Alþýðublaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 1
alþýðu- blaðiö I Fimmtudagur 19. mars 1987 54. tbl. 68. árg. Tírninn 70 ára Dagblaðið Tfminn, höfuðmálgagn Framsóknarflokksins, átti 70 ára af- mœli í fyrradag, 17. mars. Var ritstjórnarskrifstofum blaðsins breytt í veislusal í tilefni dagsins og mörgu stórmenni boðið upp á kaffi og veislu- brauð. Á myndinni sem tekin var í veislunni eru tveir þrautrayndir blaða- kóngar: Kristinn Finnbogason, framkvœmdastjóri Tímans og Matthías Jóhannessen, rithöfundur og ritstjóri Morgunblaðsins. Ljósm. Ö.B. Frumvarpið um staðgreiðslukerfi launaskatta: „Menn vissu ekki hvað þeir voru að gera“ — segir Kjartan Jóhannss hagstofnun kemur fram að verði hærri en í núverandi „Þetta nýjasta talnaefni Þjóö- hagstofnunar bendir til þess, miðað við þær forsendur sem menn eru að gefa sér, að um sé að ræða hækkun á tekjuskatti á ákveðna hópa. Þaö sem stendur upp úr í umræðunni er að menn hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Það að skipa milli- þinganefnd er náttúrlega sönnun á því að frumvarpið er langt frá því að vera fullburða. Sú gagnrýni og þær ábendingar sem fram hafa komið af hálfu Alþýðuflokksins hafa því verið staðfestar“, sagði Kjartan Jó- hannsson í samtali við Alþýðublað- ið í gær. í umræðum á Alþingi um tekju- skatt í staðgreiðslukerfinu, komu fram tölur frá Þjóðhagstofnun, sem benda til þess að tekjuskattur á ákveðna hópa verði hærri en í nú- verandi kerfi. Á Alþingi hefur þeg- ar verið ákveðið að hækka barna- bætur vegna þeirra niðurstaðna sem í ljós komu í greinargerð Þjóð- hagstofnunar. „Nánari skoðun er líkleg til að leiða eitthvað fleira í ljós. Það eru að detta inn nýjar upp- lýsingar dag frá degi. Menn verða því að skilja þetta sem ábendingu um það að vandlega þurfi að fara ofan í saumana á þessu" Kjartan benti á nokkur atriði sem augljós- lega þyrfti enn ítarlegri umfjöllunar við, s.s. staða námsmanna, staða fólks sem er hætt að vinna, staða þeirra sem eru að koma út á vinnu- markaðinn og síðast en ekki síst sjálf skattupphæðin. Þorsteinn Pálsson hefur ákveðið að milli- þinganefnd fjalli um málið og sagði ;on. I greinargerð frá Þjóð- tekjuskattur á ákveðna hópa kerfi. Kjartan að þessi áðurtöld atriði væru m.a. þau sem Alþýðuflokkur- inn legði áherslu á að þá yrðu tekin til umfjöllunar. „Fljótaskriftin á frumvarpinu hefur verið staðfest og það sýnir okkur að við verðum að fara vand- lega yfir allar hugmyndirnar og frumvarpið eins og það liggur fyrir. í því starfi munum við Alþýðu- flokksmenn leggja megináherslu á að þetta muni ekki verða til þess að hækka tekjuskattana á fólki, held- ur verði það til að draga úr skatt- byrðinni", sagði Kjartan. Hann sagðist vonast til þess að þetta stað- greiðslukerfi verði til góðs fyrir launafólkið í landinu. „Það sem hins vegar alveg vantar er hvernig á að taka á skattsvikunum og á skött- um þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það hefði átt að fylgja þessu frumvarpi, og það var það sem við Alþýðuflokksmenn lögð- um áherslu á. Stjórnin hefur ekki fengist til að samþykkja þetta, og það sem meira er felldu stjórnar- flokkarnir tillögu frá okkur um að þegar yrði sett í gang starf til þess að endurskoða lögin með tilliti til þess að koma í veg fyrir skattsvik, sam- anber skattsvikaskýrsluna. Við fluttum tillögu þess efnis, sem við- aukatillögu við frumvarpið, en þeir létu sig hafa það að fella það“ Kjartan sagði að nauðsynlegt væri að halda baráttunni áfram. „Okkar markmið er að þessi atriði verði ekki síður tekin fyrir, en sá skattur sem launamönnum er ætlað að greiða. Við viljum síðan nýta „Það að skipa milliþinganefnd er náttúrlega sönnun þess að frum- varpið er langt frá því að vera full- burða", sagði Kjartan Jóhannsson. það sem útúr því kemur til að létta enn frekar tekjuskattana á launa- fólki, því við ætlumst til þess að út úr betri löggjöf og öruggara skatta- eftirliti komi peningar sem verði hægt að nota til að lækka skatt- byrðina á launafólkinu“ Kjartan sagði að um tíma hefði verið reynt að halda því fram að Al- þýðuflokkurinn legðist gegn stað- greiðslufrumvarpinu. „Við viljum hins vegar eindregið fá stað- greiðslukerfi og teljum það stórlega til bóta. Við höfum reynt að hjálpa til við afgreiðslu þess á þingi og jafnframt komið með ábendingar um þau atriði sem við teljum að nauðsynlegt sé að taka á. Það hefur síðan sannast i umræðunum og ver- ið staðfest af fjármálaráðherra sjálfum þegar hann ákveður að setja milliþinganefnd í málið, að sannarlega er nauðsynlegt að vinna beturl* Sn jóleysið dýrt spaug fyrir borgina: vegna gatnaskemmda af völdum nagladekkja. 