Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 1
Vika til jóla: 23 STJORNARFRUMVÖRP RIÐA ENNÞÁ AFGREIÐSLU ALÞINGIS Þegar vika er tii jóla bíða 23 stjórnarfrumvörp ennþá af- greiðslu á Alþingi. Mörg þeirra eru nauðsynleg til þess að ná fram fyrirhuguð- um skattkerfisbreytingum svo og meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Stjórnarfrumvörpin sem ennþá bíða eftir því að verða að lögum eru fjárlagafrum- varpið, sem bíður þriðju um- ræðu, frumvarp til laga um Útflutningsráð íslands, í fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar, frumvarp um Hús- næðisstofnun rikissins blður framhalds fyrstu umræðu í efri deild, útflutningsleyfi I fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar, iðnaðarlög I iðn- aðarnefnd efri deildar, láns- fjárlögin I fjárhags- og við- skiptanefnd efri deildar, Vís- indaráð og Rannsóknarráð blður arínarrar umræðu I efri deild, staðgreiðslan bíður fyrstu umræðu I efri deild, framleiðsla og sala á búvör- um I landbúnaðarnefnd efri deildar, sóknargjöld bíða ann- arrar umræðu I neðri deild, launaskatturinn bíður fyrstu umræðu I neðri deild, kirkju- garöar bíða annarrar umræðu I neðri deild, veiting ríkis- borgararéttar blður annarrar umræðu I efri deild, tekju- skattur og eignaskattur I fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar, gildistaka stað- greiðslu bíður fyrstu umræðu I efri deild, stjórn fiskveiða I sjávarútvegsnefnd neðri deildar, brunavarnir og bruna- mál bíður annarrar umræðu I neöri deild, verkaskipting rík- is og sveitarfélaga I félags- málanefnd neðri deildar, skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði bíður fyrstu umræðu I meöri deild, sölu- skatturinn I fjárhags- og við- skiptanefnd efri deildar svo og vörugjald og tollar, heil- brigðisþjónusta bíður annarr- ar umræðu I neðri deild og tekjuskattur bíður I fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar. Ennfremur er reiknað meö aó nokkur stjórnarfrumvörp þurfi að bíða afgreiðslu fram yfir áramót svo sem frumvörp til laga um sjóði og stofnanir, læknalög, meðferð einka- mála i héraði, Háskólinn á Akureyri, barnalög, hlutafélög og frumvarp um ráðstafanir I fjármálum. Mörg þeirra mála sem bida afgreidslu Alþingis fyrir jól eru nauösynleg svo rikisstjórnin nái markmiöum sinum i efnahagsmálum og skattkerfis- breytingar nái fram að ganga. Freðfiskmarkaður í Bandaríkjunum: VERD í HÁMARKI Ekki er búist viö verðhækk- unum á fiski í Bandaríkjun- um. Verð er nú í hámarki og að sögn Sigurðar Markússon- ar framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar SÍS er vonast til aö halda þvi. Fyrstu 11 mánuði ársins hefur salan aukist um 12% í dollurum taliö frá í fyrra, en magnið er um 5% minna. Er það vegna þess að ekki hefur tekist að framleiða nóg fyrir þann markað. í samtali við Alþýðublaðið sagði Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarat- urðadeildar Sambandsins, að salan fyrstu 11 mánuði ársins hafi verið 161 milljón banda- ríkjadala, en fyrir sama tíma i fyrra var hún 144 milljónir. Er það 12% aukning. Hins vegar er meðalgengi dalsins 5.5% lægra á þessu ári, en það var 8 6. Og I dag er dollarinn 11.5% undir meðalgengi ’86. Salan I ár er um 43.400 tonn, en var 45.500 I fyrra og er það 5% minna. „Við höfum ekki haft nóg af flökum fyrir Bandarlkin, lengst af á þessu ári, þannig að óhætt er að fullyrða að flakasalan hefði getað orðið mun meiri“. Sagði Sigurður að birgðir bæði á Islandi og I Bandaríkj- unum væru litlar. Ljóst væri að sölufyrirtæki Sambands- ins I Bandaríkjunum hefðu getað selt mun meira, ef framleitt hefði verið meira fyrir þann markað. Inn I það dæmi kæmi sterk staða sterlingspundsins og sterkir fiskmarkaðir I Evrópu. Varðandi nánustu framtíð- ina sagöi Sigurður að sin skoðun og einnig starfs- manna Sambandsins I Evrópu og Bandaríkjunum væri að verö hafi náö há- marki. „Við þykjumst góðir ef viö höldum því. Ég held að við eigum ekki von á verö- hækkunum, ég ætla samt ekki I bili að spá verðlækkun- um. Við munum gera allt sem við getum til að halda þessu verði“. Hins vegar sé útlit fyrir að takast muni aö losna við allan þann fisk sem við getum framleitt fyrir Banda- ríkin, erfitt sé að spá til lengri tlma. LOFAÐI RAGNHILDUR PENINGUM? 8 GREIÐSLU- FRESTUR HÆKKAR VÖRUVERÐ AUGLYSINGA- TEKJUR STÖDVAR 2 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.