Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Miðvikudagur 14. október 1987
FRETTIR
í landbúnaðarráðuneytinu eru menn hreint ekki tilbúnir að gefa sjávarútvegsráðuneytinu f iskeldið
eftir. Með vaxandi f iskeldi hérlendis hefur komið upp umræða um það hvort ráðuneytið eigi aö fara
með þessi mál og hefur þar hverjum sýnst sitt.
Landbúnaðarráðuneytið kynnti sin sjónarmið í þessu efni á sérstökum kynningarfundi i gær.
Á fundinum voru kynntar ýmsar stofnanir sem hafa með þessi mál aö gera og starfsemi þeirra i
því sambandi gerð skil.                                               A-mynd: Róbert
Fækkun undanþága — lækkun söluskatts:
Aðgerðum frestað?
Fjármálaráðherra segir að meta þurfi þensluástand um ára-
mótin, áður en nokkuð verði hægt að fullyrða um lækkun
söluskattsprósentu.
Ef ekki hefur dregið úr
þensluástandi um áramót
kemur til greina að fresta að-
gerðum ríkisstjórnarinnar um
fækkun undanþága sölu-
skatts og lækkun skattprós-
entu, sem stefnt var að eftir
áramótin.
Aö sögn Jóns Baldvins
fjármálaráöherra þart að
meta það í árslok, hvort kerf-
ið hafi verið kælt niður og
slegið hafi á þensluna. Lækk-
un söluskattsprósentunnar
mundi þýða lægra vöruverð
og ýta undir þensluáhrif ef
aðgerðir ríkisstjómarinnar nú
hafa ekki skilað árangri um
áramót.
Ekki er vitað hve fækkun
undanþága geti leitt til mikil
ar lækkunar skattprósentu.
Fjármálaráðherra sagði að
talað hefði verið um sölu-
skatt undir20%, en sagði
ógerlegt að fullyrða nokkuð
um slíkt, að svo stöddu.
Vilhjálmur Egilsson, Verslunarráði:
„Þjóðarsáttinni
sagt upp
„Ég lít svo á að með
skattahækkununum sé ríkis-
stjórnin að segja upp þjóðar-
sáttinni og nánast að taka til
baka allt það sem samið var
um í febrúar og desember-
samningunum," sagði Víl-
hjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráös
íslands í samtali við Alþýðu-
blaðið. Vilhjálmur telur þetta
neikvæðasta þáttinn í fjárlög-
um og efnahagsaðgerðum
rikisstjórnarinnar. Jákvæð-
asti þátturinn er að mati Vil-
hjálms viðleitni rikisstjórnar-
innar til hallalausra fjárlaga.
„Það er líka jákvætt að
leyfa innlendum aðilum aö
fjárfesta erlendis og þyrfti að
halda áfram á sömu braut,"
sagði Vilhjálmur. Fleiri já-
kvæð atriði nefndi hann ekki,
en tíundaði hins vegar nei-
kvæða punkta sem felast í
hækkun einstakra skatta:
„Áform um hækkun skatt-
lagningar á sjávarútveg, er
ekki til þess fallin að styrkja
tru um að fastgengisstefnan
haldi, vegna þess að útflutn-
ingsgreinarnar eru þær sem
þurfa að bera uppi þá
stefnu," Vilhjálmur sagði
ennfremur misráðið að
hækka bilana á nýjan leik.
„Það er enn eitt dæmið um
það að almenningur geti ekki
treyst stjórnvöldum."
Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB:
„Verst fyrir
þá verst settu"
„Við erum ákaflega þungir
yfir þessu öllu saman. Þetta
kemur verst niður á þeim
sem búa við verstu kjörin,"
sagði Björn Arnórsson hag-
fræðingur BSRB um efna-
hagsaðgerðir og fjárlaga-
frumvarp rikisstjórnarinnar.
Björn segir að það verði
erfitt að gera kjarasamninga I
framtíðinni sem grípi inn í
efnahagslifið og miði aó t>ví
að halda verðbólgu í skefjum.
„Það verður nánast ógerlegt
ef ekki er hægt að treysta
samningsaðilunum."
Björn sagðist vonast til að
ríkisstjórnin bæri gæfu til að
standa gegn þrýstingi um
gengisfellingar. „Ef að því
hjóli verður hreyft af stað, þá
eigum við eftir að ganga í
gegnum hroðalega erfitt ár,
— og er þó nóg samt."
Fjárlagafrumvarpið:
Bremsur á erlend lán
Allar lántökur ríkissjóðs árofmaðar
innanlands — Tekjur og gjöld í frum-
varpinu nema tæpum 60 milljörðum —
Fjárlögin hallalaus
Ríkissjóður tekur engin ný
erlend lán á næsta ári, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir
árið 1988, sem fjármálaráð-
herra lagði fram á Alþingi i
gær, Samkvæmt frumvarpinu
nema tekjur og gjöld rikis-
sjóðs um 59,6 milljöröum
króna og eru fjárlögin þvi
hallalaus.
