Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÞYBUBLADIB
Föstudagur 21. ágúst 1987
STOFNAÐ
1919
158. tbl. 68. árg.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
„MALIÐ VERÐUR LEYST"
„Þetta mál þarf að leysa og það
verður leyst," sagði Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. Jón sagði enn-
fremur að ákvörðun í Útvegs-
bankamálinu yrði liklega tekin eftir
helgi. Ríkissljórnarl'undi sem halda
átti um málið í gær var frestað
óákveðið." Þetta er á borðinu hjá
mér og það er ég sem tek endanlega
ákvörðun," sagði Jón Sigurðsson.
Viðskiptaráðherra f undaoi með til-
boðsgjöfum í gær, en varðist allra
f rétta um niðurstöður þeirra f unda.
Hann sagði einungis að málin yrðu
án efa áfram rædd fram yfir helgi.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins er sú lausn æ sterkar inn i
myndinni að ríkið selji Samband-
inu Búnaðarbankann en aðilarnir
33 fái Útvegsbankann. Þar með
væri væntanlega komin ró á Sjálf-
stæðisflokkinn, stjórnarsamstarfið
og tilboðsgjafana." Það getur vel
verið að það sé lag til að róa nú og
snúa andstreymi í meðbyr. Þetta
gæti gefið betra tækifæri en marg-
ur hugði, til að framkvæma stærra
skref í stefnu ríkisstjórnarinnar í
bankamálum," sagði viðskiptaráð-
„Það er ekki á stigi
stjórnarslita," segir
Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra —
Búnaoar-
bankalausnin
æ sterkar inn
í myndinni.
„Málið er á borðinu hjá mér og það
er ég sem tek endanlega ákvörðun,"
segir Jón Sigurðsson viöskiptaráð-
herra.
herra aðspurður um Búnaðar-
bankalausnina. Afstaða sjálfstæð-
ismanna í málinu virðist hins vegar
enn óljósari og hefur sérstök skoð-
anakðnnun  sem  forsætisráðherra
Hafskipstollurinn:
„Nefni enga tölu"
— segir Jón Baldvin fjármálaráðherra.
„Ég hef aldrei nefnt neina tölu og
tek enga ábyrgð á þeim sem nefndar
hafa verið," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í samtali við Alþýðu-
blaðið um skuldbindingar ríkisins
vegna Útvegsbanka íslands. Nefnt
hefur verið að skuldbindingarnar
geti numið um 1500 milljónum
króna, en hlutafjárútboð ríkisins er
aðeins upp á 764 milljónir króna,
sem samsvarar yfirtöku á skuldum
bankans hjá Seðlabanka.
Ljóst þykir að talan 764 milljónir
segi ekki alla söguna. Jón Baldvin
sagði að taka þyrfti tillit til þess hver
niðurstaða yrði af skuldauppgjöri,
hvað mikið lenti á ríkissjóði og hve
mikið verði bankans. Einnig á eftir
að koma í ljós hverjar skuldbind-
ingar ríkisins verða vegna lífeyris-
greiðslna starfsmanna Utvegsbank-
ans.
„Allt í allt eru þetta stórar fjár-
hæðir og þeim mun brýnna fyrir
ríkið að koma hlutabréfunum nú
þegar í verð," sagði fjármálaráð-
herra.
lét framkvæma hjá flokknum ekki
auðveldað ákvörðunartökuna. For-
sætisráðherra hafnar algjörlega til-
boði Sambandsfyrirtækjanna og er
að svo stöddu ekki reiðubúinn að
taka afstöðu til þess hvort selja eigi
SÍS Búnaðarbankann.
