Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Ólafur Jensson yfirlœknir Blóðbankans:
Astandið óviðunandi
Laugardagur 4. apríl 1987
66. tbl. 68. árg.
Eyðnifaraldurinn:
200 til 400
smitaðir
„Þótt þeim hafi fjölgað verulega
á síðustu mánuðum sem koma til
mótef namælinga, þá haf a þeir sem
greinst hafa ekki komið af fúsum
og frjálsum vilja. Þeir sem greinast
sýktir koma venjulega ekki fyrr en
þeir hafa fengið einhver einkenni.
Það getur bent til þess að þeir sem
óttast að þeir hafi sýkst treysti sér
ekki, af einhverjum ástæðum, til að
koma fyrr en þeir eru komnir með
einkenni sjúkdómsins," sagði Guð-
jón Magnússon, aðstoðarland-
læknir, í samtali við Alþýðublaðið í
gær, aðspurður um baráttuna gegn
útbreiðslu eyðni hér á landi.
Talið er að um 200 til 400 ein-
staklingar séu nú smitaðir af eyðni
hér á landi. Síðustu tölur um þá sem
greinst hafa eru 31 tilfelli. Þar af
voru fjórir með sjúkdóminn á loka-
stigi og eru tveir þeirra nú látnir.
Útbreiðsla sjúkdómsins hér á
landi virðist ætla að verða svipuð
og erlendis, en nýjustu tölur um
greind tilfelli eru um 43 þúsund. í
Evrópu hafa um 10% þessara til-
fella greinst eða rúmlega fjögur
þúsund manns greinst sýktir. Fyrstu
upplýsingar um faraldurinn Aust-
antjalds komu nýverið fram. Sjúk-
dómurinn hefur því greinst í um 90
löndum. Lítið hefur greinst í Asíu,
t.d. í stórum löndum eins og Ind-
landi. Guðjón sagði að erfitt væri
að átta sig á því hvort það væri
vegna lélegrar skráningar eða vegna
þess að um sé að ræða einhverjar
aðrar ástæður þannig að raunveru-
lega væri sjúkdómurinn fátíðari
þar.
Talið er að fjöldi sýktra tvöfaldist
á 10—12 mánaða tímabili. Fátt
bendir til þess að þróunin sé eitt-
hvað ónnur hér á landi. Fyrsta til-
fellið greindist hér á landi í byrjun
árs 1985. Á síðasta ári greinust þrír
með sjúkdóminn á lokastigi en á
þessu ári hefur ekki enn verið til-
kynnt um nýtt tilfelli á lokastigi.
Landlæknisembættið safnar sam-
an upplýsingum um sjúkdóminn á
þriggja mánaða fresti og verið er að
safna þeim saman fyrir fyrstu þrjá
mánuði ársins.
Hjá embættinu er verið að vinna
að bæklingi sem ráðgert er að fari
inn á hvert heimili í landinu í maí-
mánuði.
„Hún var reyndar þolanleg þessi
síðasta næturvakt hjá okkur, en svo .
sígur á með alls konar vandamál
sem eru að koma upp í sambandi
við spítalana. Það eru farin að
minna á sig allskonar alvarleg til-
felli sem eru að koma upp — hvít-
blæðistilfelli og þeir sem eru blóð-
lausir af ýmsum ástæðum. Þannig
að fyrir utan það sem kallast neyð-
arvaktartilfelli, þ.e. slys eða stór-
skakkaföll eins og innri blæðingar,
þá kcniur það til viðbótar hinni
vanalegu þjónustu. Þar eru efstir á
blaði þeir sem þurfa þjónustu
vegna hvítbiæðismeðferðar og ný
tilfelli af hvítblæði," sagði Ólafur
Jensson yfirlæknir blóðbankans í
samtali við Alþýðublaðið.
