Alþýðublaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 2
2 MÞYÐUBLHÐIS Simi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Gary Hart og siðgæði fjölmiðla Um helginabárust þærfréttirum heimsbyggðina, að Garry Hart hafi ákveðið að hætta við að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins til forsetakosning- anna í Bandaríkjunum á næsta ári. Ástæðan er meint hjúskaparbrot Harts, en fjölmiðlar í Bandarikjunum hafagert mikið veðurúrfrétt dagblaðsins Miami Her- ald sem staðhæfði fyrir rúmri viku að Gary Hart hefði eytt helgi með leikkonunni Donnu Rice. Þá er talið að úrslitum hafi ráðið, að fulltrúi bandarlska stórblaðs- ins Washington Post tilkynnti aðstoðarmönnum frambjóðanda Demókrata, að blaðið hefði undir hönd- um frekari upplýsingar um að Hart hefði ástarsam- band við konu eina í Washington. Kvaðst blaðið ekki ætla að birta þessa frétt fyrr en Hart fengi greiddan 750 þúsund dollara styrk frá ríkinu sem ætlað er til að jafnaaðstöðu þeirrasem bjóðasig fram I forsetakosn- ingunum. Fail Gary Hart er merkur viðburður að mörgu leyti. Með Hart missa Demókratar einn besta frambjóð- anda sinn til forseta Bandaríkjanna. Jafnframt hefur kastljósið beinst í miklum mæli aö siðgæðinu, og þá er ekki aðeins spurt um þær kröfur sem gerðar eru til siðgæðis manna I opinberum embættum, heldur einnig hvaða siðgæðiskröfur pressan gerir til sln sjálfs. Það er spurt um hvort það sé hlutverk fjölmiðla að liggja á gægjum við svefnherbergisglugga. Oft hef- ur bandaríska pressan gert einkalíf þekktra einstakl- inga í bandarísku þjóðlífi að söluvöru, en aldrei áður hefureinn einstaklingurog fjölskylda hans verið lögð í jafn miskunnarlaust einelti og nú. Jafnvel bandarísk- um fjölmiðlamönnum sem kallaekki allt ömmu sína í þessum efnum, hefur blöskrað starfsaðferðir press- unnar. Hart—málið hefur vakið upp spurningar um hlutverk fjölmiðla, tjáningarfrelsið og vald pressunn- ar. Enn hefur ekkert komið fram sem sannar meint hjú- skaparbrot Harts. En tilgáturnarsem birtust I fjölmiðl- um voru nægar til að ieggja frama þessa glæsilega stjórnmálamanns í rúst. Eftirað fyrstu tíðindi af fund- um hans við leikkonuna birtust, sýndu skoðanakann- anir að fylgið hrundi af Hart en hann hafði áður haft öruggt forskot á aðra frambjóðendur Demókrata- flokksins. Hart—málið sýnir ennfremur að grimmd og sölu- samkeppni svonefndra frjálsra fjölmiðla I Bandaríkj- unum er að aukast. Einstakt hjúskaparbrot eða fjöl- þreifni þingmanna og annarra embættismanna hefur ekki þótt forsíðufréttir og fjölmiðlar farið varlega I að velta sér upp úr einkalífi manna. Þannig sluppu t.d. Kennedy-bræður, og þó einkum John F. við gulu pressuna á sínum valdaferli, þótt síðar mejr hafi einkalíf hans verið skoðað I öðru Ijósi. Hér á íslandi hafa menn í opinberu lífi enn verið friðþelgir gagnvart pressunni hvað einkalíf þeirra varðar. í jafn litlu þjóð- félagi þarf ekki pressuna tii; Gróa á Leiti sér um út- breiðslunaáhneykslissögunum. En þó eru ýmis teikn á lofti með harðnandi samkeppni fjölmiðlaað óvægar sé vegið að persónulegum málum manna en áður. Þá er einnig áberandi að fyrirsagnastíllinn og upphróp- anireru að aukast,en málefnaleg umræðaog hlutlaus fréttamennska í vönduðum stíl er á undanhaldi Þegar útgáfumálin faraað snúast æ meiraum peningaog af- komu útgáfufyrirtækja, er nauðsynlegt að ritstjórar og fréttamenn standi strangari vörð um siðareglur blaðamanna. Það er því vonandi að (slenskir blaðales- endureigi ekki eftir að fletta innlendum tlðindum sem minna á fréttaflutning bandarlsku pressunnar af einkalífi Gary Hart. FLOKIN ÞRAUT FYRIR STEINGRÍM Steingrímur fékk boltann fyrst- ur. Sumir spyrja; hvers vegna? Því er til að svara að auðvitað vann for- sætisráðherrann stóran persónuleg- an sigur í nýju kjördæmi. Og Fram- sóknarflokkurinn hélt nokkurn veginn velli. En aðalástæðan er kannski SKÁÍS—könnun Helgar- póstsins sem sýndi að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar treystir Steingrími Hermannssyni best sem forsætisráðherra og samkvæmt könnuninni koma aðrir flokksleið- togar nánast ekki til greina sem for- sætisráðherrar. Þá kemur fram í könnun SKÁÍS að flestir vilja Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk í ríkisstjórn með tilkomu þriðja aðila. Það var því rétt að láta Steingrím spreyta sig fyrstan. Hins vegar munu margir spyrja, eftir að nýjar upplýsingar birtust um ástand þjóðarskútunnar, hvort Steingrímur verði svo sjálfgefinn næsti forsætisráðherra. Fjárlaga- hallinn er sýnu meiri en formaður Framsóknar gaf til kynna fyrir kosningar og húsnæðismálakerfið