Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. ágúst 1987 7 hvers fólk ætlar að verja peningun- um, hvort það ætlar að kaupa íbúð, kaupa bíl eða hvað það kann að vera. Reglan er einfaldlega þessi: Þeim mun hærri tekjur þeim mun hærri skattur. Með staðgreiðslu- kerfi skatta og flötum og einfaldari prósentu hlutfallstölu sem tekin er af launum, þá má segja að skattur- inn sé ekki eins réttlátur í þeim skilningi að þú aflar meiri tekna, en þú borgar alltaf sömu prósentuna, þannig að staðgreiðslukerfi skatta kemur til móts við þetta sjónarmið sem þú ert að lýsa.“ — Kom aldrei til greina að leggja sérstakan skatt á stóreignamenn og hátekjufólk við samningu mátefna- samnings? „Að leggja skatt á hátekjufólk hefði verið að leggja skatt á laun- þega sem leggur nótt við dag, — dæmið sem þú varst að taka áðan. Og við höfðum engan sérstakan áhuga á þvi á meðan að skattur sem byggist á framtölum skattgreiðend- anna sjálfra sem hafa mjög mis- munandi aðstöðu til þess að telja þessar tekjur fram, eða jafnvel að láta það ógert, þá er skattur á há- tekjur aðeins skattur á þá sem eru að leggja hart að sér. En að því er varðar stóreigna- skatt, þá varð ekki um það sam- komulag á milli þessara flokka vegna eindreginnar andstöðu Sjálf- stæðisflokksins við því.“ — Nú er það blindur maður sem ekki sér að í hverju horni þjóðfé- lagsins viðgengst alls kyns brask og baktjaldamakk með peninga. Er meiningin að reyna að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni? „Meginverkefni ríkisstjórnarinn- ar, eins og fram kemur í hennar málefnasamningi, er að taka allt skattakerfið til heildarendurskoð- unar, að koma á einfaldri fram- kvæntd á staðgreiðslukerfi skatta, að endurskoða frá grunni skatt- lagningu fyrirtækja þar sem megin- reglan er sú að fækka frádráttarlið- um og undanþágum og fylla upp í skattagöt, breikka skattstofninn en lækka skattprósentu. í þriðja lagi að taka ákvörðun um skattmeðferð á tekjum og fjármagni til samræmis við tekjur fyrir vinnuna. 1 fjórða lagi að koma á einföldu og undan- þágulausu neysluskattakerfi sem að lokum verður virðisaukaskattur og þar sem að hægt er að koma við eft- irliti og viðurlögum ef útaf ber. í heild sinni á þetta skattakerfi að vera einfalt, og auðskilið og ódýrt í framkvæmd og þar með að verða til þess að auka virðingu manna fyrir og traust á skattkerfinu og koma í veg fyrir skjóttekinn gróða í formi skattsvika á kostnað samfélags- ins.“ — Brask með fasteignir er nokk- uð sem þjóðin hefur þurft að horfa uppá í áratugi. Er meiningin að reyna að sporna á einhvern hátt við fótum þar? „Það er ekkert að finna í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar sem kveður á um ríkiseftirlit með fasteignasölum sem slíkum.“ — Nú hefur öll verslun, hverju nafnisem hún nefnist, verið heilagt mál í allri umrœðu um peningahag- stjórn á íslandi. Er ekki kominn tími til að fara ofan í saumana á þeim málaflokki í heild þannig að það liggi sannanlega fyrir hverju verslunin skilar bœði þjóðarbúi og einstaklingum? „Yfirstjórn þeirra mála sem varða innlenda verslun og viðskipti eru í viðskiptaráðuneytinu og þar með talið eftirlit með verðmyndun og verðlagi. Það hefur vakið athygli á þeim samanburðarkönnunum sem hafa verið gerðar á innflutn- ingsverðlagi, annars vegar til ann- arra landa eins og Noregs — í Berg- en — og hins vegar til íslands. Og þessar kannanir benda til þess að verðlag hér sér óeðlilega hátt. Það mun verða hlutverk opinberra stjórnvalda að stuðla að lægra vöruverði. Það á samkvæmt stjórn- arsáttmála fyrst og fremst að gerast með því móti að framfylgja svona samanburðarkönnunum reglulega og beita aðhaldi almenningsálits og bæta verðskyn. Ef að hins vegar þessar kannanir leiða til einhverra óeðlilegra hluta þá kalla þeir auð- vitað á aðgerðir eftir því sem að þar gefur tilefni til.