Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						KLÞYBUBUÐIB
Miövikudagur 21. október 1987
STOFNAÐ
1919
201. tbl. 68. árg.
Húsnæðislánakerfið:
Þeir verst settu látnir ganga fyrir
Stjórnarfrumvarp lagt fram um breytingu á lögum um
Húsnæðisstofnun ríkisins — Heimild veitt til þess að
skerða eða synja um lán ef ríkar ástæður þykja fyrir.
í dag verður lagt fram
stjórnarfrumvarp um breyt-
ingar á lögum um Húsnæðis-
stofnun rikisins. Samkvæmt
frumvarpinu verður húsnæð-
isstjórn heimilt að skerða
eða synja um lán ef ríkar
ástæður þykja fyrir hendi.
Þannig að þeim sem eru í
brýnni þörf veröi tryggður
forgangur umfram þá sem
betur eru settir.
í samtali við Alþýðublaðið í
gær sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra að
húsnæðisstjóm yrði veitt
heimild til þess að skerða
eða synja um lán ef umsækj-
andi á fyrir fleiri en eina íbúð.
Ennfremur hjá þeim sem eiga
fyrir stórar skuldlausar eignir
og eru að minnka við sig.
Húsnæðisstofnun verður
einnig veittur aukinn sveigj-
anleiki við afgreiðslu lána til
þeirra sem eiga fbúð fyrir.
Þannig megi t.d. setja þann í
forgang sem á fyrir litla
skuldumhlaðna íbúð og er að
stækka við sig, umf ram þann
sem á stóra fbúð og hefur að
einhverjum ástæðum lagt
fram sína umsókn á undan
hinum.
Jóhanna sagði að í frum-
varpinu væri gert ráð fyrir því
að umsækjandi fái vitneskju
um það hvenær hann fái lán
einu ári áður en að til af-
greiðslu á láninu kemur.
.  í frumvarpinu er síðan veitt
heimild fyrir ríkisstjómina að
beita breytilegum vöxtum
eða endurgreiða vexti. Að
sögn Jóhönnu hefur ekki
endanlega verið ákveðið
hvernig að því verður staðið.
„Með þessu frumvarpi er
verið að stíga á bremsurnar
og forða því að húsnæðis-
kerfið lendi í ógöngum, og
stöðvist á næsta ári eins og
fyrirsjáanlegt er ef breyting-
arnar koma ekki til," sagði
Jóhanna Sigurðardóttir. Hún
sagði ennfremur að með
frumvarpinu væri verið að
koma í veg fyrir miklar verð-
hækkanir á ibúðum.
Frá því að Húsnæðiskerfið
tók gildi 1. september '86
hafa húsnæðisstjórn borist á
milli 10—11000 umsóknir,
samanborið við þær forsend-
ur laganna, að umsókir yrðu
um 3800. Þessar umsóknir
kosta að sögn Jóhönnu um
15 milljarða króna.
„Ég óttast það að ef um-
sóknir sem nú liggja óaf-
greiddar verði samþykktar án
breytinga á lögunum, muni
stefna í óefni og það muni
þurfa að loka húsnæðiskerf-
„Með frumvarpinu er verið að
forða því að húsnæðiskerfið
lendi i ógöngum og stöðvist á
næsta ári tíins og fyrirsjáanlegt
er ef breytingarnar koma ekki
til," segir Jóhanna Siguröar-
dótt ir.
inu á nýjan leik á miðju
næsta ári."
Jóhanna sagði ennfremur
að án breytinganna væri
hætta á því, að fjármagni upp
á 20 milljarða sem samið var
um við lífeyrissjóðina á dög-
unum yrði ráðstafað á ör-
skömmum tíma. „Þetta eru
kannski meginástæður fyrir
því að þetta frumvarp er flutt,
fyrir utan þaö að tryggja bet-
ur forgang þeirra sem eru i
brýnni þörf, — umfram þá
sem betur eru settir," sagði
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti
frumvarpið á fundi í gær-
morgun, en vitað er um and-
stöðu einstakra þingmanna
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks. Einkum mun andstað-
an vera í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Tillögur 8 almannasamtaka:
Breytingar á félags-
lega lánakerfinu
Sex sérstakir lánaflokkar
stofnaðir innan Byggingar-
sjóðs verkamanna, stjórnkerf-
islegar breytingar á hinu fé-
lagslega íbúðalánakerfi nái
fram að ganga, lánstími til
íbúða fyrir námsmenn, fatlaöa
og aldraðra lengdur og vextir
þar á móti hækkaðir. Þetta er
hluti af tillögum sem hafa ver-
ið útfærðar i sérstökum drög-
um að frumvarpi til laga um fé-
lagsíbúðasjóð. Það eru átta al-
mannasamtök með um 40 þús-
und félagsmenn sem að
standa á bak við tillögurnar.
