Alþýðublaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. febrúar 1987 „Framundan er tvísýn, spenn- andi og örlagarík kosningabarátta. Á undanförnum tveimur árum hef- ur Alþýðuflokkurinn gengið í end- urnýjun lífdaganna. Honum hefur verið spáð mikilli fylgisaukningu í skoðanakönnunum — þótt vissu- lega hafi verið sveiflur í niðurstöð- um skoðanakannana. í upphafi kosningabaráttunnar er Ijóst að vonir manna um breytingar á ís- lensku þjóðfélagi og stjórnarfari eru því tengdar að kjörfylgi Al- þýðuflokksins dugi til að hnekkja núverandi stjórnarsamstarfi. Aðrir verða ekki til þess“, sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, um þá baráttu sem framundan er á sviði stjórnmál- anna fyrir alþingiskosningarnar. Undirbúningur kosningabaráttunnar „Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa að undanförnu huggað sig við að skoðanakannanir í byrjun febrú- ar gefi til kynna að fylgisaukning Alþýðuflokksins fari dvínandi. Það hefur farið framhjá mörgum að stærsti kjósendahópurinn er þrátt fyrir allt sá sem enn hefur ekki gert upp hug sinn eða neitar að svara í skoðanakönnunum. Það sem er at- hyglisvert í þessu sambandi er fyrst og fremst það, að þegar gengið er að hinum óráðnu (samanber sein- ustu könnun HP), þá segjast helm- ingi fleiri hafa í hyggju að kjósa Al- þýðuflokkinn en Sjálfstæðisflokk- inn. Gengi Alþýðuflokksins í kosn- ingum mun þess vegna fyrst og fremst ráðast af því hvort honum tekst í þessari kosningabaráttu að koma málefnum sínum til skila til kjósenda almennt og hinna óákveðnu sérstaklega — þrátt fyrir yfirburði andstæðinga okkar í fjöl- miðlum og fjármagnií1 — En hvað erframundan í kosn- ingabaráttunni og hvernig hefur verið staðið að öllu skipulagi? „Af hálfu forystumanna Alþýðu- flokksins var jólaleyfið vel nýtt til þess að skipuleggja undirbúning kosningabaráttunnar. Málefna- hópar tóku til starfa. Niðurstöður þess starfs verða kynntar núna um helgina á Frambjóðendastefnu, sem haldin verður í Borgarnesi og byrjar n.k. föstudagskvöld og stendur þá helgi alla. Framboðslistar Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum eru nú komnir fram. Það hefur verið meiri einhug- ur í röðum Alþýðuflokksmanna um val frambjóðenda en í öðrum flokkum. Framboðslistinn í Reykjavík hefur vakið sérstaka at- hygli, hann er um margt nýstárlegur og skipan efstu sæta er sigurstrang- leg. Upp úr áramótum opnuðu Al- þýðuflokksmenn í Reykjavík nýja kosningabækistöð í Síðumúla 12, þar sem áður voru ritstjórnarskrif- stofur DV. Sjálfboðaliðar hafa ver- ið þar að störfum og á undanförn- um helgum hafa verið haldnir Iiðs- fundir með áhugasömum og virk- um stuðningsmönnum. í þessari viku er lögð sérstök áhersla á að kynna framboðslistann, A-listann, Reykvíkingum. Að lokinni fram- bjóðendaráðstefnunni má gera ráð fyrir því að aukinn kraftur færist í kosningabaráttuna af okkar hálfu" Málefnalegt frumkvœði — í stjórnmálaumrœðunni síð- ustu mánuði hefur athygli og áróð- ur fyrst ogfremst beinst aðA Iþýðu- flokknum. Alþýðuflokkurinn hef- ur verið miðdepill umrœðunnar? „Það er ljóst af málflutningi and- stæðinga okkar að þeir eiga eitt sameiginlegt áhugamál og áhyggju- efni: Alþýðuflokkinn. Þeir gera sér ljóst að hann er vaxtarbroddurinn í íslenskum stjórnmálum í dag: Eina aflið sem getur áorkað breytingum sem máli skipta. Af frásögnum Mbl. af fundum Þorsteins Pálssonar er ljóst að hann finnur hvergi Alþýðubandalagið í kosningabaráttunni og beinir öllum spjótum sínum að Alþýðuflokkn- um. Það er