„Síðan verður að taka til greina
aðra sjúklinga sem vegna síns sjúk-
dóms verða mjög blóðlitlir og þá er
beðið um til viðbótar við venjuleg
neyðarvaktarstörf, sérstakar rann-
sóknir þeirra vegna svo og sérstakar
pantanir. Og það gefur auga leið að
þegar starfsemin takmarkast við
stórhátíðarvaktir þá hefur þessi
vakt ekki mikið viðbótarþrek til að
mæta viðbótarpöntunum.
Það er orðið sívaxandi hlutverk
hér í blóðbankanum að verja vakt-
ina fyrir pöntunum, sem eru undir
venjulegum kringumstæðum mjög
rýmilegar og raunverulega eru sum-
ar af knýjandi nauðsyn. En þá verð-
ur yissulega meira álag á vaktina.
Ástandið hefur frá byrjun verið
óviðunandi og versnar sífellt. Það
er hægt að segja að þetta séu sívax-
andi vandræði sem aukast dag frá
degi. Það má segja að Blóðbankinn
sé á vegamótum með tilliti til alls-
konar þjónustu á spítulunum. Og-
það sem þyngir róðurinn enn frek-
ar, að það horfir þannig við á Borg-
arspítalanum að meinatæknar þar
sem hafa með að gera staðbundin
krosspróf fyrir blóðþega, þeir eru
að ganga út núna. Þetta fólk gerir
blóðflokka- og samræmingarpróf
að hluta, því að við'gérum ekki þau
próf nema á neyðarvöktum eftir
venjulegan vinnutíma. Þannig hef-
ur þar verið eins konar útibú og um
leið og það útibú hættir við út-
göngu meinatækna Borgarspítal-
ans, þá þyngist róðurinn enn.
Stjórnvöld vita vel af þessu alvar-
lega ástandi sem þegar hefur skap-
ast. Þetta hefur verið að síga að
með sívaxandi þunga. Þetta fólk
var fyrst búið að segja upp störfum
sínum fyrir sex mánuðum og þá
hefðu ákveðnir hlutir gerst. Síðan
fengu þeir á sig framlengingu og
stjórnvöld hafa vitað vel af því að
þetta fólk var að störfum á fram-
lengingu, sem það gaf í þeirri von .
áð tíminn yrði notaður til þess að
finna lausn.
' Við höfum heyrt að heilbrigðis-
ráðherra hafi fullan skilning á
þessu ástandi, en það er eins og þeir
séu býsna harðir af sér í ríkisstjórn-
'inni hinir og þybbast við að leið-
rétta þessi kjör. Og það er flókið
mál eins og menn vita. Ef það eru
leyst márl einstakra hópa eins og
kennara og sjúkraliða, þá koma
aðrir í kjölfarið og fara að miða sig
við hina og fara áð setja mónnum
stólinn fyrir dyrnar.
Ég er ekki mjög vel heima í því
hvað er virkilega að gerast en ég
held að samningar séu sífellt í
gangi. En hér er um að ræða margar
starfsgreinar og ég veit ekki hvert
starfsþrek samninganefndar hins
opinbera er við slíkar kringum-
stæður.
En verði stórslys þá erum við
komnir í mikinn vanda og þá verð-
um við að kalla hulduherinn út og
hann verður að standa sig. Huldu-
herinn er fólk sem hefur starfað
hérna áður og við vitum að hefur
þjálfun til þess að geta komið til
hjálpar. Það er okkar hulduher.
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri:
Ríkisstjórn synjar
beiðni um hækkun
„Eg held að þetta sé ekki spurn-
ingin um það hver beri ábyrgð á
manninum Ingva Hrafni, ég held að
það sé frekar spurniagin um hvcr
beri áfeyrgð eéa ekki ábyrgð á því
ástandi sem upp er kmtiið hjá Ríkis-
útvarpinu og við blasir og er nú
svona nokkuð samkvæmt því sem
Ingvi Hrafn er að lýsa. Þessi af-
notagjöld sem stof nunin á að vera
rckin fyrir er ekki mál Ingva Hraf ns
og ekki licldur mitt," sagði Markús
Örn Antonsson, útvarpsstjóri í
samtali við Alþýðublaðið varðandi
ummæli Sverris Hermannssonar í
Alþýðublaðinu í gær um Ingva
Hrafn Jónsson, fréttastjóra Sjón-
varpsins. Sverrir sagði m.a. að engir
smákóngar hræddu sig, að Ingvi
Hrafn væri sérkennilegur stundum
og að Markús Örn bæri ábyrgð á
þeim mmi.