Þrátt fyrir það að sérstök
milliþinganefnd hafi verið
skipuð, þegar hið almenna
húsnæðislánakerfi var endur-
skoðað í febrúar 1986, til
þess að endurskoða lánveit-
ingar til félagslegra íbúða-
bygginga hefur engra breyt-
inga orðið vart. Á meðan al-
menn íbúðalán allt að þre-
földuðust og lánstimi þeirra
lengdist í 40 ár, hélt sú óeðli-
lega staða áfram að lán til
byggingar leiguibúða á veg-
um sveitarfélaga og félaga-
samtaka voru aðeins veitt til
30 ára. Langt er síðan að
stjórnvöld settu sér það mark>.
að þriðjungur opinberra fjár-
veitinga til byggingar íbúðar-
húsnæðis skyldu renna til
ibúða í félagslegri eign en
ekkert hefur gengið í þeim
efnum.
Þetta varð kveikjan að því
að átta almannasamtök hófu
viðræður sin á milli um fram-
tíðarþróun í húsnæðismðál-
um hinna ýmsu þjóðfélags-
hópa. Húsnæðisþörf aldr-
aðra, öryrkja, námsmanna of I.
er svo brýn að sumsstaðar
ríkir hálfgert neyðarástand.
Um allt land eru langir bið-
listar eftir húsnæði en ein-
ungis fást u.þ.b. 15—17 pláss
á ári.
Höfuðmarkmið þessa sam-
starfs er að stuðla að jafn-
rétti í húsnæðismálum milli
þjóðfélagshópa og valfrelsi,
þannig að leigjendum og eig-
endum íbúðarhúsnæðis sé
gert jafnhátt undir höföi.
Ennfremur að jafna hlutfallið
á milli landshluta, þannig að
unnt verði að draga úr fólks-
flótta af landsbyggðinni.
Hópurinn hefur látið gera
tillögur að iagafrumvarpi um
félagslegar íbúðarbyggingar.
Tillögurnar verða kynntar á
ráðstefnu sem haldin veröur
23. októbér. Þær fela m.a.
það í sér að lengja lánstfm-
ann en hafa vextina þá að-
eins hærri.
Frá blaðamannaf undinum í gær þar sem t illögur 8 al mannasam taka um breytingar í húsnædismál-
um voru kynntar.                                                      A-mynd: Róbert
Ríkisstjórnin:
Matarskattur til frekari
A ríkisstjórnarfundi i gær
var m.a. rætt um söluskatt á
matvæli og greindi fjármála-
ráðherra frá viðræðum sinum
við ýmsa forystumenn i at-
vinnulífi og verkalýðshreyf-
ingu. Málið verður rætt frekar
i rikisstjórninni.
„Málið er með formlegum
hætti í höndum forsætisráð-
herra og ráðherranef ndar
sem fjallar um efnahagsmál.
Það þarfnast umfjöllunar og
þaö var ekki tilefni til neinnar
skyndiákvörðunar á þessum
fundi," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra í samtali við Alþýðu-
blaðið eftir ríkisstjómarfund-
inn f gær.
Forsætisráðherra og fjár-
málaráöherra hafa báðir lýst
þeirri skoðun sinni að þeir
umfjöllunar
séu tilbúnir til viðræðna við
aðila vinnumarkaðarins um
10% söluskatt á matvæli
sem taka á gildi um næstu
mánaðamót, greiði það fyrir
samkomulagi um launa-
stefnu á næsta ári.
Forseti Alþýðusambands-
ins, Ásmundur Stefánsson,
telur að frestun eða afnám
skattsins geti átt þátt í því að
liðka fyrir samningum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8