„Málið er ekki komið á það
stig," sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra í gær þegar blaða-
maður Alþýðublaðsins spurði hann
hvort slíta ætti stjórnarsamstarfinu
næði meirihluti ríkisstjórnarinnar
samkomulagi um að selja Sam-
bandinu og nokkrum fyrirtækja
þess hlutabréf ríkisins í Útvegs-
banka íslands h.f. Forsætisráð-
herra lét með skipulögðum sím-
hringingum frá Valhöll kanna sjón-
armið flokksráðsmanna, um 250
talsins, til málsins. Meirihluti var
þeirrar skoðunar að slíta ætti sam-
starfinu stæðu Alþýðuflokkur og
Framsókn saman um að selja Sam-
bandinu. Aðspurður um eigin skoð-
un sagði Þorsteinn: „Það þarf ekki
að koma á óvart að ég er þeirrar
skoðunar að taka eigi tilboði aðil-
anna 33ja. — Það er ekkert nýtt."
Hann sagði aðspurður að þetta
væri ekki pólitískt mat, heldur ein-
Viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna:
Mikið ber á milli
Enn ber mikið á milli í samninga-
viðræðum fulltrúa ríkisins og líf-
eyrissjóðanna um vexti og lánstíma
á skuldabréfum frá Húsnæðis-
stofnun. Samtök lífeyrissjóðanna
hafa bæði hafnað tilboði ríkisins
og í gær var ekki vitað hvort sam-
tökin legðu fram gagntilboð fyrir
helgi. Á sameiginlegum fundi full-
trúa Landssambands lífeyrissjóða
og Sambands almennra lífeyris-
sjóða sl. miðvikudag tókst sam-
komulag um að standa saman að
samningsgerðinni.
í gær voru aðeins þreifingar í
gangi milli samningsaðila og hafði
ekki verið boðað til formlegra við-
ræðna. Væntanlegir íbúðakaup-
endur verða því enn að biða eftir að
útgáfa lánsloforða hefjist hjá Hús-
næðisstofnun ríkisins. Stofnunin
hefur ekki gefið út lánsloforð síðan
í mars vegna þess að ósamið hefur
verið við sjóðina. Talið er að hátt á
þriðja þúsund manns bíði eftir svari
frá Húsnæðisstofnun.
Hjá lífeyrissjóðunum hafa kom-
ið fram hugmyndir um 7,5% vexti
vegna skuldabréfakaupa á árinu
1988 og '89. Ríkið hefur hins vegar
boðið 6,25% vexti umfram verð-
tryggingu vegna kaupa á árinu
1988, í stað 5,9% sem gildandi sam-
komulag gerir ráð fyrir. Á árinu
1989 býður ríkið 6% og 5,75% á ár-
inu 1990. I tilboðinu felst að láns-
timi verði 25 ár á skuldabréfunum
fyrir árið 1988 30 ár fyrir '89, og 35
ár fyrir skuldabréf á árinu 1990.
„Það er enn sem komið er mjög
langt á milli aðila. Menn eru að
reyna að skoða málin betur og finna
flöt og það er fullur vilji hjá báðum
aðilum að reyna að Ijúka þessu sem
allra fyrst," sagði Hrafn Magnús-
son framkvæmdastjóri í samtali við
Alþýðublaðið í gær.
„Þaö verður ekki afgreitt af
viöskiptaráðherra i ágreiningi við
forsætisráðherra," segir Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra.
falt mat á þeim tilboðum sem fyrir
liggja. „Tilboðið er einfaldlega hag-
stæðara fyrir ríkissjóð."
Komið hefur fram að Sambands-
fyrirtækin eru reiðubúin að kaupa
öll hlutabréf ríkisins og hækka út-
borgun, líkt og gengið er útfrá í til-
boði aðilanna 33ja. Sambandið
lagði tilboð sitt fram á undan og
forystumenn benda á að ekki sé um
uppboðsmarkað að ræða, heldur
beri að taka tilboðinu sem kom á
undan. Einnig hefur verið látið að
því liggja að í tilboði aðilanna 33ja
sé ekki gerð nægileg grein fyrir
tryggingum. Þorsteinn sagði um
þessi atriði að fyrir lægi lögfræði-
legt álit sem viðskiptaráðherra afl-
aði, þar kæmi fram að fullkomlega
væri heimilt að taka hvoru tilboð-
inu sem væri. „Þessum tilboðum
hefur ekki verið breytt og niður-
staðan hlýtur því að vera augljós og
fráleitt að hafa hana á annan veg,"
sagði forsætisráðherra.