gott. Þannig á það að Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýöuflokksins SPYRJUM AÐ LEIKSLOKUM vera. Og þannig verður það. Þesir tveir flokkar eru helstu keppinautar í þessum kosningum. Það eitt út af fyrir sig er meiriháttar breyting í ís- lenskum stjórnmálum. Þannig hef- ur það ekki verið áratugum saman. Þetta staðfestir hið málefnalega frumkvæði sem Alþýðuflokkurinn hefur náð. Andstæðingar okkar ieggja sig alla fram um að gera þau mál, sem Alþýðuflokkurinn hefur sett á oddinn sem tortryggilegust, afflytja þau og ófrægja á alla lund. Það kemur í okkar hlut í kosninga- baráttunni að sjá til þess að það takist þeim ekki. Hitt er ljóst að greiðslukerfi. Það er þess vegna minniháttar breyting, að viðmiðun skattgreiðslunnar verður ekki fram- ar liðið ár heldur líðandi ár. En til- efni uppstokkunar skattakerfisins er auðvitað fyrst og fremst sá yfir- gengilegi skattundandráttur sem viðgengist hefur í skjóli úreltra og götóttra laga sem stjórnarflokkarn- ir hafa látið viðgangast samanber skattsvikaskýrsluna, sem samin var samkvæmt þingsályktunartillögu okkar Alþýðuflokksmanna. Það sem athyglin á að beinast að er nauðsyn á heildarendurskoðun á skattakerfinu og tekjuöflunarkerfi biðtími lána; Fjöldi launþega hefur verið synjað um lán, þar sem sýnt þykir að þeir muni ekki rísa undir greiðslubyrði lánanna þrátt fyrir ríflegar tekjur. Það er harður dóm- ur um hávaxtastefnuna sem nú er framfylgt. Það er mikil fjárvöntun í byggingasjóðunum til þess að standa við lánsloforð. Aukið fjár- magn frá lífeyrissjóðunum hefur ekki dugað til að vega upp á móti verðhækkun fasteigna. Ekki hefur verið staðið við fyrirheit gagnvart greiðsluerfiðleikahópum frá harm- kvælatímanum. Hið félagslega kerfi hefur verið gersamlega van- Spjallað um stöðu Alþýðuflokksins við upphaf kosningabaráttunnar kosningabaráttan mun fyrst og fremst snúast um þessi mál. Eitt er öðru fremur mikilvægt: Vilji menn skapa forsendur fyrir annars konar ríkisstjórn efti r kosn- ingar; Vilji menn tryggja það með atkvæðaseðli sínum að núverandi stjórnarflokkar, annað hvort nái ekki aftur meirihluta eða þori ekki að endurnýja meirihlutasamstarfið, þá er ljóst að aðeins stórsigur Al- þýðuflokksins í kosningum getur dugað til þess að ná því marki. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn velli og verði afhroð Framsóknar ekki meira en svo að hún dugi Sjálfstæð- isflokknum til stjórnarmyndunar þá munum við sitja uppi með óbreytt Iið, sama gamla þreytta gengið og óbreytt kerfi, í ennþá ósamstarfhæfari ríkisstjórn en nú hefur setið.“ Stóru málin — „Já, hver eru þessi mál sem Alþýðuflokkurinn hefursett á odd- inn og markar svo afdráttarlaust stjórnmálaumrœðuna fyrir kosn- ingar? Fyrsta málið er augljóslega til- lögur okkar Alþýðuflokksmanna um heildarendurskoðun skatta- kerfisins. Það er grátbroslegt að fyrst nú þegar rikisstjórnin er kom- in að útgönguversinu, þá ríkur Sjálfstæðisflokkurinn upp með andfælum og þykist allt í einu vera orðinn frumkvöðull meiriháttar breytinga á skattakerfinu. Áróðurs- herferð Sjálfstæðisflokksins kring- um staðgreiðslukerfið sýnir þetta. Við þurfum að koma þvi til skila betur en gert hefur verið hingað til, að staðgreiðslukerfið er aðeins partur — og alls ekki mikilvægasti parturinn — af nauðsynlegri heild- arendurskoðun skattakerfisins, sem býður nýrrar ríkisstjórnar. Staðgreiðslukerfið nær aðeins til launþega. Launþegar hafa hingað til greitt sína skatta með skilum meira að segja í eins konar stað- hins opinbera. Við