Alþýðublaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 1
Stefnuræða forsœtisráðherra: „VARNAR- OG ÖRYGGISMÁL EKKI GERD AÐ VERSLUNARVÖRU" „Kröfur um endurskoðun á varnarsamningnum er orðinn að víðtekinni venju ef upp kemur ágreiningur við Bandaríkjamenn, “ segir Þorsteinn Pálsson „Við munum að sjálfsögðu gæta hagsmuna okkar og sæmdar í öllum samskiptum við Bandarikjamenn og hvergi hvika þegar sjálfs- ákvörðunarrétturinn er i húfi. En varnar- og öryggismál verða ekki gerð að verslunar- vöru,“ sagöi Þorsteinn Páls- son forsærisráðherra m.a. i stefnuræðu rikisstjórnarinnar sem hann flutti á Alþingi í gærkvöldi. Þorsteinn sagði að nokkrir hnökrar hefðu verið í sam- skiptum íslendingaog Bandaríkjamanna á undan- förnum árum, deilt um sigl- ingar milli ríkjanna og rétt ís- lendinga til að stunda hval- veiðar í vísindaskyni. „í báð- um tilvikum risu upp raddir er kröfðust endurskoðunar á varnarsamningi rfkjanna gagnvart okkur Islendingum. Það er raunar ekki einsdæmi fyrir þessar deilur að slíkar kröfur komi fram heldur virð- ist vera orðin viðtekin venja í hvert sinn sem upp kemur ágreiningur við Bandaríkja- menn,“ sagði forsætisráð- herra í ræðu sinni. Forsætisráðherra sagði síðan í beinu framhaldi: „Um slíkar deilur vil ég al- mennt segja eftirfarandi: Varnarsamstarf íslendinga og Bandaríkjamanna hefur nú staðið hátt á fjórða tug ára og tekist vel i aðalatriðum. Þetta samstarf er til komið með samningi beggja ríkj- anna og lýtur aðeins að þess- um eina þætti: nauðsynleg- um landvörnum á viðsjárverð- um tfmum. Samningurinn var af okkar hálfu gerður vegna íslenkra hagsmuna og hann hefur ávallt notið stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar. • Þessi samningur hefur á hinn bóginn afmarkað efni, og þess vegna er ekki aðeins óhyggilegt heldur getur það orðið þjóðhættulegt að rugla þar saman við alls óskyldum málum og hagsmunum." GCÐAR VÖRUR FRÁ ÍSLANDI Margir Vestur-Þjóðverjar virðast telja íslenskar vörur annaðhvort góðar eða mjög góðar. Þessi afstaða þeirra, ef rétt er mæld, mótast þó ekki af reynslu fólks af ís- lenskum vörum. Flestir Vestur-Þjóðverjar tengja nafn íslands við náttúru landsins en tæpur fimmtungur nefnir fisk eða fiskveiðar. Aðeins örfáir minnast þess að Reagan og Gorbasjoff hittust hér í fyrra. Þettaeru m.a. niðurstöður úr könnun sem Útflutnings- ráð íslands hefur látið gera á viðhorfum fólks í Vestur- Þýskalandi gagnvart íslensk- um framleiðsluvörum o.fl. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi Útflutningsráðs í gær. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telur tæpur helmingur vestur-þýskra neyt- enda að íslenskar fram- leiðsluvörur, einkum fiskaf- urðir, séu góðar vörur. Um þriðjungur er áhugasamur um Island en sá áhugi virðist einkum grundvallast á nátt- úru landsins. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að ímynd íslands sé í hugum Vestur-Þjóðverja einkum bundin landslaginu og heil- næmu umhverfi. Þegar þátttakendur í könn- uninni voru beðnirað nefna eitthvað í sambandi við ís- land, nefndi rúmur helmingur nátturu landsins, tæpur helmingur nefndi kalt veður- far. Fjórðungur nefndi stað- setningu á noröurhveli. Niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal Þjóðverja voru kynntar á ráðstefnu Útflutningsráðs íslands i gær. Hér sjáum við nokkra þjóðkunna menn við upphaf fundarins. A-mynd: Róbert. ALEXANDER FOR MED RANGT MÁL 14 lífeyrissjóðir hafa undirritað samninga við Húsnœðisstofnun Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins eru 14 lifeyrissjóðir þegar búnir að gera samninga við Húsnæðisstofnun í samræmi við rammasamning stofnun- arinnar og lifeyrissjóða- sambandanna, sem undirrit- aður var á dögunum. Alexander Stefánsson fyrrum félagsmálaráðherra virðist því hafa farið með rangt mál, þegar hann hélt því fram á Alþingi á mánudag og siðar um kvöldið i fréttatima sjón- varps, að samningar hafi „að- eins verið undirritaðir við 3 eða 4 lífeyrissjóði.“ „Það er ekki aðalmálið hvort það eru 4 eða 14 sjóðir búnir að semja. Það sem ég ber fyrst og fremst fyrir brjósti er að lífeyrissjóðirnir fari í baklás og neiti samn- ingum, vegna þess að breyt- ing er gerð án samráðs við þá,“ sagði Alexander Stef- ánsson í samtali við Alþýðu- blaðið. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá Húsnæðisstofnun í gær er sem fyrr segir 14 lífeyris- sjóðir þegar búnir að undir- rita samninga við stofnuna. Alþýðublaðið spurði Alexand- er hvers vegna hann heföi haldið öðru fram, fyrir framan alþjóð: „Þetta voru vikugaml- ar upplýsingar sem ég hafði, enda er ekki aðalatriði hvort sjóðirnir eru 4 eða 14.“ Miðað við reynslu frá fyrri samningum tekur nokkrar vikur að ná saman samning- um við hvern og einn sjóð, eftir að tekist hefur sam- komulag á milli sjóðasam- bandannaog Húsnæðis- stofnunar. Aö sögn Sigurðar E, Guðmundssonar forstjóra Húsnæðisstofnunar er gang- urinn nú svipaður og eftir samningana 1986. Átján árekstrar Hálkan á götum borgar- innar í gærmorgun hefur eflaust komið mörgum í opna skjöldu. Fæstir komnir á vetrardekk og gatnamálastjóri ekki byrj- aður að salta. Á tímabilinu 7.30 til 14.30 varð eitt slys í um- ferðinni og 18 árakstrar. Árekstrarnir voru allir minni háttar og engin slys á fólki. Ung stúlka á reiö- hjóli lenti fyrir bíl en um meiðsli hennar er ekki vitað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.