillögu um, að borgarstjóri geti
verið fullsæmdur af því að ferðast
um í bíl sem ekki kostar meira en
bíll forsætisráðherra. Bíll forsætis-
ráðherra kostaði 1,4 milljón, án að-
flutningsgjalda, þannig að sams-
konar bill með aðflutningsgjöldum
handa borgarstjóra þyrfti ekki að
kosta meira en 1,9 milljón krónur.
Minnihlutinn lagði til að mismun-
inum yrði varið til að kaupa bifreið
fyrir fatlaða svo þeir megi ferðast
greiðlegar um götur borgarinnar.
Bíllinn yrði í umsjá Vélamiðstöðvar
eins og bíll borgarstjóra.
Lýðrœðishlutinn í Borgarstjórn:
Áhersla á félags- og kjaramál
í stað gæluverkefna íhaldsins
Minnihlutinn í borgarstjórn lagði fram sameiginlegar breytingartillögur við frum-
varp að fjárhagsáætlun íhaldsins.
Merkilegt samstarf tókst
með minnihlutanum í Reykja-
vík við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar Reykjavíkurborgar.
Minnihlutinn lagði fram sam-
eiginlegar breytingartillögur
sem var í raun nýtt frumvarp
að fjárhagsáætlun. í tillögun-
um kemur skýrt fram sá
áherslumunur sem er milli
stefnu íhaldsins í borgarstjórn
og lýðræðishluta borgar-
stjórnarinnar. Alþýðublaðið
ræddi við Bjarna P. Magnús-
son borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins.
„Það fer ekki á milli mála, að
það hefur ríkt mikið góðæri hjá
Reykjavíkurborg. Tekjuaukning
hefur verið mikil, sem er mikið til
að þakka þeirri fólksfjölgun sem
verið hefur í Reykjavík undanfar-
ið. Fólk hefur flykkst utan af
landi til Reykjavíkur og útsvars-
greiðendum fjölgað. Ef markamá
tölur Hagstofunnar um fólks-
fjölgunina, þá má reikna með að
þróunin haldi áfram og frekari
aukning verði milli ára. Við not-
um því sömu útsvarsálagningu,
10,2% en gerum ráð fyrir aðeins
meiri fjölgun, þeir eru með 1,2%,
við með 2,5%. Það gefur okkur
örlítið meiri tekjur", sagði Bjarni
P. Magnússon.
„En það er mikill áherslumun-
ur í þessu frumvarpi. Þeir ætla t.d.
að leggja til 118 milljónir til öldr-
unarmála meðan við leggjum til
218 milljónir. Við sýnum þarna
áherslumuninn, meðan þeir t.d.
búa til sjóð í góðærinu sem þeir
kalla ráðhússjóð, sem þeir geti
gengið í síðar meir. Þá segjum við,
allt í lagi við skulum gera slíkt hið
sama, nýta góðærið, en í staðinn
fyrir ráðhússjóð gæluverkefni
fyrir svona minnisvarðapólitík,
þá búum við til öldrunarsjóð.
Þarna er bara verið að færa til
sömu peninga", sagði Bjarni.
í  breytingartillögum  sínum
Kemur minnihlutinn einnig inn á
4% af útsvari, þar er komið inn á
dagvistunarmálin, þar eru 47
milljónir umfram tillögur íhalds-
ins til þess málaflokks. í sam-
bandi við leiguíbúðir eru 27 mill-
jónir umfram þeirra tillögur.
Borgarstjórn hafði einróma
samþykkt að endurskoða hefð-
bundin kvennastörf hjá borginni.
Borgarstjórn hafði ályktað ein-
róma að nauðsynlegt væri að
hækka laun í þessum einkennandi
kvennastörfum. Bjarni sagði að
meirihlutinn gerði ekki ráð fyrir
krónu til þess að ná þessu mark-
miði, en breytingartillögur minni-
hlutans gera ráð fyrir 30 milljón-
umí' Það sést hve félagsmálin og
kjaramálin vega miklu þyngra í
okkar hugmyndum. Eins má
nefna smærri mál en stór, eins og
t.d. með Laugardalshöllina þar
sem við leggjum til að kostað
verði 6 milljónum svo aðbúnaður
verði þannig að fólk í hjólastólum
geti farið þar um. Einnig má
a
BjarniP.
netna heilsugæslu i Breiðholti.
Það eina sem sker á milli minni-
hlutans varðandi tillógugerðina
eru tillögur Framsóknarflokksins
varðandi Borgarspítalann. Bjarni
sagði að aðrir fulltrúar minni-
hlutaflokkanna leggi til að Borg-
arspítalinn verði enn stjórntæki
fyrir  Reykjavíkurborg  til  að
ákveða um betri þjónustu til
handa borgurunum en ríkið vill.
„Við teljum brýnt að því verði
haldið sem var. Ríkið hefur
ákveðið að Ieggja 9 milljónir fram
og þá verðum við að leggja fram
okkar á móti. Auk þess leggjum
við til, að sett verði upp lyfta
þannig að hægt verði að nýta það
sem er komið á sem bestan hátt
svo og nýta fjórðu hæðina þegar
hún kemst í gagnið. Við erum
hógvær í fjárframlögum hvað
varðar Borgarspítalann, en
stefnumörkunin er afgerandi",
sagði Bjarni.
Hann sagði að í heild mætti
segja, þegar tölur minnihlutans
og meirihlutans væru bornar
saman, væri munurinn ekki ýkja
mikill. „Breytingarnar sjást ekki
svo mikið í þessum tölum, en það
er spurningin um áherslur sem
kemur skýrt fram. Við höfum
hafnað sumum framkvæmdum
og lagt til aðrar. Við erum í alla
staði ábyrg í okkar tillögugerð,
það er ekki halli á okkar fjárlög-
um, en áhersluþættirnir eru allt
aðrir", sagði Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4