Viðskiptaráðherra hefur bent á
að Útvegsbankamálið sé á hans
borði og tilheyri hans fagráðuneyti.
„Það er ég sem tek endanlega
ákvörðun," sagði Jón Sigurðsson
m.a. i samtali við Alþýðublaðið.
Það hefur einnig verið bent á að
málið sé ekki þess eðlis né af þeirri
stærðargráðu að tilefni sé til að
taka það út af borði fagráðherra.
„Þetta er auðvitað mjög stórt mál
og það verður ekki afgreitt öðruvísi
en þeir aðilar sem taka þátt í ríkis-
stjórninni fallist á það. Það verður
ekki afgreitt af viðskiptaráðherra í
ágreiningi við forsætisráðherra,
það liggur í augum uppi," sagði
Þorsteinn Pálsson. Hann sagði
ennfremur að ekki væri deilt um
það að fjalla ætti um málið í ríkis-
stjórn, né deilt um að málið væri
stjórnarfarslega í höndum við-
skiptaráðherra. „Það er óumdeilt
en málið er af þeirri stærðargráðu
að um það er fjallað í ríkisstjórn.
Nefnt hefur verið sem lausn á
málinu að ríkið grípi nú tækifærið
og selji Búnaðarbankann fyrst svo
mikill áhugi er fyrir hendi um kaup
á ríkisbönkum. Sjónarmið sjálf-
stæðismanna virðast hins vegar í þá
átt að ekki sé sama hverjum sé seld-
ur banki og því sé jafn óhugsandi
að sjálfstæðismenn vilji selja SÍS
Búnaðarbankann, og þeir virðast
tregir til að selja þeim Utvegsbank-
ann. „Þetta mál hefur ekkert komið
inn á okkar borð ennþá og ég get
þess vegna ekki tekið afstöðu til
þess," sagði Þorsteinn.
Friðjón tvístígandi
„Það er vissulega komin fram
greinargerð um þetta frá Stefáni
Má, lagaprófessor við Háskólann.
Það er auðvitað maður sem veit
hvað hann syngur, en ég vil helst sjá
rökin með eigin augum," sagði
Friðjón Þórðarson alþingismaður í
samtali við Alþýðublaðið í gær-
morgun aðspurður um afstöðu
hans til tilboðanna í hlutabréf ríkis-
ins í Útvegsbanka íslands.
Friðjón hefur verið í kjördæmi
sínu, á Vesturlandi, undanfarna
daga og sagðist ekki hafa kynnt sér
málið nægilega vel. Hann sagðist
meðal annars eiga eftir að kynna
sér orðalag útboðsins. Friðjón var
sem kunnugt er dómsmálaráðherra
í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
og er menntaður lögfræðingur.
„Það er auðvitað ekki hægt að
brjóta lög á Sambandinu frekar en
öðrum," sagði Friðjón þegar hann
var spurður hvort eitthvað væri því
til fyrirstöðu að selja Sambandinu
ef niðurstaðan væri um réttinn
þeirra megin.
Komið hefur fram sem hugsanleg
lausn á málinu að selja Samband-
inu Búnaðarbankann. Friðjón
sagði að það væri algjörlega óskylt
mál. „Það er auðvitað stórmál líka,
sem ég er ekki viss um að allir sam-
þykki á stundinni," sagði Friðjón.
Friðjón Þórðarson vill sjárökin með
eigin augum: „Það er ekki hægt að
brjóta lög á Sambandinu frekar en
öörum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4