“ Talað um söluskattssvik og undanþágufargan — upphæðir sem skipta milljónum — undanþágur og óbeina niðurgreiðslu — sviptingu verslunarleyfis — greiðslur til þeirra sem þurfandi eru — auknar barnabœtur — um flata og einfalda prósentu — andstöðu Sjálfstœðis- flokks gagnvart stór- eignaskatti og um óeðlilega hátt verðlag á vörum á Islandi. — Nú er að heyra á hinum al- mennu borgurum að þeim lítist illa áaukinn söluskatt á matvöru. Kem- ur það til með að hafa áhrif á fyrir- hugaða ákvörðun fjármálaráð- herra í því máli? „Nei, það iiggur ákveðin hug- mynd þarna að baki, sem sagt sú að lækka, þegar til lengdar lætur, sölu- skattinn í heild sinni og útrýma söluskattsundandrætti, söluskatts- svikum og undanþágum. Og hér er um að ræða upphæðir sem skiptir mörgum milljónum. Þessi afstaða fólks á móti skatt- lagningu á matvælum, hún er ósköp skiljanleg, en hún breytist oft þegar fólk fer að hugsa málið betur. Viðskipti með matvæli er uppá 22 milljarða króna og það hefur verið lagður skattur á þriðjung af þessum viðskiptum. En tveir þriðju, mjólk- in, fiskurinn, kjötið, grænmetið og ávextirnir eru undanþegnir, eða þær vörur sem eru uppistaðan í matvælainnkaupum fólksins. Hitt er auðvitað í mörgum tilvikum inn- flutt matvæli og ef menn vilja kalla það svo, — lúxusmatvæli. Undan- þága frá skatti er auðvitað óbein niðurgreiðsla. Hún breytir neyslu- venjum, hún breytir samkeppnisað- stöðu og hvaða rök eru fyrir því að ríkið eigi að taka sér það vald að ætla að styðja einn en útiloka ann- an, ýta undir einn en letja annan, styrkja einn en refsa öðrum við matvælaf ramleiðslu? Æskilegast væri, enda höfum við boðað það í tvö og hálft ár að af- nema allar undanþágur, hverju nafni sem þær nefnast og að skatt- urinn sé eitt prósentustig, lagður á alla vöru og alla þjónustu, sem þýð- ir að það er einfalt verk og auðvelt að fylgja honum eftir, — uppræta undandráttinn og taka upp viður- lög ef verslanir svindla og þá er ósköp einfaldlega hægt að svipta menn verslunarleyfi eða loka búð- inni. En nota hins vegar auknar tekjur til þess þá að mæta tekju- jöfnunaráhrifunum með því að greiða beint út til þeirra sem þurf- andi eru. En ég vil taka fram í sambandi við þennan sérstaka söluskatt, þ. e. verðlagsáhrifunum af honum sem er eitt og hálft prósent, að þau verð- hækkunaráhrif hafa þegar verið bætt með útborgun 200 milljóna til „Reglan er einfaldlega þessi: Þeim mun hærri tekjur, þeim mun hærri skattur," segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra. þess að hækka lágmarkslífeyri ann- ars vegar upp í 28000,00 úr 25000,00 og hins vegar með því að verja 100 milljónum króna í barnabótaauka sem kemur þá fyrst og fremst barn- mörgum fjölskyldum sem hafa háa matarreikninga að notum.“ — Fjölmargt lágtekjufólk, eða fólk sem hefur orðið að taka á sig mikla yfirvinnu til þess eins að eign- ast þak yfir höfuðið, hefur verið skattlagt mjög grimmilega. Finnst fjármálaráðherra þetta eðlilegt ástand? „Það er til gömul hugmynd um réttlæti í tekjuskatti: Þeim mun hærri sem tekjurnar verða, þeim mun meira eigi viðkomandi að greiða í skatt. Þess vegna var skatt- urinn þrepaður. Þess vegna var hærri jaðarskattur geiddur af hærri tekjum. Launþegar sem eru að leggja út í gífurlega fjárfestingu við kaup á húsnæði og hafa tekið á sig miklar skuldbindingar, brugðust gjarna við með þeim hætti að vinna meira, — taka að sér aukavinnu, þeir hækkuðu í tekjum og borguðu hærri skatta. Hugmyndin um þrep í tekjuskatti byggist ekki á því til Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra: „FORGANGSVERKEFNIÐ ER RÉTTLÁTARA SKATTAKERFI"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.