Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AIMUBJJDIB
Fimmtudagur 5. nóvember 1987
METTAÐUR
GRÁSLEPPU-
MARKADUR
Grásleppumarkaðurinn er
mettaður. Heimsframleiðslan
er yfir 50 þúsund tunnur.
Verksmiðjur innan Sölustofn-
unar lagmetis þurfa engin
hrogn að kaupa á vertíðinni
1988 og því munu íslenskar
verksmiðjur eiga á lager um
8—10 þúsund tunnur.
Sævar Einarsson, hjá
Landssambandi smábátaeig-
enda, sagði i samtali við Ai-
þýðublaðið að ástandið væri
mjög alvarlegt. Markaðurinn
er alveg mettaður og við sjá-
um fram á að rúmlega 23.
þúsund tunnur fari forgörð-
um. Kanadamenn eiga óseld-
ar 800 tunnur í Danmörku og
mjög mikið í Kanada, nokkur
þúsund. Það eina sem hægt
er að gera er að takmarka
veiðina. Ef það yrði ekki
myndi verð falla niður úr öllu
valdi og þvl viljum við vara
grásleppuveiðimenn við
þessari alvarlegu stöðu. Ekki
hefja veiðar á vertfð 1988 <
nema að það sé alveg tryggt
að hrognin verði hægt að
selja á góðu verði.. Veiði-
menn eiga það annars á
hættu að sitja uppi með
nokkur hundruð tunnur sem
yrðu síðan seldar fyrir sama
og ekki neitt. Sævar varar
sérstaklega við því að fara út
í fjárfestingar á veiðarfærum
eða öðru sem tengist grá-
sleppuveiðum meðan mark-
aðurinn er svona ótryggur.
212. tbl. 68. árg.
NAMSMENN
BÍÐA
SPENNTIR
— Stjórn LÍN afgreiðir
í dag tillögu um „að
skerðing lána frá tíð
Sverris verði leiðrétt."
í dag mun stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna
fjalla um tillögu fulltrúa
námsmanna, sem felur i sér
hækkun námslána. Náms-
menn bíða spenntir eftir af-
greiðslunni og ætla að fjöl-
menna á skrifstofu LÍN um
klukkan fimm í dag, þegar til-
lagan verður tekin til af-
greiðslu.
Að mati hagsmunasamtaka
námsmanna felur tillagan í
sér að leiðrétt verði skerðing
námslána frá tíð Sverris Her-
mannssonar í menntamála-
ráðuneytinu. Samtökin segja
Sverri hafa f ryst vísitölu-
hækkun lánanna I sex mán-
uði.
Ef tillaga fulltrúa náms-
manna nær fram að ganga
hækkar lán til narhsmanns í
leiguhúsnæði um tæpar þrjú
þúsund krónur, úr 25.950 í
29.903 krónur.
Jón Baldvin í fjárlagaræðu í gær:
FJARLOGIN ERU GRUNNUR
SEM BYGGJA VERÐUR Á"
Samrœming fjölmargra þátta skiptir sköpum fyrir afkomu þjóðarbúsins og lífskjör hvers
og eins.
„Engum, — allra síst fjár-
máiaráðherra, — kemur til
hugar að þessar aðgerðir
skapi mönnum vinsældir.
Einar og sér skipta þær held-
ur ekki sköpum. Með þeim er
iagður grunnur sem byggja
verður á i komandi kjara-
samningum."
Þetta sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra m.a. í fjárlagaræðunni
sem hann flutti á Alþingi í
gær. Hann lagði þunga
áherslu á, að fjárlögin og
efnahagsaðgerðir ríkisstjórn-
arinnar dygðu ekki einar sér
til að ná jafnvægi í þjóðar-
búskapnum, og ítrekaði að
ríkisstjórnin vænti þess að
geta átt samleið með verka-
lýðshreyfingu og atvinnurek-
endum.
