Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Miðvikudagur 18. febrúar 1987
11
Þjóðflutningar
í Austur-Indíum
2,5 milljónir manna flytjast búferlum.
Miklir fólksflutningar eiga sér nú
stað í Austur-Indíum á vegum
stjórnvalda þar. Samkvæmt áætl-
uninni eiga tvær og hálf miiljón
manna að flytjast búferlum á ára-
bilinu 1984—89. Fólksflutningarn-
ir kosta mikið fé og eru að verulegu
leyti kostaðir af alþjóðlegum sjóð-
um, en þjóna engan veginn þeim til-
gangi sem þeim er ætlað. Mikil um-
hverfisröskun er fyrirsjáanleg og
sömuleiðis mikil röskun á menn-
ingarlegu jafnvægi eyjabúa. Engu
að síður er flutningunum haldið
áfram.
Aætlanir um fólksflutninga frá
hinum þéttbyggðu eyjum, Java og
Bali ná allt aftur til nýlendutíma-
bilsins, þegar Hollendingar réðu
eyjunum. Þá þegar var talið að eyj-
arnar væru of þéttbyggðar. Suk-
arno forseti, „faðir eyjanna", hafði
og uppi svipuð áform í sinni tíð, en
það er fyrst nú, undir stjórn
Suharto forseta sem áætlanirnar
eru gerðar að veruleika.
Á Jövu og Bali búa meira en 100
milljónir manna og á ári hverju
bætast við tvær til þrjár milljónir.
Það er því ljóst að jafnvel þótt áætl-
uninni yrði fylgt út í æsar, þá ber
það álíka mikinn árangur og það að
ausa lekan bát með skeið. Fólkinu
fjölgar jafnt og þétt.
Til ytri eyjanna
Straumurinn liggur til hinna fjar-
lægu eyja í eyjaklasanum, s.s. Sum-
atra, Kalimantan, Sulawesi og Tim-
or. Nýju byggðirnar eru undirbúnar
af hernum, en fyrir landnema er líf-
ið enginn dans á rósum. Þeir fá lít-
inn jarðarskika til afnota, verkfæri
og útsæði fyrsta árið. En jarðvegur-
inn er slæmur, einkum til hrís-
grjónaræktar, samgöngur erfiðar
og litlir möguleikar á að selja afurð-
irnar.
Landnemarnir una ekki sinni
nýju tilveru, en flosna upp í stórum
stíl. Margir snúa aftur til Jövu, en
þar er þeim haldið „afsíðis", til að
þeir breiði ekki út niðrandi ummæli
um nýbyggðirnar. Aðrir fara til
næstu borgar, eða reyna að fá vinnu
á einhverri af stóru plantekrunum.
Sífellt berast nýjar frásagnir af mis-
heppnuðu landnámi og sumir telja
að allt að helmingur landnemanna
yfirgefi nýju heimkynnin.
Umhverfisröskun
Hið nýja landnám á litt byggðum
eða óbyggðum eyjum hefur í för
með sér mikla náttúruröskun. um
^Slí^l^1-1-' '•'•¦•&«?    '&£*:-.."•,::--. '•   ,. •;;:•
Allar leiðir liggja til hinna fjarlœgari eyja.
80% af landinu er ósnortin náttúra,
vaxin frumskógi, sem nú er sem óð-
ast verið að ryðja burt. Regnskógar
Austur-Indía eru um 10% af öllum
regnskógarsvæðum heimsins og
þeim verður að mestu leyti útrýmt
ef landnámsáætlunin verður fram-
kvæmd eins og fyrirhugað er.
Allmargar dýrategundir í regn-
skógum Austur-Indía eru hvergi til
annars staðar, smádýr, fuglar og
skordýr. Til dæmis er 1480 af 9000
fuglategundum heimsins hvergi að
finna annars staðar en þar. Þessar
tegundir eru í mikilli útrýmingar-
hættu ef regnskógasvæðunum
verður breytt í akurlendi, eins og
ætlunin er og það er lítið vitað um
hugsanlegar loftslagsbreytingar í
kjölfarið.
