Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. mars 1987 11 # W JAFNAÐARSTEFNA SAMEININGARAFL GEGN SÉRHAGSMUNUM Feysknar stoðir Árangur stjórnarstefnunnar í miðju góðærinu — má draga sam- an í eftirfarandi niðurstöður: 1. Vaxandi hallarekstur og skulda- söfnun í ríkisbúskapnum, þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði. 2. Félagslegt misrétti. Það birtist okkur í ranglátu skattakerfi, vaxandi launamun, misrétti í líf- eyrismálum, harmkvælum í hús- næðismálum, óviðráðanlegum lánskjörum o.s.frv. 3. Úrelt stjórnkerfi: Það birtist okkur með ýmsu móti. Pólitískri ríkisforsjá í fjármálalífi, sem ekki veldur verkefnum sínum, sbr. hrun Útvegsbankans; úreltri sveitarstjórnarskipan, sem gerir sveitarfélögin að niðursetning- um ríkisvaldsins. Seinvirku rétt- arfarskerfi, sem glatað hefur trausti almennings; pólitískum embættisveitingum og æviráðn- ingum, sem hefur leitt til hrörn- unar opinberrar þjónustu. 4. Úrelt atvinnustefna: Landbún- aði og sjávarútvegi, undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar, er haldið í bóndabeygju pólitísks skömmtunar- og kvótakerfis, í sovéskum stíl. Óeðlileg hags- munavensl tryggja sérhagsmurii og einokunaraðstöðu í stjórn- kerfi, fjármálalífi og viðskipt- um. Frjálsræði ríkir í gjaldeyris- sóun en ströng höft á gjaldeyris- öflun. Stjórnmálamenn dreifa kröftun- um í allar áttir; bregðast við vanda- málum, í stað þess að sjá þau fyrir. Viðhorfin ráðast einatt af skamm- tímasjónarmiðum — gera oft illt verra. Niðurstaðan af slíku hátta- lagi er ævinlega á sömu lund: Hún endar í fúski. Og fúskið er orðið einkenni opinberrar stjórnsýslu á íslandi. Fúsk Þetta birtist okkur í misvægi milli vaxandi einkaneyslu og hnign- unar opinberrar þjónustu. • Heimilin eru vídeó- og tölvu- vædd, en skólarnir eru vanbúnir. • Einkabíllinn er fínn og gljábón- aður, en vegakerfið minnir víða á Ódáðahraun. • Hafnirnar grotna niður, þótt þjóðin lifi á fiskveiðum og út- flutningi. • Flugið á framtíðina, en flugvell- irnir eru eitt forað. Kannist þið ekki við ástandið? Opinbert húsnæði er í niðurníðslu, vegna viðhaldsleysis. Það er sama hvort við nefnum Þjóðleikhúsið eða skólahúsið. Námsefnið er úrelt, tækjabúnaðurinn fátæklegur. Stjórnmálamennirnir tala um há- tækni, en tíma ekki að tölvuvæða skólakerfið né heldur að borga hæfum kennurum góð laun. Afleiðingin er atgervisflótti úr opinberri þjónustu yfir í einkageir- ann. Hann stafar af því að ríkið vanmetur starfið og misbýður sjálfsvirðingu fólks. Þetta kalla þeir að vera á réttri leið. Og boða meira af svo góðu. Góðærið er þeim fjarvistarsönnun fyrir góðri stjórnun. Ætli sjálfs- hælnin sé ekki hér, sem oftar, til að fylla upp í eyður verðleikanna? Tvær hliðar á sama máli í íslenskri stjórnmálaumræðu er mikið flaggað orðaleppum eins og Jón Baldvin Hannibalsson skrifar félagshyggju/frjálshyggju. Reynt er að stilla þessum tveimur hugtökum upp sem ósættanlegum andstæð- um. Ræður félagshyggjuforkólf- anna einkennast af frösum eins og: Það vantar meira af þessu eða hinu, meiri peninga, meiri þjónustu, fleiri ríkisstofnanir, hærri styrki... Frjálshyggjutrúboðið talar á öðr- um nótum: Ríkið á að gera minna af þessu eða hinu, minni ríkisaf- skipti, minni opinbera þjónustu o.s.frv. Smám saman er fólk farið