„Ákvarðanir á vettvangi
vinnumarkaðarins, á heimil-
um í fyrirtækjum skipta ekki
Landsig við tjörnina? Sjá bls. 3.
jM^á&jgggíjg^^C^^
¦
síður máli. Þá veltur á þróun
ytri skilyrða. Samræming
allra þessara þátta skiptir
sköpum fyrir afkomu þjóðar-
búsins og lífskjör hvers og
eins í þessu þjóðfélagi,"
sagöi fjármálaráðherra.
I ræðu sinni sagði fjár-
málaráðherra ennfremur að
þrátt fyrir að nýir starfshætt-
ir, þjóðarsáttin, hefði skilað
miklum árangri, væri Ijóst að
mikið misgengi heföi orðið í
launaþróun. Þannig hefðu
einstakir hópar launafólks í
litlum mæli notið launa-
skriðs eða sérsamninga. Fjár-
málaráðherra sagði mikiu
skipta, að I komandi kjara-
samningum takist að rétta
hlut þessara hópa, en jafn-
framt tryggja að launahækk-
anir skríði ekki upp allan
stigann.
Jón Baldvin sagði að sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
hefði verið sjálfsögð, aö
verða við eindregnum tilmæl-
um um að fresta aukinni
skattheimtu á matvæli nú um
mánaðamót, til þess að
greiða fyrir þeim samningum
sem standa fyrir dyrum.
Hann sagði ríkisstjórnina
reiðubúna til samstarfs við
aðila vinnumarkaðarins um
mörkun raunhæfrar launa-
stefnu, sem tryggt geti kaup-
mátt en ekki verðlausar krón-
ur.
Fatainnflutningur með ferðatöskum:
TOLLEFTIRLITIÐ HERT
— Vegna harðnandi samkeppni milli fataverslana er talið að kaupmenn notfæri sér „inn-
kaupaferðirnar" í vaxandi mœli. — Tollgœslan hefur ekki orðið vör við slíkt „svo neinu
nemi. " — Almenningur virðist lítið vita um lög og reglur varðandi innflutninginn.
Kristján Pétursson deildar-
stjóri hjá tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelii segir að
gerðar verði tíðari stikkpruf-
ur hjá farþegum á næstunni,
vegna þessa mikla fjölda
fólks sem þessa dagana fer í
innkaupaferðir til útlanda.
Vegna harðnandi samkeppni
er talið að fatakaupmenn not-
færi sér „innkaupaferðirnar" í
vaxandi mæli til þess að
sleppa við tolla. Kristján seg-
ist nins vegar ekki hafa orðið
var við slíkt „svo neinu
nemi."
„Við fyigjumst sérstaklega
vel með þvl fólki sem flytur
inn með sér fatnað sem virð-
ist ekki eingöngu til eigin
nota," sagði Kristján í sam-
tali við Alþýöublaðið í gær.
Mikið virðist vanta á að al-
menningur geri sér grein fyrir
því hve mikið verðmæti megi
flytja inn ótollað. Ákvæði
reglugerðar þar að lútandi
eru aðeins kynnt ( Stjórnar-
tíðindum og Lögbirtingar-
blaðinu, sem ná til aðeins
um eins prósents þjóöarinn-
ar.
Fyrir nokkrum árum gaf
fjármálaráöuneytið út upplýs-
ingabækling sem dreift var
til farþega I flugvélunum.
Engu sllku hefur verið til að
dreifa I nokkur ár. Kristján
sagðist telja að vitneskja al-
mennings hefði vegna þessa,
minnkað frá því sem áður var.
Farþegar mega aðeins
flytja með sér vöru að verð-
mæti 1400 krónur. Þar af má
einn hlutur ekki vera meira
en 7000 krónavirði. Sem fyrr
segir þekkir aöeins hluti far-
þega þessar reglur og oft
koma upp vandamál af þeim
sökum við græna hliðið.
„Þetta eru erf ið mál og auð-
vitað þarf stundum að nota
brjóstvitið," sagði Kristján.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8