Frumbyggjar
Svæðin sem eru tekin undir hið
nýja landnám eru í sumum tilvikum
byggð fólki sem hefur átt þar heima
frá ómuna tíð. Þannig er það t.d. á
Vestur-Guineu þar sem búa 1,2
milljónir „innfæddra", en meining-
in er að flytja þangað 698.000 land-
nema næstu árin. Yfirlýst stefna
stjórnarinnar er að allir íbúar eyjar-
innar skuli renna saman í eitt indó-
nesíusamfélag, en það er hægara
sagt en gert.
Frumbyggjarnir hafa sína eigin •
lifnaðarhætti og menningu sem
verður óhjákvæmilega fyrir mikilli
röskun við komu svo margra inn-
flytjenda. þeir þurfa að láta af
hendi hefðbundin veiðisvæði og
fiskimið og einnig eru þeir Iátnir
flytjast búferlum til að heildar-
skipulagning stjórnarinnar nái
fram að ganga. Sagt er að þeir
flutningar séu framkvæmdir með
valdi og flestir eyjaskeggjar muni
þurfa að flytjast búferlum áður en
yfir lýkur.
Öll framkvæmd áætlunarinnar
er í höndum hersins, bæði fólks-
flutningar, verklegar framkvæmdir
og síðast en ekki síst að sjá til þess
Hugbúnaðarsýning
IBM verðlaunar
íslenskt hugvit
Á fimmtudag var opnuð um-
fangsmikil hugbúnaðarsýning ell-
efu íslenskra fyrirtækja og IBM á
íslandi, en sýningin gefur heildar-
mynd af fjölþættum íslenskum
hugbúnaði sem hér fæst fyrir IBM
S/36 tölvur. Við opnunina afhenti
Jón V. Karlsson, framkv.stjóri
Markaðssviðs, fyrstu og önnur
- verðlaun í nýafstaðinni samkeppni
fyrir íslenska hugbúnaðarframleið-
endur.
Fyrstu verðlaun, fimm hundruð
þúsund krónur, hlaut tövluþjón-
ustufyrirtækið Rekstrartækni hf.,
fyrir hugbúnað til að nota við
kostnaðareftirlit og áætlanagerð í
fiskiðnaðarfyrirtækjum. Hið verð-
launaða kerfi nýtist stjórnendum
sjávarútvegsfyrirtækja við val á
hagkvæmustu vinnsluleiðum hrá-
efnisins. Upplýsingar fyrir kerfið
koma frá hinum ýmsu hugbúnaðar-
kerfum, sem eru nú þegar í notkun
i IBM S/36 tölvum fiskiðnaðarfyr-
irtækja. Meiri hluti þeirra notar nú
IBM S/36 tölvur og mun hinn nýi
hugbúnaður nýtast vel fjölda fyrir-
tækja í sjávarútvegi.
Önnur verðlaun, tvö hundruð
þúsund krónur, hlutu Benedikt
Jóhannesson og Gísli Hjálmtýsson,
fyrir hugbúnað fyrir sömu tölvu-
tegund, sem ætlaður er til að halda
utan um verðbréf og hentar það
verðbréfaeigendum sem og verð-
bréfaskuldurum. Þátttakendur í
hugbúnaðarsamkeppninni voru
hátt á annan tug, en dómnefnd
skipuðu dr. Jón Þór Þórhallsson,
forstjóri SKÝRR, Jón Vignir Karls-
son og Ómar Kristinsson, frá IBM.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, opnaði sýninguna,
sem er í húsakynnum IBM á íslandi
að Skaftahlíð 24, og er opin
12.—14. febrúar kl. 10:00—18:00.
Sýningin er opin öllum sem áhuga
hafa og ánægju af tölvuhugbúnaði,
tölvulausnum og nýjustu tækni á
þessu sviði.
Eins og fyrr segir, taka ellefu ís-
lensk fyrirtæki þátt í sýningunni
ásamt IBM. Tölvubankinn sýnir
fjárhags- og viðskiptamannabók-
hald og afgreiðslukerfi. Hugbúnað-
arhúsið sýnir tímaskráningarkerfi
og gæðaeftirlitskerfi fyrir frysti-
hús. Pegasus hf. kynnir sendingar-
og móttökukerfi fyrir telexskeyti í
gegnum System 34/36/38 tölvur.
