Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MPYÐUBIÉDIB
Þriðjudagur 28. apríl 1987
ALÞYÐUFLOKKURINN
EYKUR FYLGI SITT
10 þingmenn í stað 6 áður
Alþýðuflokkurinn, einn svo-
nefndra fjórflokka, jók fylgi
sitt f rá síðustu kosningum. Mið-
að við úrslitin 1983 hefur Al-
þýðuflokkurinn aukið fylgi sitt
um 3.5% eða í 15.2% alls. Þing-
menn Alþýðuflokksins eru nú
10 í stað 6 áður. Fylgisaukningin
er mest í Reykjavík eða 5.2%.
Alþýðuflokkurinn bætir við
sig fylgi í öllum kjördæmum
nema í Suðurlandskjördæmi en
þar fer fylgið úr 12.1% frá síð-
ustu kosningum, í 10.6%. í öðr-
um kjördæmum er fylgi Al-
þýðuflokksins  sem  hér  segir:
Kjördæmi	Þingmenn	Núna	'83	Mismunur
Reykjavík	2 + 1	16.0%	10.8%	5.2%
Reykjanes	2	18.2%	14.8%	3.4%
Vesturland	1	15.2%	13.5%	1.7%
Vestfirðir	1+1	19.1%	16.8%	2.3%
Norðurland vestra	+ 1	10.2%	7.2%	3.0%
Norðurland eystra	1	14.3%	11.0%	3.3%
Austurland		6.9%	4.0%	2.9%
Suðurland		10.6%	12.1%	-1.5%
Reykjavík, 16%, 2 þingmenn
auk eins jöfnunarmanns, aukn-
ingum5.2%. Reykjanes, 18.2%,
2 þingmenn, aukning um 3.4%.
Vesturland, 15.2%, einn þing-
maður, aukning um 1.7%. Vest-
firðir, 19.1%, 1 þingmaður auk
eins jöfnunarmanns, aukning
um 3%. Norðurland vestra,
10.2%, einn jöfnunarmaður,
aukning um 3%. Norðurland
eystra, 14.3%, einn þingmaður,
aukning um 3.3%. Austurland,
6.9%, enginn þingmaður en
aukning um 2.9%. Suðurland,
10.6%, enginn þingmaður og
minnkun um 1.5%.
Þingmenn: 10
Landsfylgi: 15.2%
Breyting frá 1983: + 3.5%
Er Kvennalistinn reiðubúinn að axla ábyrgð?
Jón Baldvin Hannibalsson hefur hafist handa við að kanna forsendur fyrir stjórn Sjálfstæðisflokks, Kvenna-
lista og Alþýðuflokks.
„Ég lýsti því yfir fyrir kosningar,
að skásti kosturinn til stjórnar-
myndunar eftir kosningar væri
Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti og
Alþýðuflokkur. Ég er enn þeirrar
skoðunar og hef þegar hafist handa
til að kanna forsendur fyrir slíkri
stjórnarmyndun, með viðræðum
við formann Sjálfstæðisflokksins
og fulltrúa Kvennalistans," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson í gær
aðspurður um stjórnarmyndunar-
viðræður.
„Ef hægt er að túlka úrslit kosn-
inganna sem einhvers konar kröfu
um breytingar, eða stuðning við
einhverjar breytingar, þá er eitt
ljóst: Ein krafan er sú, að hlutdeild
kvenna í stjórnmálum aukist. Þess
vegna er fyrsta spurningin, sem á að
ganga úr skugga um hvort Kvenna-
listinn, sem helst naut góðs af þeirri
kröfu, er reiðubúinn að láta af hlut-
verki gagnrýnandans og taka að sér
hlutverk með ábyrgð og skapandi
pólitík til að breyta þessu þjóðfé-
lagi. Þetta vil ég láta á reyna. Slík
stjórn mundi njóta góðra hveiti-
brauðsdaga með þjóðinni. Hún
yrði nýstárleg og fersk. Hún yrði
trúlega skipuð hæfum einstakling-
um og hún mundi, samkvæmt mál-
efnasamningi, trúlega vera á marg-
an veg róttæk umbótastjórn, þar
sem kjölfestan í tillögur um breyt-
ingar á efnahagsstjórn og stjórn-
kerfi kæmi frá okkur.
Ég hef lagt á það áherslur í við-
ræðum við aðra, að það sé ástæðu-
laust að örvænta um eitthvert upp-
lausnarástand   í   pólitík.   Stjórn-
málamönnum er ekkert ofverk að
vinna úr þessum úrslitum og þeir
eiga að gera það. Allra aðstæðna
vegna, þá tel ég æskilegt að þeir
sýndu að þeir væru menn til að
vinna hratt og örugglega að stjórn-
armyndun og að hún tæki ekki
langan tíma. Stjórnarmyndunar-
menúett formsatriða er fáfengileg-
ur og óþarfur" sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
Kosningasigur Alþýðuflokksins:
„Avísun á frekari árangur í framtíðinni"
„Alþýðuflokkurinn vann mynd-
arlegan kosningasigur, — kosn-
ingasigur sem er ávísun á f rekari ár-
angur í framtíðinni; árangur sem
auðvelt á að vera að vinna úr til
frambúðar," segir Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, um niðurstöður alþingis-
kosninganna fyrir Alþýðuflokkinn.