„Það er stór dagur í lífi
hvers höfundar, þegar út
kemur bók. Þessi bók er ekki
mikið skemmtiefni en hún er
heil náma af fróðieik og
snertir hag allra í þjóðfélag-
inu," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson þegar hann
kynnti frumvarpið á blaða-
mannafundi í gær.
Samkvæmt frumvarpinu þarf
rfkissjóður að taka að láni 4,2
milljarða króna til þess að
standa undir afborgunum af
lánum sem tekin hafa verið á
liðnum árum og til þess að
lána til ríkisfyrirtækja.
Meðal nýbreytna í þessu
frumvarpi er að allar lántökur
eru áformaðar innanlands. í
fyrsta skipti í áraraðir er er-
lend lántaka opinberra aðila
lægri en afborganir af erlend-
um lánum. Lánsfjárráðstöfun
lækkar um 3,6 milljarða frá
yfirstandandi ári og grynnkað
er á erlendum lánum þjóðar-
búsins.
Af innlendu lánunum er
áætlað að afla 3 milljarða
með sölu spariskírteina og
1,2 milljarða króna með
samningum við bankakerfið.
Skuldastaða þjóðarbúsins er
nú talin um 115 milljarðar eða
um 70 prósent af landsfram-
leiðslu. Gert er ráð fyrir að
sjötta hver króna af útflutn-
ingstekjum fari til greiðslu
erlendra lána.
Samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu er afnumin ríkis-
ábyrgð á lántökum fjárfest-
ingarlánasjóða og ríkisfram-
lög til þeirra felld niður. Þetta
er í samræmi við stefnu rikis-
stjórnarinnar um að bein af-
skipti af atvinnulífinu séu
sem minnstar.
Nánar er fjallað um fjár-
lagafrumvarpið i fréttaskýr-
ingu í opnu blaðsins í dag.
Astralski píanóleikarinn Roger
Woodward.
Franski hljómsveitarstjórinn
Diego Masson.
PIANOKONSERT
FRUMFLUTTUR
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur sína aðra áskriftartón-
leika fimmtudaginn 15. októ-
ber. Frumfluttur verður Píanó-
konsert eftir Áskel Másson
sem hann samdi sérstaklega
fyrir ástralska píanóleikarann
Roger Woodward en hann er
einmitt einleikari þessara
tónleika. Auk þess verða flutt
Parfsarsinfónfan eftir Mozart
og „Myndir á sýningu" eftir
Mussorgsky.
Roger Woodward hefur
getið sér gott orð sem túlk-
andi sígildra og nýrra píanó-
verka. Hann er talinn vera
besti konsertpíanisti heims
en þrátt fyrir það spilar hann
gjarnan í minni hljómsveitum
og slær þá oft á léttari
strengi.
Stjórnandi á tónleikunum
verður franski hljómsveitar-
stjórinn Diego Masson. Hann
var áður þekktur sem slag-
hljóðfæraleikari en hefur nú
snúið sér að stjórn hljóm-
sveita þ.á.m. Fílharmóníu-
hljómsveit Lundúna og BBC
Sinfóníuhljómsveitinni. Hann
er einnig stofnandi og stjórn-
andi Musique Vivante, sem
einbeitir sér að flutningi nú-
tímatónlistar.
Eins og venjulega eru
áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar haldnir í
Háskólabíó og hefjast
kl. 20:30.
Gunnar J. Friðriks-
son formaður VSÍ:
„Loksins
tekið
tJI hendi"
„Við hljótum að fagna því
að loksins skuli vera tekið til
hendi og mörkuð einhver
ákveðin stefna. Við sjáum
a.m.k. hvaða rammi okkur er
sniðinn," sagði Gunnar J.
Friðriksson um efnahagsað-
gerðir og fjárlagafrumvarp
rikisstjómarinnar.
Gunnar sagðist ekki hafa
fengið tækifæri til að kynna
séreinstakla liði, en augljós-
lega væru menn óhressir
með ýmsa skatta á atvinnu-
vegina, sérstaklega auknar
álögur á útflutningsgreinam-
ar. I því sambandi nefndi
hann launaskattinn og þá
ákvörðun að hætta að endur-
greiða söluskattinn.
Formaður Vinnuveitenda-
sambandsins sagði að endur-
greiðslan á söluskattinum og
launaskatturinn gerði stöðu
samkeppnisiönaðar og út-
flutningsgreinanna enn erfið-
ari, miðað við að búið sé við
fast gengi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8