Forritun sf. sýnir fjárhagsbókhald
og Frum hf. almennan viðskipta-
hugbúnað fyrir innflutning, verslun
og almenna þjónustu.
Hugvirki verður m.a. með Hús-
val fyrir fasteignasölur, Bílval fyrir
bílasölur og Val fyrir viðskipta-
menn og afgreiðslur úr birgða-
geymslu. Fasti kynnir framlegðar-
kerfi fyrir iðnfyrirtæki og Kerfi hf.
sýnir Alvís fyrir S/36.
Almenna kerfisfræðistofan hf.
verður með nýtt staðlað birgðakerfi
fyrir fiskverkendur og sýnishorn af
útkomu á tilboðsverkum. Rekstrar-
tækni hf. er með kynningu á alhliða
stöðluðu kerfi fyrir íslenskan sjáv-
arútveg, svo sem aflabók, skip-
verjalaun og framlegðarkerfi.
Skrifstofuvélar hf. kynna Alvís-
hugbúnað frá Kerfi hf. og RT-laun
frá Rekstrartækni hf., ásamt hug-
búnaði frá Frum hf. Miðverki og
Tölvubankanum.
IBM á íslandi sýnir það nýjasta í
skrifstofusjálfvirkni og auk þess
gefur fyrirtækið út, í tengslum við
hugbúnaðarsýninguna, bækling
um helsta hugbúnað fyrir S/36, sem
verður afhentur á sýningunni.
Ferðu stundum
á hausinn?
Hundruð gangandi manna slasast
árlega í hálkusrysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svellkaldur/kóld".
Heimsæktu skósmiðinn!
||UMFERÐAR
FiskimaðurfráJövu. Einn afþeim heppnu semþurfa ekkiaðfara íútlegð.
að óánægðir andófsmenn nái ekki
að mynda fjöldasamtök gegn að-
gerðum stjórnvalda.
Alþióðabankinn
og Vesturlönd
Fólksflutningarnir kosta mikið
fé. Að útvega einni fjölskyldu nýjan
samastað kostar sem svarar 500.000
ísl. kr. og það eru engir smámunir í
landi þar sem daglaun eru innan við
25 krónur.
Framkvæmdirnar eru líka fjár-
magnaðar að verulegu leyti af vest-
rænum peningastofnunum, af Al-
þjóðabankanum, sjóðum á vegum
Sameinuðu þjóðanna og ýmsum
vestrænum ríkjum, s.s. Bandaríkj-
unum, Vestur-Þýskalandi, Frakk-
landi, Hollandi og Belgíu. Alþjóða-
bankinn hefur nú þegar veitt um 17
milljónum króna til fyrirtækisins,
en samtals er áætlað að erlend að-
stoð nemi þrijungi þess kostnaðar
sem fólksflutningarnir hafa í för
með sér.
1987
1907
Verkamannafélagið Hlíf
Afmælisfagnaður
í tilefni 80 ára afmælis félagsins verður haldinn af-
mælisfagnaður, sunnudaginn 22. febrúar kl. 14:00, (
veitingahúsinu Skútunni, Dalshrauni 15.
HKfarfélagar, makar þeirra og aðrir velunnarar félags-
ins eru boðnir velkomnir.
Stjórn V.m.f. Hlífar
Laus staða
sérfræðings á eðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunar Háskólans
Staða fastráðins sérfræðings í þéttefnisfræðum við
eðlisfræðistofu Raunvlsindastofnunar Háskólans er
laus til umsóknar. Sérfræðingnum er einkum ætlað að
starfa á sviði eðlisfræði málma og hafa umsjón með
þeirri rannsóknaraðstöðu sem þegar er fyrir hendi á
stofnuninni á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 17.
mars n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vlsindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmlð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með
umsókninni skulu send eintök af vlsindalegum ritum
og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuð-
um. Umsókfiir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk.
Menntamálaráðuneytið
16. febrúar 1987
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12