Alþýðublaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 5. desember 1987 JUmUBLMB ÖNNUR SJONARMIÐ AlpýðnblaðiO S*tM 41 a! AltftafUkkan rar armm Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Umsjónarmaður helgarblaös: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Jón Daníelsson Þorlákur Helgason Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigrlður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. Á VALDI HAGSMUNANNA Víö samrtingu stjómarfrumvarpa síðustu daga og vikna, hefur það komið afar skýrt fram, hverjir telja sig eiga auð- lindir íslands og stjórna landinu í raun. Bæði við gerð frumvarpa um fiskveiðistefnu og fjárlög hafa hinir sterku þrýstihópar og hagsmunasamtök landsins lagst á al- þíngismenn og rikisstjórn og heimtað sitt fram. Hags- munatogstreitan er oröin slík, að ríkisvaldið hefur orðið lítið svigrúm til sjálfstæðra ákvarðana og pólítískrar for- ystu. Afleiðingin erauðvitaðsú að bæði þingræðiðog lýð- ræðið er komið í mikla hættu. Sömu sögu er að segja af flokkapólítík. Stjórnmálaflokkar lofa ákveðnum aðgerð- um fyrir kosningar, hljóti þeir stuðning kjósenda. Komist flokkurað loknum kosningum til áhrifa í ríkisstjórn, þurfa kjósendur hans oft að horfa uþþ á bjagaðar efndir í fram- kvæmd. Þettaer kallað að svíkja kosningaloforðin. Svikin kosningaloforð verða til í málamiðlun samsteypustjórna og þau verðatil þegarráðherrareru ávaldi hagsmunahóp- anna sem hóta annað hvort efnahagslegum eóa pólítísk- um limlestingum ef ekki er látið undan vilja þeirra. Alþýðuflokkurinn hefur skilgreint þennan vanda bestur allra íslenskra stjórnmálaflokka. Alþýðuflokkurinn hefur ennfremur barist gegn ofurefli hagsmunahópanna og bent á þær hættur sem felast í undanslætti og undir- lægjuhætti gagnvart hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Alþýðuflokkurinn hefur sagt að það þurfi að skilgreina hlutverk rlkisins upp á nýtt. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra víkur að þessu máli í viðtali sem birtist við hann í Alþýðublaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars: „Það þarf að breyta forgangsröð útgjalda. Það þarf að endurskoða tekjuöflunarkerfið-.Reglurnar verða að vera eins einfaldar og hugsast getur og menn verða að verajafnirfyrirþessum lögum og reglum... Það sem er um- fram er í stórum stíl einhvers konar millifærslur af skatt- peningi almennings til viðtakenda. Og hverjireru þessir viðtakendur? Það eru hagsmunasamtök, atvinnuvegir, stofnanir byggðar upp í kringum atvinnuvegi. Sama á við lánafyrirgreiðslu, fjárfestingarlánasjóði, sem ríkið á og á að stjórna. Hvernig ávaxta þeir sitt fé og í þágu hverra? Hvers vegna er þessi gríðarlega ásókn í fyrirgreiðslu? Við erum að reynaað koma því í það horf að draga úr styrkjum, millifærslum, gjöfum, fyrirgreiðslum til atvinnuvega og fyrirtækja þar sem mismununin er óskapleg“. Alþýðuflokkurinn er í stjórnarsamstarfi með tveimur stærstu hagsmunagæsluflokkum landsins, Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur sýnt að hann er viljugur að ganga þvert á eigin stefnuskrá ef hagsmunum þrýstihópa flokksins er ógnað eins og í auknum söluleyfum á freðfiski á Bandaríkjamark- aði. Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að berjast til þrautar í haugakjötsstefnunni í landbúnaðarmálum. Þetta eru aðeins tvö dæmi. Alþýóuflokkurinn verður að gera sér grein fyrir þv( að hann berst einn í ríkisstjórninni fyrir því að skilgreina hlutverk ríkisins upþ á nýtt. Hann getur ekki búist við að hinir flokkarnir tveir lyfti því grettistaki með sér. Þeir eru fyrst og fremst á valdi hagsmunanna. Helgi Hálfdánarson segir Davíö Oddsson ekki óvildarmann sinn. HELGI Hálfdánarson þýð- andi er hatrammur andstæð- ingur byggingar fyrirhugaðs ráðhúss við Tjörnina. Um daginn birti hann athyglis- verða grein um málið í Morgunblaðinu og I gær endurtekur hann leikinn í sama blaði. Við litum á sjónarmið hans þegar fyrri greinin birtist og við skulum kíkja lítillega á áframhaldandi sjónarmið Helga I þessu deilumáli. Helgi skrifar: „Hústirningum er það vax- andi kappsmál að búa til úr máli þessu einhverja flokks- pólltíska uppákomu, sem þeir kalla „múgsefjun" mót- aða af „pólítískri óvild í garð Davíðs Oddssonar." Þetta er blátt áfram ósvlfið. Ekki læt ég núa mér því um nasir, að ég sé einhver óvildarmaður Davíðs Oddssonar. Því fer víðs fjarri. En ég kemst ekki hjá því að vera honum and- vígur í þessu ráðhúsmáli, vegna þess að I mfnurn aug- um er þetta tjarnarhús hneyksli. Við reynum að gleyma því hverjir það voru, sem börðu það áfram að Þjóðleikhúsinu skyldi troðið niður við Hverfisgötuna, Davíð Odds- syni til augnayndis (hvernig sem það má nú vera), en þeim sjálfum til hróplegrar minnkunar. Óskandi væri, að tjarnhýsingar fengju á ó- komnum árum að njóta sama umburðarlyndis, ef þeir fá sitt fram; en þvi miöur óttast ég, að þar kunni að bregða til beggja vona, ekki sízt fyrir þá sök, að þeir virðast sjálfir vilja múrfesta frægð sína ( þessu verki.“ Við eigum eftir að sjá hvort Davíð múrfestist eöa ekki. STEFÁN Lárus Pálsson heitir trillukarl á Akranesi sem skrifar eftirtektarverða grein um veruleik trillusjó- manna í harðlæstu kvótakerfi embættismanna og sæ- greifa. Lesum nokkur orð Stefáns Lárusar: „Ég ætla að gefa ykkur innsýn í framtíðarheim trillu- sjómanns byggða á stað- reyndum ef tillögur um kvóta á smábáta fara óbreyttar gegnum þingið: Ég keypti 9 tonna bát, nýsmiði, í félagi við son minn á þessu ári. Við vorum togaramenn en þreytt- ir á endalausum útivistum og fjarveru frá heimilum. Starfs- aldur minn var tæp 30 ár. Heildarkostnaður við stofn- setningu þessa atvinnutækis verður yfir 6 milljónir króna. Við stofnuðum til verulegra skulda. En dæmið átti að gera betur en að ganga upp við óbreyttar aðstæður og gildandi reglur. Nú skeður það að ráðuneytið setur fram tillögur um að úthluta mér veiðiheimild næstu fjögur ár upp á heil 70 tonn í „þorsk- igiídum" að verðmæti há- mark 2,6 milljónir króna. Þar með er kveðinn upp dauða- dómur yfir þessari starfsemi, raunverulega áður en hún er byrjuð. Svona báta þarf að panta 8-12 mánuði fram í tímann. Ógerlegt verður fyrir tvær fjölskyldur að lifa af rekstri bátsins þegar útgerðarkostn- aður, olia, veiðarfæri, beita og fjármagnskostnaður er greiddur, því þá verður minna en ekki neitt eftir. Síðustu viku öfluðum við 7 tonn af Stefán Lárus Pálsson