erum að sjálf- sögðu fylgjandi staðgreiðslunni: Við viljum taka upp einfaldan og auðskilinn tekjuskatt og útsvar á heildartekjur samfara verulegri hækkun á skattfrelsismörkum; Samkvæmt okkar tillögum er „skattleysi" almennra launatekna rækilega skilgreint. í því felst veru- ieg lækkun tekjuskatts einstaklinga með lækkun skatthlutfalls. En að sjálfsögðu má ekki gleyma aðalat- riðunum: Sem er ný skilgreining á skattskyldum tekjum fyrirtækja, fækkun frádráttarliða, lækkun skatthlutfalla, sanngjörn skattlagn- ing eignartekna sem annarra tekna umfram ákveðin mörk til jafns við launatekjur. Tekjujöfnunaráhrif skattakerfisins eiga að koma fram í stórauknum barnabótum. Jafn- framt viljum við stuðla að vel und- irbúnum virðisaukaskatti samhliða lækkun tekjuskatts af launamönn- um og samræmdum Iaunaskatti sem refsi ekki lengur vaxtargreinum atvinnulífsins. Okkar tillögur fjalla einnig um einföldun og samræm- ingu á aðflutningsgjöldum. Þar telst það til nýmæla að leggja til að bifreiðaeign verði skattstofn sveit- arfélaga, um leið og bifreiðaskattar til ríkisins lækka og verkefni flytj- ast frá sveitarfélögum til ríkisins. Þá leggjum við á það höfuðáherslu að auka tekjustofna sveitarfélaga samhliða endurskipulagningu sveitarstjórnarkerfisins og færa aukin völd heim í héruð þar með sjálfræði á skattlagningarvaldi sveitarfélaga. Næsta stórmál sem við setjum á oddinn varðar endurskipulagningu húsnæðislánakerfisins. Á næstu dögum mun það smám saman verða afhjúpað fyrir almenningi, að þau fyrirheit sem gefin voru með nýj^ húsnæðislánakerfinu sem sett var á stofn samkvæmt loforðum við launþegahreyfinguna hafa brugðist illilega. Til marks um það er hinn gífurlegi fjöldi umsókna og langi rækt. Á það má lika benda, að þeg- ar staðgreiðslukerfi skatta hjá launafólki verður tekið upp þá verður erfiðara fyrir ungar fjöl- skyldur en áður að leysa húsnæðis- vandann. Það er ekki lítið mál á landsbyggðinni þar sem það telst til undantekninga að byggð hafi verið íbúð á undanförnum árum, að nú sogast lánsfé lífeyrissjóðanna suður til Reykjavíkur þar sem meginið af byggingarstarfseminni fer fram. Hér er enn einu sinni að skapast kreppuástand í húsnæðismálum. Tillögur okkar um að nýjar leiðir í fjármögnun kerfisins, sér í lagi til- lögur okkar um aukið valfrelsi fólks í formi kaupleiguíbúða eru lausnir sem skírskota sterklega ekki síst til unga fólksins og við einir er- um færir um að bera fram til sigurs og koma í framkvæmdí* Við munum gera fólki ljóst í kosningabaráttunni, að núverandi kerfi 100 lífeyrissjóða er brostið. Það hróplega misrétti sem eldri borgarar okkar þjóðfélags búa við er óviðunandi. Tillögur okkar um þjóðaratkvæði um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmd lífeyrisréttindi nýtur óskoraðs fylgis hinna eldri í þjóðfélaginu. Kreppan á landsbyggðinni er orð- in svo djúpstæð að þar liggur við uppreisn. Það er okkar verkefni í kosningabaráttunni að koma til skila nýjum hugmyndum um ann- ars konar byggðastefnu en hér hef- ur verið rekin á framsóknarára- tugnum og nú er gjaldþrota ásamt stefnunni í landbúnaðarmálum. Okkar stefna byggir á róttækri upp- stokkun stjórnsýslunnar með því að færa völd heim í héruð. Með fækkun og stækkun sveitarfélaga, með eflingu þjónustumiðstöðva í hverjum landshluta, með upp- stokkun og verkskiptingu ríkis og sveitarfélaga, með auknum tekju- stofnum sveitarfélaga og með nýrr.i atvinnustefnu. Þetta er reyndar lið ur í róttækum tillögum okkar um uppstokkun á stjórnkerfi sem er forsenda