Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Miðvikudagur 4. mars 1987
Alþýðublaðið, Armúla 38, 108 Reykjavík
Simi: (91) 681866, 681976
Úteefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Asa Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir ojg Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
Eftirfarandi grein birtist í norska blaðinu Nationen þann 7. febrúar s.l.
Greinarhöfundur og Ijósmyndari er Svein Arne Korshamn___________
Loftbólan sem neitar að springa
Það eru skiptar skoðanir um ágæti Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar sem stjórnmálamanns. En það er ekki lengur hægt að horfa
framhjá honum eins og gert var í byrjun. Hann er óumdeilanlega
mikill áróðursmaður og staðreynd að hann hefur lyft flokki sínum,
jafnaðarmannaflokknum, upp úr mestu þrengingum sem flokkur-
inn hefur komist í, upp í það að vera næststærsti flokkur á íslandi.
Þegar Jón Baldvin tók við for-
mennsku í Alþýðuflokknum haust-
ið 1984 hafði flokkurinn kringum
6% fylgi skv. skoðanakönnunum.
Illa hafði gengið í kosningunum ár-
ið áður. Þá var flokkurinn með
11,7% fylgi, sem var nærri 6%
fylgistap frá því sem verið hafði.
Þingmönnum fækkaði úr 10 í 6.
Á landsþinginu 1984 bauð Jón
Baldvin sig fram á móti þáverandi
formanni flokksins, Kjartani Jó-
hannssyni, sem er mjög fær, en
fremur litlaus stjórnmálamaður.
Jón Baldvin náði kjöri með naum-
um meirihluta atkvæða.
Síðan hóf Jón Baldvin stormandi
herferð í bandarískum forsetafram-
bjóðendastíl. Hann ferðaðist um
landið þvert og endilangt, hélt
fundi, talaði við fólk, lofaði gulli og
grænum skógum. Og eiginkonan,
Bryndís Schram, stóð fast við hlið
manns síns, en hún var þá þegar allt
að því þjóðareign, eftir að hafa í
mörg ár séð um barnatíma sjón-
varpsins.
Frá því í desember 1984 og þar til
í júlí 1985 hélt formaðurinn 100
fundi víðs vegar um landið og fylg-
ið jókst og jókst. í stjórnmálaheim-
inum á Islandi hristu menn bara
höfuðið. „Hann springur eins og
loftbóla", sagði einn af frammá-
mönnum Sjálfstæðisflokksins við
mig í mars 1985. Hvorki hann né
aðrir stjórnmáiamenn tóku Jón
alvarlega.
En þeim skjátlaðist. Það var fyrst
í apríl 1986 að uppsveiflan stöðvað-
ist. í maí sýndu skoðanakannanir
fylgistap. „Þar koma að því", sögðu
stjórnmálamennirnir. „Nú spring-
ur blaðran". En í árslok 1986 varð
uppsveifla á nýjan leik og í desem-
ber var flokkurinn kominn með
28,6% fylgi, aðeins 6% minna fylgi
en Sjálfstæðisflokkurinn.
Skoðanakannanir sem birtust
um miðjan janúar sýndu hins vegar
minna fylgi, eða 24%. „Það var
Molar
. . . fannstann . . . ?
Eins og flestir vita núorðið, eru
komin í dreifingu þrenns konar
veggspjöld þar sem ýmsir en ólíkir
höfðingjar eru látnir halda á
smokkum og brosa karlmannlega
um leið. Er ekki nema gott um
þetta að segja og er í rauninni svo-
lítið gaman að þessu öllu saman,
þó alvaran búi að baki og í raun
og sann sé verið að verjast eyðni,
þeim óhuggulega sjúkdómi.
Ýmsar sögur, misjafnlega dag-
sannar,  hafa  gengið  um  þessi
bara betra", segir formaðurinn.
„Hefði uppsveiflan frá því í desem-
ber haldið áfram, yrði það nærri því
ógerningur að vinna kosningasigur
i vor. Fræðilega séð er það betra
fyrir okkur að vera ögn á eftir Sjálf-
stæðisflokknum."
I síðastnefndu skoðanakönnun-
inni tóku 24% aðspurðra ekki af-
stöðu. Þeir voru þá spurðir hvaða
flokk þeir gætu helst hugsað sér að
kjósa, ef þeir kysu á annað borð.
Svörin sýndu að Alþýðuflokkurinn
hefur mikinn meðbyr; t.d. sögðust
50% fleiri myndu kjósa hann, en
Sjálfstæðisflokkinn.
Þýðingarmesti áfanginn í for-
mannstíð Jóns Baldvins eru sveitar-
stjórnarkosningarnar í maí 1986.
Þá varð Alþýðuflokkurinn næst-
stærsti flokkurinn á landsbyggð-
inni — stærri en Framsóknarflokk-
urinn, sem í rauninni er flokkur
landsbyggðarinnar og var stofnað-
ur sama ár og Alþýðuflokkurinn,
árið 1916.
Fyrir sveitarstjórnarkosningarn-
ar í fyrra hafði Alþýðuflokkurinn
20 fulltrúa í sveitarstjórnum. Nú
hefur hann nærri 80 fulltrúa og hef-
ur meirihluta í fleiri sveitarstjórn-
um en nokkur annar flokkur. Flest-
ir fulltrúarnir eru á aldrinum 25—
40 ára.
Aldrei hafa jafnaðarmenn verið
jafn fjölmennir og nú. Enginn er í
vafa um að það er barátta eins
manns og stundum eilítið óprúttnar
baráttuaðferðir hans, sem hafa skil-
að þessum árangri. Allir hafa beyg
af honum, en fáir vilja taka hann
alvarlega í stjórnmálalífinu. Enn er
beðið eftir að „bólan springi" og ef
það gerist ekki fyrr, þá gerist það í
Alþingiskosningunum í vor, segja
menn.
