Alþýðublaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 1
Framkvœmdir HRINGBRAUT FÆRfl OG BÚSTAOAVEGUR LEN6DUR Miklatorg breytt í Ijósastýrð gatnamót. Kostnaðaráœtlun hljóðar upp á 300 milljónir. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Bústaðaveg og Hringbraut og einnig stendur til að breyta Mikla- torgi i Ijósastýrð gatnamót. í drögum að framkvæmda- áætlun borgarinnar er reikn- að með að framkvæmdirnar kosti um 300 milljónir króna og kemur það i hlut rikisins aö borga þær. Ríkið mun skulda borginni í dag u.þ.b. 500 milljónir vegna lagningu þjóðvega í þéttbýli. í tengslum við fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar er nú til umræðu í borgarstjórn framlenging Bústaðavegar og bygging brúar yfir Hring- braut. Þórarinn Hjaltason yfir- umferðarverkfræðingur hjá umferöadeild borgarinnar sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árið 1984— 2004 hafi verið samþykkt að framlengja Bústaðaveg niður Öskuhlíðina suður við slökkvistöðina, á milli Sölu- félags garðyrkjumanna og Valsheimilisins og síðan I sveig að Miklatorgi. Hug- myndin er að breyta Mikla- torgi í Ijósastýrð gatnamót. Skógarhlíð verður þvl nokk- urs konar safngata fyrir þau hús og stofnanir sem við hana standa. Hún myndi lok- ast við Litluhlíð í austur og að einhverju leyti við Mikla- torg í vestur. Hringbraut á síðan að fær- ast suður fyrir byggingu tannlæknadeildar Háskólans og Umferðamiðstöðina. Breytingin á Hringbraut nær frá rétt austan við Miklatorg og kemur í slna gömlu legu I beygjunni sunnan við Hljómskálagarðinn. Hún verður sprengd niður við Miklatorg og þar mun Bú- staðavegur koma yfir hana I brú. Þetta hefur verið samþykkt I skipulagsnefnd borgarinnar. Það sem áætlað er að gera á þessu ári er að lengja Bú- staðaveg að Miklatorgi og brú yfir Hringbraut. Á næsta ári er svo meiningin að færa Hringbrautina og klára svo- kölluð mislæg gatnamót við Miklatorg. „Það eru skiptar skoðanir um gagnsemina at pessu," sagði Þórarinn. „Ég vil nú meina að þörf sé á þessu, þetta kostar peninga, en ger- ir líka mikið gagn. Það sjá nú allir hvernig ástandið er I Skógarhlíðinni og Hring- brautinni.“ í drögum að framkvæmda- áætlun 1988—1992 er gert ráð fyrir að kostnaður við þessar framkvæmdir verði u.þ.b. 300 milljónir, en hún hefur ekki verið samþykkt hjá borginni. Fyrirkomulagið er þannig að svokallað bensfnfé á að renna til þjóðvegagerðar i þéttbýli og á því ríkið aö borga framkvæmdirnar, en borgin leggur út fyrir þeim. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins skuldar ríkið nú Reykjavíkurborg 500 milljónir vegna þjóðvegagerðar í þétt- býli. Pétur Sigurðsson formaður ASF: Skatt- fríðindi tiltæk lausn „Það er til tillaga. Hún hef- ur verið lengi til umræðu og velkst fyrir mönnum, tillagan um skattfríðindi til handa fiskvinnslufólki," sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða í sam- tali við Alþýðublaðið I gær. Pétur segir að oft hafi ver- ið talað um aö launa fisk- vinnslufólkinu umfram aðra, en menn ekki fundið leiðirn- ar. „Þegar á hefur reynt hafa menn vikið sér frá því og jafnvel skilið fólk eftir með sárt ennið, eins og gerðist í skammdegissamningunum I desember ‘86.“ Pétur segir að skattf ríðindi fiskvinnslufólks geti verið I llkingu við fríðindi til sjó- manna. Rökstuðninginn segir hann einfaldan: „Þetta er eina atvinnugreinin sem er virkilega gjaldeyrisskapandi, stendur undir okkar við- skiptakjörum. Það vantar fólk til að fylla þau atvinnutæki- færi sem þar eru til, og væri hægt að vinna í dýrari pakkn- ingar ef nóg væri af fólki,“ sagði Pétur m.a. I dag má búast við að dragi til úrslita I viðræðum um kjarasamninga á Vestfjörð- um. Ákveðið hefur verið að halda fund I samninganefnd ASF og vinnuveitenda á Vest- fjörðum. Undirnefndir hafa verið að störfum og ef undir- tektir verða góöar er að sögn Péturs ekkert að vanbúnaði að hefja alvöru viðræður. „Þá höldum við áfram I einum grænum,“ sagði hann. Ráðhúsið hjá ríkis- lögmanni HM-keppnin haldin á íslandi? 8 Lóð fyrir 50 milljónir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.