þess að upp verði tekin ný stefna i efnahags- og atvinnumál- um sem geti nýtt góðærið til varan- legra framfara í íslensku efnahags- lífi. Með þessum orðum hef ég aðeins tæpt á fjórum málum sem hljóta að vera í kastljósi kosningabaráttunn- ar. Þar að auki munum við gera rækilega grein fyrir hugmyndum okkar um aukinn launajöfnuð und- ir merkjum samræmdrar launa- stefnu. Um nýjar áherslur í heil- brigðismálum. Ástandið í skóla- málum kallar að sjálfsögðu á ræki- lega umræðu. Vonandi verður at- gangurinn um forgangsmál undan- farandi ára, efnahags- og atvinnu- mál, ekki slíkur að ekki gefist ráð- rúm til að ræða undirstöðuatriði og nauðsyn þess að móta stefnu. Því nú er engin stefna í skóla- og menntamálum. „Arangur“ stjórnarflokkanna — Því er stundum haldið fram að stjórnarflokkarnir vilji leggja á borð kjósenda áframhaldandi sam- starf þeirra í ríkisstjórn? „Það er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn reynir að heyja þessa kosningabaráttu undir kjörorðinu: við náðum árangri. í því felst að Sjálfstæðisflokkurinn ver núver- andi stjórnarsamstarf. í því felst einnig fyrirheit um framhald þess nái Sjálfstæðisflokkurinn árangri. Á þessu stigi nægir að biðja fólk að hugleiða eftirfarandi: Þeir hæla sér að því að hafa náð niður verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú, að 6—7 milljarða aukin verðmæta- sköpun á liðnu ári, sem rekja má til aukins sjávarafla, verðhækkana á erlendum mörkuðum, verðfalls á olíu og orkuvörum og lækkun vaxta á erlendum peningamörkuð- um. Þetta hefur gert stjórninni kleift hingað til að hanga á tiltölu- lega stöðugu gengi og halda þar með verðbólgu í skefjum. Þó réði það úrslitum að verkalýðshreyfing- in gerði í tvígang hóflega kjara- samninga að eigin frumkvæði og með stuðningi stjórnarandstöðu- flokka. Ríkisstjórnin ein getur því ekki þakkað sér þennan árangur stefnu sinnar og menn skulu hafa í huga að margt bendir til þess nú að þessi árangur sé að fara forgörðum. Að öðru leyti nægir að biðja menn að hugleiða hvað er árangur þeirra, og þá sérstaklega Þorsteins Páls- sonar, í ríkisfjármálum? Hvar er árangur þeirra — og þá sérstaklega Framsóknarmanna í húsnæðismál- um. Hver er árangur þeirra við að stokka upp það skattakerfi, sem bæði forsætis- og fjármálaráðherra hafa viðurkennt að sé í brotum og molum? Það þarf ekki nema að hlusta lítillega á raddir bænda eða lesa skrif þeirra á undanförnum misser- um til þess að gera sér grein fyrir hver árangurinn er í málefnum landbúnaðarins. Spyrjum hús- byggjendur að því hver sé árangur- inn í vaxtamálum. Lítum nánar á hvernig góðærið hefur verið nýtt og þá sérstaklega út frá spurningunni: Hafa þeir dregið úr erlendum lán- tökum? Er byrjað að greiða niður erlendar skuldir? Hafskips- og Út- vegsbankamálið er kannski dæmi- gert fyrir svokallaðan árangur þess- ara stjórnarflokka. Niðurstaðan varð sú sem hvorugur vildi, bráða- birgðalausn rétt aðeins til þess að reyna að bjarga ærunni fyrir kosn- inar. Tilefnið sem nú gafst til þess að endurskipuleggja bankakerfið með framtíðarhagsmuni að leiðar- ljósi var misnotað. Þetta eru dæmi um mál sem þessi ríkisstjórn hefur ekki ráðið við og bíða öll róttækra umbóta nýrrar ríkisstjórnar: Nýrr- ar ríkisstjórnar sem á að vera ábyrg ríkisstjórn sem stjórnar í anda jafn- réttis og félagshyggju. Niðurstaða kosninganna ræðst af því hversu vel okkur frambjóðendum tekst að koma sjónarmiðum okkar og mál- flutningi til skila til kjósenda!1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.