„Það stendur skýrt í útvarpslög-
um að menntamálaráðherra þarf að
staðfesta afnotagjöld Ríkisútvarps-
ins að fengnum tillögum útvarps-
stjóra. Og ég gerði síðast tillögu um
13% hækkun afnotagjalda 1. apríl.
Við fengum synjun á þeirri beiðni
frá ríkisstjórninni. Þegar við tökum
yfirlit yfir auglýsingatekjurnar
núna fyrstu tvo mánuði þessa árs í
samanburði við fyrstu tvo mánuði í
fyrra,             er 27% samdráttur á
þeim tekjum í krónum talið frá því
á síðasta ári og svo getum við litið
á annan samanburð sem við gjarn-
an tökum og það er samanburður
við áskrift dagblaða.
Fyrir tíu árum, eða 1977 þá var
3000 kr. munur ef reiknað er á verð-
lagi í desember s.l. á ársáskrift dag-
blaðs og afnotagjaldi sjónvarps og
útvarps á ársgrundvelli. En núna
samkvæmt ákvörðunum sem fyrir
liggja um hækkun á blaðaáskrift
frá 1. apríl og þessari synjun sem
við fengum 1. desember, þá er mis-
munurinn kominn niður i 120 kr. á
ári. Úr 3000 kr. fyrir 10 árum í 120
kr. Þetta held ég að segi dálitla
sögu. Það er þetta fjársvelti sem
Ingvi Hrafn er að tala um. Hitt er
svo annað mál að ríkisstjórnin var
að leggja sig fram um að halda
gjaldskrám opinberra fyrirtækja í
skefjum, til að koma til móts við
aðila vinnumarkaðarins í desember
En eins og ástandið er hér á fjöl-
miðlamarkaði með þeirri sam-
keppni sem Ríkisútvarpið þarf að
standa frammi fyrir, þá finnst
manni það liggja í augum uppi að
þurft hefði að meta aðstæður þeirr-
ar stofnunar og taka tillit til þessara
sérstöku skilyrða sem hún býr við.
Það hefur hins vegar ekki verið gert
og ég held að þessum aðilum vinnu-
markaðarins og t.d. forystumönn-
um verkalýðshreifingarinnar, þeim
sé það ekkert sérstaklega þóknan-
legt að Ríkisútvarpið sé haft v f jár-
svelti. Ég held að það sé fyrst og
fremst Ríkisútvarpið sem veitir um-
bjóðendum þeirra fræðslu, upplýs-
ingar og dægrastyttingu umfram
aðra miðla.
Ég trúi ekki öðru en að menn taki
þessi mál til endurskoðunar þegar
staðreyndir málsins liggja fyrir, en
það er auðvitað okkar að gera grein
fyrir stöðunni eins og hún virkilega
er" sagði Markús Örn Antonsson
Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri um ráðherratíð Sverris Hermannssonar:
„FJÁRHAGUR RÍKIS-
ÚTVARPSINS í RÚST
4.
og stórkostlegur niðurskurður framundan
„Ég vil taka það fram að mér er
afskaplega hlýtt til Sverris Her-
mannssonar, hann er góður og
duglegur maður, en eftir stendur
að það eru þrjár vikur eftir af
hans umboði sem menntamála-
ráðherra og þegar hann fer úr
embætti, þá er fjárhagur Ríkis-
útvarpsins í rúst og stórkostlegur
niðurskurður f ram undan á öllum
sviðum. Um það snýst málið og
þetta gerist í hans ráðherratíð,"
segir Ingvi Hrafn Jónsson, frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins í samtali
viö Alþýðublaðið.