er beinlínis í rúst samkvæmt nýjun upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins sem Alþýðuflokkurinn bað um og hefur nú fengið í hendur. Fjárlagahallinn er með öðrum orð- um nær 5 milljörðum en ekki 2.8 milljarðar, verðbólgan er áætluð 13-15°/o samkvæmt Þjóðhagsstofn- un en ekki 6-8%, það vantar 4.2 milljarða í húsnæðislánakerfið og biðtíminn er að verða 2'A ár. Ástandið er sem sagt ekki jafn glæsilegt og það var auglýst á Stöð 2 í Klettaáróðrinum mikla sem átti Vikan verður erfíð og flókin fyrir Steingrím Hermannsson. að gera Steingrím að Rocky II í for- sætisráðherrastóli. Það má því segja að Steingrímur verði ekki jafn fýsilegur kostur og áður, eftir að sannleikurinn um þjóðarskútuna hefur verið birtur og viðskilnaður fráfarandi stjórnar blasir nú við i svart-hvítu, en ekki blágrænu eins og í kosningabaráttunni. Þegar Steingrímur hefur viðræð- ur við leiðtoga annarra flokka um myndun ríkisstjórnar, er eðlilegast að hann byrji að tala við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðis- flokksins. Ef dæma má af tóninum í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins eru sjálfstæðismenn ekki ýkja uppveðraðir að fara í stjórn með Framsókn. Ótal önnur teikn og beinar yfirlýsingar frá ráðandi mönnum í Sjálfstæðisflokknum benda til þess sama. Þá má einnig benda á, að þótt Þorsteinn hefði áhuga á að starfa með Framsókn í annað sinn ef allt annað brygðist, þá á hann alltaf möguleika á að bjóða Steingrími aftur upp á stjórn- armyndun þegar hann fær sjálfur boltann í annarri eða þriðju um- ferð. Þetta verður því erfitt fyrir Stein- grím. Þótt hann fái Þorstein til við sig, þarf hann á þriðja aðila að halda. Beinast liggur við að hann tali við Kvennalistann. Þá fær Steingrímur fyrstur manna að stíga inn í meyjadyngjuna og sjá skilyrð- in fyrir hugsanlegri stjórnarþátt- töku Kvennalistans. Ósennilegt er að skilyrðin verði aðgöngumiði að málefnasamningi þessara þriggja flokka. Alþýðuflokkurinn verður erfiður sem þriðji aðili; Steingrím- ur má að öllum líkindum búast við kröppum dansi frá Jóni Baldvin áð- ur en þeir dansa í takt. Möguleikinn með Stefán Valgeirsson er auðvitað fyrir hendi ef Þorsteinn samþykkir þá hugmynd. En það er veik stjórn með meirihluta í annarri deild Al- þingis einvörðungu og yrði að kaupa þingmenn úr öðrum flokk- um. Ólíklegt er að Steingrímur veldi þann kost. Alþýðubandalagið er óvirkt og horfir einna helst til ný- sköpunar. Þetta verður flókin þraut fyrir Steingrím Hermannsson. Ingólfur stjórnmálaritstjóri Alþýðublaðsins Á flokksráðsfundi Alþýðu- flokksins, laugardaginn 9. maí, var Ingólfur Margeirsson ráðinn stjórnmálaritstjóri Alþýðublaðs- ins. Ingólfur var ráðinn sem rit- stjóri að Alþýðublaðinu 1. mars Kveðja frá Jóni Baldvin Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi kveðja frá Jóni Bald- vin Hannibalssyni, formanni Al- þýðuflokksins: „Um leið og ég þakka Árna Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra fyrir vel unnin störf, bæði við rit- stjórn og við að rétta við fjárhag Alþýðublaðsins, býð ég nýjan rit- stjóra velkominn til starfa. Ingólfur Margeirsson er í fremstu röð íslenskra blaða- manna. Það hefur hann sýnt í verki, ekki síst þegar hann gaf Helgarpóstinum nýtt líf sem vaxt- arbroddi íslenskrar blaða- mennsku. Blað á að bera svipmót ritstjóra eins og annarra sem blað- ið skrifa. Ingólfur er hugmynda- smiður; ég trúi því að undir hans ritstjórn geti Alþýðublaðið geng-' ið í endurnýjun lífdaganna — og skipað sinn sess í fjölmiðlaflór- unni — með sóma. Það á að vera blað handa hugsandi fólki. Gangi ykkur vel, Jón Baldvin Hannibalsson.“ s.l. og starfaði Árni Gunnarsson jafnframt sem stjórnmálaritstjóri blaðsins en lætur nú af því starfi. Ingólfur Margeirsson er fædd- ur 4/5 1948. Hann lauk stúdents- prófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1968. Hann stundaði nám í kvikmynda- fræðum, leiklistarfræðum og heimspeki við háskólann í Stokk- hólmi 1969—75. Á árunum 1975—78 vann Ingólfur við blaðamennsku í Noregi en tók við ritstjórastarfi Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1978 sem hann gegndi til 1980. Á árunum 1980—83 starfaði Ingólfur sem blaðamað- ur í Osló og var jafnframt frétta- ritari íslenska sjónvarpsins í Nor- egi. Ingólfur var ritstjóri Helgar- póstsins á árunum 1983—1987. Ingólfur Margeirsson hefur skrif- að fjórar bækur: Lífstjáning (1981), Erlend andlit (1982), Ragnar í Smára (1982) og Allt önnur Ella (1986). Jón Baldvin óskar Ingólfi til hamingju með nýja titilinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.