að trúa því, að þetta séu ósættanlegar andstæður. Samt er það á misskiln- ingi byggt. Hér er um að ræða tvær hliðar á sama máli. Umræðan ein- kennist af fordómum og frösum — í stað hugsunar. Stjórnmálaágreiningur er í eðli sínu ágreiningur um leiðir. Stjórn- málaumræða byrjar þegar við lýs- um því hvernig við ætlum að ná fram því góða sem við viljum. Sér- staða okkar jafnaðarmanna í ís- lenskum stjórnmálum er sú, að við viljum takmarka afskipti ríkis- valdsins af atvinnulífinu (binda þar endi á sólund og bruðl) — einmitt af því að við viljum að ríkisvaldið einbeiti starfskröftum sínum og fjármunum að velferðarmálum fólksins. Þetta er kjarni málsins. Hlutverk ríkisins Við viljum skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Við viljum að ríkið takmarki afskipti sín af at- vinnulífinu við það að móta stefnu, setja almennar leikreglur og skapa atvinnulífinu stöðugleika og vaxt- arskilyrði til framtíðar. Félagsleg þjónusta, sem við vilj- um bæta, verður ekki bætt á næstu árum nema á grundvelli öflugs at- vinnulífs, sem heldur uppi hagvexti, en greiðir líka sinn hlut til sameigin- legra þarfa. Þess vegna þurfum við öflugra markaðskerfi, meiri samkeppni, minni ríkisíhlutun, minni einokun í atvinnulífinu. Af því að aukin sam- keppni örvar framleiðsluna, lækkar verðið og er forsenda bættra lífs- kjara. Þetta á ekkert skylt við frjáls- hyggju. Þetta er þvert á móti kjarn- inn í nútímalegri jafnaðarstefnu. Öflugt markaðskerfi, sem lýtur fé- lagslegri stjórn, er forsenda velferð- ar. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Vinstri menn eru allir sammála um markmiðin, það góða sem við viljum gera. Það er ágreiningur um leiðirnar. Hægri menn leggja áherslu á frjálst framtak í atvinnu- lífinu. En það frjálsa framtak má aldrei verða að forréttindum i skjóli ríkis- valds, eða snúast upp í einokun. Og atvinnulífið verður að skila sínum hlut til samneyslunnar. Þetta eru grundvallaratriði. Sérstaða Alþýðuflokksins Ríkisstjórn sem Alþýðuflokkur- inn á aðild að mun því taka upp ger- breytta stefnu í hagstjórn, atvinnu- lífi og félagsmálum. Það verður ábyrg stjóm — í anda jafnréttis. HVERNIG VILJUM VIÐ LEYSA MÁLIN? 1. Ríkisbúskapurinn Við leggjum fram tillögur um heildarendurskoðun á ónýtu skatta- kerfi. Tillögur um staðgreiðslu skatta varða aðeins innheimtufyrir- komulag á sköttum launafólks. Þær eru til bóta, svo langt sem þær ná. En launamenn hafa alltaf stað- greitt sína skatta. Aðalatriðið er að uppræta skattsvikin, það er grund- vallaratriði að menn séu jafnir fyrir lögum. Þiggja fyrirtæki og atvinnurek- endur kannske ekki þjónustu frá ríkinu? Reyndar. U.þ.b. þriðjungur . ríkisútgjalda, sem launþegar standa undir, rennur til atvinnu- vega og fyrirtækja, ýmist í formi ókeypis þjónustu eða í formi beinna fjárframlaga, sem við kennum við niðurgreiðslur, millifærslur og styrki af ýmsu tagi. Þetta þýðir að fyrir milligöngu ríkisins eru færðar til tekjur frá launþegum til hinna efnameiri í þjóðfélaginu. Það er ekki í anda okkar stefnu. 2. En hvað með ríkisútgjöldin? Við viljum fækka útgjaldaliðum fjárlaga; við munum bregða skurð- arhnífnum á „velferðarkerfi fyrir- tækjanna“, sem tekur í sinn hlut allt að 'A rikisútgjalda. Dæmi:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.