„Þetta er ekki sá hámarksárang-
ur sem við gerðum okkur vonir um
á tíma, og hefði unnist ef ekki hefði
komið til gjörbreytt viðhorf í einni
andrá við klofning Sjálfstæðis-
flokksins. Það skyggir nokkuð á að
Alþýðuflokkurinn náði ekki þeim
árangri að verða næststærsti flokk-
ur þjóðarinnar á þingi, sem og að
ekki tókst í þessari lotu að tryggja
þingmenn í öllum kjördæmum.
Mér urðu það mikil vonbrigði að
tilraun okkar til landnáms á Aust-
fjörðum tókst ekki, þótt aðeins hafi
munað sjö atkvæðum auk þess sem
það er mikil eftirsjá að Guðmundi
Einarssyni úr þingflokknum. Sama
er að segja að því er varðar Suður-
land. Það er mikil eftirsjá að starfs-
kröftum Magnúsar H. Magnússon-
ar fyrir þingflokkinn.
Þessi kosningaúrslit eru um
margt athyglisverð. Það sem teljast
mun söglegt er tvennt:
í fyrsta lagi klofningur Sjálf-
stæðisflokksins. Það hefur verið
einkenni íslenskra stjórnmála, allt
frá stofnun Sjálfstæðisflokksins
1929 að „hægri öflin" hafa verið
sameinuð, en vinstn öflin sundruð.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn
klofnað. Það er hins vegar of
snemmt að spá fyrir um það hvort
sá klofningur verður varanlegur.
Eins og er benda allar líkur til þess
að innviðir Borgaraflokksins séu af
segir Jón Baldvin Hannibalsson
því taginu, að hann hljóti því sem
næst óhjákvæmilega sömu örlög og
aðrir  einsmannsflokkar  í  fortíð-
ínni.
Hitt sem er sögulegt við kosn-
ingaúrslitin er að í fyrsta sinn frá ár-
inu 1937 er Alþýðubandalagið minni
flokkur en flokkur jafnaðar-
manna. Það eru söguleg tíðindi.
Þar með má segja að hálfrar aldar
hugmyndafræðistyrjöld megi þess
vegna vera lokið.
Kvennalistinn er einn af sigurveg-
urum kosninganna. Að vísu skulu
menn aðgæta, að Kvennalistinn
bauð. ekki fram nema í þremur
kjördæmum í seinustu kosningum.
Hluti af kosningasigri hans nú er
því ósköp einfaldlega fólgin í fjölg-
un framboða. í annan stað þá tákn-
ar sókn kvennalistans og fylgis-
streymið frá Alþýðubandalaginu,
að Alþýðubandalagið er í djúpærri
kreppu. Hins vegar en enn ósýnt
með öllu hvernig þeim Kvennalista-
konum helst á þessu til frambúðar.
Það er misskilningur að þær hafi
unnið þennan kosningasigur vegna
þess að þær hafi komi málum sín-
um til skila. Málflutningur þeirra í
kosningabaráttunni var ekki skýr
og þær skiluðu mestan part auðu
um aðalatriðin sem var staða ríkis-
fjármála, stefna í ríkisfjármálum
og efnahagsmálum og atvinnumál-
um. I raun og veru má segja um
kosningabaráttuna að klofningur
Sjálfstæðisflokksins og tilfinninga-
vellan í kringum Albert eyðilagði
kosningabaráttuna ásamt með
firnalélegri frammistöðu fjölmiðla,
einkum ríkissjónvarps, sem brást
gersamlega skyldunksínum um að
upplýsa þjóðina um þau meginmál
sem kosið var um. Það er þess
vegna ekki hægt að segja að neinn
flokkur hafi unnið sigur út á skýra
eða afdráttarlausa stefnu. Hvaða
stefnu hefur Framsóknarflokkur-
inn? Framsóknarflokkurinn vann
út á auglýsingar. Hvaða stefnu hef-
ur Borgaraflokkurinn? Enga. Hann
snýst um einn mann. Hvaða aðra
stefnu boðaði Kvennalistinn í aðal-
málum þ.e. ríkisfjármálum og efna-
hagsmálum? Það er bara spurn-
ingamerki. Þannig að þáttur fjöl-
miðla og auglýsinga í þessum kosn-
ingum er þáttur sem á eftir að meta,
en þetta var ekki málefnalega skýr
kosningabarátta. Sá flokkur sem
hefur skýrasta stefnu, alhliða vand-
aða stefnu, við jafnaðarmenn,
hvarf í skuggann að því leyti að
þetta fór allt í umrót um aukaatr-
iði" sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8