„Það hafa verið svikin öll lof-
orð um afnotagjaldshækkanir.
Mitt svar er sem sagt þetta: Ég met
Sverri Hermannsson afskaplega
mikils, hann er einn af mínum
uppáhalds stjórnmálamönnum,
en eftir stendur að það eru þrjár
vikur eftir af hans umboði sem
menntamálaráðherra. Svo fer
hann og skilur Ríkisútvarpið eftir
í algjöru fjárhagslegu svelti og
öngþveiti og við blasir stórkost-
legur niðurskurður.
Ég lít alls ekki á mig sem smá-
kóng, þótt Sverrir hafi tekið
þannig til orða í samtali við Al-
þýðublaðið, og ég er heldur alls
ekkert að hræða Sverri. Ég er að-
eins að benda á staðreyndir þessa
máls og hér hjá þessari stofnun er
gífurlegur uggur og kvíði í fólki
yfir þessu, því við finnum alls
staðar hjá ráðamönnum stofnun-
arinnar þrýsting um niðurskurð.
Nú á að fara að skera niður hjá
mér seinni fréttir og á niðurskurð-
arlistanum er einnig fréttamaður í
Kaupmannahöfn og fréttaöflun á
Akureyri og á Norðurlandi og
eins veðurfræðingar. Ég var beð-
inn að leggja fram stærstu út-
gjaldaliði sem hægt væri að skera
niður og þetta eru fjórir póstar
upp á um átta milljónir króna.
Seinni fréttir verða slegnar af
núna um mánaðamótin og mað-
urinn í Kaupmannahöfn kostar
tvær milljónir. Fréttaöflunin á
Akureyri, sem er rósin okkar í
hnappagatinu að vera með frétta-
miðlun utan af landi. Þetta er allt
að deyja. Og við skulum ekki
gleyma því að við erum Rikisút-
varp- og sjónvarp alira'lands-
manna, ekki bara Reykjavíkur.
Sverrir segir að Markús Örn
beri ábyrgð á mér, Ingva Hrafni,
en það ber auðvitað enginn
ábyrgð á mér nema ég sjálfur.
I Helgarpóstinum var ég spurð-
ur þessarar spurningar: Hvað ég
héldi um stöðu Ríkisútvarpsins og
sjónvarpsins. Ég svaraði því af
hjartans sannfæringu. Sannleik-
„Sverrir segir mig smákóng og að
Markús Örn beri ábyrgð á mér. Ég
lít ekki á mig sem smákóng og
auðvitað ber enginn ábyrgð á mér
nema ég sjálfur," segir Ingvi
Hrafn Jónsson fréttastjóri Ríkis-
sjóovarpsins.
urinn er sá að Sverrir Hermanns-
son hefur marglýst því yfir að við
þurfum ekki að óttast um framtíð
Ríkisútvarpsins. Þetta eigum við
til á myndböndum og þetta hefir
Sverrir sagt við mörg tækifæri, að
meðan hann sé ráðherra. Hann
hefur sagt að Ríkisútvarpið sé
helsta baráttutækið til að vernda
íslenska menningu.
En í hans ráðherratíð, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn fer með
þessi mál og hefur meirihluta í
rikisstjórn, þá hefur fjárhagurinn
verið skorinn algerlega niður við
trog og Sverrir hefur forystu um
þennan málaflokk og hnignunin í
málefnum Ríkisútvarpsins hefur
öll átt sér stað í ráðherratíð Sverris
Hermannssonar.
Markús Orn Antonsson er ung-
ur, hörkuduglegur maður sem
tekur við þessari stóru stofnun og
það er ekkert glæsilegt fyrir hann
að horfa upp á það að það sé í
hans tið sem Ríkisútvarpið grotn-
ar niður" sagði Ingvi Hrafn Jóns-
son, fréttastjóri Sjónvarps.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8