80 milljónir kr. Snjomokstur á meðalári kostar 30—35 milljónir „Nagladekk bílanna hafa leikið okkur svolítið grátt í þeirri góðu tíð sem verið hefur í vetur fram að þessu. Ég hef skotið á þær tölur að kostnaður vegna endurnýjunar malbiks sökum slits naglahjólbarðanna eru á bilinu 60— 80 milljónir króna árlega, þ.e.a.s. þessa sex og hálfan mán- uð árlega sem þessi búnaður er hafður undir bílunum, frá 15. okróber til 1. maí. Það gerir um það bil 10 milljónir króna á mánuði. Við höfum þó fulla ástæðu til að ætla að þessi vetur verði okkur dýrari hvað þetta snertir en margir aðrir, þar sem í allan vetur hafa naglarnir verið að berja á auðum götunum,“ sagði Ingi Úlfur Magnússon, gatna- málastjóri í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Kostnaður við snjómokstur og hálkueyðingu á síðasta ári var um 30 milljónir króna, en þeir tveir þættir eru í einum og sama Iið. Við erum með fastar vaktir og ákveðinn fjölda tækja í þessu, þannig að þó lítið sé að gerast þá er þetta alltaf fastur kostnaður við að halda úti tækjum og mann- skap. í ár hafa verið áætlaðar 35 milljónir króna í þessa liði. Verði hins vegar mikið um snjó, þá rýk- ur þessi tala upp. En hinsvegar miðað við tíðarfarið eins og verið hefur þá er talan á þessu bili, 30—35 milljónir. Er þá miðað við tiltölulega „góðan“ vetur. En þess má geta að þó að kunni að sparast fé sem áætlað hefur verið til snjómoksturs, þá er ekki hægt að færa það til annarra framkvæmda, eins og til dæmis til þess að bæta götur vegna nagla- dekkjaskemmda. En við verðum auðvitað alltaf að halda urnferð- inni gangandi. Kostnaðurinn getur orðið á erf- iðum vetri um 70 milljónir króna þegar borgin þarf að taka á leigu öll tiltæk snjómoksturstæki. það er ákveðin fjárveiting ár- lega sem er ætluð til þessara gatnagerðabóta og við getum ekkert annað gert en að sjá hvað hún dugar til þess að bæta slitið á vegunum. Ég reikna þó ekki með að fjárveiting til' vegabóta verði aukin á þessu ári, þar sem þetta er alveg fastmótað hver kostnaðar- liður, hvað fer í viðhald og hvað fer í nýgatnagerð o.s.frv. Það má því búast við að göturnar verði ekki eins góðar til aksturs. Það er hins vegar von til þess að á næstu fjárhagsáætlun borgar- Snjór og frost í gœrmorgun og sama veðri spáð áfram. En snjórinn kostar borgina minna en snjóleysið: „Þótt kunni að sparast fé sem œt- lað hefur verið til snjómoksturs, er ekki hœgt að fœra það til annarra framkvœmda eins og t.d. að bœta götur vegna skemmda nagladekkja segir Ingi Úlfur Magnússon gatnamálastjóri. innar verði þessu kippt í lag, — eða það erum við að vona. Þá verður það að öllum líkindum skoðað hvernig ástandið virkilega er og þá verður að auka fé til þess- ara mála. Það sýnist mér vera nauðsynlegt. En það er ekkert byrjað að skoða þetta enn sem komið er. Að öðru leyti má segja að við höfum orðið mikið varir við að umferðin hefur stóraukist og tengist það ef til vill bílaútsölunni á síðasta ári, þannig að á mestu álagstoppunum myndast langar biðraðir. Vandræðin við að leggja bílum í borginni hafa einnig stór- aukist. Menn eru komnir í vand- ræði með að leggja bílunum, sem kemur meðal annars fram í því að fólk er farið í auknum mæli að leggja bílum sínum upp á gang- stéttum t.d. í nýju hverfunum eru fram- kvæmdir hins vegar í fullum gangi og þar hefur allt gengið mjög vel, enda hefur tíðin verið þannig að vetrarverkin hafa gengið mun bet- ur en undanfarin ár. Það má segja að í þeim efnum séu menn jafnvel á undan áætlunþ sagði lngi Úlfur Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.