Nú skyldi enginn láta nafnið á
flokknum glepja sig og halda að hér
sé „hættulegur" sósíalisti á ferð.
Það er fjarri lagi. Sósíalistarnir á ís-
landi eru í Alþýðubandalaginu, sem
brosandi veggspjöld Landlæknis-
embættisins. Ein er sú að þegar
komið var til forsætisráðherra,
hafi viðkomandi nálgast ráðherr-
ann með hálfum huga haldandi á
smokkum. Sennilega verið að
velta fyrir sér hvernig best væri að
bera upp erindið, — þá hafi Stein-
grímur litið upp og sagt: „Nei,
fannstann? Ég hélt ég hefði týnt-
onum!
. . . einn gamall . . .
Kennarinn hafði látið mynda
börnin í bekknum ásamt með
sjálfum sér og var að útskýra fyrir
þeim að það gæti verið gaman
fyrir þau seinna meir að eiga slíka
mynd þegar þau væru orðin
stærri. Sagði hann sem svo að þá
væri gaman að geta sagt t.d.
„Þarna er hún Sigga, hún er nú
orðin ráðherra" eða „þarna er
hann Nonni, hann keyrir vörubíl
o.s.frv. Mælti kennarinn sem sagt
frekar með því að þau reyndu að
fá aura heima hjá sér til þess að
geta keypt mynd.
Nokkur þögn  var  í  krakka-
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Myndin á veggnum er af fyrsta formanni flokksins, Jóni
Baldvinssyni.
er nærri því jafn stór flokkur.
Alþýðuflokkurinn er af mörgum
talinn hægrisinnaður flokkur.
Samt er það markmið Jóns Bald-
vins að móta flokkinn til samræmis
við hina jafnaðarmannaflokkana á
Norðurlöndum,  enda  þótt  hann
hafi fyrir nokkrum árum reitt til
reiði alla hina flokkana vegna
ágreinings í öryggismálum. Það er
sem sé enginn skandinavískur
stjórnmálamaður jafn and-sovésk-
ur og Jón Baldvin Hannibalsson.
Hann er einnig á móti kjarnorku-
hópnum eftir þessa hvatningu, en
allt í einu gall við í einum strákn-
um: „Og þarna er Frímann kenn-
ari og hann er nú dauður"
•
...Sturla sækir einn...
Sjálfsagt hefur Sverrir ráðherra
hugsað sér gott til glóðarinnar
þegar hann auglýsti stöðu
fræðslustjóra í Norðurlandi
eystra laust til umsóknar. Sjálf-
sagt hefur Sverrir ráðherra haldið
að einhver ungliðinn úr sérsveit
sjálfstæðismanna (SS) mundi
bjarga honum úr klípunni og
sækja um stöðu fræðslustjórans.
Það gerðist hins vegar ekki. Að-
eins einn umsækjandi reyndist
vera um stöðu fræðslustjóra í
Norðurlandi eystra, sumsé Sturla
nokkur Kristjánsson, fyrrum
fræðslustjóri í Norðurlandi
eystra.
Reyndar er þetta alls ekki svo
bölvað fyrir Sverri ráðherra þegar
allt kemur til alls. Nú á hann
nefnilega kost á því sem margir
ætlast til af honum, nefnilega það
að kúpla Sturlu inn í starfið aftur
og sýna og sanna með því að hann
kann að fara með mannaforráð,
en um það voru ýmsir augsjáan-
lega farnir að efast.
Einhvern tímann var sagt að
menntamálaráðherra hvers lands
þyrfti að vera læs og skrifandi
heima í héraði. Er það sjálfsagt
rétt, en hitt er Iíka jafnsatt að vald
er yandmeðfarið.
í bókinni um veginn eftir Lao
Tse er talað um að góður valds-
maður sé sá sem sjáist aldrei beita
því. Hvernig finnst mönnum sú
skoðun fari saman við stjórnun-
arlag Sverris ráðherra? Hvað ætli
t.d. háttvirtir kjósendur segi?
vopnalausu svæði á Norðurlönd-
um.
Spurning: Hvaða mál setur hr.
stjórnmálaskörungurinn á oddinn
fyrir kosningarnar?
— Það þarf að draga verulega úr
umsvifum ríkisins. Ríkisbankarnir
eiga að vera hlutafélög að hálfu.
(Stjórnmálamennirnir eiga að
hætta að stjórna fjármagni; þeir
gera alltof oft skyssur). Skattakerf-
inu þarf að breyta. Við þurfum að
fá lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
Umfangsmiklar endurbætur þarf
að gera á starfsemi sveitarfélag-
anna. Launamál þarf að taka fast-
ari tökum. Þar að auki viljum við
breytahúsnæðiskerfinu. Viðviljum
auka framboð á leiguhúsnæði, í
stað þess sem nú er stefnan, að allir
eigi sitt eigið húsnæði.
Hvað gerist eftir kosningar?
— Mestar líkur eru á að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn haldi áfram stjórnar-
samstarfi. Engu að síður verðum
við óefað sigurvegarar kosning-
anna. Og eftirfarandi þrenns konar
stjórnarmynstur getur einnig kom-
ið til greina:
— Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn.
— Þessir tveir flokkar að við-
bættu Alþýðubandalaginu.
(Við veitum stöðugleika).
— Alþýðuflokkurinn myndar
minnihlutastjórn, sem hefur
samvinnu við hina flokkana í
hverju einstöku máli. Þetta
hafa jafnaðarmenn gert bæði
á árunum 1958—59 og 1979
-80.-
. . .Segir „loftbólan sem neitar að
springa".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12