setur fram sjónarmið um framtið trillukarla. ýsu. Samkvæmt nýjum regl- um yrði minnkun þorskígilda minna rúm 8 tonn við þetta ef veitt væri i net, en minni ef lína væri brúkuð. í árinu eru 52 vikur svo ígildin gæti þrotið fljótt. Reynslukvóta fæ ég líkast til ekki þó ég hafi verið fiskimaður í tæp 30 ár á íslandsmiðum. Ég á vist engan rétt til að veiða þar lengur umfram það sem eitt- hvert tölvuforrit á skrifstofu i Reykjavík skammtar mér. Og mér finnst það helvíti hart! Sonur minn hefur fylgt mér á sjó frá 8 ára aldri. Hann hefur því verið við þessa atvinnuarein i 14 ár. Hann á víst hefdur engan rétt til fiskimiöanna. Þau eru komin undir yfirstjórn einnar skrif- stofu í Reykjavík og mann- legi þátturinn gleymdur. Þar er einum manni ætlað að ráðskast með lífsafkomu og atvinnu þúsunda fólks um allt land í atvinnugrein sem byggir á duttlungum náttúr- unnar, þvi eru duttlungar kerfisins í viðbót einum og mikið. Fjöldi manna fer á hausinn strax á næsta ári ef við fáum ekki úrbætur i þessu máli. Kvótinn í nú- verandi mynd er langtum réttlátari en sá sem boðaður er. Ráðuneytin hafa ekki haft kjark til að setja skorður við fjölgun báta þó um hafi verið talað af ráðherra. En það mál sem á okkur brennur er: Það er óviðunandi að leyfa okkur að eignast bát til fiskveiða en segja siðan: „Ég banna þér og þinum aðgang að fiskimiðunum, og þar með getur þú farið á hausinn úr því þú ert svo þrár og vitlaus að vilja róa á sjó,““ ■ fiAMLA BtO H SlökkviliOs- betjan, afarspennandi sjónleikur i 6 páttum. Aöalhlutverkiö leikur ■alph Lewii. Ninhevpuðnr pjðfnaðnr, gamanleikur í 2 páttum. Viltu ekki gela móöur þinni hókina „HeimiJEsguftrækni* i jólagjöf? Kostar að eins kr. 2.50 i fallegu bandi, ób. kr. 1,50. ..Draupnir": „Mai" fór til Eng- lands í morgun og „Barðinn'' mun nú vera kontinn á leið |i:ing- aö. „Oyllir" kont frá Englandi i gær, en ,.Otur“ i morgun. Ensk- ur togari kom Itingað í gær með sjúkan mann. „Flat-Caarlestone" var sýndur á kvikmynd i Nýja Bió á sunnudaginn var, danzaður af systrunum Rigmor og Ruth Hanson, útskrifuöum danz- og í- |>róttakennara. Sýningin heföi veriö ágæt, ef myndin hefði ver- ið nógu skýr. Myndin er enn sýnd sem aukamynd í Nýja Bió. Frá Vestmannaeyjum. (Síntaö l'B. i dag.) TiÖarfar um- hleypingasamt. „Brúarfoss ". er kom her i gær. gat eigi fengiö af- greiöslu vegna veöurs. Einn bátur komst j)ó út í hann af Eiðinu. Heilsufar allgott. nema iðra- kvef hefir gengiö hér. Fjárhags- áætlun Iræjarins veröur tilbúin siðar i \ikunni. Alt selt meö niðursettu verði. Kaffikönnur, katlar, pottar, pönnur, blikkbaiar, blikkfðtur, hitaflöskur. Alt veggfóður niður- sett. Málning seld með 15° u af- I slætti. Komið fljótt, meðan nógar eru vörurnar! Sigurðor Kjartansson Laúgavegs- og Klapparstigs-horni. Tilkynning frá Oudi Sigurgeirs- symi. Öllum vinum mínum, sem hyltu mig I. dez. s. I., tilkynnist, að ég hefi ákveðiö að gefa út litkort af mér I fombúningi. Haf- ið (xtlinmæði, |>ví ég verð að panta |>að frá útlandinu. Oddur fornmaður. Ódýrust bókbiind á Frakkastig 24. Guðmundur Höskuldsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaðar Hallbjðm Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.